Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 5
Fyrst ætla ég að kanna, hvort visinöin séu að rifa sig laus frá hugmyndafræði og forboðnum viðfangsefnum til að ná aftur stöðu sinni sem drottning þekk- ingarinnar. I þvi tilfelli yrði það drottn- ing, sem mikið hefði látið á sjá eftir langa fangavist innan veggja jafn for- dómafullra greina og félagsfræði, upp- eldisfræði og byggingarlistar. Engu að siður verður þess vart, að vísindin eru allt í einu farin að gefa sig að bannhelg- um og forboðnum viðfangsefnum: til dæmis arfgengum eiginleikum þynþátta og kynja.,1 list, menntun og skólum má einnig greina hægan andvara, sem gæti orðið að hressilegri golu og hróflað við þeirra einráðu vitfirringu, sem hefur gert tvær kynslóðir kúgaðra manna rugl- aðar i kollinum. „Við sjáum greiniiega ný-rómantísk einkenni: Hreinni heim, tærara vatn, nánari tengsl við náttúr- una, endurnýjun hins persónulega gildismats — og ímyndunina, sem alltaf snýr aftur til okkar, um svokölluð EIGINLEG VERÐMÆTI" Þeim fjöigar óðum, sem farnir eru að þreytast mjög á flatneskjujöfnuði, sam- ræmingu hugsunarháttar og niðursoð- inni hugmyndafræði. En þeir eru ekki margir, sem þora að vekja máls á þeirri spurningu, sem varðar grundvallar atr- iðið: Er ákveðin hugmyndafræði ðmiss- andi fyrir venjulegt fólk? Við vitum, hvað það er erfitt að hugsa, það er at- höfn, sem útheimtir fleiri orð og hugtök en fólk hefur til umráða. Það krefst einnig skerpu o'fe einbeitni að meta hlut- ina hvern og einn sjálfstætt. Orðaforð- inn í Noregi er minni en í öðrum lönd- um, eins og kunnugt er — af þjóðlegum ástæðum. Stórfelldustu mistökin, sem stefnan í menningarmálum hefur valdið, varðar hinn nýja skóla. Viðurkenning þessa er þó góðs viti. Hvaðanæva úr heiminum berast fregnir um átakanlega ósigra nýrra hugsjöna í uppeldismálum. Þar sem hinir betri námsmenn í skólunum tilheyrðu hinum ,,æðri‘' stéttum sam- félagsins, beindist gagnrýnin að þeim atriðum, sem voru ,,úrvalinu“ hagstæð. Frá sjónarmiði réttlætis var þetta rétt. Hlutverk hins nýja skóla er þess vegna ekki, að góðar gáfur fái notið sin, heldur aö bæta treggáfuðum nemendum upp þann hnekki, sem hin slaka frammistaða gæti valdið þeim þjóöfélagslega. Nú lítur út fyrir, að sjálft vandamálið hafi verið misskilið. En þegar nemendurnir koma i skólann, er það of seint. Hin samfélags- legi jöfnuður er stjórnmálalegt markmið Adam Smith og Karl Marx — báðir steindauðir. „í hinum norska hrísgrjónagraut eru engar möndlur. Við verðum að leita til útlanda tií að kanna, hvort verið sé að hugsa eitthvað nýtt, eða hvort allt verði áfram annaðhvort Marxismi eða kapítalismi, annaðhvort hægri eða vinstri". fyrir alla þjóðina. í skólanum verður að miðla þekkingu. og hæfileikar nemenda eru gefnar stærðir, þangað til samfélagið hefur náð lengra i jöfnuöi. i þokkabót komu svo vonbrigðin yfir því, að hinum vitlausu markmiðum skyldi ekki einu sinni verða náð. Það hefur ekkert dugað að draga úr kunnátt- unni eða dulbúa skussa og vel gefna nemendur. Að þvi leyti er allt eins og áður og, svo undarlegt sem það er, — meira