Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 5
Stjórnarbótin mikla! Neöri röö, frá vinstri: Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Jóhann Siguröarson, Karl Ágúst Úlfsson. Efri röö, frá vinstri: Júlíus Hjörleifs, Guöbjörg Thoroddsen, Guömundur Ólafsson og Guöjón P. Pedersen. Gunnar Örn listmálari tók myndirnar. vorum viö meö ýmsar uppákomur um bæinn. Svona bæöi til aö kynnast og kynna mannlífiö", sagöu þau og hlógu dátt aö endurminningunum. Til þess aö sjá viöbrögðin hjá fólki fóru þau niöur á torg, skiptu hópnum og tóku þrjú þeirra að syngja á meðan hin blönduöust fjöldanum til aö sjá og heyra hvernig fólk tæki þessu. „Við vildum helst sjá hvernig lögreglan brygöist viö því aö sungið væri á götunni. Það stendur nefnilega í lög- reglusamþykkt: „Bannaö aö hafa uppi háreysti, syngja eöa blístra hátt og synda nakinn í höfninni eöa svo nálægt skipum aö hneykslun geti valdiö." Þetta vakti almenna kátínu. „Kannski það sé allt í lagi aö synda baksund. En hvernig tók lögreglan ykkur?“ „Þaö var nú það besta, viö urðum virkilega ánægö meö þá. Þeir komu til aö vernda okkur frá því aö fólkiö geröi aösúg aö okkur“. Þau fóru einnig inn í Glæsibæ í kjölfar nýrrar veröhækkunar til aö sjá viöbrögð íslendinga viö svolítið skringilegri hegöun. „Við skiptum okkur upp þannig aö „hjón“ fylltu körfuna sína af alls kyns kræsingum, en þegar þau komu aö kassanum þóttust þau ekki eiga fyrir öllu. Þá fóru þau aö þrátta um verðið og sín á milli um hverju ætti aö skila til baka. Einn okkar stóö svo aftast í röðinni og kallaði yfir alla hvort hann mætti ekki lána þeim. Þetta endaði svo meö því aö „eiginmaðurinn gekk með sunnu- dagslæriö til baka aö borðinu og konan öskraöi: Nei, ekki lærið.“ Já, hvaö dettur ykkur næst í hug? Hvernig varð svo landanum viö? „Við tókum aöallega eftir því aö fólk varö feimiö. Það roönaöi fyrir okkar hönd. Landinn viröist vera búinn aö tapa barndómi sínum. íslendingar eru svo dramatískir, sennilega er þaö hefö okkar“. „En hvaö tekur svo viö þegar þiö útskrifist í apríl?“ „Þá gerist bylting í leikhúsi“, hróp- uöu þau öll í kór og ekki efaöi ég þaö, hlakkaði reyndar til. Þessi hópur er víöa búinn aö koma viö. Fyrir stuttu fóru þau til Póllands, þar sem þau sáu 13 pólsk leikrit. í fyrra sýndu þau barnaleikrit „Trúðaskólinn" í ýmsum barnaskólum í Reykjavík og víöa úti á landi, viö mikiö lof. Síöastliöinn vetur fluttu þau svo eftirminnilegt leikrit í útvarpi „Börn Mánans“, sem fjallaði um kommúnukrakka. Leikrit þetta var mjög umdeilt, þar sem sumir eru gjarnir á aö hneykslast á hreinskilni og þótti orðið „helvíti" nokkuö ofnotaö í leikritinu. En sona er nú bara lífiö og þótti flestum þetta leikrit bara heivíti gott. „Viö erum ekkert hrædd um aö geta ekki skapaö okkur vinnu þegar viö fáum skírteini", sögöu þau óhrædd viö framtíðina. „Ef viö fáum ekki hlutverk getum viö tekiö aö okkur kennslu eöa leikstýrt úti á landi.