Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 4
Yfir skrifborði prests nokkurs í Þýzka- landi hékk mynd ein forn aö sjá og á henni stóð prentaö gotneskum stöfum: „Hún er mér kær, sú mæta frú.“ Og undir stóö nafnið Marteinn Lúther. Mér datt fyrst í hug, aö þarna heföi Lúther veriö aö tala um konu sína, Katarínu, og heföi það ekki verið óviöeigandi aö tala svo um formóöur allra prestafrúa, ekki aöeins lútherskra heldur og kalvínskra og hver veit hvenær hinir kaþólsku bætast í hópinn. En þaö kom samt á daginn, aö hin mæta frú var ekki Katarína, heldur kirkja Krists. Og af kærleika til þeirrar frúar var þaö, sem Marteinn Lúther hóf hamarinn á loft árið 1517 í Wittenberg. En ekki er þar meö sagt, aö kærleikur siöbótarmannsins frá Wittenberg til konu sinnar, Katarínu, hafi veriö eitthvaö minni. í þessari grein er ætlunin aö hugleiöa persónuleika Marteins Lúthers og viöskipti hans viö þessar tvær frúr í lífi hans, Katarínu og kirkjuna. Þaö var ekki fyrst og fremst áhugi á guöfræöi Lúthers, sem dró mig á hans slóðir í febrúar 1978, heldur fyrst og fremst persónuleiki hans, forvitnin um manninn Martein Lúther, borgara í Wittenberg, forvitni um húsiö, sem hann bjó í og um garöinn, þar sem Katarína ræktaöi grænmetið og gæsirnar vöpp- uöu um varpa. Þótt allir siðbótarmenn ekki enn unnizt tími til aö henda reiöur á öllu því sem meistarinn sjálfur sagði. Hvaö sem því líöur, þá hafa fáar byltingar í vestrænni sögu haft dýpri áhrif á þróun vestrænnar menningar en bylting þessa fátæka verkamannssonar frá Saxlandi, sem ekki voru töm grófari vopn en fjöðurstafur. Sálgreiningarprófessorinn Erik H. Er- ikson veltir því fyrir sér í metsölubókinni „Hinn ungi Lúther“, hvaö það hafi í raun og veru veriö, sem geröi þennan, aö því er virtist ósköp venjulega 16. aldar mann, aö upphafsmanni nýrrar aldar í menningarsögulegum skilningi. Hvað bjó í sál þessa manns, hvaða öfl ýttu honum af staö, hver var leyndardómur þessa mikla persónuleika? Erikson týnir allt til sem vitaö er og álitið er um æsku Lúthers og hann reynir aö raöa þessum brotum saman til þess aö finna svör viö nefndum spurningum, en þrátt fyrir góöa viðleitni veröur hinn þekkti próf- essor aö skilja viö spurninguna litlu nær en hann tók viö henni. Leyndardómur- inn blífur um þetta mikla stórmenni sögunnar. I klefa Ágústínaklaustursins í Erfurt, þar sem Lúther var í 6 ár, er aö finna upphaf siðbótarinnar, aö vísu ekki í klausturklefanum sjálfum, heldur í hjarta þessa unga munks, í ótta hans og kvöl, angist hans og óbærilegum and- legum þjáningum. Lúther hefur aldrei dregiö dul á þessar ótrúlegu þjáningar sínar, sem voru svo miklar, að margir hafa freistast til þess aö halda, aö hér hafi geöveikur maöur átt hlut aö máli. Ekkert bendir þó til að Lúther hafi fremstu víglínu hafi veriö athyglisveröir menn hver á sinn hátt, er þaö þó hafiö yfir allan vafa, aö meiri Ijómi leikur um persónu Lúthers en t.d. Kalvíns, Zwingl- is eöa annarra siðbótarmanna. Enginn þeirra vekur viðlíka forvitni um eigin persónu og Marteinn Lúther. Þessa ályktun má líka draga af þeim fjölmörgu verkum, sem gefin eru út á ári hverju víös vegar um heiminn um Lúther og guöfræöi hans, jafnvel þegar frá eru skilin þessi um þaö bil 500 fræðirit, sem koma út árlega um guöfræöi siöbótar- mannsins. En þaö gat ekki minna verið, því aö Lúther var óvenjuafkastamikill rithöfundur á guðfræðilega sviðinu eins og Weimar-útgáfan á verkum hans sýnir, en þar er um aö ræöa heildarút- gáfu á verkum hans og eru bindin nú oröin 100 þéttprentuö í stóru broti og allþykk — og er þá samt ekki allt á þrykk út gengið, sem úr fjöðurstaf siöbótarmannsins flaut. Og því er heldur ekki aö undra, aö guðfræöingum hafi nokkurn tíma átt við sjúklegar geötrufl- anir aö stríða. Þekkt er sagan um þaö, þegar Lúther var aö þýöa Nýja testa- mentiö í kastalanum í Wartburg og baröist viö angistina og efann og finnst sjálfur djöfullinn vera aö ásækja sig, þá henti hann, segir sagan, blekbyttunni í djöfulinn og lenti hún í veggnum og fylgir það venjulega sögunni, aö merki þess megi enn sjá í veggnum. Ekki reyndist þaö nú samt svo, þegar ég lagöi leiö mína til kastalans. Stúlka ein, sem starfaöi aö hreingerningum þarna, sagði mér, aö sagan væri örugglega uppspuni. Nú, ég lét þaö ekki á mig fá, þótt mér fyndist þaö að vísu heldur lakara. Lúther var maöur 16. aldar, fyrir honum voru djöflar og draugar veruleiki, sem ekki var efast um, þeir áttu þaö jafnvel til aö stela eggjum og smjöri frá Margréti móöur hans. Aldrei losnaöi Lúther viö slíka hindurvitnatrú. Hann var barn síns tíma. Vafalaust hefur hann líka lagt trúnaö á söguna um trappista- munkinn, sem féll í þá freistni á banabeði aö klæöa sig úr munkskuflin- um rétt í andarslitrunum, en hver sá, sem skildi viö þennan heim í munkskufli, skyldi erfa vist í himninum án tafar og sleppa viö hinn óþægilega hreinsunar- eld. En þessi vesalings munkur kom aö dyrum himnaríkis og knýr dyra, og þar stendur heilagur Benedikt innifyrir og neitar honum um inngöngu, þess í staö fékk hann aö ganga meöfram veggjum og kíkja á göt og sjá hinn dýrlega fögnuö bræðranna, sem á undan hon- um voru gengnir. Fyrir þrábeiöni bræör- anna var honum leyft aö fara aftur til Hugleiðingar eftir ferð um Austur- Þýzkaland 1978. Seinni hluti. Séra Gunnar Kristjánsson Reynivöllum LÁ slóðum úthers ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.