Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 4
Leiklist hef- ur jákvæö áhrif á börn Spjallað við Sigríði Eyþórsdóttur leiklistarkennara um barnaleikhúsið sáluga og leiklist fyrir börn Þóra Lovísa Friöleifsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir eru hér í hlutverkum sínum í sýningu Barnaleikhússins á Halló krakkarl Á undanförnum árum hefur margt leikhúsfólk og áhugamenn um viögang og vöxt barnamenn- ingar vakið athygli á nauösyn þess að stofnað verði sérstakt barnaleikhús, er hefði það markmiö að taka til sýninga leik- rit fyrir börn — og hefur þá lík- lega sú verið hugsunin, að slíkt barnaleikhús gæti að minnsta kosti að einhverju leyti orðið nokkurs konar mótvægi við barnasýningar kvikmyndahúsa, sem eru fæstar hrósverðar og vídeóæöiö, sem stöðugt færist í aukana. Nú eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um „nauösyn“ og „nyt- semí“ sérstaks barnaleikhúss; og án efa kjósa einhverjír að hug- myndinni sé alfarið vísaö á bug á grundvelli þeirrar reynslu, sem þegar hefur fengist af starfi þeirra leikhópa, sem starfa fyrir börn. Leikfélag Hafnarfjarðar starf- aði á árunum 1973—77 sem barnaleikhús, og gekk enda und- ir því nafni þegar leið á starfsem- ina. í því skyni að forvitnast lítil- lega um Leikfélag Hafnarfjarðar — Barnaleikhúsið, svo og um leiklist fyrir börn almennt, leitaði lesbók á fund Sigríðar Eyþórs- dóttur, leiklistarkennara. Sigríð- ur starfaði með Barnaleikhúsinu þrjú seinni árin, en auk þess hef- ur hún annast dagskrárgerð í hljóðvarpi fyrir börn, skrifað barnabækur og starfrækt um margra ára skeið reglubundin námskeið í leikrænni tjáningu fyrir börn á aldrinum 7—14 ára. — Hver var ástæðan fyrir því aö þessi hópur ungs fólks kom saman í því skyni aö setja upp leiksýningar fyrir börn? „Það stóð nú þannig á, að Þóra Lovísa Friðleifsdóttir, leikari, bjó í Hafnarfirði og haföi unnið með Leikfólagi Hafnarfjarðar á sinum tíma. Nú, hún fékk nokkra áhuga- leikara til liðs við sig, og þessi hópur varð til. Þóra var þá nýútskrifuö úr Leiklistar- skóla Þjóöleikhússins, og auövitaö uppfuil af nýjum hugmyndum. Á þessum tima var framboð á leiklist fyrir börn afskaplega fátæklegt — þaö var ekki nema Þjóðleikhúsið, sem sýndi eitt barnaleikrit á vetri, og sú staðreynd hefur án efa verið ofarlega í huga hopsins sem þarna byrjaöi aö starfa þegar hann ákveð- ur aö leggja áhersluna á leiksýningar fyrir börn. Og þá hefur það trúlega ekki síður verið leikhópnum mikilvægt aö reyna aö vera eins konar mótvægi við sýningar Þjóðleikhússins, þegar það er ákveðið að stefna aö einfaldleika í útfærslu og ásýnd sýninganna; en barnasýningar atvinnu- leikhúsanna voru og eru að sumu leyti enn mjög svo skrautlegar sýningar. Þaö er raunar ekki nema eðlilegt, þegar þess er gætt, að atvinnuleikhúsin hafa töluveröa peninga til að leggja í sínar sýningar." — Hvernig var rekstri Barnaleikhússins háttað? Var um að ræða sjálfstæðan leik- hóp, eða stóð kannski félag á bak við starf- semina? „Nei, nei, það var. ekkert félag á bak viö, þetta var eingöngu háð frumkvæði þeirra, sem tóku þátt í sýningunum hverju sinni. Það var því ekki um neina formlega stjórn að ræða, enginn var formaður eöa ritari eins og gerist í fyrirtækjum eða félögum. Ábyrgðin var einfaldlega á höndum þeirra, sem unnu að hverri einstakri sýningu, og þeirra ábyrgö náöi enda aðeins til þeirrar einu sýningar. Þaö má líklega kalla þetta þar með sjálfstæðan leikhóp — að minnsta kosti var enginn aðili utan hópsins, sem ákvarðaði eitthvaö fyrir hönd hans eða ráðskaðist með hann aö öðru leyti. Þetta fyrirkomulag gafst, held ég, ágæt- lega — enda var að því stefnt af allra hálfu að það yrði unnið samkvæmt því. Nú, en þess ber auðvitað að gæta, að við sem unnum meö Barnaleikhúsinu höföum óverulegar tekjur af starfi þar, og viö urð- um því að treysta á tekjur annars staðar frá. Þess vegna gat það vel oröið, að nokkrir legðu á sig meiri vinnu fyrir leikhús- ið en aörir. Þaö er ekki svo gott við slíku aö gera, þegar allir eru tveggja þjónn: leik- hússins og svo þeirrar vinnu, sem gefur af sér tekjurnar.