“ „En kvikmyndir?" Þögn. „Þaö er ekki gott fyrir mennt- aða leikara að komast í kvikmyndir í dag. Þeir þykja víst ekki góöir kvik- myndaleikarar." Júlíus Hjörleifs talaöi fyrir hópinn. „Viö höfum reynt aö fá sjónvarpsverkefni, en ekkert tekist í þeim efnum. Okkur finnst þaö lélegt aö laganemar fá að spreyta sig í kvik- myndageröalist á meðan leiklistanem- Frh. á bls. 15 íslensk stjórnmál eru eins og mótsagnaleikur, öfugmælavísa eóa fílabrandari. Síöastliöiö vor — einu sinni sem oftar — birtist ráðherra á sjón varpsskerminum. Fréttamaöur spuröi meðal annars hvaö liöi vegaframkvæmdum á næstunni — varanlegu slitlagi! Ráðherrann tók dræmt í máliö og bar viö peninga- leysi. Og til aö taka af öll tvímæli og bægja frá ágengari spurningum af sama tagi brá hann fyrir sig jarðarfarar- og hluttekningarrödd og múraöi vörn sína á bak viö þessar gagnspurningar: Hvar vilja menn spara? Vilja menn draga úr heilsugæslu eða þjónustu á sjúkra- húsum? — Meö þessum kristilegu skírskotunum sló hann svo ger- samlega vopnin úr höndum vesal- ings fréttamannsins aö sá áræddi ekki aö oröa varanlegt slitlag á vegum meir í það sinnið. — Eöa hver var svo mikiö fúlmenni aö hann vildi beinlínis aka á þjáning- um annarra? Fáeinar vikur liöu í friöi og ró. Sjómenn drógu bein úr sjó, bænd- ur óku skarni á hóla, skósmiöir sátu viö sinn leist og allir undu glaöir við sitt. Vinsamleg stjórn sat aö völdum og því skyldi kaupkröf- um stillt í hóf, aldrei þessu vant — meö einni undantekningu þó: Al- þingismenn ákváöu aö stórhækka laun sín en hafa ekki hátt um það. En stéttavísin brást þeim lítillega og leyndarmáliö lak út. Það var nú það. Fjölmiölar gerðu sér mat úr fréttinni. Þingmenn ákváöu aö geyma hækkunina þangaö til blöð- in heföu rasaö út. Eins og á stóö mátti þaö heita kænlega ígrunduö niöurstaöa. Sæll og glaöur ók maður holótta og óheflaða malarvegi til að ekki þyrfti aö vísa sjúklingi frá skuröar- boröi eða lyfjagjöf. Hvar vilja menn spara? — ég heyri enn klökkvann í röddinni. Sólin dreiföi geislaflóöi sínu ósparlega yfir landiö og tíminn leiö og loks tók að fréttast af nýrri stjórnarskrá, þeirri sem átti aö vera tilbúin — upp á æru og trú — á vordögum fjörutíu og fimm i þann mund er Bandaríkjamenn meö hjálma og Rússar með loðhúfur mættust við Torgau í Þýskalandi og bundu þar meö enda á seinni heimsstyrjöldina. Og tókust í hend- ur, innilega og bróðurlega, í fyrsta og síðasta sinn. Árin liðu, og áratugirnir, og ekki bólaöi á þeirri stjórnarskrá sem lofaö var hátíö- lega fjörutíu og fjögur gegn því aö kjósendur kysu skilnað við Dani. Þar til í sumar leið. Og hver skyldi þá veröa stjórnarbótin? Þó furðu- legt megi teljast virtist þaö ekki koma flatt upp á neinn: Þingmönn- um skyldi fjölgað úr sextíu í sjötíu, þaö var allt og sumt. Enginn lét segja sér þrimur sinnum. Kaup- hækkun handa sextíu þingmönn- um, síöan tíu í viðbót á hækkuöu kaupi. Nú voru allir búnir aö gleyma klökkva ráðherrans. Eða hvað hlaut ekki þessi þingmannafjölgun að kosta i takmarkaöri heilsugæslu og þjónustu á sjúkrahúsum? Yröi ekki talsveröur