Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 6
í UPPHAFI VARÐ SPRENGING Heimurinn varö til í gífur- legri sprengingu fyrir u.p.b. 18 milljöröum óra. Um leið hófust tíminn og rúmiö. Heimurinn tók pegar aö penj- ast út. Eftir brot úr sekúndu myndaöist efniö, upp úr geisluninni, í formi frumagna, -rafeinda og vetniskjarna. Frum- legasti hugsuður aldarinnar af þessum sökum aö Einstein léöi nafn sitt undir bréf það sem nokkrir vísinda- menn sendu Roosevelt forseta áriö 1939, og frægt er oröið því þaö varö upphafið aö kjarnorkusprengjusmíð Bandaríkjamanna sem kennd var við Manhattan. Hann mun ekki hafa lagt annað til málsins en nafn sitt; aðrir sömdu bréfiö, enda komst hann ein- hvern tíma svo aö oröi um þetta aö „ég var bara póstkassi". Þaö fór svo eins og alkunna er aö Bandaríkjamenn uröu á undan Þjóö- verjum aö smíöa sprengju, enda Þjóð- verjar aö þrotum komnir um þetta leyti. En Japanir þráuöust enn viö og á endanum var sprengjunni varpað á Japan, tveim frekar en einni. Þaö var óöara Ijóst af þessum tilraunum tveim aö hér höföu oröiö mestu framfarir í eyðingartækni sem um gat í sögunni. Þaö var og Ijóst, aö ekki yröi aftur snúiö og eina vonin væri aö takast mætti aö halda þessu í nokkrum skefjum. Sú von virtist þó heldur tæp eins og á stóö. Kjarnorkusprengjan og horfurnar ollu Einstein þungum áhyggjum sein- ustu æviár hans. Honum var Ijóst hve mannkynið var hætt komiö og vildi hann nú gera allt sem í hans valdi stóö til þess aö koma öörum í skilning um það. Þaö varö aö upplýsa menn um hættuna svo aö þeir gætu varaö sig. Einstein var maöur frjálslyndur í stjórn- málum og pólitískar hugsjónir hans og markmiö nokkuð langsótt, eins og títt er um vísindamenn; hann var t.a.m. mikill áhugamaður um alheimsstjórn. Að vísu lét hann líka ýmis nærtækari stjórnmál til sín taka, og meö öllu meiri árangri, svo sem zíonismann og ísra- elsríki. (Honum var m.a.s. boöiö aö veröa forseti ísraels 1952, en afþakk- aöi þaö og var þaö hyggilegt því hann haföi ekkert í þaö að gera). Þaö gefur auga leið þeim sem fer aö kynna sér ævi Einsteins, aö hann hefur veriö frábærlega viöfelldinn og skemmtilegur maöur í viðkynningu. Menn voru enda svo ákafir aö kynnast honum aö hann haföi lítinn friö lang- tímum saman. Haföi hann þó ýmis ráð til aö koma af sér fólki. Eitt var þaö aö hann lét bera sér súpu. Mælti hann þá svo fyrir aö borin skyldi inn súpuskál þegar gestur heföi setiö í hálftíma eöa um þaö bil. Þægi Einstein súpuna höfðu fáir einurð til aö sitja lengur, en stundum vildi gamli maðurinn gjarnan hafa gestinn lengur og sendi þá súpuna út aftur. Hefur þetta orðið mikill súpuburður gegnum árin. Einstein lézt áriö 1955, og er þess getiö aö á náttborðinu lágu blöö útkrotuð óloknum jöfnum. Einstein var „þrjózkur gamall syndari" til hinztu stundar, svo sem hann komst einhvern tíma aö oröi um sjálfan sig viö Max Horn; hann dó sem sé ósáttur viö skammtakenninguna, haföi aldrei kunnaö aö meta hana og var enn staðráöinn aö finna betri lausn. Hann var viss um þaö að lausnin fyndist þótt seint yröi, náttúran væri skiljanleg og mundi skiljast mönnum fyrr eöa síöar ef þeir aðeins héldu áfram aö reyna. „Guð er útsmoginn" sagöi hann ein- hvern tíma „— en hann er ekki illkvitt- inn“. NIGEL HAWKES Heimurinn hófst meö sprengingu. Glóandi orkuhnöttur sprakk og brotin þeyttust í allar áttir út í geiminn. Einum hundraöasta úr sekúndu eftir sköpun- ina nam hitinn í