að segja verra en áður, en aðeins með þeim mun, að nú læra allir minna — einnig hinir vel gefnu — þó aó þeir séu æ fleiri ár í skólanum. Þau greinilegu falsrök, að kunnáttan hafi ekki minnkað heldur dreifzt á fleiri svið, eru nú orðið lítið notuð. I hinu róttæka, sænska blaði, Dagens Nyheter (9.9.1977) segir I grein undir fyrirsögn- inni: „Ráðleysi og svartsýni í skólamál- um“, að í 10 nýútkomnum bókum um skólamál sé alls staðar viðurkennt, að hin nýjastefna ískólamálum (sem hefur gengið lengst í Svíþjóö) hafi algerlega brugðizt. Hvorki ,,jafnaðarviðleitnin“ né hin markvissa hjálparstarfsemi í þágu slakra nemenda hefur borið tilætlaðan árangur. Höfundarnir eru sammála um það, að ástandið í þessum efnum sé verra en áður var. í Danmörku eru vonbrigðin engu minni. í ,,Information“ (16.7.1977) segir í grein undir fyrirsögninni: „Menntun á að efla, — ekki spilla", aö augljóst sé, að nemendurnir séu nauð- aldir á tormeltum, afstæðum hugtökum (riki, lýðræði, pólitiskri hugmynda- fræði, heimsveldastefnu, kapitalisma o.s.frv.). Þessi heildarhugtök séu kennd eins og kverið forðum. Nemendurnir tengi þau ekki við neitt. Það, sem vanti, sé hlutlæg þekking á staðréyndum og viðburðum, mál, sem agað sé með mál- fræði, og stærðfræði. Eg hef áður látið fljós þá hugmynd, að hnignun menntunar, ófarir stefnunnar í skólamálum ( og minnkandi orðaforða) ásamt afturför i almennri greind megi kannski skýra sem dulin öfl, sem muni hafa hemil á hinni allto’f hröðu þróun tæknimenningarinnar. En þá erum við þvi miður farnir að sökkva okkur niður i vafasamt grufl og heilabrot á borð við heimspeki Oswalds Spenglers. En er það svo víst, að hinar sögulegu „ævikenning- ar“ Spenglers hafi verið svo vitlausar? Við skyldum þó ekki lika eiga eftir að vera vitni að upprisu Spenglers? Mér er næst að halda þaö. En Spengler myndi skýra einkenni menningarinnar nú á dögum á þá leið, að ævin væri senn á enda. Eg minntist á, að við værum svo háðir hinum hugmyndafræðilega matseðli, aö i dag (eins og á miðöldum) er hættulegt að rannsaka viss vandamál visindalega. En einnig hér veröur vart nýrra vind- átta. Félagslíffræðingarnir hafa lagt fram „óheppileg" gögn, sem benda ein- dregið til þess,- að margar hinna lofs- verðu tilrauna til jafnræðis með kynj- unt, k.vnflokkum og stéttum rekizt illa á áhrekjanlega, arfgenga eólisþætti. Atferlishættir mannsins og konunnar (og likamsbygging) hafa verið óbreyttir eöa stöðugir í meginatriðum í nær öllum menningarsamfélögum um þúsundir ára. Hið mannlega atferli er einfaldlega arfgengt. (Hlutverk konunnar inn á viö, en mannsins út á við.) Þetta er náttúru- lega hrein karlmannstignun, og félags- liffræðingarnir hafa líka mætt heiftar- legri mótspyrnu. En þeir halda því samt fram nteó jafnaöargeði, að kvenréttinda- hreyfingin muni lognast út af sjálfu sér, af því að kvenréttindakonur giftist sjaldnar og eignist færri börn. Að lokum muni það verða börn þeirra. sem ekki eru kvenréttindakonur, sem muni ráða erfðeiginleikunum. Það er kannski gert Sjá nœstu 1 siðu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.