Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu á 'd\ ;gj I fc*s # < 6^: ö á KVCM- MAFM ■ VoTlHM EOLI VAdA mzt Hirr fÍKf ÖHV Ufí. Att - U CINIML ‘ 1 nrzt rr j -H- s X Ú K R A H ú 5 l 5 K Ý »!>H- £X£J£L sj'4 1 T '0 N I M iT(C» IR © A LflWO K Nf D Á Tyeifl H N VKflB u M A A S shtt: i eioHi* •pi fivirii u R T 1 M I Q, L A FoK- MÍOlfl Lt IR N M M A lúk- IR ’n L U K1 A R ífJM Kv«uc- Ufl. U N A U © A * LD- ítkoi L£+J '0 M M 'l0HS> 1 L L 'J R A H H h U S T 5ver S uom íwVi- a L A N ÍT A U k\ 'Q G. U R L E 4 TÍ SKoll C>. Á Þ'É'R' 1© A MCMN 6»iv- A*. K N R L h fi Æ L 1 R| 6.ÍO- í u R 4 u R ra- Bnm Hetio T N é N M KuP/X TIL SoPl L a| ■ h ÞJAIKI A T A s T ÍPoTTI T Mtúk Ho'E- oya vtr*i B 5 S: I> 1 Þ u M 0. T —> HAPP H. A L D 1 N M ifio- A R- F* Rl Ð w ólKfil H K. ? l. þi 'o L A M 1 XHIK T» V- Hirv> T j A H Kusk ÁANfl L«Nt> A F A N A L 'A £> ffluri M A U £> F 'O L ÍÁTU filkW L A N A R A 1 R u M A S T Ti Kokia MÆR | l 'f\ t- JZJ2.1 ÍKul- ANfl ein- HínK'í- c/iKHK^ 5KAKWA ,av 'oHREW I H t> 1 v(f£ KIPP- o.*d (/-'OTS /trtT vc^ 5FFOM AKÍRI pfe' LffUS 5ToR &-VR T IL \/£S' ÆW) HTtafl ao £KK I í e. t^\ B£-ÍT (S<1 ÍHHSKt SdfioRS |f IMD |Kv/€N - iMrtNNÍ hhfn H M 5 FLJoT - i-o UES ÍMoKK ICcxJAs/ fmvic- UR T<*É MT^iVC fcHfi- ÉIM«V1 Ko/E-el Smíi- C> Rí> MflZ-M |?ó'S(d.R oTTPj Tui?t 5* £MD- I McS. Fe>«- /fr-yiFA SK.Í7. ffloea- ÍUF/AS f>RT Ó2K- AK £i.OI \/ i-Ð - UiR Inga Þorgeirs Á FIÐRILDA- VÆNGJUM Á miöju skammdegi, þegar grá éljatjöld héngu fyrir öllum gluggum hiö efra, kom lítiö söngstef aövífandi — líkt og gullinvængjaö fiörildi utan úr skógi — smaug inn í brjóstiö þíddi freöna sorg leysti bundna gleöi og flaug meö vonina út í tímalaust vor. Ólafur Jóhann Ólafsson TÓNBLIK Handan viö hafiö himinn er fagur. Blikar þar á bárur í bjartara Ijósi. Þar sigla um sundin sægarpar miklir. Og farfuglar koma sem feröast meö tónum. Á slóöum Lúthers kjarnmikið. I borðræðunum og ekki sízt í hinum ótal sendibréfum er þó alþýöu- máliö sem Lúther læröi sem barn og unglingur allsráöandi. Hin fjölmörgu sendibréf siðbótarmannsins gefa sér- staka mynd af honum, hér nýtur sín kímnigáfa hans vel og hér ræöir hann vissulega um sjálfan sig og sitt fólk á ólíkt persónulegri hátt en ella, þetta á náttúrlega sérstaklega viö um bréfin til Kátarínu. í bréfum sínum og borðræð- um kemur Marteinn Lúther fram hisp- urslaus og sannur, maöur í fyllingu sinnar eigin persónu, sem gerir engar tilraunir til þess aö draga dul á eigin vankanta. Svo mennskur, stundum breyskur, eins og einn af oss, en þó sem málsvari allra þeirra, sem undirokaðir eru eöa fátækir. Margar sögur eru til um örlæti Lúthers og á hinn bóginn álíka margar sögur um fjárhagslegar áhyggj- ur Katarínu og stjórnsemi hennar. Það byrjaöi reyndar þegar eftir brúökaup þeirra, þegar umrenning bar aö garöi og Lúther gaf honum einn silfurkaleik, sem þau höföu fengið í brúökaupsgjöf. Þegar Katarína lætur í Ijós undrun sína og lítinn fögnuö, segir sagan, aö siöbótarmaðurinn hafi sagt: „Viö eigum ríkan fööur á himnum." Ein heimild um útlit Marteins Lúthers eru hinar fjöimörgu myndir eftir sam- tímamenn, einkum þá Cranach-feöga, Lucas eldri og Lucas yngri. Lucas eldri, sem um tíma var borgarstjóri, var góðvinur Lúthers og annarra siöbót- armanna, hann málaöi margar myndir af Lúther og Katarínu, sömuleiöis af börn- um þeirra og foreldrum siöbótarmanns- ins, en foreldrar Katarínu eru meö öllu óþekktir og ætt hennar sömuleiöis. Lucas Cranach yngri hélt iöju fööur síns áfram, enda var