Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 13
blaðamönnum fremri í „kænskubrögðum atvinnugrein- arinnar". Afrek hans á heims- friðarþingi í Berlín árið 1878 er talið „til sígildra sagna í annál- um blaðamennskunnar". Að þessu sérstaka afreki verður vikið í annarri grein, þar sem einnig verður fjallað um við- skipti dr. Gríms Thomsens og konunglegs ensks leyndarskjala- varðar. Blaðamaðurinn hét de Blowitz og var útsendur frétta- ritari Lundúna-Times. Eitt sinn árið 1874 var de Blowitz staddur í París ásamt aðalritstjóra blaðs síns, Delane. Saman fóru þeir á þingfund í Versölum og hlýddu þar á langa ræðu, sem öldungurinn Thiers flutti. Engar ráðstafanir voru gerðar á þeim tímum til að koma fregnum af þingfundum í Frakklandi með hraði til Lond- on. Ritstjórinn sagði við blaða- manninn, er þeir skildu á braut- arstöðinni í París: „Alveg væri dásamlegt, ef okkur hefði auðn- ast að birta þessa ræðu í blaðinu á morgun.“ Síðan heldur de Blowitz áfram: „Varla var Delane horf- inn sjónum, er snarvitlaus hugmynd greip mig. Þarna stóð ég og reyndi aðferð, sem ég hafði stundum notað áður og nota enn. Ég lokaði augunum og reyndi af öllum sálarkröftum að kalla fram í hugann myndina af Thiers í ræðustólnum. Ég hafði hlustað með athygli á hvert orð sem hann sagði, og nú fannst mér eins og ég gæti heyrt hann tala. Ég fór umsvifalaust á sím- stöðina í Rue de Grenelle, fann Dálkarnir í Times voru langir og hvorki fyrirsagnir né myndir til aö rjúfa þá. þar tóman símaklefa og ritföng og beitti upprifjunaraðferðinni. Ég lokaði augunum, sá og heyrði, opnaði þau aftur og skrifaði. Þarna skrifaði ég alla ræðu monsjörs Thiers og hún var jafnóðum símsend til Lond- on. Næsta dag þegar Delane rit- sjóri opnaði blað sitt, sá hann þar tvo og hálfan dálk (og dálk- arnir í Times voru langir!) með ræðu sem hann hafði hlustað á í Versölum síðdegis daginn áður. Svo að vikið sé aftur að lífs- reglum blaðamanna, þá er ein gullvæg og hún er sú að jafnan skuli gæta hófs í meðferð á upp- lýsingum, sem fengnar eru hjá öðrum. Á þessum árum var de Blowitz eitt sinn staddur i knattborðsstofu franska utan- ríkisráðherrans Decazes greifa, er komið var með símskeyti til ráðherrans. Eitt skeytið virtist setja Decazes öldungis'úr jafn- vægi: „Veistu hvað ég er að heyra?“ sagði Decazes. „Derby (breski utanríkisráðherrann) var að kaupa af Ismail (höfð- ingja Egypta) 200.000 hlutabréf í Suez-skurðinum. Hann hefir reynt með öllum hugsanlegum ráðum að halda þessu leyndu fyrir okkur. Þetta er hneisa. England er með þessu að taka skurðinn í eigin hendur. Ég bið þig að segja frá þessu og bæta því við að ég hafi heitið því að Derby skuli fá þetta borgað ...“ de Blowitz kveðst undir eins hafa gert sér grein fyrir hvílík feiknar áhrif fregn þessi myndi hafa um alla heim, og einnig verða til stórfellds ávinnings fyrir hann sjálfan og blað hans. Hann greip til pennans, en hik- aði. „Ég sá fyrir mér utanríkis- ráðherra Frakklands og Bret- lands í hnakkarifrildi og einnig meinbægni og illgirni annarra ráðherra, sem hjá stóðu og reyndu að eitra andrúmsloftið. Ég lagði pennann frá mér og fór heim.