Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 3
Myndlist í Sovétríkjunum hefur verið heldur einangrað fyrirbæri frá því félagi Stalín & Co. ákváðu, hvað henni væri fyrir beztu: Að sýna raunveruleikann — en ekki eins og hann er — heldur eins og hann ætti að vera. Þetta hefur verið nefnt sósíal- raunsæi og hefur verið í af- skaplega litlum metum í hin- um vestræna heimi. Annars hefur langtímum saman farið heldur litlum sögum af myndlistarþróun í Sovétríkj- unum og helzt að birtar hafi verið myndir af einstaka verkum, sem andófsmenn gegn hinni opinberu stefnu og „neðanjarðarmálarar" hafa gert. En einnig þær hafa ekki vakið verulega athygli; þar er ekki heldur neinn ferskleiki á ferðinni. Nýjar hugmyndir virðast eiga erfitt uppdráttar austur þar og jafnvel „neð- anjarðarlistin" svokallaða er einatt eins og bergmál af ein- hverju, sem fyrir löngu er kaupa, setti fram verðtilboð og sagði kommisörunum á ljósan hátt, að þeir væru ekki að verzla við neinn Rockefell- er. Verðið hefur ekki verið látið uppskátt, en samningur- inn gekk í gegn og Ludwig gat efnt til meiri háttar sýninga á sovézkri nútímalist á stöð- um eins og Stadtmuseum í Köln og Neue Galerie í Aach- en. Þarna gaf að líta 100 mál- verk, 450 grafísk verk og 10 höggmyndir. Ludwig kýs sjálfur að tala um listaverkin sem „heimild- ir“ um sovézka myndlist; sjálfur veit hann full vel að þetta framlag Rússa til sam- tímalistar verður lítils metið. En hversvegna? Vegna þess að verkin eru yfirleitt þess eðlis og þeirrar ásýndar, að sæmilega fróður sýn- ingargestur sér ekki betur en þau séu öll frá því fyrir fyrra stríð. Sumt gæti verið eftir Chagall eins og hann málaði framanaf, annað gæti verið Wladimir Jankilewski læröi í listaskóla aö mála eins og raunsæismálarar 19. aldar, en fór síöan aö mála abstrakt og Krúséff kallaði hann smitbera. orðið alkunnugt á Vestur- löndum. Þýzkur iðjuhöldur hefur gefið bæði sérfræðingum og almenningi í Evrópu óvenju gott tækifæri til að meta nú- tíma myndlist frá Sovétríkj- unum. Sá heitir Peter Ludwig og hefur náð að sanka saman auði með framleiðslu á bolsí- um og öðru sælgæti, en fyrir- tæki hans heitir Leonard Monheim Chocolate Co. Herr Ludwig er 57 ára og hefur notað auð sinn um árabil til að safna listaverkum hvað- anæva úr veröldinni og eru í safninu ólíkustu munir, allt frá miðaldahandritum til popplistaverka eftir braut- ryðjendur þeirrar stefnu í Ameríku, Jasper Johns og Roy Lichtenstein. Ludwig hefur átt verzl- unarviðskipti við Rússa, sem kaupa af honum bolsíur og í viðskiptaferðum austur þangað, hefur hann notað tímann og litið á hvaðeina, sem á boðstólum var í mynd- list. Hann útbjó lista yfir öll þau verk, sem hann hugðist eftir Matisse, van Gogh eða Cézanne. Samt er aðeins ein þessara mynda máluð fyrir 1950. Þarna eru dæmi um gljá- andi sósíalrealisma: Tveir rússneskir geimfarar eftir Yuri Koroiyov, sem veitir for- stöðu sýningarhúsi í Moskvu. En stór hluti málverkanna er þó fjarri hinni skyldugu glansmynd sósíalrealismans og sýnir manneskjuna í ein- semd sinni, t.d. „Hús nærri járnbrautinni" eftir Alexand- er Petrov, sem sýnir gamla konu stara út um glugga um leið og járnbrautarlest þýtur framhjá. Ludwig hefur í hyggju að efna til farandsýninga á þess- um sovézku „heimildum", en síðan verður þeim komið fyrir á sérstöku safni. Eins og við mátti búast, hafa evr- ópskir gagnrýnendur farið hörðum orðum um sýning- arnar; þeir álíta að verkin gefi þá fölsku hugmynd, að sovézk yfirvöld hafi slakað á klónni í opinberu eftirliti með því, hvað sé leyfileg list. „Misskilur heimur mig“ Kristján Fjallaskáld Vm það bil viku eftir að þessi Lesbók er borin í hús, var kominn kafsnjór fyrir norðan í fyrra, svo að ryðja þurfti vegi, jafnvel í lágsveitum Eyjafjarðar, þegar fé var ekið til slátrunar, og auðnaðist ekki fyrr en um miðjan maí eftir nýgengnar stórhríðar. Fénaður var á gjöf fram í júní og þótt sumarið hafi verið gott með köflum, hefur veturinn minnt á sig af og til. Snjóað hefur í fjöll á frostnóttum, hafísinn lónað skammt vestur undan og spáð slyddu, þegar þessar