Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 4
Barbara Ann Kathe ásamt nokkrum nemenda sinna. Fjölbreytni og lúsorka einkenna bandarískar bókmenntir Barbara Ann Kathe heitir kona sú, sem í vetur leið var sendi- kennari í bandarískum bókmenntum við Háskóla íslands. Bar- bara er forseti enskudeildar St. Joseph’s College í West Hartford í Connecticut, en kennir að auki enskar og bandarískar bókmenntir við Columbíu-háskóla í New York. Hún skrifaði magistersritgerð sína um William Faulkner, sem skóp Yokna- patawpha-hrepp úr auðlegð eigin akurs, sem Faulkner sagði að væri á stærð við frímerki en rúmaði þó Compson-, Sartoris- og McCaslin-fjöIskyldurnar, mann fram af manni, og verður eng- inn samur maður aftur sem hefur heimsótt þær. Það var líka William Faulkner sem lét hafa eftir sér í frægu viðtali: „Lista- maðurinn er hundeltur af púkum... Hann er að því leyti algjörlega siðlaus að hann mun ræna, slá, betla eða stela frá einum sem öllum til að ljúka verki sínu ... Fyrr er hann ekki í rónni. Öllu er varpað fyrir róða: heiðri, stolti, siðprýði, öryggi, hamingju, — öllu til að geta skrifað bókina. Rithöfundur hikar ekki við að ræna móður sína ef þess gerist þörf; enda er „Óður til grísks vasau ótalgamalla kvenna virði.“Þannig jók Faulkner við rómantíska, goðsögulega ímynd rithöfundarins, en hún er óvíða eins fyrirferðarmikil íhugum fólks og í Bandaríkjunum, eins og vikið verður að síðar. Sjálfur var Faulkner hinn siðprúðasti maður, sem hafði allt sitt á hreinu. En það er önnur saga ... Barbara Ann Kathe hefur að auki tvær doktorsgráður í bók- menntum. Fjallar önnur ritgerða hennar um Shakespeare, en hin um Saul Bellow, landa hennar og Nóbelsverðlaunahöfund, sem situr við vötnin og skrifar í Chicago. Barbara Ann Kathe hefur að auki kynnt sér kvennabókmenntir og konur í bók- menntum og vinnur nú að bók um þá mynd sem dregin er af nunnunni í enskum og bandarískum bókmenntum. Til verksins hefur hún hlotið rannsóknarstyrk frá Yale-háskólanum í New Haven. Ég hitti Barbðru Ann í húsakynnum enskudeildar Háskóla íslands við Aragötu í Reykjavík, og við röbbuðum dagstund um bókmenntir síðari ára í heimalandi hennar — sátum á skrif- stofu sendikennara í kjallara hússins, en hún er af þeirri stærð að opna þarf dyrnar af og til svo tveir fái dregið andann þar inni. Barbara Ann Kathe Guðbrandur Gíslason ræðir við Barbara Ann Kathe, sem var í vetur sem leið sendikennari í bandarískum bók menntum við Háskóla íslands. Tilgangslaust stríð — Eftir seinni heimsstyrjöld- ina komu út í Bandaríkjunum margar skáldsögur, þar sem stríðið var sögusviðið og höf- undarnir lýstu reynslu sinni af styrjöld og túlkuðu afstöðu sína til hennar. Nægir að minn- ast á CATCH 22 eftir Joseph Heller, THE NAKED AND THE DEAD eftir Norman Mailer og FROM HERE TO ETERNITY eftir James Jones. Nú eru liðin allnokkur ár síðan Bandaríkjamenn hurfu af víg- vellinum í Víetnam, en samt hafa fáir orðið til að túlka reynslu þjóðarinnar þar í skáldsögum sem orð er á ger- andi. Hvað veldur? — Þar kemur ýmislegt til. Stríðið í Víetnam var óvinsælt meðal almennings í Bandaríkj- unum. Fólki upp til hópa þótti það fjarstæðukennt og til- gangslaust eða var áhugalaust um það, þannig að orka þjóðar- innar beindist ekki að Víet- nam-stríðinu í sama mæli og gerðist í seinni heimsstyrjöld- inni. Þetta kann að vera ein skýringin. — Nú voru flestir þeirra sem börðust í Víetnam lágstéttar- drengir og úr minnihlutahóp- um, þeir sem sáu engan kost vænni í þjóðfélaginu en gerast 4 sjálfboðaliðar í hernum. Há- skólamenn voru eins sjaldséðir og hvítir hrafnar í þessu stríði. Kann þetta að hafa dregið úr endurspeglun stríðsreynslunn- ar í bókmenntunum? — Má vera. Bandaríkjamenn upp til hópa fundu til sektar- kenndar út af Víetnam-stríðinu, og reyndu að þegja það í hel eft- ir að því lauk. Það er ekki fyrr en nú upp á síðkastið að almenn umræða um stríðið og hlutskipti þeirra sem þar börðust hefur hafist. Svo má ekki gleyma því að nokkrar góðar kvikmyndir hafa verið gerðar sem fjalla um veru okkar í Víetnam. GelgjuskeiÖ sjónvarpsins — Vel á minnst: kvikmyndir. Eru kvikmyndir og sjónvarp ekki búin að hertaka frítíma alls þorra Bandaríkjamanna? Er bóklestur ekki orðinn sér- iðja sérvitringa? — Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tækniþróun og vísindi herja nú mjög á manns- hugann, og hóta því að breyta honum, samfélaginu og náttúr- unni svo ekki verður aftur snúið. Marshall McLuhan hefur sagt að fjölmiðlarnir séu einskonar framlenging af manninum sjálf- um, og hann bendir réttilega á að menningarsamfélag nútím- ans sé orðið fráhverfara hinu prentaða máli og láti sjónvarpið þess í stað mata sig. Það er því leitt til þess að vita, að tæknileg þróun sjónvarpsins skuli ekki hafa átt samleið með menning- arlegu gildi þess efnis sem það flytur. Sjónvarpið var orðinn tæknilega fullkominn miðill fyrir tveimur áratugum, en það er ekki enn búið að slíta barnsskónum hvað efnisval snertir. Sjónvarpinu hefur enn ekki tekist að finna sér hæfilegt hlutverk í þjóðfélaginu. Það sést á því, að því meiru sem sjón- varpað er því óánægðari verða áhorfendur. Rétt er að lestrar- venjur bandarískra barna hafa breyst mjög — þau lesa einfald- lega ekki lengur, og það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni áhyggjuefni. Áhyggju- efni vegna þess, að í raun og veru getur ekkert komið í stað bókarinnar. Bókmenntir krefj- ast þátttöku þeirra sem leita á náðir þeirra og þar er fjallað um mannlegt eðli og gildi þess, og síðast en ekki síst um einstakl- inginn, sjálfið. Það munu alltaf verða til einstaklingar sem lesa bækur. Og til að svara spurningu þinni beint: bóklestur er ekki sériðja sérvitringa í Bandaríkj- unum — þótt margir þeirra séu hinir mestu bókaormar — held- ur les þorri fólks í Banda- ríkjunum bækur dags daglega. — Hvers kyns er það lestrar- efni helst? — Eins og gefur að skilja er bókasmekkur lesenda í jafn fjöl- mennu landi og Bandaríkjunum ákaflega fjölbreyttur. Mjög mik- ið er lesið um tæknileg atriði og ýmis sérsvið, vísindaskáldsögur eru vinsælar, og skáldsögur sem gera vitsmunalegar kröfur til lesenda seljast einnig vel. Þá má ekki gleyma afþreyingarbók- menntunum, sem firnin öll er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.