Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 5
ijAmi Aldrei aftur Hiroshima Þessi krafa er of sjálfsögð til þess að þörf sé að ræða hana. Þeir, sem hins vegar halda því fram, að leiðin að þessu marki sé einhliða afvopnun vestrænna ríkja, gera sig í meira lagi tortryggilega, og það mál er full þörf að ræða. Stöðugar kröfugöngur og fundir eru haldnir um Vesturlönd, þar sem m.a. er rekinn áróður fyrir því að Vesturveldin leggi einhliða niður kjarnorkuvopn. Það munu hafa verið á einum slíkum fundi, að ónafngreind kona varpaði fram spurningu, sem ísenn er einföld oglætur ekki mikið yfir sér, en felur þó í sér, ef betur er að gáð, svo raunhæfa niðurstöðu, að sagt hefur verið allt sem segja þarf, og svör óþörf. Spurningin var eitthvað á þessa leið: Haldið þið, góðir fundarmenn, að Bandaríkjamenn hefðu varpað sprengjunni á Hiroshima, ef Japanir hefðu átt sams konar sprengjur, og Bandaríkjamenn hefðu vitað um það? í Austur-Evrópu eru engar kröfugöngur né fundahöld um afvopnun. „Miðstjórnarlýðræð- ið“ gerir ekki ráð fyrir þess háttar vafstri og þar er því engin ónafngreind kona til að leggja fram óþægilegar spurningar. Þar hefur „mið- stjórnin“ iekið sér endanlegt umboð til að ákvarða. Og sú ákvörðun er að Sovét skuli vera öflugt kjarnorkuveldi. Rússar hafa líka allt frá stríðslokum neitað að vera aðilar að afvopnun, enda þótt þeim væri fullljóst að rúmu ári eftir stríðslok höfðu Bandaríkin af- vopnast svo fullkomlega, að ekki var einu sinni til ein herdeild á landi eða í lofti reiðu- búin til átaka, eins og Dean Rusk segir frá. Þessu líkt þóttist ég merkja um algera afvopn- un er ég dvaldi í Englandi í nokkur ár eftir lok fyrra stríðsins, enda voru Bretar alls óviðbún- ir er Hitler hófst handa, og þess vegna tókst Chamberlain svo óbjörgulega að hann hafði ekki tiltækan herstyrk bak við sig. Sýna ekki þessar staðreyndir að það muni vera dálítið vafasöm bjartsýni að tala um ein- hliða afvopnun Vesturveldanna, í trausti þess að þá muni Rússar koma á eftir með sína afvopnun, þrátt fyrir að þeir hafa aldrei léð máls á neinu slíku? En Rússar treysta ekki Bandaríkja- mönnum, var einhver að segja, ekki síst þar sem Bandaríkin eru eina veldið sem beitt hef- ur kjarnorku í stríði. Þessi staðhæfing er ekki mjög sannfærandi. Japanir hófu Kyrrahafsstyrjöldina með harkalegri hætti en áður hafði þekkst. Og þeir háðu styrjöldina af meiri fólsku en dæmi eru til um. Kannski gerði þetta Bandaríkj- amönnum auðveldara að útkljá styrjöldina með Hiroshima. Þegar sprengjunni var varpað, stóðu leikar þannig í undanhaldi Japana, að Bandaríkja- menn höfðu tekið eyjuna Okinawa, sem er um 300 sjómílur suður af japönsku heimaeyjun- uni. Taka eyjarinnar, þótt lítil sé, hafði kostað þau ókjör hermanna af báðum þjóðum, að augljóst var, að taka heimaeyjanna mundi kosta líf mörg hundruð þúsunda, ef ekki millj- óna. Spurningin sem Truman forseti þurfti að gera upp við sig var ægileg og einhver sú afdrifaríkasta sem nokkur maður hefur þurft að svara: „Eigum við að fórna hundruðum þúsunda hermanna úr blóma bandarískrar æsku, eða eigum við að nota nýja óreynda vopnið, sem við búumst við að drepi ókjör japanskra borgara, og þar með hræða Japani til uppgjafar?“ Ákvörðunin sem Eisenhower yfirhershöfð- ingi þurfti að taka áður en herir Bandaríkja- manna komu að Saxelfi, í sókn Bandaríkja- hers til Berlínar, var líka stór. Hann spurði Bradley hershöfðingja: „Hve marga menn kostar það okkur að taka Berlín ?