Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 15
ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA Eftir Gosclnny og Uderzo. Birt í samráði við Fjiflvaútgráfuna. 'EN EF ÞEtR ,/RÐ VIÍU ER BYR-Dt At> HAFA HtETTA AÐ KAUPA \ÞÁ, ENpE/R VEffA OKKUR FtSKAFOKKt/R, \VBRND 6EGN NORRfEWM VERDUR VÖRtt- ] GJÓR/FNtNGJUM" SKtPTAJÖFNUOUR , _ __ ÖHAOSTJEPUR ^' , Dagur á slóöum J.S. Bach Framhald af bls. 7 kynþáttum og þjóöernum þyrptust aö hvaöanæva til aö undrast svo háværa menn. Viö Smári færöumst í aukana meö hverri formælingu. En þegar áglápendur heyrðu skjótast út úr þessum óskiljanlega orðagraut kunnugleg nöfn eins og Baader— Meinhof, Arafat, Sadat, Begin, Kom- eini, fóru ýmsir aö hneppa aö sér yfirhöfnum og læddust út í nafnlausa mannþröngina á strætunum. Starfs- fólkiö haföi á okkur vökula gát, tvístígandi og greinilega mjög ugg- andi um sinn hag. Og þegar Bene- dikt Gröndal steig inn í salinn af vörum okkar Smára, í allri sinni klassísku íslensku tign, missti þaö alla von svo algjör upplausn ríkti í gestamóttökunni. En viö Smári stóö- um oröalaust upp og strunsuðum þungbúnir inn í veitingasalinn, hliö viö hliö, hann þrjár álnir á hæö en ég haföi ekkert stækkaö síöan ég var heima. Sprakk þá á bak okkur, út úr ofboöi og skelfingu starfsfólksins, hrikaleg hláturbomba. Smári bauö bjór og viö ræddum Mozart. Ragnar Arnalds bauö okkur á tónleika í Gewandhaus um kvöldiö. Gamla húsiö sem frægt var fyrir afburöa hljómburð þurrkaöist út í stríöinu. En þeir byggðu nýja og glæsilega höll. Viö heyröum fiölu- konsert Brahms. Fiöluleikarinn hét Accardo, sá lék tónlistina í Paga- nini-þáttunum er sjónvarpiö heima var aö sýna. Ég get best lýst leik hans með orðum Schubert er hann lét falla, þegar hann haföi heyrt Paganini sjálfan „Ég var aö hlusta á engil spila rétt áöan. Fyrir langa löngu unni ég stúlku heima á íslandi, en hún átti ættir aö rekja til Hamborgar, þar sem Brahms fæddist og ólst upp. Hún elskaöi landiö sitt svo heitt aö þaö kallaði hana til sín einn haustdag. Augun hennar voru eins og sönglag eftir Brahms. Þau voru skörp, þögul, hlý og djúp. Og þaö umvafði hana einhver leyndardómsfull bláhula er líktist kvikandi tíbrá þar sem glitruðu rauöar, gular og grænar stjörnur. Ég hélt aö hún ætti engan sinn líka. En nú í Þýskalandi fann ég allt þetta aftur. Eg sá það í hverju andliti og þrýsti þaö í hverju handtaki. Strætin og torgin sungu þaö og sveitirnar allar og skógarnir hvísluöu þaö. Tunglið gætti þess um nætur en sólin lýsti því um daga. Ég varð óskaplega hissa og óskaplega glað- ur. En ég varð meira en hissa og meira en glaöur þegar ég kom heim og fann þá allt þetta líka þar. Ég sá aö augu fólksins voru skörp, þögul, hlý og djúp eins og sönglag eftir Brahms. Og þaö var sveipaö ein- hverri bláleitri tíbrá þar sem léku rauðar og grænar og gular sorgar- og gleöistjörnur. Þaö er eitt af skringilegheitum lífsins aö maður veröur stundum aö hendast um hálfan hnöttinn til aö finna gleraugun sem maöur ber á nefinu. Eftir konsertinn í Gewandhaus, fórum viö nokkur saman í lítinn spássitúr. Haukur vildi óöur og uppvægur draga okkur í Auer- bachs-kjallara. En aldrei þessu vant var kjallarinn læstur og þungar járnkeöjur vörnuðu þyrstum vegfar- endum niöurgöngu. En á keðjunum var spjald þar sem letruð voru skilaboö. Haukur las upphátt: Lokaö vegna áfyllingar vínáma. Svo þagöi hann fast. Daginn eftir var búist viö fimmtíu organistum frá íslandi í heimsókn. Eg hlakkaði til morgun- dagsins og ég vissi aö þaö yröi dagur hinna óprenthæfu bókana. Sigurður Þór Guðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.