Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1981, Blaðsíða 13
aö andi manna á borö viö Condé, Eugen og Marlborough slokkni, áöur en líkamslíf- inu lýkur, og aö hinir mestu snillingar skuli enda sem fávitar.“ En sjálfur naut „Fritz gamli" þeirrar gæfu aö vera viö fulla andlega heilsu til hins síöasta, en hann varö 74 ára gamall. Þegar hann var sjötugur, kom hann mjög á óvart meö riti sínu, „Um þýzkar bókmenntir". Friðrik mikli haföi sagt frægum bók- menntamanni eitt sinn: „Síöan í barnæsku hef ég ekki lesið neina þýzka bók, og ég tala málið eins og kúskur." En á efri árum gerist hann gagnrýninn á máliö og þykir þýzk tunga vera „langorð, óþýö, hljómlaus og hálffrumstæð". Friörik var ekki meðal þeirra, sem byrja fyrst fyrir alvöru aö framkvæma hlutina um sjötugt. Þegar um sextugt sagöi hann í bréfi til Voltaire, aö hann væri orðinn „gamall, gigtveikur og hrumur". Og tíu árum síðar segir hann: „Maður verður aö horfa meö hugarró móti þeirri stund, sem bindur enda á heimskupör okkar og þjáningar... Því fer svo fjarri, að ég harmi þaö, að líf mitt sé brátt á enda, aö mér er miklu ofar í huga aö biöja áhorfendur aö afsaka, aö ég hafi sýnt þá óskammfeilni aö lifa svona lengi, hafi orðiö þeim til leiöinda og þreytt þá meö því aö vera þeim til byröi þrjá fjóröu hluta aldarinnar, sem er langt úr hófi fram.“ Voltaire, sem Friörik skrifaðist á við ævilangt, var mun betur á sig kominn um sjötugt. Tíu árum áöur haföi hann tekiö aö kaupa land í Sviss. Þar ætlaöi hann aö stofna eins konar fyrirmyndarríki, lýðveldi meö bændum og handiðnaöarmönnum, sem urðu aö gjalda honum skatt, en hann lét þá framleiöa alls kyns hluti til aö selja meö hagnaði. Til dæmis úr. Og silkisokka úr silki, sem þeir höföu sjálfir ofið. Úrin seldi hann til Rússlands. Þegar hann var hálfáttræður, 1771, skrifaöi hann Katrínu miklu á þessa leiö: „Ég var aö frétta þaö, aö nýlenda mín heföi veriö aö senda af staö stóra kistu af úrum. Ég búinn aö skamma vesalings iðnaðarmennina duglega. Þeir hafa mis- notað góðsemi yöar. Þeir hafa gengiö of langt í ákafa sínum. í stað þess aö senda úr fyrir 3000 eöa í mesta lagi 4000 rúblur, eins og ég brýndi fyrir þeim, sendu þeir úr fyrir 8000 rúblur ...“ Voltaire taldi þó, aö keisaradrottningin myndi geta notaö úrin á einhvern hátt, til dæmis til gjafa. Voltaire var hinn mesti vinnuþjarkur fram á elliár og var einnig slunginn kaupsýslumaður. Þegar hann lézt 83ja ára gamall, erföi frænka hans, frú Denis, eignir hans, sem námu samkvæmt núgildandi kaupmætti um 10 milljónum v-þýzkra marka. Einn af þeim, sem byrjaöi á einhverju nýju um sjötugt og reyndar meö miklum árangri, var Konrad Adenauer. Skömmu áöur, í október 1945, höföu brezku hernaö- aryfirvöldin vikiö honum úr stööu yfirborg- arstjóra í Köln, sem Bandaríkjamenn höföu skipaö hann í. í uppsagnarbréfinu stóö: „Þér megiö hvorki beint eöa óbeint taka þátt í neinu stjórnmálastarfi af nokkru tagi.“ Adenauer varö meira aö segja aö yfirgefa heimaborg sína. Þrátt fyrir þetta bann viö afskiptum af stjórnmálum, sem þó var brátt mildaö og loks fellt niöur, sneri Adenauer sér aö því af alefli aö byggja upp Flokk kristilegra demókrata. „Stofnun nýs stjórnmálaflokks var erfið viö þær ömurlegu aöstæöur, sem þá ríktu í Þýzkalandi“, skrifaöi Adenauer nær 20 árum síðar eftir aö hafa veriö kanslari Sambandslýöveldisins Þýzkalands í 14 ár, en hann haföi átt ríkan þátt í stofnun þess og var þá enn formaður flokksins. „Þaö var mikill skortur á lífsnauðsynjum, og örviln- unin í stjórnmálum og áhugaleysi á öllu, sem þau varöaöi meöal flestra Þjóöverja, dró kjarkinn úr mönnum.