Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 12
Gústaf Svtapríns — höfundur lagsins Sjungom studentens Igckliga dag 18. marz 1852 söng stúdentakór í Upp- sölum í fyrsta sinn opinberlega: „Sjungom studentens lyckliga dag“, og síðan hefur sá söngur yljað ungum og gömlum stúdentum um hjartarætur hundrað og þrjátíu vor. Það á að syngja og skrifa „sjungom", en ekki „sjung om“, því að það á að lofa, hylla eða lofsyngja hinn Ijúfa dag samanber næstu Ijóðlínu: „látom oss fröjdas i ung- domens vár“, ef menn vilja viröa hinn upp- runalega texta. Þegar litið er í söngbók og forvitnast um höfund þessa lags, þá er nafn hans næsta óvenjulegt í slíkum bókum: prins Gustav. En hver var hann þessi prins, hvers konar maður var hann og geröi hann eitthvaö fleira merkilegt en þetta lag? Því skal nú freistað aö svara hór og byrj- að að gömlum og góðum íslenzkum sið aö greina frá því, hverra manna hann var, enda má fastlega búast viö því, aö flestir íslendingar kannist við ýmsa úr ættum hans. Faðir hans var Óskar 1. Svfakonungur, en afi hans Karl 14. Jóhann, sem var ætt- faðir núverandi konungsættar í Svíþjóö og hét áður Jean Babtiste Bernadotte. Hann var marskálkur hjá Napóleoni, keisara, þegar honum var gert það boö að veröa krónprins í Svíþjóð. Kona Bernadottes, marskálks, og því amma Gústafs var Désirée, sem margir kannast viö af ævi- sögu hennar, sem lesin var í útvarpinu hér endur fyrir löngu, en hún var trúlofuð Napóleoni um tíma. En með því að kvæn- ast Désirée varð Bernadotte svili Jósefs, bróður Napóleons, sem þvi varð mágur ömmu Gústafs, prins. Móöir Gústafs hét Jósefína Maximilíana Eugenía Napóleona. Faöir hennar var Eugéne de Beauharnais, sem var stjúpson- ur Napóleons, þar eð hann var sonur Jós- efínu, drottningar hans. Hún hafði misst fyrri mann sinn, Alexandre de Beauharnais, hershöfðingja, með sviplegum hætti, þar sem hann var hálshöggvinn 1794. Napó- leon var stjúpbörnum sínum góður faðir, og þau mátu hann og virtu. Afa Gústafs, prins, gerði hann að hertoga af Leuchten- berg, fursta af Eichstatt og varakonungi Ítalíu — og svo loks að kjörsyni sínum árið 1807. Og það sama ár eignaðist hinn ný- orðni kjörsonur dóttur, Jósefínu, sem varö móðir Gústafs. Napóleon veitti litlu telp- unni tignarheitiö prinsessa af Bologna og hertogaynja af Galliera ásamt eignarrétti að höllinni í Bologna og landareigninni Galliera. Móðir stúlkunnar var Ágústa Am- alía, dóttir Maximilíans 1. Jósefs, konungs í Bayern, og þar sem ætt hennar má rekja til Gústafs Vasa, tengist núverandi kon- ungsætt Svía hinni gömlu í gegnum móöur Gústafs, prins. Hinu stjúpbarni sínu, Hortense de Beau- harnais, var Napóleon einnig góöur. Hann gifti hana Loðvík Bonaparte, bróöur sínum, sem hann gerði að konungi í Hollandi. Þeirra sonur var Napóleon þriöji, Frakk- landskeisari, sem því var bróöursonur Napóleons mikla. Og þó! Eftir alla ættfræð- ina get ég ekki stillt mig um að gera hér athugasemd, eins og oft tíökast, þegar ættir eru raktar. Ég hef það síöast úr sænskri bók, sem heitir „Furöulegar stað- reyndir" og kom út fyrir nokkrum árum, að talið sé, að Napóleon 3. hafi veriö sonur elskhuga Hortense, stjúpdóttur Napóleons 1., de Flahaut, sem aftur var, ef svo má segja, opinber launsonur Talleyrands, hins slynga og gáfaöa utanríkisráöherra Napó- leons. Þannig eru áhöld um það, hvort Napóleon 3. hafi verið