Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 12
Valtýr Stefánsson ritstjóri velti því fyrir Thomas Mozley sagöi, að leiðarahöfund- John Thadeus Delane, ritstjóri The Tim- sér, hvort menn gætu oröið blindir á ar væru eins og tígrisdýr. es. sjáballi. Blöð og blaðamenn I Blýþynnan varð að leiðara Dr. Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður, vildi kalla blaðamenn sjála, af því að þeir „sæju“ fyrir almenning það sem væri að gerast umhverfis þá og um heim allan. Guðmundur hafði séð í nokkra daga auglýs- ingar í Mbl. um væntanlegt pressuball, og málleysan gekk fram af honum. Kallið ballið sjáball og bláðamennina sjála, sagði hann. Valtýr Stefánsson ritstjóri var ekki lengi að grípa þetta á lofti og fór „að velta því fyrir sér,“ hvort menn gætu orð- ið blindir á sjáballi. Raunar voru „veltur“ Mbl. á allra vörum þessi árin, Mogginn „velti fyrir sér“, og aðrir tóku undir, „hvort sköllóttir menn gætu vitað eitthvað upp á hár, hvort menn, sem sneru bökum saman samhryggðust, hvort hungurmorða menn væru saddir lífdaga, hvort silfrið, gefið kær- ustunni væri skotsilfur" og öðru í svipuðum dúr. Valtýr birti þessar veltur í sérstökum smá- letursdálki, sem hann kallaði „úr daglega lífinu". Efnið í „daglega lífið“ var heyjað úr ýmsum áttum, einnig bárust uppástungur um velturnar næstum af öllu landinu. Snögg umskipti Fyrsta „sjáballið" 1940 þótti setja svip á bæinn. þar var dr. Guðmundur einn af ræðumönn- um, en hann var vissulega einn snjallasti ræðumaður, sem þá var uppi. Ballið þótti okurdýrt, 25 kr. á mann, og þarna var samt boðið upp á dýrindis fjór- réttaðan kvöldverð, með undir- leik sjálfs dr. Urban, og doktor- inn stjórnaði einnig tvísöng úr óperettunni „Brosandi land“. Bjarni Asgeirsson alþm. fór með þingvísur og Brynjólfur Jóh. söng gamanvísur. En með þessu pressuballi átti auk þess að hefj- ast nýr þáttur í sjálfu þjóðlíf- inu. Framvegis var ætlast til að forsætisráöherrar landsins flyttu jafnan stefnuskrárræður sínar á ársfagnaði blaðamanna. Þarna flutti Hermann Jónasson forsætisráðherra sína ræðu og (næstum ótrúleg!) niðurstaða hans var þessi: „Eg held að nokkrir örðugleikar verði á stjórnarsamvinnunni og viður- kenni að fram kunni að koma mál, sem valda kunni samvinnu- slitum, en held þó að þingið verði stutt og stjórnarsamvinn- an haldist." Þetta var árið 1940. Sjáballið stóð í fulla tíu tíma og um það leyti, sem menn hugðu til heimferðar kl. 5 um morgun, bárust inn á dansgólfið tíðindi, sem vöktu mikinn fögn- uð, en höfðu líka í för með sér að viðstöddum blaðamönnum var ekki til setunnar boðið. Fiski- bátur, sem dögum saman hafði verið talinn af, kom óvænt fram suður í Grindavík. Um hádegi næsta dag spurðist til a.m.k. eins blaðamanns, Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra, suður með sjó, þar sem hann var búinn að skrifa upp sögu sex sjóhraktra skipverja, heimtra úr helju. Níu sendiherrar Haustið áður, í ágúst 1939, fór nokkur oröstír af gamla blaða- mannafélaginu fyrir að útvega þjóðinni níu sjálfskipaða sendi- herra í Kaupmannahöfn. Þetta gerðist með þeim hætti, að fé- lagið bauð til tíu daga bílferðar um landið, til Þingvalla, Akur- eyrar, Mývatns, síldarævintýris á Siglufirði og kaldranalegrar Kaldadalsófærðar, níu dönskum ritstjórum frá Kaupamanna- höfn, eyjunum og Jótlandi með þeim árangri að ritstjóri Poli- tikens, Gunnar Nielsen, lýsti því yfir í ferðalok, „að vitað væri að Islendingar ættu aðeins einn sendiherra úti í heimi, en upp frá þessari stundu ættu þeir tíu“. En hér kom strik í reikn- inginn. Einmitt sama daginn og gestirnir komu utan af landi til Reykjavíkur, komst heimurinn í uppnám út af því að Stalín og Hitler höfðu gert með sér bandalag. Upp frá þeirri stundu hugsuðu dönsku ritstjórarnir um það eitt að komast heim, áð- ur en stríðið skylli á. Um tengsl við Danmörk hefir ekki verið að ræða síðan, þannig reyndi aldrei á tíu sendiherrana nýju. Ekki tókst heldur vel til um „sjálana". Nafnið festist aldrei í tungunni. Víðar en á Islandi hefir menn greint á um hvaða heiti hentaði blaðamönnum. I Englandi kalla menn sig ýmist journalista eða newspapermen, en í Ameríku bara newspaper- men. Amerísk kona, sem skrif- aði í The Times, kvaðst heldur vilja láta kalla sig newspaper- woman, heldur en „dömu“ journalista. Samt verður sá sem þetta ritar að láta í