“ Adenauer varö kanslari á sama aldri og Bismarck var veitt lausn sem slíkum, og haföi þá hinn síöarnefndi veriö heilsutæpur lengi. En anldlegt og líkamlegt atgervi Adenauers var meö eindæmum. Níutíu og eins árs las hann gleraugnalaust og þaö marga tíma á dag, því aö ævina alia var hann vinnuþjarkur meö afbrigöum og keppti aö því á hverjum degi aö hafa sitt skrifborö hreint. Ýmsir páfar eru álíka aödáunarverö fyrirbæri, hvaö aldur snertir. Sem dæmi má taka Gregor IX. sem var nær áttræður, þegar hann var kjörinn páfi og baröist síöan í 14 ár af mikilli hörku fyrir heimsveldi páfastólsins. Sagnfræðingurinn Paul Herre skrifar: „Atorka Gregors IX. og hertogans í Feneyjum, Enrico Dandolo, á efri árum, en þeir voru samtíöa í hálfa öld, er dæmi um líffræöileg furöuverk á miðöldum." Dand- olo varö hertogi 85 ára gamall og var foringi fyrir þeim her krossfara, sem vann og rændi Konstantinópel 1204. Þá á hann aö hafa verið oröinn 97 ára gamall. Þó er þaö nú ekki alveg víst. Því aö fæöingarár Dandolos er jafn óvisst og málarans Tizians, sem sagöur er hafa veriö orðinn nær 100 ára, þegar hann varö fórnarlamb farsóttar, en haföi veriö sístarfandi fram að því. Þaö var áriö 1576. En enginn vafi er á því, aö Tizian hafi verið meö fulla starfs- orku milli sjötugs og níræös, eins og þeir voru á þessari öld Pablo Picasso og Oskar Kokoschka. Þegar Goethe varð sjötugur, sagöi hann í bréfi til Boisserée: „Aldur minn og heilsa leyfa enga áhættu framar. Ef maöur ætlar aö lifa áfram, þá veröur aö halda sig aö siöum og venjum. Karlsbad reyndist mér svo vel í fyrra, aö ég er ákveöinn í því frá meira en einu sjónarmiði aö fara þangaö aftur í yor.“ En svo fór hann næst sér til hressingar til Marienbad, og þar varö hann ástfanginn í síðasta sinn (af Ulriku von Levetzow). Og á þeim næstu tólf árum, sem hann lifði, skrifaöi hann og fullgeröi fjölda verka, þar á meöal seinna bindiö af „Vilhelm Meister", „Faust ll“, síöasta hlut- ann af „Skáldskap og sannleika" og annaöist útgáfu á bréfum þeim, sem fóru á milli hans og Schillers. En þetta voru ekki ný verk, heldur öllu fremur hiröing uppskeru. Og svipaö á einnig viö um Leopold von Ranke, hinn mikla frumkvööul á sviöi sagnfræði. Hann hóf aö rita „Mannkynssögu" sína 85 ára gamall! „Ég hef alltaf hugsað mér,“ skrifaöi hann Bismarck 1877, “aö sagnfræöingur yröi að vera gamall. Hann veröur aö lifa og vera í návist viö heildarþróun mikils tímabils til aö vera fær um aö dæma um fyrri tíma.“ Ranke átti þá fimm og hálft ár ólifað, og á þeim tíma skrifaði hann og gaf út níu bindi mannkynssögu sinnar, sem var 4500 prentaöar síöur! Eftir lát hans voru gefin út þrjú bindi í viöbót af því, sem hann lét eftir sig. George Bernard Shaw var sjötugur, þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Tíu árum áöur haföi hann skrifaö í bréfi til vinar síns: „Ég er oröinn gamall og lúinn." En hann hélt þó áfram aö lifa og starfa ótrauður og bjóst ekki einu sinni viö dauöa sínum þegar hann bar aö fyrir slys. En Shaw haföi eitt sinn sagt: „Maöur á aö vera aö læra fram til 100 ára aldurs, sinna störfum sínum milli 100 og 200 og draga fyrst ályktanir sínar eftir aöra öldina." —Svá— úr „Die 2eit“. Sverrir Norland Vísur Siguröar frá Katadal Siguröur Jónsson var fæddur áriö 1888, bjó fyrstu búskaparár sín á Tjörn á Vatnsnesi, síðar á Ásbjarnarstöðum og síöast í Katadal og hefir veriö kenndur viö þann bæ. Siguröur lést áriö 1945, þá 57 ára aö aldri. Sigurður var hagyröingur góður og eru margar af vísum hans í minnum manna enn í dag. Ég ætla hér aö fara meö örfáar vísur eftir Sigurö, en Siguröi kynntist ég sem ungur maöur, var hann tíöur gestur á æskuheimili mínu, Ytri-Kárastööum, gisti þar jafnan, er hann átti leiö í kaupstaö hingaö til Hvammstanga. Hlakkaöi ég gjarnan til er von var á Siguröi, svaf hann jafnan í herbergi meö okkur strákunum, og finnst