Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 10
Kostir: Frábær í ákstri, mjúkur, lipur og sparneytinn. Gallar: Loömuskuleg beinskipting og full mikill hávaöi frá vél þegar hún gengur hratt. Umboð: Kristinn Guönason h/f. Verö: 5.2 milljónir. RENAULT12TS EINN KEMUR Á ÖVART Fransmenn hafa framar öörum fariö sínar eigin leiöir í bílafram- leiðslu, gagnstœtt Japönum til dæmis, sem hafa foröast paö eins og heitan eldinn. Af pessu leiðir, aö menn hafa ekki veriö á eitt sáttir um franska bíla; sumir taka viö Þá ástfóstri og vilja helzt ekki líta viö ööru, en aörir hafa hálfpartinn skömm á peim; pykja peir Ijótir meó afbrigöum og hafa litla trú á gæöun- um. Bæöi Citroön og Renault hafa ungaö út smábílum gegum tíóina, sem voru harla frumstæöir og aö flestra mati Ijótir og er ekki fráleitt aö pessar geröir hafi komiö óoröi á hinar, sem betur eru búnar. Þegar Renault ber á góma, kemur mönn- um í hug „Hagamúsin" sem svo var nefnd og aörar fremur fátæklegar gerðir. Varla er fjærri sanni, að Renault hafi ekki til pessa veriö í framúrskarandi áliti héöra, pótt vió- urkennt só aö hann fjaörar frábær- lega eins og franskir bílar yfirleitt. Samkvæmt svissnesku bílabók- inni framleiöir Renault 9 tegundir bíla meó ýmiskonar afbrigöum og hefur veriö fram til pessa söluhæsta bílaverksmiöja í Evrópu pótt sum- um komi baó kannski spánskt fyrir sjónir. Mér finnst aó Renault hafi fyrir alvöru byrjaö aö reka af sér sliöruorðið meö Renault 16 sem nú er nokkuð kominn til ára sinna, en byrjaöi á hinni vinsælu formúlu, sem hefur pverstæöa vél aö framan, framhjóladrif, hurð á afturenda og hægt aó leggja aftursætið niður. Sá bíll hefur einatt pótt frábær í akstri. Áfangaskil uröu hjá Renault með stóru gerðunum, sem auókenndar eru meó 20 og 30 og hleypt var af stokkunum í febrúar 1975. Um pann bíl höfum viö fjallað hér og má segja um hann í fáum oröum, aö par er einn rúmbezti og þægilegasti fjöl- skyldubíll, sem unnt er aö fá af evrópskum uppruna og virðist jafn- vel hafa orðið General Motors fyrir- mynd í gerö hins nýja Citroén Citation. Stefnubreyting virðist hafa oröiö hjá Renault. Nú er fariö eftir alpjóó- legri smekk; hoföbundin form hafa komið í staö hins skringilega. Nýj- asta viðbótin er Renault 18, vandaó- ur fólksbíll meó framhjóladrifi og dúnmjúkri innréttingu. Hann telst í efri millistæróarflokki á evrópskan mælikvaröa; er 4,36 m á lengd. Játaö skal, aó vissar efasemdir komu mér í huga, pegar upplýst var aö herlegheitin kostuðu 5.2 milljónir eöa jafnt og ódýrustu gerðirnar af ameríska Ford, Chevrolet og Dodge. Um leið skal þó undirstrik- aö, aö eftir reynsluaksturinn féllst ég alveg á pessa verölagningu. Renault 18 Ts er vissulega sinna peninga virði, boriö saman við annað á svipuðu verði. í fáum oröum sagt er hann svo stórskemmtilegur í akstri, aö þaó var eftirminnileg reynsla að kynnast því. Jafnframt veröur að játa, aö hann hvetur kannski ögn meira til hraðaksturs en hollt er. Mestan þátt í þessu eiga góö vinnsla, frábær fjöörun og aksturseiginleikar. Vélin er ekki