“ „Eitt hundrað þúsund,“ svaraði Bradley. „Þá eftir- látum við Rússum heiðurinn af töku Berlín- ar,“ var svar yfirhershöfðingjans. Að baki báðum þessum ákvörðunum birtist þungi almenningsálitsins, sem í lýðræðisríkj- um leyfir ekki lengur að hershöfðingjar leiki stríðshetjur með því að fórna lífi hermanna að geðþótta. En sú mannúðarstefna sem gengið hefur yfir í lýðræðisríkjum Vesturlanda á 20. öldinni og leitt hefur til aukins frelsis ogjafn- réttis ásamt aukinni virðingu fyrir lífi og vel- ferð almennings, hefur um leið gjörbreytt viðhorfum manna í þessum heimshluta, m.a. til styrjalda. En jafnframt þessu er lýðræðið, eins og það hefur þróast á Vesturlöndum, ákaflega óhentugt stjórnarform til stríðs- rekstrar og líklega alls óhæft til að hefja árás- arstyrjöld. Þessu til staðfestingar má benda á að ekkert lýðræðisríkja Vesturlanda hefur stofnað til styrjaldar á þessari öld. (Þá lít ég framhjá Suezátökunum árið 1956. En kannski sannar einmitt sá atburður öðru betur það sem ég er hér að halda fram, því það voru lýðræðisríkin, vinaþjóðir Breta og Frakka, sem stöðvuðu þetta frumhlaup, sem þau töldu algera ósvinnu.) íþess háttar málum henta ekki langar umræður og atkvæðagreiðslur. Þetta kom líka berlega fram í því, hve seint Bandaríkjamönnum gekk að koma sér að þátt- töku í heimsstyrjöldunum báðum, og voru þó forráðamenn þeirra allir af vilja gerðir. í fyrri styrjöldinni var það ekki fyrr en það gat heit- ið að á þá hefði verið ráðist með árásinni á Lusitaníu, og síðan óheftum kafbátahernaði, að þeir hófu þátttöku. í síðari styrjöldinni kom árásin á Pearl Harbour Roosevelt til hjálpar. Einræðisherrar, eins og Stalín og Hitler og þeirra líkar, þurfa engrar slíkrar hjálpar við. Þeir búa sér einfaldlega til ástæður og hefjast síðan handa, svo sem gerði Stalín í Finnlandi og Hitler í Tékkóslóvakíu og Póllandi. Enda bera frásagnir af síðustu dögum Hitlers ótví- rætt með sér að hann hefði ekki hikað við að nota kjarnorkusprengjur, ef hann hefði átt þær, og enginn hefði haft framtak til að skjóta hann áður. Aftur á móti virðast mér þeir tímar vera komnir, eða að minnsta kosti vera í sjónmáli, að á Vesturlöndum yrði herkvaðningu mætt með virkum allsherjarmótmælum, nema um varnarstyrjöld væri að ræða. Þessu til stuðn- ings má rifja upp að liðhlaup þótti til skamms tíma nánast fjarstæða, enda voru liðhlaupar umyrðalaust skotnir. í nýafstöðnu Víet- namstríði, aftur á móti, voru liðhlaupar úr her Bandaríkjanna 30 þúsund, að mig minnir, enda þótti ekki annað fært en gefa þessum stóra hópi upp sakir að stríði loknu. Þetta sýnir hvert stefnir, að stjórnvöld í þessum heimshluta eru tekin að fara með þessi mál hermanna rétt eins og um væri að ræða kontórista, sem hlaupið hefðu úr vinn- unni. En í raun breytir þetta engu frá því sem áður var, vegna þess að hlutverk hermanna á Vesturlöndum er að mestu fyrir bí. Þessi ríki hafa ekki lengur áhuga á landvinningum, enda hafa þau undanfarin ár gefið frelsi öll- um þeim löndum sem þau stundum áður börðu undir sig í hernaði. En landakröfur eru nær alltaf orsök styrjalda. Þessu er öðruvísi farið með Rússa. Þeir eru eina háþróaða ríkið í veröldinni, sem á þessari öld hefur fært út landamæri sín, og það svo að um munar, og standa enn í þeirri iðju á þess- ari stundu í Afganistan, auk þess sem þeir undiroka eins og nýlendur lönd, sem í Evrópu einni svara til tífaldri stærð íslands. Einhliða afvopnun Vesturveldanna væri þannig ákaflega þægileg fyrir Rússa, því að ef þeir hefðu einir þjóða kjarnorkuvopn á skot- pöllum, dygðu þeim hótanir einar til að fá málum sínum framgengt, og þá kæmi brátt á daginn hvort „betri væri rauður en dauður“. En fyrir þau okkar, sem hvorki vilja vera rauð eða dauð, en kjósum að hafa áfram frelsi ásamt mannréttindum og góðum lífskjörum, er