Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 3
N LESBOK M ORQU N BL AO S I N S Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Skipin fórust meö manni og mús, en þá hafði Baddi ekki fengizt um borð með nokkru móti, en núna búa þau Baddi og Systa vest- ur -í San Francisco og rifja upp ævintýralegan feril í samtali sem hefst á síöunni hér til vinstri, og • heldur áfram í næstu opnu. Rakarinn frá Sevilla hefur löngum verið vin- sælt verk í óperuheiminum og í gærkveldi var það frumflutt hjá ís- lenzku óperunni. Myndin sýnir Krist- in Hallsson, Kristin Sigmundsson og Júlíus Vífil Ingvarsson í hlutverkum sínum. Ljósm.: Gunnar Elísson. Isbirnir geta verið komnir inn í eldhús, þegar maður vakn- ar á vetrarmorgni í bænum Churchill við Labradorfló- ann — en ferðamenn koma þangað sérstaklega til að sjá Konung íshafsins róta í sorphaugunum. Sigriður Ella Magnúsdóttir býr um þessar mundir á Grímsstaðaholtinu, því hún er að syngja hlutverk Rósínu í Rakar- anum í Sevilla. Hún hefur verið nærri hálfa ævina erlendis og segir af sjálfri sér og söngferli sínum í samtali. JÓHANN HJÁLMARSSON TILBRIGÐI VIÐ MYRKRIÐ Til Ragnheidar . y la vida no es noble, ni buena, ni sagrada Federico García Lorca Utan úr myrkrinu inn í mitt eigið myrkur berst nafn þitt, heyri ég rödd þína. Án þín hafa dagar mínir orðið flaumur myrkurs, kvöl birtunnar bergmálar fjarveru þína. Heimurinn er fullur af myrkri og lífið ekki göfugt, ekki gott, ekki heilagt. En meðan ég veit að þú ert hjá mér óttast ég síður, sameiginlegum ótta okkar völdum við betur. Staddur hér í þessu myrkri heyri ég nafn þitt, heyri ég rödd þína lengst inni í myrkrinu. Og þetta myrkur er mitt eina vígi. að var á dögunum að ég deildi um það við aðkominn mann, hvort okkur íslend- ingum væri illa við Svía. Það hélt maður- inn. Ég reyndi að út- skýra fyrir honum, að ekki væri mark takandi á talsmáta okkar íslendinga í þessu efni fremur en öðrum. Það væri rótgróinn siður með okkur að tala illa um alla nema sjálfa okkur, afturá- móti væri okkur ekki illa við neina, nema sjálfa okkur. Ég viðurkenndi samt, að það væri margt sem við ættum erfitt með að fyrirgefa Svíum. Eitt sumar endur fyrir löngu veiddu Svíar, án þess að spyrja okkur, alla sína síld og sögðu okkur um haustið, að við gætum étið okkar eða borið hana á tún. Það lá beint við að bölva Svíum. Samvinnufélögin og kaupfélögin voru mörgum Islendingi þyrnir í aug- um fyrir eina tið og sagt að þau sniðu sér mjög stakkinn eftir sænskum og andsamvinnumenn bölvuðu Svíum fyrir kaupfélögin. Samvinnumenn ráku um skeið mikla útgáfustarfsemi og eignuðust bæði vini og óvildar- menn útá hana. Þeir fylltu öll bænda- býli í landinu af sænskum sveita- lífsrómönum og óvinir þessara bók- mennta töldu þetta óholla lesningu bændum sem væru orðnir tæpir fyrir í bókmenntum. Samvinnumenn vörð- ust hart og lofuðu Svía fyrir bók- menntalegt heilbrigði, laust við allan dárskap og óþjóðlegheit og væru þeir Þingeyingar heimsins í bókmenntum. Eftir stríðið fóru nokkur ung skáld- menni út til Svíþjóðar að forframast í skáldíþrótt sinni. Menn vissu ekki annað en piltarnir væru velbúnir til heimanfarar að menningararfi þjóð- arinnar, en þessi skáldmenni komu heim eins og umskiptingar til forna úr tröllahöndum eða álfa og höfðu týnt úr farteski sínu sjálfu fjöreggi þjóðar sinnar „stuðlanna þrískiptu grein“ og í ofanálag öllu ríminu, jafnt miðrími sem endarími. Ekki er að undra, að þetta fór fyrir hjartað á þjóðinni og ekki sízt Samvinnumönnum, sem voru manna þjóðhollastir og stóðu uppað hnjám í móðurmoldinni, þrátt fyrir sitt sænska kaupskaparform. Þeim sárn- aði að vinir þeirra Svíar skyldu bregð- ast sér með þessum lúalega hætti að umturna ungskáldunum og engir menn bölvuðu nú Svíum meira en margir Samvinnumenn. Enn í dag finnst mörgum þjóðhollum íslendingi Svíþjóð vera bókmenntaleg Kristj- anía, hættuleg ungu fólki. Þá var það salt í sárið, að hópur ungra manna fór til Svíþjóðar að læra hagspeki af Svíum. Þessir umturnuð- ust í sænska útgáfu af marxistum, en þar sem þjóðin átti fyrir þýzka frum- útgáfu, fannst henni ekki þörf á þess- ari og var Svíum legið á hálsi fyrir að senda okkur mennina í þessu ástandi. Svíar voru ríkir og lifðu rík- mannlega. Þetta hvortveggja vildum við taka upp eftir þeim, með þeirri íslenzku bragarbót til þægindaauka, að skipta um forgang verka, taka það síðara fram fyrir það fyrra, það er: lifa ríkmannlega og verða ríkir. Hag- fræðingar eru mjög stærðfræðilega sinnaðir menn og sögðu að b+a gæfi sömu útkomu og a+b og skyldum við auka eyðslu sem svo yki framleiðslu, sem sagt öfugt við Svíana, en með sama árangri. En þjóðlífið er víst ekki alfarið bókstafareikningsdæmi og al- gebran brást okkur. Við erum nú þessa dagana að átta okkur á að við séum komnir á hausinn og b+a hafi alls ekki gefið sömu útkomu og a+b hjá Svíum. Það liggur beint við að bölva Svíum, þeir áttu að segja okkur strax að það gæti reynzt hættulegt að færa ríkmannlegheitin framfyrir ríkidæmið, ef menn vildu verða ríkir. Ekki er það mitt að taka upp hanzkann fyrir Svía, það getur Svarthöfði gert, ef hann gengur aftur sem engin þörf er á, Dagfari er ágæt- ur, og það skal játað hér að við feng- um helzti mikið af hagfræðingum og reyndar fleiri fræðingum frá Svíum — en það voru ekki Svíar sem sendu okkur fiskifræðingana. Það hefðu Sví- ar aldrei gert okkur, þótt þeir séu illir í sér. ÁSGEIR JAKOltSSON LESBÖK MORGUNBLAOSINS 21. JANUAR 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.