Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 5
Kuregej Alexandra og Sigríður í hlutverkum sínum í Pappírs-Pósa eftir Herdísi Egils dóttur. Kuregej var jafnframt leikstjóri sýningarinnar. börnin sjálf í lið meö okkur, þegar þau tóku virkan þátt í sýningunni og léku jafnvel með. Börn lifa sig sterkt inn í það sem borið er á borð fyrir þau — og það varð til þess að ég komst einu sinni í hann krappan á leiksviðinu í miðri sýningu. Þá var ég í hlutverki vonds skúrks, sem hafði náö völdum með klækjum og brögðum. Þegar börnin voru stöan spurð ráöa, hvort ég ætti aö fá aö sitja á mínum veldisstól eöa ekki, þá þustu þau hreint og klárt upp á sviö og ætluðu að velta mér úr sessi í bókstaflegri merkingu. Ég varð alveg skíthrædd og það bætti ekki úr skák aö veldisstóllinn var hár en ekki aö sama skapi traustur. Mér tókst þó aö halda mér í hlutverkinu, og meö því aö dikta hraustlega inn í textann og sýna af mér hreinan og skæran hitlerisma tókst mér að bola þeim í burtu. En eftir á aö hyggja fannst mér þetta merkileg reynsla. Þetta litla atvik sýnir, svo ekki veröur um villst, að raunveruleikalógík barna er töluvert ööruvísi en okkar full- orðna fólksins, sem hugsum sem svo, að „þetta sé nú bara leikrit” — og hvernig bregöast börn þá viö því ofbeldi, sem þeim er boðiö upp á ööru jöfnu: í sjónvarpi, á barnasýningum kvikmyndahúsanna og nú síöast í vídeóunum heima fyrir? Þar rennur ofbeldið í gegn, óskiljanlegt, óútskýrt — og viö vitum hreint ekkert um afleiöingarnar, sem það hefur á óharðnaðar barnssálir og réttlætiskennd þeirra!" — Þú telur þá, að leikhúsið — ef því á annað borö er „rétt“ beitt — geti verið raunverulegt mótvægi gagnvart t.d. því ofbeldi, sem börnum er boöiö upp á í nú- tíma fjölmiölum? „Já, alveg hiklaust — og það hefur reyndar margt átt sér ómerkilegri tilgang en þann að vinna gegn ofbeldinu. En eins og þú segir í spurningunni, þá er ekki sama hvernig það er gert. Að því leytinu til verður tilgangurinn að vera markviss og niöur- negldur. Þaö má reyndar skjóta því hér aö, þótt þaö eigi kannski ekki beinlínis heima í spjalli okkar um Barnaleikhúsið, aö leiklist hefur yfir höfuö afskaplega jákvæö áhrif á börn. Þetta hef ég orðiö vör við í starfi mínu meö börnum, á þeim námskeiðum, sem ég hef haldið. Börnin eru auðvitað misjöfn, eins og gerist og gengur — en því veröur ekki leynt, aö mörg þeirra eiga óeölilega erfitt meö aö vera innan um önn- ur börn fyrir feimni sakir. Þau þora varla að hreyfa sig, hvað þá aö taka til máls, nema þá aö allir séu með augun harðlokuö í myrkri. En eftir skamman tíma taka einmitt þessi feimnu börn stökkbreytingu — og mór þykir óendanlega vænt um þaö, þegar eitthvert barn fæst til aö koma út úr skel- inni sinni og vera með öðrum. Þaö hefur líka sýnt sig, eftir því sem foreldrar fjölda barna segja mér, að þeim gengur betur í skóla, eftir að hafa verið í leiklist og lært þar með öðrum í náinni samvinnu. Leiklist- in er því afskaplega dýrmætur þáttur í ein- staklingsþroskanum og mér finnst við ekki hafa efni á að vanrækja hann.“ — En er hægt að vinna á þennan hátt í barnaleikhúsi? Er námskeiðahald af þessu tagi ekki bara fyrir skólana? „Já, og nei. Auðvitað er ekkert, sem mælir á móti því að barnaleikhús haldi námskeið fyrir börn. En barnaleikhús hefur reyndar ýmislegt, sem námskeiöin hafa ekki. Og það fengum viö að reyna í Barna- leikhúsinu á sínum tfma, þegar viö settum upp sýninguna Halló krakkar! Þar var ráö fyrir því gert, að Mjallhvít og dvergarnir sjö væru í sýningunni — og að áhorfendur væru látnir leika dvergana! Nú, dvergarnir í ævintýrinu eru ekki nema sjö. Við lentum hins vegar iðulega í því aö hafa þetta fimm- tán til sextán dverga á sviöinu, og samt höföu margir orðið frá að hverfa. Dvergarnir fengu síðan dálitla leiösögn í dvergaleik, og hver og einn leikari fékk ákveöiö einkenni, sem hann átti að hafa meöan á sýningunni stóð. Einn var t.d. reiður, annar glaöur, sá þriðji haltur og svo framvegis. Þetta vakti mikla gleði barn- anna, bæöi þeirra sem á sviöinu voru og eins hinna, sem sátu úti í sal. Og reyndar höfðaði Halló krakkar afskaplega mikið til barna. Ég man til dæmis eftir einum litlum gutta, sem kom á allar sýningarnar, sem við höföum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann sótti leikhúsið sem sagt á sama hátt og þrjú-bíóið áður. En þetta leiðir hugann að því, hvað það gæti verið gaman og spennandi — svo ekki sé minnst á hve þroskandi þaö væri — aö koma á fót leiksmiðju, þar sem sam- an ynnu börn og fullorðnir. Og þaö væri hiklaust verkefni barnaleikhúss. í slíkri leiksmiöju gætu börn kynnst leikhúsi, og auövitaö leiklist — en fyrst og fremst fengju þau útrás fyrir sköpunargleöi sína og ímyndunarafl í þroskandi kringumstæö- um. Þaö er líka þaö, sem máli skiptir." í sjálfu sér þarf ekki að setja punktinn hér — en meö tilliti til rýmis, veröur þaö þó gert; samt skal þaö nefnt, að þar sem viö Sigríður enduðum spjalliö, á barnaleiks- miðjunum, byrja aðrir — þaö nægir aö nefna breskt barnaleikhús (Theatre in Education og Drama in Education) því til staðfestingar, þar sem barnaleiksmiðjur eru víöa notaöar innan skólakerfisins í lærdóms- og þroskaskyni. Vissulega er þaö heillandi hugmynd, ef hérlendis mætti reyna eitthvað þess háttar — þó ekki væri nema í tilraunaskyni. Eöa hvaö? jsj. Úr Halló krakkar: Mjallhvít hefur etið eplið drottningarinnar og Finnur Magnússon og Kári Halldór standa yfir henni ásamt heilum hópi dverga, sem leiknir voru af áhorfend- um. Úr pappírs-Pésa: Pappírs-Pési, teiknaöi strákurinn, sem verður allt í einu lífandi, stend- ur hér í hópi barna, lögregluþjóns og trúös, sem var jafnframt einskonar tengiliður viö áhorfendur. Leifur, Lilla, Bruöur og Blómi var annað verkefni Barnaleikhússíns. Hér sjást þau Þóra Lovísa, Höröur Torfason, Sigríöur og Gunnar Magnússon i titilhlutverkunum fjórum. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.