Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 10
er eins og slíkur sandur getur beztur orðiö. En á þessum tíma, nóvember og fram í desember, er ferðamannastraum- urinn ekki hafinn. Regntímanum á samt að vera lokið að mestu, enda oftast heiðríkja og þægilegur hiti og vandalítið að koma sólbrúnn heim, ef menn á annað borð hneigjast til þess aö iðka sólböö. Sjálfur er ég ekki í þeim hópi, en reyndi þess í stað að nota golfvellina, sem margir eru afburða fallegir. Aftur á móti er golf eitt af fáu, sem talizt getur dýrt í Florida og stafar af því m.a., að ásóknin er mikil og reynt að flýta fyrir með notkun rafmagnsbíla. Nota tveir sama bílinn og kostar hringurinn þá rúma 16 dollara. Þessir vellir eru svo til allir á flatlendi, enda er Florida samfelld flatneskja. En vötn koma víða við sögu og skógur allsstaöar. En jafnvel þarna í allri gróskunni er landeyðing meö sér- stökum hætti: á stórum svæðum blasir viö aö trén eru aö deyja, jafnvel ung tré. Ástæöan er sníkjujurt, sem nær frá þeim allri næringu: Spánskur mosi, sem var fluttur inn sem skrautjurt. Fuglalíf er meö afbrigöum fjölskrúðugt og nýstár- lega fugla ber fyrir augu á degi hverjum. Út í kafgresi, runna eða skóga er hinsvegar öruggara aö hætta sér ekki; þar leynast smáslöngur og alligatorar í fenjum og tjörnum. Það er smávaxin krókódílategund, all ófrýnileg og verður um hálfur annar metri á lengd. Mannlífiö er ekki á glámbekk Allt er þetta lífríki fróölegt til skoöun- ar, ef menn hafa á annað borð áhuga á slíku. Mannlífiö sjálft er hinsvegar ekki á sama hátt til skoðunar svo sem veröur í suörænum bæjum Evrópu, þar sem fólk leitar samvista í bjórkrám eða á torgum. St. Petersburg er firna dreifð borg og enginn fer neitt nema á bíl. Sæmilega efnaö eftirlaunafólk hefur streymt til Florida til aö eyöa ævikvöldinu í góöa veörinu, en sumir búa þar aðeins vetrarlangt og halda heim, noröur á bóginn, þegar sumrar. Af þessu leiðir, að íbúarnir eru fólk, sem hefur afskap- lega hægt um sig. Fyrir utan fáeinar stórar blokkir, búa allir í einbýlishúsum, sem eru meira og mipna á kafi í skógi og allskyns gróðri. Því er í rauninni ekki margt að sjá þótt farið sé vítt og breitt um borgina. Meöfram 19. stræti og Gulf Boulevard á rifinu stendur frumskógur skilta og skyggir á allt annaö. Þar eru hinir sjálfsögöu, föstu liðir eins og venjulega: McDonalds, Kentucky Fried Chicken, Long John Silver, Holiday Inn og Hávarður Jónsson. Sé einhver í þeim hugleiöingum aö megra sig um leiö og notið er alls annars, þá er Florida kannski ekki rétti staðurinn. Svo frábær matur er þar á boðstólum, hvort heldur maður kýs að kaupa eitthvað beint á pönnuna og elda sjálfur, fara á veitingahús af ódýrara taginu, ellegar reyna það háþróaðasta, sem birtist á viöhafnarstööum eins og King Charles Restaurant á Don Cesar- hótelinu, franska veitingahúsinu Roll- ande & Pierre, polynesíska veitingahús- inu The Lanai í Clearwater, eða þaö sem þykir þó enn betra: Café Prague og Café L’Europe í Sarasota. Svo farinn sé þokkalegur millivegur, má benda á Brown Derby viö Gulf Boulevard, aðalgötuna á Pétursborg- arströnd. Þar kostar feiknastór og góö Filet Mignon-steik 6,45 dollara, sirloin- steik kostar 4,95, en T-bone-steikin freistar kannski enn meira þeirra sem þurfa mat sinn og engar refjar. Hún er framúrskarandi og kostar 8,95 dollara. Flestir sleppa forrétti, þegar svona steikur eru annarsvegar, en upplagt er aö drekka meö Kaliforníurauövín eöa bjór. Kanar framleiöá nokkrar tegundir, sem gefa engu eftir, til dæmis Budweis- er, Schliezch eöa Michelob. En þaö er einnig hægt að hafa ögn minna við og kaupa mjög þokkalegan kvöldverö með víni eöa bjór á 5 dollara á mann. Auövelt er aö finna bæöi kínversk og ítölsk veitingahús, en aftur á móti sáust hvergi þessi tyrknesku Kebab-veitingahús, sem hafa verið að leggja Evrópu undir sig. En lægsta þrepiö eru svo hamborgarastaðirnir, McDonalds og þeir bræður. Ein hand- hæg lausn er aö fara á kjúklingastaö og taka heim með sér steiktan kjúkling og tilheyrandi salöt; slík máltíð kostar innan viö 2 dollara á mann, — jafnvel minna, sé farið í búð og valið eitthvaö á pönnuna af því frábæra nautakjöti sem Kanar hafa á boðstólum og tekur víst öllu fram. Verö til víðmiöunar Sannleikurinn er sá, aö þaö er hægt aö komast af meö ótrúlega lítið skotsilf- Á Florida er maður alltaf að hugsa um mat, líklega vegna þess hvað hann er góður og ódýr. Steikhúsin eru rómuð, en sjávarréttir eru léttari og ekki síður góð- ir, t.d. á stað eins og Roll- ande ét Pierre í St. Peters- burgh. Til hægri: Eitt merkasta sæ- kindasafn heimsins er í Orlando á miðjum Flor- idaskaga og þar getur að líta heimska hákarla, seli með mannsvit og höfrunga, sem stökkva hæð sína upp úr vatninu. Listin er hvarvetna fyrirferðarlítil á Florida. Þó er þetta listasafn í Sarasota: Ringling Museum. Auðugur sirkuseigandi safnaði snemma á öldinni ógrynnum af gamalli list í Evrópu og byggði þetta veglega safn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.