Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 14
I sprengja hitti mark, en þýska útvarpið gumaði samt af að meira en helmingi skip- anna hefði verið sökkt." Ég hlustaði á þessa frásögn heima hjá sænska vararæðismanninum í Reykjavík, þar sem sænska stúlkan sat, skelfd og kvíðin, dúðuð í Álafossvoðir. Vestur-íslendingar fóru með upplýsingamál Kvöldið áður en þessi frásögn var birt var um það rætt á Morgunblaðsskrifstof- unni hvort herstjórn Bandaríkjamanna hér heima kynni að vera mótfallin birt- ingu hennar. Við töldum rétt að láta á það reyna, án frekari málalenginga. f ljós kom að birtingin þótti í meira lagi athugaverð hjá þeim herrum í „kampinum" við Elliða- árnar. Þangað var Valtýr kvaddur og sat þar lengi næsta dag. Eftirmál urðu samt engin. Með upplýsingamál ameriska hersins hér heima fóru vinveittir Vestur-íslend- ingar í Elliðaár-kampinum, þ.á m. Valdi- mar Björnsson, einnig Dóri Hjálmarsson. Þeir fylgdust ekki aðeins með því sem við blaðamennirnir vorum að gera, heldur veittu þeir okkur stundum markverðar upplýsingar. Þar gekk þó á ýmsu. Eitt sinn kom Dóri í prentsmiðjuna til okkar, þar sem unnið var að blaðinu. Hann gekk um gólf hugsandi án þess að mæla, stansaði síðan og sagði stundarhátt: „Þetta er víst duglegur og góður maður, prentsmiðju- stjórinn ykkar, sem skotinn var í nótt.“ Illa hefði okkur brugðið við þessi tíðindi, ef við hefðum ekki haft fyrir framan okkur í prentsalnum Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóra, sprelllifandi og eldfjör- ugan. Maðurinn, sem skotinn var; var al- nafni Gunnars. Frásögnin af skipalestinni hér að fram- an leiðir hugann aftur að dagbók Alan Brookes, yfirmanns breska herráðsins, sem síðar var aðlaður og gerður að Al- anbrooke lávarði. Þessi dagbókarblöð birtust í bókinni „Turn of the Tide“ eftir Arthur Bryant. ísland var þar fyrst nefnt á nafn 22. janú- ar 1941. Þar er rætt um heræfingar heima í Englandi og segir: „Hvernig sem viðraði var vetrinum varið til að breyta hálfgild- ings leikmannaher í atvinnuher." Þann 22. janúar „voru æfingarnar miðaðar við það, að þýskur her kynni að vera búinn að leggja undir sig Kanaríeyjar, ísland og Norður-Í rland." Eins og menn sjá, var breskur her búinn að vera hér á landi í nær átta mánuði, þegar þessi orð eru skráð. Alls er íslands getið fimm sinnum í þeim dagbókarblöðum Sir Alan, sem Arth- ur Bryant birtir. Næst er sagt frá því að sameiginleg her- stjórn Breta og Bandaríkjamanna hafi komið sér saman um að Bandaríkjamenn hefðu her á íslandi þegar að því kæmi að bandamenn gerðu innrás á meginland Evrópu. Með tilkomu lítilla flugvélamóðurskipa með skipalest- um yfír Atlantshaf stórminnkuðu skipsskaðar af röldum kafbáta. Flugrélamóðurskip í Hvalfirði. Þyrill í baksýn. í annarri frægri stríðsbók, „Struggle for Europe“, eftir ástralska blaðamanninn Chester Wilmot er sagt frá undanhaldi Hitlers úr fremstu víglínu á Atlantshafi á þennan hátt: Síðasta dag maímánaðar gekk Dönitz aðmíráll á fund Hitlers í Berchtesgaden. Hann sagði: „Veruleg aukning flughers óvinanna veldur þeim vandræðum sem U-bátarnir eiga nú við að etja. Mjóddarinnar milli íslands og Færeyja gæta nú fleiri flug- vélar dag hvern en sáust þar fyrir skömmu á heilli viku. Hér á ofan bætist að farið er að nota flugvélamóðurskip í sambandi við skipalestir í Norður- Atlantshafi, svo að óvinaflugvélar gæta nú allra skipaleiða. Það sem úrslitum ræður þó eru ný tæki sem farið er að nota í flugvélum til þess að leita uppi U-báta okkar. Tæki þessi eru greinilega einnig notuð í ofansjávarskipum." Hitler svaraði aðmírálnum: „Undanhald í U-bátahernaðinum kemur ekki til greina. Atlantshafið er fremsta víglína mín í vestri og fari svo að ég þurfi að heyja þar