stór, 1647 rúmcm., fjögurra strokka og telst 70 din-hestöfl vió 500 snúninga. Um leið er hún sparneytin og eyöslan á hundraöiö miðað vió 90 km hraóa er aóeins talin vera 6,9 I. En þaó er aó sjálfsögóu fengið á jafnsléttu í viðstööulausum akstri. Fjögurra gíra kassi er sambyggöur vélinni aö framan, en sjálfskipting fáanleg og væri aö sumu leyti betri lausn, því sjálf gírskiptingin er kannski þaó eina sem verulega gæti staóiö til bóta. Þaö er meö eindæmum klúö- urslegt aó koma honum í 1. gír og allir eru gírarnir aöeins á ská, en það gengur vel og vandræðalaust, eftir aö maöur hefur hitt á þann fyrsta. Þetta er aö sjálfsögöu eitt af því sem venst og annaó var þaö nú ekki, sem sérstaklega fór í taugarn- ar á mér. Aó innan er hönnunin mjög frá- brugöin því sem maöur hefur átt aó venjast í franskri bílaframleiöslu. Hér er enn tekiö miö af því, sem greinilega hefur líkaö vel á hinum alþjóðlega bílamarkaöi. Útfærslan á smáatriöum er meíra sterkleg en fínleg og frágangur á smæstu smá- atriöum er ekki eins hnökralaus og venjulega má sjá í þýzkum og japönskum bílum, sem aö mínu mati komast lengst að þessu leyti. Sætin eru þó enn samkvæmt frönsku formúlunni, ágætlega mjúk hægindi, en líkt og Citro'én hefur hvað eftir annaö brennt sig á, eru seturnar í framsætunum full stuttar. i aftursætinu á aö geta fariö mjög vel um tvo, þar sem þaö er beinlínís hannað meó þaö fyrir augum, en löglegur er bíllinn fyrir 5. Mælaboróiö er vel út fært meó 13 viðvörunarljósum, kiukku, og fjór- um mælum. Framsætisbökin er hægt aó leggja niöur.vilji maður fá sér blund eöa gista í bílnum og ugglaust er þetta gert sérstaklega meö franskar þarfir í huga, en samkvæmt nýjustu upplýsingum um gallískt ástalíf, eiga flestir Fransarar viöhald, sem þeir reyna aö vera hjá á bilinu milli 5 og 7, eöa áöur en þeir fara heim í kvöldmat- inn. Hjákonan veröur þó að vera meira en í meðallagi spennandi til þess aö hver sæmilega ökuglaöur maður kjósi ekki fremur aö bregöa sér í staðinn út á þjóóveg og slá í. Renault 18 er hreint frábær á vondu malbiki og ágætur á malarvegi einnig. Viö upp og niður aðstæöur er hann mun skemmtilegri en marg- ir þeir bílar, sem kallaöir eru sportbílar og eru svo hastir, aó pað eyöileggur ánægjuna. Ekki eru til- tækar neinar tölur um viðbragó, en hámarkshraöinn er 156 km á klst. Svörun er mjög góö og viöbragóiö þokkalega gott, en full mikiö heyrist í vélinni, þegar hún er þeytt eitthvaö að ráöi og bíll af þessari stærö meö 70 din-hestafla vól, hefur ekki neina vargavinnslu, án þess aó vólin sé þeytt sæmilega. En þá er hún líka skemmtileg og til dæmis er athygl- isvert aö finna, hvaö hann getur í 3. gír á svo sem 80 km hraóa. Ekki er sambærilegt, hvaö amer- ískir bílar á svipuöu veröi eru hljóðari, en á hinn bóginn hefur Renault 18 sérstaka og óútskýran- lega tilfinningu í greiðum akstri, sem lyftir honum í gæóingaflokk. Hljóöari og meö betri beinskiptingu, — og þá hefóu Fransarar algjört tromp á hendinni. Gíslí Sigurósson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.