mikil eftirspurn eftir myndum af þeim Marteini og Katarínu og kemur hin mikla framleiðsla oft niður á gæöum myndanna. Biblíuþýðing Lúth- ers var myndskreytt í verkstæöi Cran- achs í náinni samvinnu viö Lúther sjálfan, margar þessara mynda eru beint framlag til hins kirkjupólitíska ástands þessa tímabils, svo sem myndskreytingin á opinberunarbók Jó- hannesar, þar sem páfinn sjálfur er sýndur sem ófreskja meö höfuðbúnaö páfa, þarna er og keisarinn, munkar, riddarar, og jafnvel Lúther, Filip Mel- anchton og Friörik vitri koma fram í þessum myndskreytingum Biblíunnar. En þar sem myndræn túlkun á kenning- um siöbótarmannanna er annars vegar, ber nafn Albrechts Diirers þó hæst. Diirer snerist snemma til fylgis viö siðbótina og helgaði henni krafta sína. Af myndum aö dæma hefur Marteinn Lúther ekki verið hár maður vexti, þaö má einnig ráöa af stærð predikunarstóls hans í borgarkirkjunni í Wittenberg, sem nú er aö vísu í Ágústínaklaustrinu. Sömuleiðis sýna gipsafsteypur af andliti hans og höndum, aö hann hefur ekki veriö svo mikill á velli, sem samtíma- málverk gefa í skyn, gipsafsteypur þessar voru teknar rétt eftir andlát siðbótarmannsins. Þess ber þó að geta í þessu sambandi, aö meöalstærð manna hefur breytzt á þessum öldum, sem liðnar eru og má marka þaö af ýmsum fatnaði, sem varðveitzt hefur frá gömlum tíma svo sem herklæöum. En þaö eru fleiri hlutir, sem gefa upplýs- ingar um persónuleika Lúthers, svo sem kveöskapur hans, Ijóö, sálmar og einnig sönglög hans, en hann lagði mikla rækt viö slíka hluti til almennra nota í kirkjunni. Á ráöhústorginu í Wittenberg standa þeir vinir og samstarfsmenn Marteinn Lúther og Filip Melanchton hliö viö hliö, eins og ekkert hafi gerzt, eins og tíminn hafi numiö staöar og tímans straumur hafi ekki megnað að steypa þeim af stalli. Mér liggur viö aö undrast umburö- arlyndi tímans, því aö um þetta torg hafa farið ýmsar lífsskoöanir, sem lítiö hafa gefið fyrir byltingar á borö viö siðbótina. Aö baki mér húmar yfir hina risastóru tvíburaturna borgarkirkjunnar; ég geng þangaö inn, heilsa upp á kirkjuvörðinn og spyr eftir prófastinum, sem ég haföi verið hvattur til aö heimsækja. Hann var þá ekki heima, svo við kirkjuvöröurinn tókum tal saman. Hann segir, aö þessi kirkja sé löngu orðin of stór. Henni hefur ekki verið haldiö viö, hún er grá og ísköld, minnir mig meir á grafhvelfingu en kirkju Lúthers, þessa litríka persónu- leika, sem hér prédikaöi í áratugi fyrir troöfullri kirkju, svo aö þröng myndaðist fyrir utan dyrnar. En nú er söngurinn þagnaöur, litirnir horfnir, nú er hér aðeins bautasteinn um liöna tíö, ekkert meira. En þaö grípur mig ekkert von- leysi, kirkjan hér í Wittenberg bíöur nýs tíma, nýs dags, þegar litirnir fylla kirkjuna fegurö og söngurinn gefur steininum líf og mannlífið losnar til nýs frelsis og nýrrar vonar. En þaö verður ekki sama kirkja og áöur, siöbótar- mennirnir fundu upp slagorð, sem kirkjan má aldrei gleyma, þetta: ecclesia semper reíormanda, eða: það þarf alltaf að breyta kirkjunni. Og það er einmitt eitt grundvallaratriði siðbótar- innar, að kirkjan tekur breytingum eins og mannlífið, aðeins þannig getur hún gegnt hlutverki sínu að standa vörð um frelsun mannsins, frelsun frá ótta og tilgangsleysi, frá rótleysi, dauða og illum öflum, sem ógna lífi hans, og birtast í einni kynslóð í ótta við djöfla og hreinsunareld, annarri í mynd til- gangsleysis og tortímingarvalds mannsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.