nokkuö skyldur 12 Napóleoni mikla, en hann er þó allténd skyldur Gústafi, prins, því að hann var son- ur afasystur hans. Þá hefur að nokkru verið frá því greint, hverra manna hann var, höfundur lagsins „Sjung om studentens lyckliga dag“, og er þá komið aö honum sjálfum. Frans Gustav Oscar, erföaprins Svíþjóö- ar og Noregs og hertogi af Upplöndum, fæddist 18. júní 1827 í Haga höll, sem er í miklum og fögrum garði, sem Bellmann hafði lofsungið nokkrum áratugum áður („Fjáriln vingad syns pá Haga“). í tilefni af hinni vel heppnuöu fæðingu Jósefínu, krónprinsessu, var þegar sama dag haldin þakkarguösþjónusta í Haga höll, þar sem biskupinn og sálmaskáldið góöa, Wallin, prédikaöi með miklu málskrúöi aö þeirra tíma hætti viö slík tækifæri. Hann sagöi meöal annars: „Gústaf, borinn í skauti brosandi náttúru, blundandi í vorsins blómavöggu, kysstur af vorsins blíöa blæ, þú með hið elskaða nafn. Safnaðu um þig snillinni, listunum, sálargöfginni: talaöu máli þeirra, vertu vernd þeirra.“ Þrátt fyrir orðskrúðið má segja, að þetta hafi verið allspámannlega mælt. Vissulega gat enginn fæðst i ríkinu til betri aðstööu til að njóta hæfileika sinna, en það var ekki eingöngu vegna veraldarauðs og tignar, heldur engu síöur vegna áhuga foreldranna á menntun og listum. 6 ára gamalt var þetta fegursta barn, sem til var, meö ynd- islegu, gáfulegu augun bláu og dökka, lið- aða hárið, sett til mennta. Honum voru aö sjálfsögöu fengnir beztu kennarar, sem kostur var á þeim tíma, en svo lánlega vildi til, að margir þeirra voru svo færir í sínum greinum, að nöfnum þeirra er haldiö á loft enn í dag. Á næstu árum nam Gústaf heim- speki, sagnfræöi, norsku, því að hann var einnig erfðaprins Noregs, söng, hljóðfæra- leik og tónsmíðar og svo kristin fræði af biskupnum. Hann hafði fallega, bjarta rödd, næmt eyra og óvenju glöggan skilning á tónlist. Eftir að hann komst úr mútum, hafði hann háa, hljómfagra tenórrödd. Óskar, faöir hans, var mjög söngvinn og hljómnæmur, og hið sama var að segja um alla syni hans, en þeir voru fjórir prinsarnir. Elztur var Karl, er síöar varö Karl 15., þá kom Gústaf, síðan Óskar, er seinna varö Óskar 2., og loks Ágúst, prins. Oft var því tekiö lagið á þessu heimili og konunglega sungið. Mest- ar mætur höföu þeir, eins og þjóðin öll á þeim tíma, á lögum Ottós Lindblad, en meöal þeirra var lagið, sem íslendingar syngja viö kvæði Jóns Thoroddsens: „Vor- ið er komiö og grundirnar gróa.“ í október 1844 ríkti mikil eftirvænting í Uppsölum. Von var á tveim ungum prinsum í hóp stúdenta þar. Þetta var þó sögulegri viðburður fyrir háskólabæinn en nokkurn getur hafa grunað. Að vísu ekki hvað nám og vísindi snerti, en það er fleira, sem gildi hefur í lífi flestra stúdenta. Ómetanlegt er allt það, er á heilbrigðan hátt örvar til dáða og lyftir huga, vekur bjartsýni og gleði. Það voru látlausir prinsar, sem stigu úr konungsvagni. Karl, þá nýorðinn krónprins, 18 ára, og Gústaf 17 ára. Síðar skrifaöi skáldið Böttiger þannig um Gústaf: „Hann kom ekki til okkar í konungsskikkju eða með hertogakórónu á höföi. Hann kom eins og vordagur, sem veit ekki af sinni eigin dýrð, hreinn og bjartur, með rósir og söng, allur svo hlýr, geislandi af lífi.