Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 6
Smásaga eftir Sigurð Karlsson Þau höföu veriö á þorrablóti um kvöldið, en nú voru þau komin heim í hlýju notalegu íbúöina. íbúöina, sem þau höföu ákveöiö aö selja, því nú var ætlunin hjá þeim aö hafa vistaskipti og flytja út á land. Þau ræddu glaölega saman um atburöi kvöldsins og allt þaö fólk, sem þau höföu hitt á þessu þorrablóti. Fólk, sem haföi kvatt þau og árnaö þeim heilla meö vistaskiptln. Alllr virtust sakna þeirra og þetta snart þau í hjarta. Hugur hans var samt aö mestu bundinn viö feröalag þaö sem fyrirhugaö var að hann færi næsta morgun. Ferö austur, til aö ganga þar frá málum og undirbúa vistaskiptin. En kvöldiö haföi semsagt verið ánægjulegt og mikils viröi fyrir þau bæöi. Samt sem áöur var eins og hann væri ekki allskostar sáttur viö tilveruna. Það var eins og allt virtist vera svo undarlega óraunverulegt og fjarlægt. Honum fannst eins og fólkið sem talaöi viö hann, væri allt í svo óendanlega mikilli fjarlægð og þaö sem fólkiö sagði snart hann eitthvaö svo undarlega li'tiö. Hann minntist ekkert á þetta við konu sína, þegar heim kom, enda voru þau oröin þreytt og hrööuöu sér í svefninn, því næsta morgun varö hann að fara snemma á fætur, þar sem hann yröi aö vera tilbúinn aö fljúga austur, ef flugfært yrði, sem þó virtist hæpiö vegna veðurútlits og ófæröar á flestum flugvöllum landsins. Veöriö var slæmt og haföi veriö þaö undanfariö og víöa var komiö í óefni, vegna ófæröarinnar. Hann vaknaöi viö símann og tók upp símtólið. Fjarræn en glaöleg stúlkurödd tilkynnti honum aö flogið yrði austur, eftir klukkustund. Góöa stund stóö hann viö símann, áöur en hann vakti konuna og reyndi aö koma einhverju skipulagi á hugsanir sínar, því ennþá fannst honum eins og allt væri einhvernveginn öðruvísi en eölilegt gæti talist. Loks tók hann á sig rögg og vakti konuna, sem dreif sig strax á fætur og tók til handa honum eitthvert snarl í snatri, en nú var enginn tími til aö ræöa málin, hann varö aö flýta sér ef hann átti ekki aö missa af vélinni. Hann kvaddi konuna sviplaus og vélrænt og dreif sig af staö og jeppinn hans skilaöi honum fljótt út á flugvöll, þrátt fyrir ófærö. Við flugskýliö fann hann stæöi fyrir bílinn þar sem hann yrði vel geymdur, þar tll hann kæmi til baka. Þetta átti aö vera hraðferð, aöeins snögg ferö til aö skrifa undir og ganga frá samningum um vistaskiptin. Ef allt gengi eins og þau höfðu ætlaö, myndi hann koma strax til baka og þau síöan pakka sínu dóti og fara. Fara og byrja nýtt líf á nýjum staö. Kynnast nýju fólki og taka þátt í ööru þorrablóti. Flugvélin var tilbúin til flugs og honum fannst einhvernveginn eins og hún biöi bara eftir honum og var hann fljótur aö ganga frá farmiða sínum og gekk svo beint út í vélina. Þetta var gömul flugvél og ef satt skal segja þá hélt hann aö þaö væri fyrir löngu búiö aö leggja öllum flugvélum af þessari gerö, en hann hugleiddi þetta ekki frekar og fann sér sæti framarlega í kaldri vélinni. Þaö myndi hlýna þegar farþegarnir væru komnir um borð og farþegarýminu lokaö. Strax og hann var sestur var dyrunum lokaö og vélinni ekið út á brautarendann. „Geriö svo vel og sþenniö beltin og reykiö ekki í flugtaki,“ sagöi fjarræn, holróma stúlkurödd í hátalaranum. Hann stundi viö og drap í sígarettunni og ákvaö aö láta sér líða vel á leiðinni og sofa ef hægt væri. Þegar hann vaknaöi var oröiö albjart í flugvélinni og eitt augnablik fannst honum eins og hann væri einhvernveginn allur endurnæröur bæöi á sál og líkama. Hann losaöi öryggisbeltið