Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 13
Á 75 ÁRA AFMÆLI BÍLSINS A ISLANDI ö þa náð AÐ EIGA BÍL í næsta mánuöi verður þess sérstaklega minnst meö fornbílasýningu, aö 75 ár eru liöin frá pví aö fyrsti sjálfhreyfivagninn kom til islands, farartæki sem á tiltölulega skömmum tíma átti eftir aö gjörbreyta samgöngum landsmanna. Bíllinn, eins og viö köllum betta samgöngutæki tuttugustu aldarinnar var pá undraverkfæri, en er í dag barfasti bjónn landsmanna. Bíllinn er eina samgöngutækiö okkar sem treystandi er á, p.e.a.s. að flugiö er háö veöri og vindum, strandsiglingar eru einvöröungu ætlaöar vörum og járnbrautin hefur aldrei náö hér fótfestu, ef svo má aö oröi komast. Bílaeign landsmanna er oröin mikil ef borið er saman viö fólksfjölda, eins og viö höfum svo gaman af aö gera, en í raun er hún ekki mikil, ef miöaö er við þörfina fyrir pessi farartæki í okkar stóra og veglausa landi. Bíllinn er ekki aðeins fólksflutningatæki, heldur tengir hann t.d. fámenn og afskekkt byggóarlög við þóttbýlið, flytur inn- og útflutning landsmanna aö og frá skipshlið, olíuna um borö í veióiskipin og aflann í vinnslustöðvarnar, fóóurbætirinn og áburó- inn til bændanna og haustlömbin í sláturhús- iö, mjólkina til borgarinnar og steypuna í stórhýsin. Án bílsins værum viö illa í sveit sett, en prátt fyrir þetta allt er þaó enn skoöun hinna vitru meistara sem hér ráöa ríkjum, aó bíll sé iúxus og aö lúxus beri aö tolla á alla enda og kanta. Árlega finna stjórnmálamenn nýjar og nýjar leiöir til aó auka álögur á bifreiðaeigendur. Á þessu ári er t.d. áætlað aó skatthlutur ríkissjóós af benzínverói nemi u.þ.b. 17 miiljöröum króna og tekjur af aðflutnings- gjöldum nýrra ökutækja um 4.300 m. kr. Aóeins brot af þessum tekjum rennur aftur til varanlegrar vegageröar eóa viöhalds á malar- vegum, sem eru samanlagt á þriöja þúsund kílómetra langir. Þaö er í raun undarlegt hve þolinmóöir íslenskir bílaeigendur eru viö ráöamenn hverju sinni. Þeir reyna aó taka meó jafnaöar- geði síauknum álögum ríkisvaldsins og viröast aldrei gera neinar alvarlegar kröfur um bætta vegi, ódýrari eldsneyti eöa lækkuö tryggingargjöld, svo dæmi séu nefnd. Einu sinni eða raunar tvisvar á ári stórhækkar verð nýrra bíla vegna gengisfellinga, en samt reynir almenningur sitt besta til aö eignast þessi tæki og nú er svo komið, aö bílveró er nánast hvergi hærra í heimi en hér, nema þá helst í sæluríkjum Austur-Evrópu, þar sem ráðamenn álíta aö öreigar hafi ekkert meó eigin farartæki aö gera. Bílaeigendur segja lítið þótt aö malbikaðir vegir hér teigi sig árlega aöeins nokkur hundruö metra eftir holóttum og hálf ónýtum malarvegum. Haldi áfram sem horfir, þá veröur eflaust liöiö langt á næstu öld áóur en helstu vegir landsins veróa komnir meö varanlegt slitlag. Þaö er meiri háttar fjárfesting fyrir meöal fjölskyldu að eignast nýjan bíl á þessu 75 ára afmæli bílsins á íslandi. Menn þurfa oft á tíöum aö steypa sér út í skuldafen til þess aó endurnýja gamla skrjóðinn, sem væri í raun ágætur ef ekki hefói þurft að aka honum eftir þessum dæmalaust stórkostlegu þjóóvegum landsins. Bílakaupandi veröur aó taka sér 10—15 ára lífeyrissjóöslán eöa rándýrt vaxta- aukalán til þess aö eiga fyrir vagninum og t sumum tilfellum verður bíllinn búinn aö vera um tíma á haugunum áóur en síðasta afborgunin fer fram. Ef verö á nýjum litlum fimm mánna bíl er skoðað ofan í kjölinn kemur í Ijós aö ríkisbákniö nær sér í tvo þriðju hluta útsöluverösins, svona í fyrstu tilraun. Ef þessi litli bíll kostar kr. 3.950 þús. „á götuna“, eins og það er kallaö, þá er framleiósluverö hans rétt um 1.100 þús. Af heildarveröi ökutækis- ins fær ríkissjóður 1.122 þús. í 90% toll, kr. 624 þús. í leyfisgjald og kr. 535 þús. í söluskatt. En þetta er ekki