Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu HtH,- A N ÍKoKK I1* ÍN- £MH A P iFTr') 'o F 3 ( í> U R rnrn' Wl*0 K 'A L it m G L • • o f> V / L A R I P- A H N 6 A K A ELÞ »r- KÞl 'o ¥ Y Ck L A BióD f a L A N 5 ÓVliiu N A VXi f U L f S ftiu A R ( 7 K V £ N N A 3 J M. R 1 iLAHtH N 1 £> MAM K fc A F 1 *ÓÍn' V e 3 l 4. A N S'ÍIÐ HiNO- (Jun r A F A i l Tirs- AR F 1 £> A R AJ U fíe imí HV^LT “7— A F A R 'A i> Km* J A F A R BEí-T- f£> M R'iki « 5 A Lfcat) MtilR JXflM T A L A P HktÍD L U r o L wj- ORV- £ i N j> U Frum EFW i Y M 9 $ A r ú L 1 V'ASIt e r< rcipi K í f N G. u R oe.i) tfU’ G. A P 1 £> ■ Oi>lC TAf. UR e L L ARH- A « A N ÚL A N A E R M N l líTAF- L 6, A N 0 h P- MflNIO MkfM A Ck N A R Fo«- i-iom R A -D 1 I) 1 í & 1 il !11 — SPjoR 'pt í'ep. VE-l? M- 1R. C7KU' MftNN ÚREIN- Ifi 5M- i /TRRl| MÓV wmM A N | LoFA V KAN| l?M>D- &/-Æ1? jTT&l \\ HÆF- N 1 T'óhi hí £/NS F5P1 MAMNS- N Pl F AI A K. MftNHS NAFN V % VlTR \ úftMi-A ska «r- LIMPUIC <flNCI NANNS' NAiFní 'aw m HUNO- AR AFTue- Kh LLA (fRVDD íih l tnd- /Nc^ KL- L| WN - SKVL 3> ASti V 1 Auð- LICk(1\ ÍT- Y RVc- TA íjSLTi Fo R WÓLl ro a- FC-Ð- u a BlT 1 FlTÓ'T Öo (2 0. Cxu ö MiA (IC.- F/\ L r > y > lON- Aí»AR- /vuA -O' ^ a Fl-Vt- IR- 1 Kl N BloM QlÓM Auí-A Nf M- u p. UN\ SUND VÆtla V IMÞ- huiða FÆtt m JM'ARHA Hlwta H lT' Mumn- e> it- 1 W Ki báoH C.- t. R Pí PUR A ÍPIL Fæ$a (2KFC- A P. goKFfl rne T TA- ÍT OFA SUKK ÍIPÍV- Afs VflíXR LÍKAMÍ- Hluti * > fk- Lf\G Ðetr- ua J Í.ODD- A«- | Hver dagur er dagur minninga Framhald af bls. 11. dyggðanna, ef honum heföi aldrei oröið fótaskortur. Því fór sem fór, eins og Henri-Robert oröaöi þaö: Hann var hvorki dyggöugur né flekkiaus. Paul Morand, sem lét einstaklega vel aö komast eftirminnilega aö orði, lýsir Colbert þannig: viösjárvert valmenni. Og hann lýsir honum þannig: kontoristi meö svarta flauelistösku, úttroöna af skjölum og ótuktarskapinn, innþakkaðan í svart flauel. Hinn óhóflegi munaður, sem yfir- fjármálastjórinn byiti sér í, er honum mikill þyrnir í augum. Trúr skjaldarmerki sínu — nöðru — colubert — hefur ráöherrann framvegis nánar gætur á Fouquet og er alltaf aö staglast á þessu: „Ég er búinn að aðvara hann ... Ég hef reynt að fá hann til aö breyta lifnaöar- háttum sínum, en alltaf skal hann flana út ísamafeniö." Ekki líöur sá dagur, aö hann sýni konungi ekki fram á, aö tölurnar, sem yfirfjármálastjórinn er aö rugla hann meö, nái engri átt, þær séu alltof lágar og jafnvel falsaðar. Aö svipta þrjótinn völd- um er óhjákvæmilegt, ef koma á fjármal- um ríkisins á réttan kjöl. Lúövík XIV er því samþykkur. En þessari fyrirætlan verður aö halda vandlega leyndri. Þaö hefur Colbert tekiö skýrt fram. Að öörum kosti brennir sökudólgurinn öll sín skjöl. Þegar konungi er boðið að koma til hallar kastalahöfðingjans í Vaux, hins glæsilega aðseturs yfirfjármálastjórans, og hann þiggur boðiö, hafði hann