línur eru skrifaðar 1. september. í sum- um byggðum verður eflaust naumur heyfengur og kannski óþarfi fyrir forsjármenn bænda að hafa af því þungar áhyggjur, að of mikið verði sett á í haust. Sums staðar kemur það af sjálfu sér, að fé heldur áfram að fækka. Bændur rísa ekki undir hey- og fóðurbætis- kaupum ár eftir ár eins og nú er komið. Gamlir menn þykjast vita það úr sögunni, að í lok aldar megi búast við verra árferði. Auðvitað kemur það ekki jafn- illa við okkur nú og áður. Það verður enginn hungurmorða lengur á íslandi. Samt sem áð- ur fylgja harðindum mikil áfoll fyrir einstakar fjölskyldur í þeim byggðarlögum, sem harð- býíust eru. Sómasamleg lífs- kjör eru afstæð og samanburð- ur óhjákvæmilegur þegar met- ið er hvað sé viðunandi. Á tím- um hárra vaxta og verðtrygg- ingar verða áfíillin langvinnari en ella og við búið, að undir eftirköstunum verði ekki risið nema skamma hríð af því að verðbólgan léttir ekki undir eins og áður, heldur sígur í. Þetta er uggvænlegt, af því að við erum ekki undir þetta búin og höfum ekki lært að lifa með því. Þess vegna hlýtur alvarleg röskun á þjóðfélagsháttum að fylgja slíkri peningaþróun, sem m.a. hefur þær afleiðingar, að skilin milli bjargálna og vef stæðra annars vegar og hinna verst settu hins vegar hljóta að dýpka. Við sjáum þetta líka, ef við athugum þau skilyrði, sem ungt fólk hefur nú til að eign- ast híbýli á frjálsum markaði. Hvaða möguleika hefur það, ef úthlutunarmenn félagslegra gæða í steinsteypu sniðganga það eða ef það vill einfaldlega fara sömu leið og foreldrarnir? Sáralitla, um það höfum við dæmin, að rösk hjón hafi gefist upp á miðri leið og erfiðleik- arnir jafnvel eyðilagt sambúð þeirra ofan i kaupið. Slíkir persónulegir harmleikir eru að gerast allt í kringum okkur. Þjóðfélagsmein af þessu tagi, þegar þegnarnir sitja ekki lengur við sama borð, hlýtur að hafa örlagaríkar afleiðingar, ef það fær næði til að grafa um sig. Almcnna bókafélagið hefur gefið út íslenzkt Ijóðasafn í sex bindum, Kristján Karlsson bókmenntafræðingur valdi kvæðin af stakri kostgæfni og næmum smekk. í úrvalinu eru margar perlur, sem lítill gaum- ur hefur verið gefinn. Eitt þeirra er erindi eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Það höfð- ar sterkt til manns, ef maður gefur sér tóm til að íhuga þau ' kjör, sem heiðarhúinn varð að una fyrr á öldum, þeir sem undir verða í þjóðfélaginu. Fjallaskáldið var mest lesið allra skálda um sína daga. Tungutak þess er alþýðunnar og engu síðra en listaskáldsins góða. Ævi þess er sígilt dæmi um, að sitthvað sé gifta og gjörvileiki. Erindi Fjalla- skáldsins er þannig: Misskilur heimur mig, misskil ég einnig hann, sig skilið sízt hann fær, sjálfan skil ég mig ei; furða’ er því ei, þótt okkar hvorugur skilji skaparann. Erindið ber yfirskriftina Misskilningur. Hann er í því fólginn, að menn geti vænst þess a.m.k. í svo nánu sambýli sem á Islandi, að einn sé náungi annars og allir eigi ein- hverra kosta völ. Nútímamað- urinn á erfitt með að setja sig í spor vinnumannsins á Langa- nesströnd, enda voru örlög hans svo gjörólík okkar reynslu sem mest getur verið. En samt sem áður er einmana- leikinn jafnsár og áður og víða ungt fólk, sem líður engu betur eu Fjallaskáldinu forðum. tíeiskleikann í orðum þess skortir vitaskuld hina skáld- legu dýpt, en beiskjan þarf ekki að vera minni fyrir það. Sumarið sýnist ætla að verða stutt og haustið lofar ekki góðu. Veturinn hefur kvatt dyra með svo áþreifanlegum hætti, að bændur hljóta að búa sig undir það versta. En það er ekki aðeins í náttúrunni, sem það sýnist ætla að vetra snemma núna. Efnahagsleg frostnepja er tekin að leika um þjóðfélagið og horfur á að kuldinn kunni að bíta áður en varir. Við höfum tök á að klæða hann af okkur og kannski sleppum við með skrekkinn í þetta sinn. En þá er að muna að vera betur und- irbúinn næst. Þjóðfélagið get- ur ekki frekar en bændur lifað á hey- og fóðurbætiskaupum til langframa, safnað eyðslu- skuldum erlendis og látið íistnlíu Halldór Blöndal 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.