mér alltaf, þegar ég hugsa um þá daga, aö í strákaherberginu hafi hann átt heima, aö hann hafi veriö strákur, í jákvæöri merkingu, þar til yfir lauk. Fyrstu vísurnar, sem ég les orkti Sigurð- ur um veturinn 1920, sem mun hafa oröið mörgum bóndanum hér um sveitir erfiður: Hefur skæður vetur vald veöra æöi stýrir. Vefur klæöi, fannafald, Fögur gæöi rýrir. Hlýju banna hretin köld, heyiö manna þrýtur. Dæmin sanna, sauöafjöld, sultinn kanna hlýtur. Get ég, ýta glatist auöur, gagnar ei nýta vorsins þráin, fönnin hvíta hylur hauöur, helst til lítiö sér á stráin. Og á eftir vetri kemur vor, en um vorið kveður Siguröur: Fjöllin hæru fella traf, fitlar blær í runni. Jöröin grær og grænkar af geislanæringunni. Sólin bæöi landi og lá Ijósa slæöu gefur. Lækir flæða lindum frá Ifkt og æöavefur. Þegar faömar fjöllin há fyrstí sólarbjarminn, breiöu krónublómin smá birgja næturharminn. Þá eru vísur um rauöan hest er höfundur átti, en Siguröur var hestamaöur góöur og Rauöur afrekshestur: Þegar Roöi rænustór rennur troöinn völlinn, líkt sem gnoð um Kembingskór kljúfi boöaföllin. Viö ei stendur fótafrár, frosnar lendur særir. Góöu kenndur, happahár, hugann endurnærir. Hreysti og fráleik heldur svo hann á fáa maka, þá sem ára-tugi tvo talið fá til baka. Þennan klárinn mest ég met mettan þori hreinu. Tuttugu ára, tók hann fet tólf, í skrefi einu. Siguröur átti rauöblésótta hryssu, af- buröa hross aö fegurö og léttleika. Hann lánaöi Blésu, stúlku, sem aö ferö lokinni kvaöst mundu borga honum vel, því unun heföi veriö aö sitja á hryssunni. Þá varð þessi vísa til: Vefjan nála, ei veröa mér víst aö táli gjöldin, ef þú málar mynd af þér mín á sálar spjöldin. Sigurður átti rauöskjótta hryssu sem kölluö var Kúa. Á sumrin datt af henni ennistoppurinn og varö hún ansi kollót á aö líta. Það var á þeim árum þegar stúlkur geröu mikiö af því aö láta klippa á sig drengjakoll, sem kallaö var. Siguröur kom meö hryssuna á bæ í nágrenninu og sagöi húsbóndinn á bænum eitthvaö á þá leið aö hún væri í tískunni þessi, og átti þá viö hryssuna. Þá kvaö Sigurður: Líkt og hinar merin mín mikiö þráir sollinn. Hún er oröin heldur fín hristir drengjakollinn. Af ýmsum tilefnum hefir Siguröur ort eftirfarandi: Ekki veröur gatan greiö, getur valdiö meini, ef aö hver á annars leið illum kastar steini. Hver einn þarf að hafa friö hann þá hvílir dáinn. Hafna skalt þú hrædýrssiö. Hættu aö bíta náinn. Reynslu margra og raunir jók, aö reynast sór í engu tryggur er aö vera eins og bók, sem opin fyrir hverjum liggur. Horfin gleöi öll er oss ei sé téöan bata. Slæmt er veóur, hungraö hross, heldur freðin gata. Þeir sem tjá aö þrifleg drós þungan kveiki harminn sumir ættu aö sjá viö Ijós sinn í eigin barminn. Böl er sveinum biö og hik best í leyni gengur. Þetta eina augnablik ætti að treinast lengur. Ekki kyssa mey óg má mór er skylda aö baki. Aöeins njóta ylsins frá einu handartaki. Mörgum óar meina fár, meyja sóast tryggöir. Aldrei gróa sumra sár sem aö prófa brigöir. Oft og tíðum á ég biö auös hjá blíóu spöngum. Þar má stríöa vonin viö verstann kvíöa löngum. Þó um lýöi lastaskraf látir tíöum hljóma, heiður nýóir öörum af ei þig skrýöir sóma. Eftir aö hafa hlýtt á eldhúsdagsumræöur í útvarpinu orti Siguröur: Berst mér aö eyrum öfga oröaflaumur ákaft er flutt, því tíminn reyníst naumur. Hugsjónir engar, hatur nóg og blekking, háróma skraf, en vantar ró og þekking. Best fyrír lýði, er brýnt meö stórum oröum, breyta og færa allt úr róttum skoröum. Ábyrgöarleysi í öllum sínum störfum, eygja ei mun á kröfu og sönnum þörfum. Og aö lokum: Þó veröld breiöi véla bönd, vandi eyðist kífsins, Guös þig leiöi gæskuhönd grýttu á skeiöi lífsins. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.