varnarstríð, þá kýs ég það fremur heldur en að bíða eftir að þurfa að verjast á strönd Evrópu." í maí 1943 var svo komið að á móti hverjum 4.500 smálestum skipastóls sem sökkt var úr skipalestum bandamanna, týndu Þjóðverjar einum kafbáti, en árið áður hafði hlutfallið verið 60.000 smálestir á móti hverjum kafbáti. Þetta er sagan í hnotskurn af þætti fs- lands í stríðinu 1939—45. Bandarískir landgönguliðar í innrásarpramma í Reykjavíkurhöfn 1941. í baksýn er Ægisgarður og lengst til vinstri er ms. Esja að fara í slipp, en Kveldúlfstogarar lengst til hægri. Veiðimennirnir verða veiðibráð Vitað er að Bandaríkjamenn og Bretar voru langt frá því að vera sammála um hvað gera bæri í síðasta stríði. f dagbók sinni kvartar Brooke vorið 1942 yfir því að Bandaríkjamenn hafi ekki sent nema 20.000 hermenn til íslands og Norður- írlands, en á sama tíma yfir 100.000 her- menn til Kyrrahafsvígstöðvanna. Brooke er oft vonsvikinn og stundum beinlínis reiður Bandaríkjamönnum. Hann segir að Marshall yfirhershöfðingi Bandaríkja- manna hafi á Casablanca-fundinum í janúar 1943 „flutt hrókaræður um stríðið í Kyrrahafi, og undir lokin hafi hann svo allt í einu farið að tala um vandamálin á íslandi!" Sú tilvitnun í dagbók Brookes, sem skiptir máli, þegar rætt er um þátt íslands í orrustunni um Atlantshafið, og um leið um mikilvægi íslands í stríðinu, er á þessa leið: „Þetta vor snerist straumurinn loks- ins (urðu fallaskipti, Turn of the Tide) í orrustunni um Atlantshafið sem leiða varð til lykta áður en hægt væri að ráðast inn í Evrópu. Hálfum mánuði áður en innrásin í Suður-Evrópu (kölluð „blysið") var gerð og í sama mánuði sem við urðum fyrir meira skipatjóni en í nokkrum öðrum mánuði í öllu stríðinu, var Max Horton skipaður yf- irmaður alls flota bandamanna í stríðinu við U-bátana (kafbáta Þjóðverja). Horton fylgdi þeirri kenningu Nelsons aðmírals, að besta vörnin væri fólgin í því að leggja skipum sínum upp að skipshlið óvinanna." „í lok mars hafði Horton lokið undir- búningi sínum. Stuttu síðar var gapi hins gæslulausa svæðis í miðju Atlantshafi lok- að með stuðningi sérstaklega langfleygra flugvéla frá Nýfundnalandi og íslandi, sem gátu nú veitt vernd úr lofti um há- bjartan daginn skipalestum, sem staddar voru þar sem U-bátarnir voru ekki aðeins hættulegastir, heldur þar sem þeim var sjálfum einnig mest hætta búin vegna þess hve þeir voru margir samankomnir á litlu svæði. Nú voru sjálfir veiðimennirnir orðnir veiðibráðin. Útkoman var rothögg. í einu tilfelli, þar sem langdrægar flugvélar veittu stuðning, var sex kafbátum grandað án þess að nokkurt skip týndist úr skipa- lestinni. í apríl varð skipatjónið í Norður- Atlantshafi helmingi minna en mánuðinn á undan, en U-bátatjónið fimmfaldaðist." „í maí ákvað Horton að láta kné fylgja kviði og beindi skipalest á hafsvæði, þar sem hann vissi að U-bátarnir voru flestir. (Þýski aðmírallinn) Dönitz missti 40 kaf- báta á tveimur næstu mánuðum, eða næst- um helming þeirra káfbáta, sem Þjóðverj- ar höfðu venjulega á sveimi í Atlantshafi. Þá lét Dönitz vargana („Wolfspack") sína leita sér hælis á stöðum, þar sem hættan var minni. í júní (1943) var skipatjón bandamanna aðeins tuttugasti hluti af því tjóni, sem verið hafði í mars. Með sama hætti og skilyrði sköpuðust á Napóleons- tímunum til innrásar á meginlandið með orrustunni við Trafalgar leiddu úrslit orrustunnar um opna svæðið („gapið") í Atlantshafi og Biscayaflóa, sem fengust með atfylgi flotaveldis Breta og Kanada- manna, ásamt strandsveitum breska flug- hersins, til þess að hægt var að hefja inn- rás á meginland Hitlers. „Foringinn neyddist til að hörfa úr fremstu víglínu sinni.“ 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.