“ Daginn eftir var de Blowitz kvaddur í franska utanríkis- ráðuneytið. „Decazes þreif báðar hendur mínar og sagði hrærður: „Þarna sýndir þú að þú ert sannur vinur ráðherrans — sannur friðarvinur. Ég mun aldrei gleyma hvað þú gerðir fyrir mig — fyrir okkur. Þú fórnaðir metnaði þínum sem blaðamaður og lést ábyrgðar- tilfinninguna ráða. Trúðu mér, minningin um hið síðara verður hinni fyrri betri.““ Út úr þessu atviki er kannske hægt að draga ákveðinn móral, sem áðurnefndur ritstjóri, Wickham Steed, orðar þannig: „Menn í opinberu lífi ættu að varast að „ala“ blaðamenn á skoðunum sínum, en hitt er þó verra er blaðamenn láta duga að komast yfir fréttir og birta allt, sem þeir heyra. Þeir ættu að gjalda líku líkt, gæta jafnan hagsmuna þeirra, sem sýnt hafa þeim trúnað, og eins alls al- mennings, sem þeir þjóna." Gildir þetta ekki enn í dag? Næst verður sagt frá afreki de Blowitz, er hann lék á Bismarck fursta í Berlín og einnig frá viðskiptum dr. Gríms Thomsen og konunglega enska leynd- arskj alavarðarins. Af læröum og leikum Frá sólarupprás til sólar- lags heitir minningabók séra Jakobs Jónssonar f. 1904, kom út nýlega. Þaðan tek ég þessa mynd: „Lítil stúlka í þorpinu hafði veikst, og varð máttvana í fótum. Heimilið var mjólk- urlaust. Mamma sendi mig á hverjum morgni í alllangan tíma til hennar með mjólk í fötu. Fyrst var ég harla tregur til þessara sendiferða, en smám saman urðu þær mér einskonar nautn. Svo var það einn fagran vormorgun, að móðir litlu stúlkunnar bað mig að koma til hennar. Það var glaðasólskin í herberginu. Móðirin tók veiku stúlkuna upp úr rúminu og setti hana fram á gólfið. Þar stóð hún böðuð í morgunsólinni, ber- fætt. „Sjáðu“ sagði móðir hennar. „Hún er farin að geta gengið, og það er mikið að þakka mjólkini, sem hún mamma þín hefur sent henni." Þetta var dýrleg stund. Dá- samlegur og hljóður fögnuður greip mig, og mér fannst nafn móður minnar ofið inn í birt- una, sem lék um veika barnið. Litla stúlkan komst til fullrar heilsu ...“ Það má skilja það á frásögn séra Jakobs að slíkar minn- ingar hafi mótað líf hans og gefið honum styrk til að pre- dika. Foreldrar séra Jakobs og yngra bróður hans Eysteins fyrv. ráðherra, voru Jón Finnsson lengi prestur á Djúpavogi og kona hans Sig- ríður Hansdóttir Beck. Hér er saga úr bókinni, sem nokkuð mun lýsa séra Jóni: „Margt fólk var samankom- ið, þar á meðal þjóðkunnir menn. Rætt var um daginn og veginn, en áður en varði barst talið að landsmálum. Einn úr hópnum, sem var áhugamaður og mikilsmetinn, var stórorður um andstæðinga sína, sem hvergi voru nálægir. Fleiri tóku undir. Myndirnar voru málaðar með sterkum litum og ekki allir drættirnir sem feg- urstir á að líta. Faðir minn hafði setið hljóður og ekkert lagt til málanna. Hann lét hvern mæla það sem vildi. En allt í einu skaut hann orði inn í: Ég met menn eftir því hvernig þeir tala um andstæð- inga sína. — Það varð dauða- þögn í stofunni." Já, það var engu likara en viðstaddir hefðu verið lostnir óþyrmi- legum kinnhesti. En lesendur góðir, ekki ætla ég að rekja frekar efni þessarar bókar. Séra Jakob hefur alltaf ver- ið mikill frásagnarmaður. Hann hefur víða farið, var ungur