og kveikti sér í sígar- ettu, leit í kringum sig, en hann sá enga farþega og einhvernveginn fannst honum eins og þaö væri nú í lagi. Hann var aö fara austur aö ganga frá vistaskiptunum, annaö kom honum ekki viö. Hann eins og skynjaði ekkert annaö en sig sjáifan og þungar drunur flugvélarhreyflanna. Hann leit út um gluggann og horföi á vængi flugvélarinnar. En hvaö var nú aö ske? Hann lokaöi augunum, sem snöggv- ast, opnaöi þau aftur og leit út. Fyrst þeim megin sem hann sat, svo hinum megin. Náfölur lokaöi hann augunum aftur og strauk hendi um höfuö sitt. Hann leit aftur út, en þaö var þaö sama. Hann sá þaö sama. Og nú bara staröi hann. Staröi galopnum augum út um gluggann. Fyrst sín megin svo hinum megin. Þaö sama blasti viö honum. Þaö vantaöi báöa hreyflana á flugvélina. Eöa var hann orðinn vitskertur? Hann reyndi aö kalla á flugfreyjuna, en hann kom ekki upp nokkru oröi, enda skipti þaö ekki máli lengur. Hann fann og skynjaöi aö hann var einn um borö og hann heyrði ekki lengur vélarhljóöiö. „Gerið svo vel og spenniö beltin og reykló ekki í lendingu," sagöi sama holróma stúlku- röddin í hátalarakerfið. Hann hlýddi ósjálf- rátt og spennti öryggisbeltið og drap í sígarettunni. Lokaöi augunum og beið þess sem verða vildi. Svo fann hann aö flugvélin stóö kyrr. Stóö bara grafkyrr og kaldur vetrargusturinn blés inn um opnar dyr farþegarýmisins. Vélin var þá lent heilu og höldnu. Þrátt fyrir allt, hugsaöi hann, um leiö og hann losaöi öryggisbeltiö. Reis upp, gekk aftur eftir farþegarýminu aö útgöngu- dyrunum og út á völlinn. Gekk bara út, vélrænt og hugsunarlaust, út í kuldann og snjóinn. En hann skynjaði ekki kuldann eöa snjóinn. Gekk bara eins og í leiöslu inn í flugstöövarbygginguna. Hann lauk erindi sínu á staönum, þótt annars hugar væri. Þó var ekki beint hægt aö segja aö hann væri annars hugar. Hann þurftl bara ekkert aö hugsa sig um. Gekk aö öllu eins og hann vissi í öllum smáatriöum hvaö um væri aö ræöa, öllum öðrum til mikillar undrunar. Hvernig í ósköpunum gat hann vitaö um alla mála- vexti og gengið svona hiklaust aö undir- skrift samninga. En hvað um þaö. Frá samningum var gengiö og menn árnuöu honum heilla meö vistaskiptin. Hann tók varla eftir þessu, kinkaöi bara kolli, svip- laust, og tók í útréttar hendur. En undarlega varö honum innanbrjósts, þegar hann heyröi menn vera aö tala um vandræðin sem sköpuöust af veörinu og ófæröinni. Verst er, sagöi einhver, að nú hefur ekki verið hægt að fljúga hingað, dögum saman og ef svona héldi áfram yrðu þeir aö hætta viö þorrablótið. Hann gekk í kuldanum, kuldanum, sem hann alls ekki skynjaöi. Gekk út á flugvöllinn og inn í flugstöövarbygginguna, þar sem fátt var um fólk. Aðeins tveir eöa þrír menn voru þarna og geröu ekki neitt. Bara voru þarna. Hann gekk út aö glugga, sem sneri út aö þessari einu flugbraut vallarins og leit út á völlinn. Þar var allt á kafi í snjó og þar haföi greinilega engin fiugumferö veriö dögum saman. Stórir snjóskaflar grúfðu yfir öllu og allt virtist liggja í einhverskonar dróma. En fyrir utan brautina sá hann í flugvél. Hann reif upp dyrnar á flugstöðvarbygg- ingunni og hljóp út. Óö í gegnum snjóskafl- ana og móöur og másandi kom hann loks aö vélinni. Þetta var gömul flugvélategund, sem þarna hafði verið lagt, fyrir mörgum árum. Flugvélategund, sem ekki var lengur í notkun. Hann staröí á vélina. Bara stóö kyrr í kuldanum og staröi. Þaö vantaöi báöa hreyflana á flugvélina og vindurinn blés inn í opiö farþegarýmiö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.