Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 13
Vísur Síðari hluti Shakespeare utan aö, var hámenntuð kona, haföi þýöan og aölaöandi málróm og söng vel. En hún var spíritisti og varö æ sannfæröari í þeirri trú sinni. Hún haföi skilið viö mann sinn, en eftir aö hann lézt, birtist hann henni og hún taldi sig geta talaö viö hann daglega. Jóni var ekki meira en svo um þetta. Kristín, systir hans, viidi, aö hann kvæntist Ellu, en hann gat ekki fengiö sig til þess. Síöan segir Jón: „Hún var mér annars trygg og trú, unz ég kvongaöist Adrienne de Chazal áriö 1920.“ Kristín kynnti Jón fyrir ekkjufrú de Chazal, en hún kom til London frá Mauritius til aö gera leit aö syni sínum, sem var méðal hinna „týndu“ hermanna í styrjöldinni. Jón aöstoöaöi hana viö skriftir í sambandi við leit hennar. Hún lýsti þannig eyju sinni, aö hún virtist vera jarönesk paradís, svo að Jón segist hafa veriö farið aö dreyma um aö búa í friöi og ró þarna fjarri skarkalanum, stríösæöinu og blóðsúthellingunum í Evrópu. Þau Jón uröu mjög samrýmd af samvinnunni, og systir hans þótti nú bera vel í veiöi, því aö Adrienne var auöug og börn hennar af fyrra hjónabandi voru öll vel gift. „Tókust svo ráöahagir meö okkur Adrienne, og má segja, aö systir mín réöi mestu um það,“ segir Jón. Sn.J. segir í minningargrein sinni, aö einhver kunningja hans hafi hitt Jón morguninn, sem vígslan skyldi fara fram, og sagt viö hann: „Svo aö þú ætlar aö gifta þig í dag.“ „Ég veit þaö ekki, ég er ekki aiveg búinn aö ráöa þaö viö mig,“ svaraöi Jón í mestu einlægni. Sn.J. segir um konu Jóns, aö hún hafi veriö vel menntuö, prýöilega skynsöm, Ijómandi faileg og haft í ríkum mæli þann eiginleika franskra kvenna aö vera fyrirmyndar húsmóöir. Allt hafi einnig virzt benda til þess, aö skapsmunir hennar hafi veriö svo sem bezt yröi á kosiö, hún hafi gert heimiliö einkar aöiaöandi og ánægjulegt hafi verið aö koma þangaö og hitta hiö menntaöa fólk sem heimsótti þau. En þaö var alltaf ætlunin aö halda til Mauritius, og þangaö fóru þau brátt, þó aö allar tímasetningar vanti í ævisögu Jóns í sambandi viö hjónabandiö og feröalagiö til og frá Mauritius. Tólfti kafli bókarinnar heitir „Undraeyjan Mauritius" og er 26 síður. En þó er lesandinn engu nær um hjónabandiö, og hiö eina, er þaö varöar, er þetta: „Kona mín lét reisa handa okkur hús uppi á hásléttunni, en þar er loftslag miklum mun hollara en niöri viö ströndina. Hún var oftast viöstödd allan þann tíma dagsins, sem unniö var aö smíöi hússins, því aö ef hún heföi ekki gætt þess, mundu verkamenn- irnir hafa slegiö slöku viö. Húsið var ágætt og frá því dýrðleg útsýn til Sumir voru orönir ólíka rykfallnir og skræöurnar, sem þeir voru aö grúska í á British Museum. Hér er gamall safn- gestur, sem Eggert Guómundsson hef- ur teiknað. fjallahringsins, rétt eins og í Reykjavík.“ Og síðan ekki söguna meir, og 13. kafli bókarinnar hefst þannig: „Dvöl mín á Mauritius varö skemmri en ég haföi ætlaö. Ég lagöist veikur af malaríu, svo hættulega, aö læknar réöu mér aö fara til Evrópu strax og ég væri ferðafær." „En þá er ég var kominn aftur til Evrópu, fór óg heim til íslands. Ég fór allvíöa, hitti æriö marga aö máli og haföi mikiö gaman af feröinni, þó aö störf mín í British Museum löðuðu mig aftur utan.“ Og þá var hann þangað kominn aftur og átti eftir aö sitja þar í um 20 ár enn, unz hann fyrir góöra manna tilstilli fór heim til ættjaröarinnar, er hagur hans var orðinn mjög bágur, enda var hann þá búinn aö lifa alla beztu vini sína. Tekjur hans í Englandi voru ávallt stopular og aöallega fyrir greinar, sem hann ritaöi í blöö og tímarit, en þær voru óteljandi, enda var Jón sívinnandi. Hann haföi og kennslu í einkatímum og varö lektor í íslenzku og dönsku viö King’s College í London 1918. Síöustu ár ævinnar dvaldi hann á Elliheimilinu Grund, en lestrarsalur Landsbókasafnsins varö einnig athvarf hans í staö British Museum. Skal engum getum aö því leitt, hversu hann, heims- borgarinn, hefur unnað hinum breyttu högum. Þegar hann eitt sinn fékk nokkurt fé til umráða hér, brá hann sér þegar í staö til London og dvaldi þar, meöan féð entist. Síöustu mannlegrar aöhlynningar naut hann hér i skjóli kaþólskrar stofnunar, St. Jósefsspítala, og