fjöldi sjúklinga sendur i dauöans greiþar fyrir vikiö? Því tíu nýir þingmenn þurfa ekki aöeins kaupið sitt heldur mundi tilkoma þeirra hafa í för meö sér þúsund og eina tegund aukaútgjalda fyrir Al- þingi og þjóðina: stóraukið hús- næöi, skrifstofu og símakostnaö, húsaleigustyrki, bílastyrki og risnu- kostnað að ógleymdum mjög svo rausnarlegum ferðastyrkjum til og frá kjördæmi oft á ári. En eftir á aö hyggja og í alvöru talað: hvaö höföum við meö fleiri þingmenn aö gera? Þeirrar spurn- ingar var ekki spurt og þar af leiðandi var henni ekki svaraö. Því leyfi ég mér sem óbreyttur kjósandi aö spyrja: Eru þeir ekki þegar orönir of margir? Gengju málin greiöar í gegnum löggjafarsam- kunduna aö tíu viö bættum? yröu umræður á hinu háa Alþingi mál- efnalegri og þar meö menningar- legri ef þar sætu sjötíu þingmenn í staö sextíu nú? Jöfnun kosningaréttar, segja menn, og þar meö viögangur lýðræðis. Þeirri fullyröingu vísa ég alfariö á bug. Ætti að jafna kosn- ingarétt meö fjölgun þingmanna dygöu engir tíu til. Til þess þyrfti aö tvöfalda töluna ef ekki meir. Enda er lýöræöisröksemdin yfirvarp eitt. Hitt mun sönnu nær (og því miður varð undirritaður ekki fyrstur til aö koma auga á þá staðreynd) að íslendingar búa ekki lengur við lýðræði heldur flokkaræöi. Þeim þingmönnum fækkar sem birtast í þingsölunum með sorgarrendur undir nöglum vegna þess að þeir koma beint af þilfarinu eöa úr fjárhúsinu eða smiöjunni. Þetta er aö veröa hópur læröra og fínna manna sem gangast upp í aö svara fyrir sig í fjölmiölum, koma »vel« fyrir og viðhafa í tíma og ótíma spakleg orð um — ekki neitt! Hitt er þó jafnvel enn alvarlegra aö svo viröist sem þetta sé að veröa samhentur hagsmunahópur, í þann veginn að vaxa frá þjóöinni, meö þeim afleiöingum að stjórnmálin veröa gróðavegur »ungra manna á framabraut« í stað hugsjóna og þjónustu viö ættjöröina. Þrátt fyrir allt nýtur Alþing enn nokkurrar virðingar. Ef svo væri ekki léti þjóöin sig litlu skipta hvort þingmenn hækkuðu kaup sitt og hvernig þeir færu aö því. — Ég hef alltaf veriö að vona, og ég er enn aö vona, aö ástandiö í þessu landi fari að lagast, sagði góður og gegn maður við mig fyrir skömmu. — En hvaö er hægt aö halda það lengi út að vona ef einatt sígur á ógæfuhliðina? Ef stjórnarbót, sem beöið hefur veriö eftir íþrjátíu og sex ár, býöur ekki upp á annaö en fjölgun þingmanna — þá erum viö sannar- lega aö stíga inn fyrir dyr tímabils þar sem vísara er að skilja vonina eftir úti. Hvar vilja menn þá spara? Þaö hefur aldrei þótt góðra manna háttur aö hafa alvarleg mál í flimtingum. Því skyldu menn varast aö gera sér upp klökkva ef hugur fylgir ekki máli. Þaö bragö dugir ekki nema einu sinni. En verði stjórnarbótin marglofaöa í því einu fólgin aö þingmönnum veröi enn stórlega fjölgaö má hver sem er gera sér upp hvað sem er fyrir mér. Þá einfaldlega hætti ég að trúa oröi af því sem þeir segja. Og lái mér hver sem vill. Erlendur Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.