Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 3
Smásaga Þaö er meö hálfum huga, aö ég nefni atvinnu mína á nafn, atvinnu sem ég reyndar lifi af en neyöir mig til aögeröa sem ég get ekki alltaf framkvæmt með góöri samvisku; ég er fastur starfsmaöur hundaskatts- deildar skattstofunnar og fer um borgina þvera og endilanga til aö snuöra uppi óskráöa hunda. Dulbú- inn sem friösamur maður á skemmti- göngu, pybbinn og lágvaxinn með mátulega dýran vindil uppi í mér, geng ég um skemmtigaröa og kyrrlát stræti, gef mig á tal viö fólk, sem er á göngu meö hundinn sinn, legg á minniö nafn og heimilisfang, klóra hundinum vinalega á hálsinum, í peirri vissu aö hann muni brátt gefa af sér fimmtíu mörk. Ég veit hvaöa hundar eru skráöir, pefa paö strax uppi, finn pað á mér, pegar hvutti með hreina samvisku stendur viö tré og léttir á sér. Ég hef sérstakan áhuga á hvolpafullum tíkum, sem eiga von á tilvonandi skattgreiðendum: gef peim gætur, legg vandlega á minniö. hvaöa dag pær gjóta og hvert hvolparnir fara, leyfi þeim aö dafna án þess aö gruna nokkuð, þangað til þeir eru komnir á þann aldur, aö enginn áræöir lengur að drekkja þeim og afhendi þá síðan yfirvöldunum. Ef til vill heföi ég átt aö velja mér annað starf, því mér þykir vænt um hunda; samviskan kvelur mig þess vegna stöðugt: skyldu- rækni og kærleikur togast á í brjósti mér og ég játa þaö hreinskilnislega, aö oft sigrar kærleikurinn. Suma hunda er mér ómögulegt aö skrá, ég læst einfaldlega ekki sjá þá. Sem stendur er ég sérlega umburöalynd- Játning hundaveiðarans ur, þar sem hundurinn minn er einnig óskráður, hundur af blönduöu kyni, sem kona mín elur af ástúö, eftirlæti barna minna, sem grunar ekki hvers konar lögbrjótur nýtur ástúöar þeirra. Líf mitt er verulega áhættusamt. Ef til vill ætti ég að vera gætnari en sú staöreynd, aö ég er aö vissu marki vörður laganna, styrkir mig í þeirri trú, aö ég megi stööugt brjóta þau. Ég gegni erfiöu embætti, húki tímun- um saman inni í þyrnirunnum í útjaöri borgarinnar, bíö eftir aö heyra gelt úr einhverju hreysinu eöa ofsafengiö gjamm úr skúr, þar sem ég hef hugboð um aö grunsamlegur hundur haldi sig; eöa ég bogra bak viö múrvegg og sit um rottuhund, sem ég veit aö er óskráöur eöa hefur ekki reikningsnúmer. Þreyttur og forugur held ég síöan heim, fæ mér að reykja viö ofninn og klóra Piútó, sem dillar skottinu og minnir mig á mótsagnakennda tilveru mína. Eins og gefur að skilja hef ég unun af aö fara í langar gönguferöir á sunnudögum meö konu og börnum og Plútó, þegar ég þarf ekki að sýna hundum neinn áhuga nema andleg- Eftir Heinrich Böll an, ef svo mætti segja, en á sunnu- dögum ber mér engin skylda til aö taka eftir óskráðum hundum. Héöan í frá verö ég aö velja aörar gönguleiöir vegna þess aö tvo sunnudaga í röö hef ég mætt yfir- manni mínum, sem hefur stansaö í bæði skiptin og heilsaö konu minni og börnum og klóraö Plútó. Þótt merkilegt megi heita, þá geöjast Plútó ekki aö honum, hann urrar og gerir sig líklegan til aö stökkva á hann, slíkt háttalag gerir mig all- taugaóstyrkan og kemur mér til að kveöja í skyndi og veröur til þess aö vekja tortryggni yfirmanns míns, sem horfir með undrunarsvip á svitann safnast fyrir á enni mínu. Ef til vill heföi ég átt aö skrá Plútó en tekjur mínar eru rýrar — ef til vill heföi ég átt aö fá mér annaö starf en ég er oröinn fimmtugur og á þeim aldri skiptir maöur ekki svo auöveld- lega um starf en hvaö um það; líf mitt veröur stööugt áhættusamara og ég mundi skrá Plútó, ef þess væri enn nokkur kostur. En því er ekki aö heilsa: konan mín, gjörn á að masa, tjáði yfirmanni mínum, að viö værum búin aö eiga hundinn í þrjú ár og hann væri sem einn af fjölskyldunni og lét önnur slík spaugsyrði falla, sem gera mér ókleift aö skrá Plútó nú. Ég reyni en án árangurs að friöa samvisku mína meö því aö sýna hálfu meiri árvekni en áöur en þaö stoðar lítiö: ég er kominn í þannig aðstööu, aö ég sé enga leiö út úr ógöngunum. Vitanlega á ekki aö múlbinda uxann, er hann þreskir, en ég veit ekki, hvort yfirboðari minn er nógu víösýnn til að taka ritningarorö gild. Ég er glataöur og margir álíta mig kaldhæöinn en hvernig á annað að vera, þegar ég er öllum stundum aö fást viö hunda. Þýö. Hrefna Beckmann ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.