Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 14
Jón B. Þorbjörnsson Þýskir bílar, árgerð Nú er Ijóst, að þrátt fyrir allt tal manna um ýmiskonar kreppu-einkenni; aðvífandi orkukreppu samhliða heimskreppu á háu stigi, tímabundnum samdrætti á íslandi og annarri óáran — ætlar árið ’83 að verða mikið uppgangsár fyrir þýska bfla- framleiðendur. Það á jafnt við um sölu bfla al- mennt, sem fjölda nýframkominna tegunda. Ekk- ert lát virðist vera á bjartsýniskasti þeirra bfla- framleiðenda sem halda því fram, að bfllinn sé búinn að hasla sér svo sterkan völl sem nauð- þurftatæki, að hann sé allt að því orðinn óháður sveiflum í hagvextinum. — Gaman verður að vita, hvort það á einnig við um ísland og íslendinga, þar sem mjög líflegur bflainnflutningur hin síðari ár hefur stuðlað dyggilega að óhagstæðum gjaldeyris- jöfnuði og loksins leitt til þess, að íslendingar verða nú ef til vill að fara að halda aðeins að sér höndum í kaupgleði sinni á þessu stöðutákni núm- er eitt. Eitt er víst, að þrátt fyrir mikilvægi bíla sem slíkra, verða þýskir bílaframleiðendur stöð- ugt að semja sig að tíðarandan- um, ætli þeir að halda hlut sín- um á heimsmarkaðnum óskert- um. Og það einkennir einmitt bílaframleiðsluna í dag. Hvar- vetna er unnið að því að gera bíla hagkvæmari í rekstri til að vega á móti hækkandi orku- verði, hvort sem það er gert með sífellt þróaðri tækni eða með nákvæmari burðarþolsútreikn- ingum en hingað til hafa þekkst. Til dæmis með því að skipta ber- andi flötum yfirbyggingar, und- irvagns eða hjólabúnaðar full- komlega niður í mjög litla þrí- hyrningslaga fleti á teikniborð- inu og reikna síðan út með að- stoð tölvu þá krafta sem verka í hverri línu sem myndar þrí- hyrninginn (Finite-Elemente Rechnung), má finna nákvæm- lega út nauðsynlegt burðarþol á hverjum stað heildarflatarins. Þannig fæst vitneskja um það, hve mikið má klípa utan af burðarbitum og öðrum hlutum bíls, án þess að það komi niður á styrkleika hans. Útkoman verð- ur talsvert minna efnismagn og þar með léttari bygging. Öryggid felst í stáli Að vísu eru léttbyggingar- mátanum viss takmörk sett, þar sem ákveðið lágmarksefnismagn verður að vera fyrir hendi í flestum hlutum yfirbyggingar og undirvagns, til þess eins að veita vörn gegn höggum, til dæmis við árekstur. Með öðrum orðum; nóg efni til þess að um- formast og taka þannig í sig þá hreyfiorku sem bíll hefur að geyma áður en hann verður fyrir höggi (lendir í árekstri), og stuðla að sem jafnastri nei- kvæðri hröðun þar til bíllinn hefur stöðvast. Svo framarlega sem hröðunin fer ekki yfir 40g — fjörutíufalda þyngdarhröð- unina — er talið að mannsheili sleppi óskaddaður frá atvikinu. í dag er tekið tillit til þess inn- byggða (passíva) öryggisatriðis við hönnun flestra bíla, að minnsta kosti á Vesturlöndum. Engu að síður kemur þetta ör- yggisatriði þeim ökumönnum og farþegum, sem ekki eru ólaðir við bílinn að afskaplega tak- mörkuðu gagni við árekstur, þ.e. þeim sem ekki eru í bílbelti. Þeir njóta reyndar þeirra forréttinda að fá að svífa óhindrað um bíl- inn í sekúndubrot, en upplifa síðan ólíkt óþægilegri og harka- legri hröðun, — ef þeir upplifa hana. Nauðsyn þessa passíva ör- yggis sem stálið veitir, er ein af aðalástæðunum fyrir því að gerviefni; (trefjaplast eða fí- bergler) eiga enn sem komið er ekki framtíð fyrir sér í þeim hlutum bílsins sem þurfa að geta umformast við árekstur. Hér sést hin flókna upphenging aft- urhjóla „litla“ Benz-ins. Nýr Audi 100 Það sem af er þessu ári hefur þýskur bílaiðnaður ekki látið sitt eftir liggja hvað nýjungar í bílaframleiðslu