“ — Nú hefur því verið haldiö fram, að það væri ekki hægt að tapa á leikhúsrekstri hér á landi; að endar næöu saman fyrr eöa síðar. „Þetta á kannski við um starf áhugaleik- félaganna, þar sem hver einasti maöur, sem aö sýningunni vinnur, tekur engin laun fyrir og þar sem öllum öörum kostnaöi er stillt í hóf eins og frekast er unnt. En það er alveg Ijóst, að ef leikhús ætlar sér að veita þeim sem við það starfa ekki aðeins at- vinnu, heldur líka lífvænleg laun, þá gengur dæmið ekki upp. Barnaleikhúsiö átti alla tíö í afskaplega miklu basli, þaö naut lítilla styrkja og viö urðum öll sem einn að leggja hart að okkur til að ná endum saman þann- ig aö við gætum greitt allar skuldir. Nú, ekki svo að skilja, að það kom fyrir að nokkrar krónur voru eftir í kassanum, þeg- ar allt haföi veriö greitt, og þá var því ein- faldlega skipt jafnt á milli þeirra, sem unniö höföu aö sýningunni. En eins og ég sagöi, þá voru það engar slíkar upphæöir að hægt væri aö láta sig dreyma um aö lifa af því. Svarið viö spurningunni er því alveg Ijóst: ef á að starfrækja t.d. barnaleikhús, sem stendur undir nafni, þá gerist þaö varla nema til komi styrkir annað hvort frá einkaaöilum eða hinu opinbera.“ — Þaö er sem sagt alveg Ijóst, aö barnaleikhús kostar fé, sem verður aö taka einhvers staðar, ef til kæmi stofnun slíks leikhúss. Er þá nokkur möguleiki á því að grundvöllur sé fyrir barnaleikhús? „Það er svo allt annað mál — og flókn- ara. Okkar reynsla, þótt ekki væri hún af nema fjórum sýningum á jafnmörgum ár- um, sýndi svo ekki varð um villst, aö það er gífurleg þörf fyrir barnaleikhús hér. Ekki bara í Reykjavík og á höfuöborgarsvæðinu, heldur barnaleikhús sem sækir börnin heim í raunverulegum skilningi, sem ferð- ast vítt og breitt um landið með sýningar sínar. Við þurftum í rauninni ekki að kvarta undan aösókn. Og það sem meira er, hún jókst stöðugt, eftir því sem uppsetningum Barnaleikhússins fjölgaöi. Undirtektir bæði barnanna sjálfra og svo þeirra fullorðinna, sem sáu sýningar okkar, voru sömuleiðis með hinum mestu ágætum; ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hver einasti maður, sem kom að máli við okkur, þegar þetta var, hafi lagt áherslu á að Barnalelkhúsiö lifði áfram og dafnaði. Þetta má nefna sem dæmi um þann velvilja fólkst, sem við urðum vör viö hvar- vetna á landinu. Þaö mætti í rauninni fylla heila bók af dæmum um ekki aðeins velvild fólks heldur líka greiöasemi. Það er kannski ekki síst vegna þessa, sem manni finnst sárt að sjá á bak Barna- leikhúsinu — að vita af þörfinni, vita af velviljanum, en geta samt ekki haldið starf- inu gangandi, vegna þess að það vantar einhverja hungurlús til aö tryggja fjárhags- legan grundvöll þess.“ — Það er vel skiljanlegt. En ef viö víkjum að sjálfu starfi leikhópsins: Hvað settuð þið upp? Og hvernig? Hvaða markmiö lágu aö baki starfinu? „Þaö voru nú engin bein markmið sett upp aö öðru leyti en því að við vildum gera eins vel og við gátum. Viö höföum sem sagt enga stefnuskrá í höndunum sem sagði hverskonar leiklist við skyldum flytja. Enda er ég ekki mjög trúuð á að slíkt gefist vel. En við reyndum nú samt ákveöna hluti. Eins og til dæmis að höföa til ímyndunar- afls barna í sýningum okkar. Leikmyndin var því höfð eins einföld og leikverkið frek- ast leyfði, og í einni sýningunni fengum viö krakka úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands til aö gera leikmyndina. Það var óskaplega skemmtilegt, og gafst mjög vel. En auðvitað var reynt aö höfða til ímyndun- araflsins einnig í leiknum sjálfum og svo textanum — og það mistókst nú einu sinni, að ég man: við urðum áþreifanlega vör við þaö, aö börnum leiðist afskaplega félags- leg umræða, ef þannig má að orði komast, og finnst hún þurr. Við stóöum eitt sinn uppi með slíkt atriöi í einni sýningunni, en viö ákváðum að fella það brott, þegar það geröist æ ofan í æ aö áhorfendurnir misstu bæöi áhuga og einbeitingu og hættu aö hlusta á það sem var sagt og horfa á það sem fram fór. Það vill nefnilega veröa meiri skaði að því að segja of mikiö en of lítið, einkum ef börn eiga í hlut. En langbest tókst til, þegar viö fengum 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.