ljós þá skoð- un, að Elín Pá í broddaskóm og fjallagalla sómdi sér vel undir heitinu „lady journalisti". Mynd hefir verið dregin upp af blaðamönnum, eins og þeir gerast bestir. Wickham Steed, ritstjórinn frægi (Manchester Guardian), segir í bók sinni „Trhough Thirty Years“: „Góðir blaðamenn þurfa að hafa dregið að sér og melt alla speki forn- aldar, heimspeki nútímans, þekkingu vísindamanna, allt sem máli skiptir í efnahags-, fé- lagsmála- og stjórnmálasögu eigin þjóðar, þurfa að geyma þetta í brjósti sér og leiða síðan á leiðinni úr ensku í íslenzku, en leið- arar eru daglegur höfuðverkur á blöðum og sú var tíð, aö Arni frá Múla púaði úr heil- um pakka af Mary Blossom yfir leið- ara blaðsins. Eftir Pétur Ólafsson fram í dagsljósið það sem millj- ónir lesenda vilja heyra í hæfi- legum smáskömmtum." Ekki svo erfitt! Ekki má gleyma „töfragrip“ blaðamannsins, sem annar frægur Breti, Blumen- thal, ritstjóri, vekur athygli á: „Blaðamaður er sá, sem aflar frétta, undirbýr þær og birtii;, hann er hornsteinn sjálfrar blaðahleðslunnar, og fréttablað án töfragrips hans, er vonlaust og dauðadæmt." „Skringilegt," mun margur segja, er hann heyrir eina skýr- ingu af mörgum á orðinu „leið- ari“, forustugrein. Þetta er dregið af enska orðinu „lead“, segja sumir, sem útleggst blý. Fram til allra síðustu ára var allt blaðaletur blýletur. Eitt sinn tóku menn upp á því að setja sérstakar blýþynnur á milli línanna í forustugreinum, til að auka línubilið og gera með því þessar sérstöku greinar meira áberandi heldur en aðrar greinar á sömu síðu. Þær urðu, ef svo má segja, hvítari en ann- að lesmál. Þannig varð enska orðið „leader" til. Um leiðara breskra blaða segir Clarendon lávarður: „að þeir móti, berg- máli og leiðbeini — allt í senn — almenningsálitinu í Englandi". Mozley, klerkur og leiðaraskrif- ari, bjó til þessa líkingu: „Það kann að taka aðeins tvær til tvær og hálfa klukkustund að skrifa forustugrein, en hins ber líka að gæta, að leiðaraskrifar- inn er allar aðrar stundir eins og tígrisdýr, tilbúið að stökkva." Um eitt skeið skrifaði Árni frá Múla leiðara í Mbl. Hann settist jafnan við skrifborð sitt kl. 5 síðdegis og hafði lokið verki kl. sjö til hálf-átta. En vitað var að hann kom alltaf rækilega undir- búinn. Til gamans mætti segja frá því, að erfitt reyndist stund- um að finna hann í öllu reykhaf- inu, er hann hafði oft púað heil- an May Blossom pakka á þessari stuttu stundu. Óhætt er að segja að leiðari Árna — svo einn sé nefndur — um „hægra brosið“, „hafi mótað, bergmálað og leið- beint" — allt í senn — almenn- ingsálitinu á íslandi á sínum tíma. Lífsreglur Harðar kröfur eru gerðar til blaðamanna og margir hafa glímt við að setja þeim lífsregl- ur. Kunnar eru lífsreglur Willmotts Lewis, bornar fram í erindi, fluttu við Yale-háskól- ann i Bandarikjunum: 1) Taktu vinnu þína alvarlega, en aldrei sjálfan þig. 2) Hafðu hugfast að engin lausn fæst á vandamálum þjóða sam- stundis. 3) Gleymdu því ekki, að í 99 til- fellum af hundrað er ekki verið að deila um rétt eða rangt, held- ur rétt eða rétt, og iðulega eru þeir, sem hafa langar útskýr- ingar á takteinum, að undirbúa jarðveginn fyrir þá, sem ærnar afsakanir nota. 4) Minnstu þess einatt, að for- dómar eru óheiðarlegir, ekki síð- ur þeir, sem reistir eru á þjóðar- stolti en aðrir. 5) Varastu óþarfa fjálgleik, einnig innibyrgða gremju, því að í bestu málefnum jafnt sem hin- um verstu er illt og gott tvinnað saman. 6) Sé þér illa við einhvern mann eða þjóð, eru þúsund líkindi til að feillinn sé þinn, en ekki náungans. 7) Vertu við því búinn að hið góða eða hið vonda gufi upp, þegar nánar er að gætt. 8) Beiðstu þess á hverju kvöldi, að svokallaðar heildarniðurstöð- ur eða rökréttar ályktanir beri ekki ofurliði það sem raunveru- lega er að gerast. 9) Vertu við því búinn að ann- arleg áhrif reyni að trufla sjálfstæða hugsun þína, og þar eru hættulegastar skýringarnar sem líklegastar virðast. 10) Vita skaltu að ættjarðarvin- ir, sem halda því fram að konur í þeirra eigin landi séu skírlífari og stjórnmálamennirnir vitlaus- ari en í öðrum löndum, hafa rangt fyrir sér í hvorutveggja og eru sennilega rangsnúnir í öllu öðru. „Kænskubrögð“ og snilli Víkjum nú snöggvast að heimsfrægum enskum blaða- manni, sem talinn var öðrum 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.