varðar. Audi, dótturfyrirtæki ríkisreknu Volkswagen-verksmiðjanna, kom fram með nýjan Audi 100. Hinar framúrstefnulegu mjúku línur, með utaná límdum rúðum og afturbrettum sem eru að nokkru leyti dregin yfir hjólin, Hinn nýi Mercedes Benz 190, sem beöiö hefur veriö meö mikilli eftirvænt- ingu af bflaáhugamönnum. Audi 100 meö cw 0,30 er eini fjöldaframleiddi bfllinn sem hefur af þetta hagstæðri straumlínulögun að státa. Þversnið af Audi Quattro. Athygli vekur svo lágur byggingarmáti fyrir fjór- hjóladriflnn bfl. Hann er m.a. mögulegur fyrir þá sök, aö öxullinn frá millimismunadrifl, sem knýr framdriflð, liggur innan í holri neðri tromlu gírkassans. Millimismunadriflð er læsanlegt, svo og mismunadriflö aö aftan. Þær mjúku línur sem einkenna framhluta nýja BMW-„þristsins“ koma greinilega í Ijós á þessari mynd. Afturhlutanum hefur einnig verið breytt nokkuð frá fyrra módeli; hann er nú hærri og leiöir þannig til minnkaðs loftviðnáms. Fyrirrennari þessa módeis þótti bera vel heppnaðri útlitshönnun vitni og ekki er heldur hægt að segja að sá nýi sé beinlínis óaðlaðandi. 1983 hafa ekki þann einan tilgang að gera bílinn óvenjulegan í útliti. Með þessum ráðstöfunum hefur verkfræðingunum hjá Audi tek- ist að ná í reynd lægsta vind- stuðli sem þekkist fyrir bíl í fjöldaframleiðslu; Cw=0,30. Það kemur víst fáum á óvart, sem til þekkja að Audi-verksmiðjurnar skyldu verða fyrstar til þess að ná þessu marki. Tækniliðið í Ingolstadt, heimaborg Audi, er þekkt fyrir ferskar hugmyndir og að fara ekki alltof troðnar slóðir í sambandi við bílahönn- un. Nægir þar að nefna skerf Audi til þróunar framhjóla- drifsins og árangur þeirra með mjög sparneytna diesel-bíla; besti árangur sem þeir hafa náð með Audi 80 D er 2,291 á 100 km í akstri um Evrópu. Einnig má minna á framleiðslu fjórhjóla- drifinna fólksbíla fyrir almenn- an markað; Audi Quattro og Audi 80. Síðan frábærir akst- urseiginleikar Quattro komu í ljós, íhuga aðrir bílaframleið- endur, eins og BMW og Daiml- er-Benz framleiðslu fjórhjóla- drifinna fólksbíla. Porsche kem- ur líklega með einn slíkan á markað innan skamms. BMW í andlitslyftingu í febrúar síðastliðnum kynntu bæjersku mótoraverksmiðjurn- ar — BMW — nýja útgáfu af 3-seríunni, hún ber verksmiðju- heitið E 30. Það er erfitt að koma auga á stórvægilegar breytingar á nýja módelinu frá hinu fyrra; líkara því að „gamla“ módelið E 21 hafi að- eins fengið andlitslyftingu. Sú lyfting hefur þó óneitanlega orðið til þess að fríkka viðkom- andi, en það ku víst vera megin- tilgangurinn með slíkum að- gerðum. Ýmsir höfðu búist við meiri breytingum í útliti nýja Béemmvaffsins eftir 8 ára árangursríka framleiðslu E 21 módelsins, í 1,4 millj. eintaka. En af orðum framleiðendanna mátti einna helst skilja að BMW væru almennt það góðir og tæknilega fullkomnir bílar, að erfitt væri að bæta um betur; miklar breytingar yrðu áreiðan- lega ekki til batnaðar. „Evolu- tion statt Revolution", eins og þeir segja á sína rólyndu bæj- ersku vísu. Þegar betur er að gætt, sést þó að nýja módelið hefur tekið talsverðum stakka- skiptum frá hinu fyrra. Tilfellið er, að mótur og gírkassi er það eina sem haldist hefur nokkurn veginn óbreytt frá fyrra módeli, — jafnvel hjólastærðin er önn- ur. Rafeindatæknin hefur haldið innreið sína í mælaborðið, en mestu breytingarnar eru fólgn- ar í undirvagninum. Til að mynda hafa fjöðrunarkerfi, stýrisgangur og framhjólabún- aður verið hönnuð upp á nýtt til að gera þennan blending fjöl- skyldu- og sportbíls enn viðráð- anlegri í akstri. Fullir sjálfs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.