fór vel á því, þar eö hann haföi ávallt boriö mikla viröingu fyrir kaþólskri kirkju, og svo haföi hann auðvitað verið góövinur Meulenbergs biskups. Sveinn Ásgeirsson. Lestrarsalur í British Museum. Um veru sína þar segir Jón í ævisögu ainni: „Óhætt er mér aö segja þaó, aó ég hef varið miklu af tíma mínum og vinnu í hálfa öld í bókasafni British Museum til aö leita þar uppi allt, sem íslandi er viökomandi — og á mörgum þjóötungum: ensku, frönsku, þýzku, ítölsku, hollenzku, spönsku, ungversku, pólsku og rússnesku — jafnvel kínversku og hindústani. Hef ég ávallt haft viö höndina menn, sem hafa verið boónir og búnir til þess aö þýöa fyrir mig þaö, sem ég hef ekki skiliö. Þannig hef ég unn- ió fyrir Frón borg- unarlaust í hálfa öld...“ Mikið djásn er þvogli þinn Þingvísur eru sérstök tegund tæki- færisvísna. Allsstaöar á íslandi er ort, alþingisstaöirnir á Þingvöllum og í Reykjavík eru ekki undanþegnir þeim andlegu hræringum, sem sækja á íslenska hagyröinga. Og þessi kveö- skapur er af ýmsu tagi, en sjaldnast er þar um áróöur aö ræöa, heldur miklu fremur góölátlegar og gamansamar athugasemdir um menn og málefni. í Ijóðabók sem út kom 1904 og hét Nokkur kvæöi birtist eftirfarandi vísa um langorðan þingmann: Mikiö djásn er þvogli þinn, þaö veit guó á hæöum. Þú þurrkar innan þingsalinn meö þínum löngu ræðum. Þaö hafa menn fyrir satt að vísan sé ort um Hallgrtm Sveinsson biskup, en auk síns kirkjulega embættis var hann lengi konungkjörinn þingmaöur. í meöförum almennings hefur oft veriö sett „gull“ í staö „djásn", sem er hið upphaflega og rétta. Nafn höfundarins kemur í næstu línu. Eftir hann eru allar vísurnar í þessum þætti. Þorsteinn Gíslason skáld og ritstjóri f. 1867 d. 1938, var meðal áhrifarík- ustu manna í menningarlífi þjóöar sinnar um sína daga. Hann þýddi úrvalsrit og gaf út, var ennfremur ritstjóri blaöa og tímarita um þjóðmál og listir. Hann var smekkmaöur og geðþekkur persónuleiki. Á fyrstu tug- um aldarinnar varð heimili hans í Reykjavík, samkomustaöur ungra skálda og mörg þeirra birtu fyrstu Ijóö sín í tímaritum hans Óöni og Lögréttu. Sjálfur var Þorsteinn ágætlega skáld- mæltur. Hér veröa birtar nokkrar ferhendur eftir hann: 1. Ennþá laufgast eikargrein, ennþá léttist sporió, ennþá litkast akurrein, ennþá heilsar voriö. 2. Ofar sólin skín þó ský skundi um himinsalinn. Geisli og skuggi skjótast því í skollaleik um dalinn. Tvær vísur, er saman eiga: Yfist sjárinn. Byrðing ber burtu Kári stríóur. Hægt af báru heim í sker hljóöur márinn líöur. Heimaö snú þú þreyttur, því þér er búin sængin á malarhrúgu í klettakví aö hvíla lúinn vænginn. Næstu vísur eru teknar úr kvæðinu Skammdegi. Kaldir vindar kemba fjúk á klökugu bæjarþaki. Móöir dagsins, sól, er sjúk, sefur aö fjallabaki. Úti er þögult allt og hljótt. En í hásal kvelda kyndir voldug vetrarnótt vafurloga elda. Brúnadökk í blárri höll brennir köldum Ijósum. Situr við og saumar öll svellin gylltum rósum. Þreytt af leit um loftiö hátt líknar, sorg aö hugga, gleður augað lítið, lágt Ijós í stofuglugga. Þorsteinn Gíslason gaf út nokkrar Ijóðabækur, en nokkuö langt var á milli þeirra, ein var gamankvæði úr Reykjavíkurlífinu. En bestu lausavís- urnar og náttúrulýsingarnar voru í elstu bókunum. Á himni leikur skin við ský, sko, hve heimur nú er fagur. Mararspegil mætast í morgunn, kvöld og nótt og dagur. Þorsteinn var austfirðingur og maö- ur getur auöveldlega séö fyrir sér firðina, djúpa og þrönga. Eitt kvæö- anna frá æskustöðvunum heitir Þrum- ur, hér er ein vísa af þremur: Drynja sköll í skýjahöll, skelfur völlur undir fæti. Hrynja fjöllin ofan öll? En þau tröllalæti. Hér viröist hvert orö vera á réttum staö. Allir þekkja vorkvæöi Þorsteins, sem oft er sungið í útvarpiö. Þar er þessi vísa: Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá. Voriö tánum tyllir tindana á. Og aö lokum þessi alkunna vísa um vorhimininn: Þú ert fríóur, breiöur, blár, og bjartar lindir þínar. Þú ert víöur, heiöur, hár, sem hjartans óskir mínar. Þess má aö lokum geta, aö einn af sonarsonum Þorsteins gaf út Ijóöabók nú í jólakauptíöinni. Sjaldan fellur epliö langt frá eikinni, annars kunnari sem stjórnmálamaöur. Jón Gunnar Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.