prestur í vesturheimi í nokkur ár meðal íslendinga, frá því segir hann hér. En hingað var hann kominn til starfa á stríðsárunum og hlaut að hafa töluverð viðskipti við soldátana hér. Jakob hefur líka mikið ferðast um heiminn með vakandi athygli, en mest hefur hann þó ferðast í hugan- um og fylgst með stefnum og straumum í guðfræði og skáldskap. Oft hef ég hlustað með ánægju á þægilega rödd séra Jakobs í útvarpinu. Stundum hef ég skrúfað fyrir presta, en aldrei fyrir hann. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi heitir aldraður mað- ur. Hann hefur töluvert ritað í blöð og tímarit og þættir eftir hann verið fluttir í útvarp, stundum hefur hann gert það sjálfur. Hann er austfirskur að ætt, bróðir Guðfinnu skáld- konu, sem mest ritaði undir Erlunafni, en er víst ekkert skyldur eða tengdur Guðrúnu frá Lundi. Hann hefur mestan part ævinnar verið sveitamað- ur, en ekki alltaf á sama stað. Guðmundur hefur gefið út þrjár bækur í elli sinni. I einni eru ljóð, annari þættir um þjóðhætti og í þeirri þriðju dulrænar sögur úr eigin reynslu, vandamanna eða ná- kunnugra, allar hressilega vottfestar eins og vísindamað- ur hefði að unnið. Guðmundur er góður sögumaður og ritar gullaldarmál og það er því gaman að lesa margar af sög- um hans. En einn stórgalli er á þessari dularbók hans. Hann segir ekki hlutlaust frá, heldur er á ólíklegustu stöðum að senda þeim tóninn, sem hugs- anlega eru vantrúaðir eða jafnvel þeim, sem hafa aðrar skoðanir eða breyta öðruvísi en honum gott þykir. Þá lýta bókina miklar endurtekningar og sömu setningarnar koma of oft. Þetta hefði allt mátt laga með útstrikunum og það gert bókina margfalt læsilegri, og þó er þetta í rauninni ágæt bók. Mikið af sögunum eru um svokallaðar andalækningar og drauma. Gaman þegar sagt er frá dýrum. Minnisstæðastar eru mér tvær frásagnir þar sem hestur og hundur vitja eigenda sinna í draumi: Gamall hundur hafði verið skotinn og hræi hans kastað í gjótu. Hann kom í draum hús- bónda síns votur og kaldur. Þá kom í ljós að legurúm Snata, eða hvað hann nú hét, hafði fyllst af vatni. Hundurinn var svo grafinn á góðum stað. Annar bóndi átti góðan reið- hest, sem kominn var á þann aldur að hann gat ekki lifað lengur sér eða öðrum til ánægju. Hann var því færður til slátrunar, þangað sem stór- gripum er lógað. Kjöt og há átti að leggjast inn í kaupfé- lagið, en haus og ganglimi ætl- aði bóndi að grafa. En nú tókst svo illa til, að þegar bóndi kom að vitja leyfanna, vantaði einn fótinn, var þó vel leitað. Bóndi varð að láta sér það lynda og flutti þetta heim með sér. Næstu nótt dreymdi hann hestinn, var hann all dapur- legur og haltraði á þremur fót- um. En samt gat hann sýnt húsbónda sínum, hvar týnda fótarins var að leita, hafði hundur komist á blóðvöllinn og dregið feng sinn á afvikinn stað. Bóndi gerði sér á ný ferð í kaupstaðinn, og gat gengið að fætinum. Gróf hann svo þetta allt, eins og fyrirhugað var. Sagan öll. Auðvitað er hér verið að segja frá því um hvað sögurnar fjalla, þessar tvær sem ég nefni, en mín orð gefa enga hugmynd um frásögn höfundarins. Jón úr Vör 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.