“ Þeir bræður skiptu tíma sínum skyn- samlega á milli alvarlegs náms og gleöi- stunda. Gústaf hafði mestan áhuga á sagn- fræði og naut í því efni tilsagnar E.G. Geijers, prófessors, Ijóöskálds og tón- skálds, og hann sótti fyrirlestra skáldsins Atterboms í bókmenntasögu og annarra merkra manna í lögfræði og heimspeki. En margar stundirnar átti hann við píanóiö, oft einn við tónsmíðar eða hann lék fyrir aðra, sem hann var óspar á. Af öllu má sjá, að hann hefur verið öðrum til fyrirmyndar í námi og skemmtunum. Áhugi hans á tónlist og söng hafði mikil áhrif á stúdentalífið í Uppsölum og þeirra gætti um áratugi, því aö fleiri uröu til þess en hann aö láta eftir sig stúdentasöngva, sem áttu eftir að vera sungnir um langa framtíö og eru margir enn í dag. Samkomustaður helztu listamanna og andans manna í Uppsölum þá var heimili Geijers í húsi því, sem kallaöist og kallast enn Geijersgárden. í bréfi til unnusta síns lýsir Agnes, dóttir Geijers, því þegar prins- arnir komu þangaö fyrst í heimsókn: „Þeir drukku te, spjölluðu og hlógu og voru svo ástúðlegir og blátt áfram, að ég gleymdi aiveg hágöfginni og fannst þeir bara vera tveir kátir og geðfelldir stúdentar. Pabbi lék á als oddi og spaugaöi mikiö viö Gúst- af, prins, sem er alveg sérlega hláturmildur ... Hann er mjög laglegur og aölaöandi." Og nokkru síöar skrifar Agnes unnusta sínum enn: „Hann kom til að sýna pabba lag, sem hann hafði samið, en pabbi hafði látið hann fá textann. Síöan sátu þeir góða stund viö píanóiö, spiluöu og ræddu sam- an. Á eftir kom hann inn til okkar mömmu og sat lengi og spjallaöi viö okkur um alla heima og geima ... Hann er yndislegur — svo heill, glaðlyndur og góöur og þar að auki svo barnslega einlægur og óþvingað- ur, að það væri ekki hægt annaö en að þykja vænt um hann. Atterbom kallar hann „yndisþoktfánn í unglingslíki". Fallegur er hann óneitanlega, svo að maöur getur, eins og Thekla segir, orðiö óstyrkur í hnjánum af því að horfa á hann. Oröið engilfagur er engar ýkjur, ef átt er við hann ...“ Gústaf, prins, fékk miklar mætur á Upp- sölum og var þar nokkur misseri, en þó ekki samfellt. Hann þurfti aö gegna ýmsum skyldum sem konungssonur. Þannig var hann einnig látinn stunda nám við háskól- ann í Kristianiu, sem nú heitir Oslo. Her- þjónustu þurfti hann einnig að gegna, og hann var hinn fyrsti meöal sænskra prinsa til að starfa í ýmsum ráðuneytum og opin- berum stofnunum til að kynnast starfsaö- feröum þar. i öllum störfum var hann mjög nákvæmur og skyldurækinn, þótt hljómlist- in, söngur og tónsmíðar, ættu hug hans mestan. Eftir Gústaf, prins, liggur fjöldi tónsmíða frá þessum námsárum í víðtækri merkingu. Mörg laga hans voru meöal þeirra, sem mest voru sungin i Svíþjóö og víöar fram eftir 19. öld og sum lengur. Þá samdi hann einnig polka og valsa, hergöngulög og sorgarmarsa, þar á meðal einn, sem hann tileinkaði sjálfum sér. Þaö kemur víöa fram, aö hann hafi boriö þann grun þungt í brjósti sér, að hann yrði skammlífur. Þess vegna hefur hann ef til vill haft næmari tilfinningu fyrir lífinu, vorinu og dásemdum þess er flestir aörir. Þegar þessi sonur vorsins var 19 ára, samdi hann lagið: „Glad sásom fágeln í morgonstunden/ hálsar jag váren í friska natur’n." Þessi fjörugi, ærslafulli og æskuglaði vorsöngur hefur staöizt allar breytingar á Óskar I. með son sinn Gústaf. Myndin var tekin í Niirnberg árið 1852. Sennilega er þetta eina myndin sem til er af Gústafi prins. Hann lést nokkrum mánuðum síðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.