þegar ákveöiö að svipta Fouquet völdum. Hinn síöarnefndi var meö öllu grun- laus. Síödegis hinn 17. ágúst 1661 brosti Fouquet gleitt, þrátt fyrir allt óöagotiö viö aö flytja til ósköpin öll af mold til aö koma skrúögarðinum í sem allra bezt horf. Þeir, sem unnu aö skreytingum innanhúss, eru önnum kafnir. Ekkert var þornað til fulls, en allt var tilbúið. Mikill ys og þys var í höllinni. Vatel lagði síðustu hönd á aö matreiða kræsingarnar, sem framreiöa átti í hinni viðhafnarmiklu kvöldveizlu, og haföi yfirumsjón meö því, aö hinn brenndi sykur drypi á réttan hátt í sælgætiö, sem átti að bera fram í veizlulok. Yfirbrytarnir létu setja á áttatíu og fjögur borð, sem tindruðu af krystalli og postulíni, þrjátíu og sex tylftir af gulldiskum. I skrúögaröin- um voru garðyrkjumenn, sem stjórnað var af herra Le Notre — en þann rriann haföi Fouquet uppgötvaö eins og fleira — aö snyrta af mikilli snilld síðustu blóma- beðin. Sérfræöingar prófuðu gosbrunna og hundrað gosbrunnaskálar, fossana, fimmtíu uppsprettulindir, þar sem komu upp bylgjur fljótsins Anqueuil, sem leidd- ar höföu veriö — og það var nýjung í lle-de-France — í leiöslum úr blýi. Hvergi var stöðupollur, en alls staðar rennandi vatn og ólgandi hringiður. Reiöi konungs í skrúögarðinum voru hljóöfæraleikar- ar hvarvetna aö stilla strengi. Viö rætur furutrjánna og vatnsflauminn voru leikar- arnir aö rifja upp í síöasta sinn leikritiö „ÓRÓASEGGINA". Allt er tilbúið. Jafnvel pyngjur meö gullpeningum hafa verið settar viö höfuö- lag allra boösgesta, svo aö þeir geti gefiö peningana þjónustufólkinu, þegar þeir halda á brott frá Vaux. Þegar viö komu sína, strax er hann var að skoða salarkynnin, sem Le Brun haföi skreytt af mikilli snilld, var Lúövík XIV orðinn viti sínu fjær af reiði og átti fullt í fangi meö aö látast vera snortinn af viötökum þeim, sem honum voru búnar. Hinn mikli sporöskjulagaöi salur virtist vera hof sólar — sólar Fouquets. Spörfugl flögraði jafnvel í miðri sólinni. Því að alls staðar sá herra yfirfjármálastjórinn sjálfan sig sýndan sem hetju eða hálfguð. Alls staðar hófu hlnar táknrænu myndir verö- leika hans til skýjanna, dyggöir hans og afrek. Konungi hafði hitnað mjög í hamsi á skemmtiferð í vagni meöal skrautlegra blómabeði, glitrandi vatnsstrauma, ótal hrynjandi fossa, iöandi linda og upp- sprettu kórónunnar. Hann hafði jafnvel ekki orðið þess var, hve svalinn var þægilegur í trjágöngum vatnanna. Við undirleik tuttugu og fjögurra fiðl- ara, sem Lulli stjórnaði, haföi honum veriö fylgt til herbergis síns, sem allt glóði af gulli. Þar hafði matur veriö framreidd- ur. Mikiö ker með sælgæti hafði verið sett fyrir hann. „Ósköp er þetta falleg gylling!" haföi hann sagt, til aö láta þaö eitthvað heita. „Afsakiö, yöar hátign," haföi Fouquet svaraö, „þetta er ekki gylling, þaö er guH-“ Lúðvík, sem geröist æ þungbrýnni, hafði látið sér nægja aö gera eftirfarandi athugasemd: „! Louvre er ekkert, sem kemst í hálfkvisti viö þetta!