alheiminum 100 milljörðum gráöa á Celsius og hann var 4 milljörðum sinnum þéttari en vatn. Agnir mynduöust, breyttust í orku og síðan aftur í efni. Eftir þrjár mínútur og 46 sekúndur héngu agnirnar loks saman svo lengi aö vetnis- og helíum- kjarnar gátu myndazt. Hálftíma seinna var fjórðungur vetnisins umbreyttur í helíum — og þar meö var efnafræðileg samsetning alheimsins ráöin til fram- búöar. Upp úr þessu fór sköpunina líka á hægja, þótt alheimurinn héldi áfram að þenjast út. Það kólnaði smám saman í heiminum; eftir 700 þúsund ár var hitinn kominn niöur í 4000 gráöur á Celsíus og heimurinn ekki lengur mestmegnis geislun heldur efni. Kjarn- ar og rafeindir mynduöu saman vetnis- og helíumgas og gasský söfnuðust saman í stjörnur og stjarnkerfi Síöan eru liönir 15—20 milljarðar ára. En alheimurinn er enn aö þenjast út, stjörnur og stjarnkerfi þeytast hvert frá ööru „út" í geiminn meö ægihraöa þótt þau hægi jafnt og þétt ferðina. Endurómar sköpunarinnar Flestallir „heimsmyndarfræöingar" nú á dögum eru á einu máii um þaö aö þessi heimsmynd sé rétt í höfuðatriö- um, heimurinn hafi byrjaö meö gífur- legri sprengingu. Einstein átti aö nokkru leyti upphafiö aö þessari heimsmynd, a.m.k. vísaöi hann veginn. Þaö var innifalið í almennu afstæöis- kenningunni aö alheimurinn héldi áfram að þenjast út. En Einstein var meinilla viö þá tilhugsun (þetta rann reyndar ekki upp fyrir honum fyrr en ári eftir aö hann birti kenninguna); hann vildi hafa alheiminn stööugan og óumbreytanlegan, og gekk hann svo langt aö hagræöa útreikningum sínum í því skyni aö sanna þaö. Það var ekki fyrr en einum 13 árum seinna aö Bandaríkjamaöur nokkur, Edwin Hubble, sýndi fram á þaö aö stjarn- kerfin voru í raun og veru enn aö þeytast sundur og fjarlægjast hvert annaö og hin upprunalega kenning Einsteins rétt. Nærri 40 árum síðar færöu svo tveir landar Hubble, þeir Arno Penzias og Robert Wilson í Bell-rannsóknarstöö- inni, sönnur á þaö að heimurinn heföi hafizt með sprengingu. Þaö var nánast fyrir tilviljun aö þeir uppgötvuöu þetta. Þeir höföu veriö aö reyna að losa útvarpsloftnet viö truflanir. Þaö hefði átt aö vera einfalt verk en einhverra hluta vegna gekk þaö illa í þetta sinn og var alveg sama hvernig þeir Penzias og Wilson hreinsuöu loftnetiö og stilltu — alltaf var eftir jafn, daufur sónn. Þaö kom að lokum á daginn aö þetta var geislun frá upphafi heimsins, hún haföi veriö að breiðast út um geiminn allar götur síðan í árdaga. Vísindamenn komust aö þeirri niöurstööu aö hún hlyti aö hafa átt upptök sín í spreng- ingu. Wilson og Penzias geröu upp- götvun sína árið 1965 og í fyrra fengu þeir svo Nóbelsverölaunin í eðlisfræði fyrir hana. Opinn heimur eöa lokaöur Vitanlega vantar ennþá geysimikiö í heimsmyndina þótt vísindamenn þykist orðiö vita aö heimurinn hafi oröiö til í sprengingu. Þaö er til aö mynda óvíst um lögun hans. Menn eru aöallega aö velta fyrir sér tveim möguleikum í því efni, þ.e.a.s. að alheimurinn sé lokað- ur, þ.e. takmarkaður t.d. líkur blööru sem veriö er aö blása upp, ellegar hann sé opinn, þ.e. teygist endalaust í allar áttir. í fyrra tilvikinu væri hugsan- legt aö „sigla" kringum heiminn og komast aftur til upphafsstaöarins; sé heimurinn hins vegar opinn er útjlokað aö komast umhverfis hann. Þessar vangaveltur um lögun al- heimsins eru svo nátengdar því hvern- ig hann muni enda. Sé hann opinn mun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.