Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 9
veröi stórum meira um ferðalög, því vissulega er margt aö sjá í Florida og viö verðum aö undirstrika, aö þetta er stórt land, en ekki bara afmarkaöur blettur eins og Maliorca eöa Costa del Sol. Veðrið og verðlagið Florida hefur sína kosti og galla sem feröamannaland. Þaö er svo persónu- legt mat hvers og eins, hvort vegur þyngra, kostirnir eöa gallarnir. Til kost- anna getum viö talið veöurfariö númer eitt; vegna þess er leikurinn geröur aö ætla má. Annar kostur, sem telst geysilega þungvægur, er verölagiö. Dollarinn hefur upp á síökastiö staöiö svo lágt á móti flestum gjaldmiölum, aö aukningin á feröamannastraum til Bandaríkjanna hefur veriö líkt viö flóö- bylgju og hótelabísnisinn blómstrar sem aldrei fyrr. Margir þekkja af reynslu, aö nú er ekki lengur hægt aö gera kjarakaup í verzlunum Evrópulanda; flest er þar sambærilegt viö verölag í búöum á íslandi, eöa jafnvel hærra. Til eru þeir, sem ekki langar mest af öllu til aö standa í búöarrápi, en óneitaniega er freistandi aö „fara í kaupstaö“ í Florida, þar sem vöruúrvaliö er bæöi mikiö og gott og verölagiö afar hagstætt. Fleiri kosti má nefna; góöar baö- strendur, afburöa hreinlæti innanhúss sem utan, frábæran mat á lágu veröi og skiptir þá ekki máli, hvort hráefniö er keypt í búö, eða snætt á veitingahúsi. Mörgum þykir kostur aö geta talaö ensku og ekki skulum viö gleyma því heldur, aö fólk er afar þægilegt í viömóti, hvert sem komiö er. Þrettán rása sjónvarp í stað næturlífs Galiarnir eru helztir þeir, aö flug til Florida er nokkuö langt; hálfur sjötti tími, eöa kannski sex tímar til New York og ef allt gengur á áætlun, er hægt aö komast áfram eftir svo sem tvo tíma og þá er eftir álíka langt flug og héöan til London, eöa tveir og hálfur tími. Þá er miöaö viö Tampa-flugvöll og gæti þá verið hálftími til viöbótar til Miami. Mörgum þykir galli og til erfiðleika, aö vegalengdir eru miklar, ef eitthvaö þarf að fara, jafnvel í næstu búö. Ekki er því að neita, aö ókunnugum gengur ekki alltaf vel aö rata og helgast einkum af því að fátt er um kennileiti og í annan staö eru götumerkingar lítt áberandi og vilja hverfa í þann mikla skiltaskóg, sem blómstrar meðfram öllum meiriháttar götum. Sumir telja skort á næturlífi og diskótekum til ókosta, þótt ugglaust sé nóg af því til í borgum eins og Miami, Tampa og Orlando, — en aörir telja, aö bættur sé skaðinn og una vel viö sjónvarpið á síðkvöldum, enda hægt aö velja um 13 rásir og sitja viö allan daginn. Þótt bíll sé til þæginda, má ekki misskilja orö mín svo, aö útilokað sé aö vera án hans. Þaö gera margir; þeir halda þá að mestu kyrru fyrir á sama staö. Aö sjálfsögöu fer þaö eftir aö- stæöum, hvort vöntun á bíl kemur aö sök. En þaö sem hér er sagt, miöast aö mestu leyti við St. Petersburg, þar sem fjöldi íslendinga dvelur á ári hverju. Á miðjum Floridaskaga, Mexíkóflóa- megin, veröur stór fjöröur eöa flói, sem skagar inn í landiö. Viö fjarðarbotninn stendur borgin Tampa, en St. Peters- burg úti viö fjarðarkjaftinn og Péturs- borgarströnd — St. Petersburg Beach — er bæjarfélag útaf fyrir sig og byggt á firnalöngu, en mjóu rifi sem er eitt af mörgum og einkennir mjög strendur Florida. Á Pétursborgarströnd er urmull af hótelum og mótelum, sem kosta mis- munandi mikiö, allt frá höllinni Don Cesar, sem gnæfir í bleikum lit yfir allt umhverfiö til íburöarlausra mótela á einni hæö. Þar er þó eldunaraðstaða og yfirleitt fullboðlegt hverjum sem er í nokkrar vikur. Veröiö var frá 20 dollur- Ævintýraheimurinn Disney World er eins og dágóður kaupstaður á stærð. Þar er gamla Amerika lifandi komin, einnig innsýn í framtiðina en yfir allt gnæfir ævintýrahöllin. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram, að Disney World er nálægt Orlando og þangað er um þriggja tíma akstur frá Pétursborgarströnd. um á dag fyrir íbúöina, en meðalverðið kannski öllu nær 30 og þá er miðaö viö ódýrasta tíma ársins fram til 15. des- ember. En þess ber aö geta, að veröið hækkar frá ári til árs; veröbólga hefur fariö vaxandi og var á sl. ári um 15%. Fyrir þá sem vilja hafa meiri íburö, er nóg af þokkalegum miölungshótelum; þar á meöal Hilton-hótel, en mín tilfinning er sú, aö þar sé veriö að koma sér upp meiri útgjöldum meö lítiö í aöra hönd. Fjölbreytt lífríki Baöströndin teygir sig ejns langt og augað eygir og næsta fáir eru þar á stjái, eöa liggjandi í sandinum, sem þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.