allt. Síóan bætist við gúmígjald af hjólböröum, þungaskattur af bílnum, skráningargjald, tryggingargjald ökumanns, söluskattur af tryggingu, 144 kr. gjald af bensínlítra og svona mætti lengi telja. Ef bílakaupandinn er svo óheppinn aö búa úti á landi, þá er eins víst aó hann veröi búinn aó brjóta a.m.k. eina lukt og e.t.v. framrúðu á leiðinni heim meó nýja bílinn, auk þess sem malarvegirnir veróa búnir að setja varanlegan stimpil sinn á lakkiö á nýja bílnum og jafnvel tæta í sig einn hjólbaróa eöa svo. Og ekki má gleyma því, aö tollar og söluskattur af varahlutum skila ríkissjóði einnig dálaglegum tekjum á ársgrundvelli. Það er lítil von til þess aö hinir vitru meistarar botnlausa báknsins sjái aö sér í þessum efnum og áfram þyngjast byröir bíleigenda. Sennilega veróur þaó ekki fyrr en á aldarafmæli bílsins sem ráöamenn vióur- kenna aö bíll er ekki lúxus heldur nauösyn, en þá kann svo aö veröa komiö fyrir mannkyninu, aö þaö veröi oröiö bensínlaust og gamli Jarpur aftur tekinn viö fyrri störfum sínum hér um slóöir. Jón Ilákon Magnússon. HÓSTAKÓRINN Ætli ekki þætti skrýtió, ef gestir á myndlistarsýningum tœkju sig til og gengju að málverkunum og ristu á þau smárifur meö hnífum, skærum eöa öðrum beittum hlutum eöa tækju sór hamar í hönd og meitluöu eöa brytu mola út úr höggmyndum? Ég er hrædd um, aó þeim, sem staðinn yrói aö þvílíkum verknaði yrði umsvifalaust vísað a.m.k. á dyr, ef ekki í rannsókn. Samt er þaó nú svo, aö nokkuó svipaó á sér staö á langflestum hljómleikum hér í borg, hvort sem um sjálfa sinfóníuhljómsveitina er að ræöa eöa minni sveitir, einleik- ara, einsöngvara eöa kóra. Þarna á ég við hóstakórinn, sem undantekningarlaust upphefur raust sína og stórskemmir þá tóna- vefi, sem verið er aó mynda á staðnum. Þaö er alveg furðulegt, hvað margir í hóstakórnum eru útsmognir aö finna allra vió- kvæmustu staóina til aö láta í sér heyra. Hugfangnir sitja áheyrendur og hlusta á blíöustu fióluþættina, Ijúfustu klarinettulaglínurnar eóa glæsilegustu flautusólórnar, aö maöur tali nú ekki um allra vanda- sömustu einsöngskaflana, þegar henni Siggu í Skjólunum bráóliggur á að láta til sín heyra — og stór- skemmir tónavefinn fagra, sem veriö er aö mynda einmitt á þessari stundu og veröur aldrei nokkurn- tíma myndaóur framar á sama hátt. Og ekki vill Gunna í Breiöholtinu láta sitt eftir liggja og tekur ræki- lega Undir og Stefán í Hlíðunum hóstar hressilega meö. Aó geta nú ekki beóiö eftir næsta háværa trommukafla! Nei, hóstinn skal koma meö í upptökunni. Kannski þekkir maður svo sinn eigin hósta, Þegar útvarpað veröur frá seinni hluta hljómleikanna og maður getur setió heima og hlustað í ró og næói. Ég vildi nú gera aó tillögu minni, að fyrir þá, sem mest láta til sín taka við aö hósta á sinfóníuhljónileikum, veröi stofnaóur sérstakur hóstakór. Hann gæti svo fengiö inni í einhverri kompu eóa kjallara Háskólabíós. Þangað yróu hjartanlega velkomnir allir þeir, sem ails ekki geta stillt sig um aó láta til stn heyra opinberlega á hljómleikum. Gott væri, ef stjórn- andi kórsins væru sjálfur mikill hóstamaður, vel fær um að velja I raddir: skræka hósta í sópran, rolluhósta í alt, sogandi hósta í tenór og drynjandi hósta í bassa. Ef svo arkitektar hússins gætu leitt þaklekann fræga inn í þeasa kompu, svo aó hann gæti tekið aó sér trommuleikinn, væri allt full- komnað. Þarna gæti svo hóstakórinn unaö sér vel á meöan aörir áheyrendur fengju notió allra tónverkanna í friöi — líka fíngeróustu og viðkvæmustu kaflanna — og þagnarinnar, sem dr. Róbert A. Ottósson sagði, aó væri þaö þýöingarmesta í hljómlistinni. (En guö almáttugur varðveiti mig, ef ég fengi nú sjálf alveg óviðráóan- legt hóstakast á næstu hljómleik- um!) Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.