Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 9
 ® l i f í n s n ■ ♦VAfl*i iwÍiíiiutltA! . « » ekki beint vor í loftinu í Vorarlberg; þokan dró slæöur sínar fyrir tindana, rigningin var köld og aö morgni 27. maí voru fjöllin hvít niður fyrir miöjar hlíöar. Leiöin lá austur á bóginn aö nýju; til Zell am See, þar sem síðasti konsertinn átti aö vera — og varö. Eftir um þaö bil 300 km akstur eftir djúpum dölum meö bæi hátt í hlíöum, var komiö til skíöa- staöarins Zell am See, sem fjöldi íslendinga þekkir af eigin raun, síöan skíöaferöir þangað og á aöra staöi í Austurríki komust í tízku. Þaö leynir sér heldur ekki, aö útgeröin hér beinist öll aö þessu. Þegar gengiö er frá aöaltorg- inu og uppeftir gilinu, sem þar veröur efra, er hvert hóteliö og pensjónatiö viö annaö og öll eru þau hús byggö í þeim eina rétta Alpastíl meö gaflinn undan brekkunni og ýmis blæbrigöi í útskuröi og skrauti á svölunum. Stóra hóteliö Neue Post, þar sem hluti af liðinu bjó, var og í þessum sama stíl, en sundlaug í garðinum og mikill íburöur í þungu og útskornu tréverki í forsalnum. Kirkjan er svo gömul, aö hún heyrir til rómverskum stíl aö hluta, én kórjnn þó i gotneskur; kirkjan varö lokavettvangur Sinfóníunnar í þessari ferö. Það varö nokkrum öröugleikum bundiö aö koma svo stórri hljómsveit fyrir í kórnum og framan viö hann, en þeir Beethoven, Schulze, Hertel og Sibelius hljómuöu vel Listin aö lifa á Mozart 28. maí. Ekiö frá Zell am See til Salzburg, eitthvaö liðlega 100 km og lengstaf meöfram Saltánni, sem fellur í jökullituöum streng. Ekki daprast feg- uröin hér og fer vaxandi eftir því sem nálgast Salzburg. Þá finnst manni, aö komiö sé niður úr fjöllunum til fulls, en Salzburg er engu að síður í 425 metra hæö yfir sjó. Skemmtilegt var aö kynnast þessari yndislegu borg, en borgarstjórnin haföi boö inni fyrir allan hópinn í Mirabell-höll og var þar veitt af mikilli rausn. Sérstaka athygli vakti, aö íslenzki konsúllinn var þar ásamt fjöl- skyldu sinni, — og öll voru þau klædd austurrískum þjóðbúningum, sem eru í senn litríkir og fallega hannaðir. Salzburg er gamalfræg borg; eitt sinn nefnd Róm norðursins vegna íburðar í byggingum. Þar höfðu keltar aösetur, þessi dularfulli þjóöflokkur, sem eitt sinn var herraþjóö um norðanverða Evrópu, en dró sig um síðir út á annes Frakklands, írlands og Skotlands. Síöar komu Rómverjar til sögunnar og reistu sín heföbundnu virki, en seinna meir varð Salzburg sjálfstætt borgríki og réöu þá erkibiskupar, sem um leið voru prinsar og tókst þannig aö sameina geistlegt vald og veraldlegt. Rammger kastali, sem stendur á hæö og gnæfir yfir borgina, er til minja um þetta tímaskeiö, en höll höföu þeir erkibiskupar aö auki inni í borginni og tóku tveim höndum barokstílnum, sem segja má aö einkenni Salzburg. Þessir herrar gátu leyft sér ýmislegt í skjóli þess aö hafa veraldlega valdiö einnig sín Tvær ungar og vaskar úr Sinfón- íunni, Kolbrún Hjaltadóttir t.v. og Sigríður Hrafnkels- dóttir, í þann veginn að leggja upp frá Vorarlberg, en þann morgun voru hlíöar hvítar af snjó og snjórinn sat á greni- trjánum eins og ævinlega á jólakort- unum. Aðalatriöiö er að byggja bara eitt hús og byggja þaö rétt eins og Austurrík- ismenn tíðka og þá getur húsiö hvort sem er verið bænda- býli eins og á efri myndinni, eða skíðahótel í Zell am See eins og sést á neðri myndinni. Til hægri að neðan: Fátt einkennir Aust- urríki öllu meir en þessar smáhlöður upp um allar hlíðar, þar sem hey er þurrkaö. Einnig þær eru byggðar í hinum eina rétta stíl. megin og sögur fara af einum þessara erkibiskupa, sem fór aö eiga vingott viö fallegustu stúlkuna í borginni og eignað- ist hún með honum 15 börn. En fyrst og síðast er Salzburg fæð- ingarstaöur Mozarts og gestir eru leiddir beina leiö í þrönga götu í miðborginni, þar sem þessi tiltekna íbúö er í sex hæöa húsi, nær 400 ára gömlu. í SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.