“ Um nóttina milli 17. og 18. ágúst heldur konungur brott frá Vaux. Byssuliö- ar hans ganga bæði fyrir og eftir. Hann kemur til Fontainebleau hallar í hinum mikla skrautvagni sínum, sem sex hvítum fákum var beitt fyrir. Ekki verður þaö til að sefa bræði hans, þegar honum verður hugsaö til þess, aö til að kóróna allt saman, haföi yfirfjármálastjórinn dirfzt aö færa honum Vauxsetrið að gjöf. Gjöf frá herra Fouquet, sonarsyni kaupmangara, til handa konungi Frakklands, sonarsyni Hinriks IV. Hvílík móðgun við hátignina! Anna drottning, sem situr í hnipri í einu horni vagnsins, heyrir son sinn hrópa, óðan af bræði, því að hann var búinn að missa alla stjórn á sér: „Ég heföi átt aö láta handtaka Fouquet þegar í staö!" „Handtaka yfirfjármálastjórann?" hrópar Anna af Austurríki, óttaslegin. En Lúðvík heyrir ekki einu sinni, hvað hún er aö segja. „Þaö veitir ekki af aö taka í lurginn á öllum þessum þorpurum!" Samt kynni aö verða hættulegt að handtaka Fouquet í París. Hentugra virtist aö nota tækifærið, þegar konungur færi ásamt ráðherrum sínum til að halda þing í Bretagne. Og sá háttur var á haföur. Fouquet var settur í fangelsi í Vincennes, yfirheyrslur hófust. Konungur tók hins vegar í sína þjónustu, Le Vau, Le Brun og Le Notre. Hann lét greipar sópa um allt innbúiö og hafði meira aö segja á brott með sér myndastytturnar í höllinni í Vaux og lét innsigla skjöl hins fyrrverandi yfirfjár- málastjóra síns. Viö húsleit hjá yfirfjármálastjóranum í Saint-Mandé fannst á bak viö spegil „varnaráætlun", samin af Fouquet og geröi þaö sekt hans stórum meiri. Hér var á ferðinni hvorki meira néjnna en samsæri gegn konungsvaldinu! Fouq- uet hélt uppi vörnum fyrir sig eftir mætti. Þessi áætlun heföi aldrei komiö til framkvæmdar: „Þetta var bara einber heilaspuni, illa samið plagg, vanhugsaö, enda lét ég þaö lönd og leið, jafnskjótt og þaö var komiö út úr kollinum á mér . . .“ Hvaö önnur atriði ákærunnar snerti, reyndist Fouquet fyrirmyndar sakborn- ingur: „Ég ætla aö gera afdráttarlausa játn- ingu! Ég hef verið full eyöslusamur. Og þó að ég hafi dregið mjög úr útgjöldum, hvað veizlur snertir, fjárhættuspil og annaö þess háttar, þá er hitt satt, aö byggingarnar og garðarnir í Vaux kost- uöu mikiö fé og ég heföi farið skynsam- legar aö ráöi mínu aö ráöast ekki í þaö fyrirtæki." Ákærunni um drottinsvik var á endan- um ekki haldiö til streitu, þar sem aöeins haföi verið um hugrenningarsynd aö ræöa hjá yfirfjármálastjóranum. Hann var aðeins dæmdur í útlegö. En konungur, sem var langrækinn, breytti útlegðar- dóminum í ævilangt fangelsi í virkinu Pignerolle. í fyrsta skipti — og viö skulum vona í síöasta sinn — beitti þjóðhöfðingi náöunarvaldi sínu til aö þyngja refsingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.