þessum málum áreiðanlega betur borgið með því jafnvægi í vopnabúnaði sem Vestur- veldin nú reyna að viðhaldá þannig að sá, sem hugleiðir að varpa kjarnorkusprengju, getur verið alveg viss um sams konar traktement eftir andartak. Hann gæti því alveg eins spar- að sér ómakið og sprengt eigin bombu undir stólnum sínum. Björn Steffensen framleitt af, en í þeim lúta framvinda og persónusköpun ákveðnum lögmálum, sem eru lesendum kunn. Má þar nefna leynilögreglusögur, vestra og gotneska rómansa og hryllings- sögur. (Með gotneskum rómöns- um mun hér átt við skáldsögur þar sem lesandinn sér dag- drauma sína rætast. Þær höfða einkum til þeirra sem búa til- finningalegu þrotabúi, enda ráða þar lausbeislaðar ástríður ríkjum en ekki raunhyggja og undarlegar uppákomur eru þar dagsins brauð. Svo virðist sem bókmenntir af þessu tagi séu hinn versti dragbítur á sjálfsvit- und kvenna, sem eru hvað dygg- astir lesendur rómansa, því þar er jafnan kynnt sú veröld þar sem hjónabandið er öruggasta athvarf kvenna, og hvergi ann- ars staðar eftir lífsfyllingunni að slægjast. Innskot GG.) Það liggur í augum uppi, að æði margt misgott er á bókmennta- markaðinum, enda kröfurnar margvíslegar og rithöfundar mistækir eins og allir lista- menn. En þó er um þessar mundir mikið skrifað af góðum bók- menntum í Bandaríkjunum. Einkum þrennt einkennir bandarískar bókmenntir nú: fjölbreytni, lífsorka og breyti- leiki. Bókmenntir endurspegla það sem gerist í þjóðfélaginu á einn eða annan hátt, og þess sjást merki í tilraunum með mál og frásagnarstíl í skáldsögum þar sem efahyggjan ræður ríkj- um og eitt aðalviðfangsefnið er sjálf tilvist mannsins: nær nútímamaðurinn að þrauka í þeirri veröld, sem hann hefur kallað yfir sig? Auk vísinda og tækni á sér stað mikil umræða í Bandaríkjunum um sálar-, guð- og þjóðfélagsfræði, að heim- spekinni ógleymdri, og áhrifa þessarar umræðu gætir mjög í skáldsögum samtíðarinnar, sem oft og tíðum eru með sjálfsævi- sögulegu ívafi, og persónulegar, enda er það aðal skáldsögunnar, að þar talar maður við mann, en ekki tölva. Önnur tíð viðfangs- efni eru firring, sakleysi og reynsla, náttúran og sagan, sjálfið og þjóðfélagið og Eden og útópía. Feikimargir skrifa skáldsögur í Bandaríkjunum, en einna þekktust eru nöfn manna eins og Saul Bellow, John Updike, Joyce Carol Oates, Toni Morri- son, Lois Gould, William Styron, Joseph Heller, Tillie Olson, Kurt Vonnegut og Norman Mailer. Mailer hefur lagt stund á blaða- mennsku í verkum sínum sl. rúman áratug og sumpart hafið hana upp í æðra veldi, eins og bækur hans ARMIES OF THE NIGHT og OF A FIRE ON THE MOON bera vitni um. Þessi frásagnarmáti, sem er nýr af nálinni í Bandaríkjunum og er ýmist kallaður „blaðaritgerð" eða „æðri blaðamennska" (journalistic essay, higher journalism), á sér einnig aðra þekkta fulltrúa, t.d. James Baldwin: THE FIRE NEXT TIME, Eldridge Cleaver: SOUL ON ICE, John Cage: SILENCE, og Tom Wolfe, sem lýsir siðferði og háttum landa sinn í bókunum THE KANDY-KOLORED TAN- GERINE-FLAKE STREAM- LINED BABY og THE EL- ECTRIC KOOL-AID ACID TEST. Goðsögnin um skáldið — Sumir rithöfundar banda- rískir verða afar frægir, og ekki alltaf fyrir afrek sín á bókmenntasviðinu einu saman. — Satt segirðu. Bandaríkja- menn mynda oft goðsagnir um rithöfunda sína og skáld, en þess ber að gæta, að listamenn- irnir sjálfir stuðla margir hverj- ir mjög að þessari goðsagna- myndum, og eiga þar hægt um vik þar sem upplýsingaflæði um allt og ekkert er mjög rnikið í landinu. Mörg blöð tína til flest sem hugsast getur um einkalíf Framhald á bls. 16 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.