Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 7
Lyf kemur f veg fyrir hárleysi Sé hárlosið orðið ískyggilegt, ættu menn að lesa þessa frétt, því að hún virðist gefa mönnum rökstudda von og það jafnvel þeim einnig, sem þegar eru orðnir sköllóttir, en þeir eru vafalaust tor- tryggnir að fenginni reynslu af alls kyns skrumauglýsingum. En þetta er vísinda- leg frétt: Lyf, sem ætlað var það hlut- verk að draga úr of háum blóðþrýstingi, kann að reynast haldgott í barátt- unni gegn skalla. Hin hugsanlega notkun þess gegn skalla kom í ljós, þegar Upjohn Com- pany gerði heilsu- fræðilegar tilraunir með sterku lyfi, min- oxidil, sem vinnur gegn háum blóð- þrýstingi. Þegar sjúklingarnir, sem tóku þátt í prófun- inni, voru búnir að taka lyfið í töflum í um 8 vikur, urðu margir þeirra varir við óvænta auka- verkun — hár tók að vaxa á nýjan leik og hitt að þykkna, sem fyrir var. En því miður óx nýja hárið ekki aðeins á höfð- inu, heldur einnig á andliti, öxlum og handleggjum. Fyrirtækið hóf síðan rannsóknir í því skyni að fá úr því skorið, hvort það gæti komið að gagni gegn hárleysi í formi áburðar á hör- undið. Tilraunir hafa nú staðið um nokkurt skeið á mönnum og öpum, og þær lofa góðu, þótt þær séu reynd- ar enn á byrjunar- stigi. Hideo Uno, kunn- ur vísindamaður við rannsóknarstofnun hryggdýra í Wis- consin, er nú að kanna áhrif lyfsins á macacus-apa, en þeir missa hár af enninu þegar þeir eru orðnir fullvaxn- ir. Bæði hjá mönnum og öpum hefst hár- los, er hársekkirnir dragast saman og breyta þykkt þess hárs, sem áfram vex. Loks verður ekki annað eftir sums staðar af venjulegu hári en þau líkhár, hin nær ósýnilegu hörunds- hár, sem hylja lík- amann. Að sögn Uno vek- ur minoxidil greini- lega ný hár til lífsins úndir hinum gömlu, sem „blunda", og stundum brjóta þau sér leið upp gegnum sama hársekk. Nær allir sköllóttu mac- acus-aparnir, sem hann hefur með- höndlað, hafa sýnt merki um þykkara hár og minnkandi skallasvæði. Prófanir á mönnum eru gerðar um öll Bandaríkin. Þátttakendur í þeim bera minoxidil á hina hárlausu bletti tvisvar á dag að minnsta kosti í tvö ár. Ronald Savin, húðsjúkdómafræð- ingur í New Haven, Connecticut, segir: „Á hverjum mánuði eru hárin talin, og sumir þátttakend- anna taka örlítil sýnishorn af höfuð- leðrinu, svo að hægt sé að rannsaka þykkt hársins í smá- sjá.“ Fylgzt er náið með sjálfboðaliðun- um vegna hugsan- legra aukaverkana, en sé minoxidil tek- ið inn í töflum, getur það haft hættuleg áhrif á starfsemi hjartans og nýrn- anna. Uno segir, að aparnir sínir hafi ekki sýnt nein ein- kenni truflana í þá átt. En vegna auka- verkana á menn og til að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig lyfið virki, er nauðsynlegt að halda áfram frekari rannsóknum í nokk- ur ár, segir Savin. LIFNAÐARHÆTTIR Að vera einn með sjálfum sér Margur maðurinn þekkir þá þörf að vera einn með sjálfum sér, — og finnst hann furðu sjaldan geta það. Þetta á þó einkum við um borgarbúa, sem vinna á fjölmennum og eril- sömum vinnustöðum og búa í fjölbýli og hafa þannig heimilisástæður að tækifærin til að vera einsamall eru fá. í eina þéttbýlinu á íslandi, sem orð er á gerandi, Reykj avíkursvæðinu, gleyma menn því í þessu sambandi, að ekki er nema nokkurra minútna akstur út í óspillta náttúru utan við bæinn, þar sem hver og einn ætti að geta átt stund og stund með sjálfum sér, ef hann finnur sterka þörf fyrir slíkt. Raunar er það ekki eina úrræðið; benda má á, að kirkj- urnar eru öllum opnar, ef þörf er á kyrrlátri stund. Það er sjaldgæft að menn byggi hús bein- línis í þessu augnamiði, — þó kann að vera að einhverjir eigendur sumarbústaða hér á landi hafi einmitt haft þetta í huga. En hér er dæmi um mann, sem byggt hefur hús — nán- ast glerhús — þar sem hægt er að hafa þá til- finningu, að maður sé einn í heiminum. Að- eins blasir við hafið í öllum þeim marg- breytileik, sem veður og birta skapa, svo og klettótt strönd og nokk- ur tré. Þetta er á lítilli eyju í skerjagarðinum suð- vestur frá Helsinki í Finnlandi. Þar er urm- ull af eyjum, þar sem dálítill runnagróður og einstaka tré vaxa svo að segja uppúr klöpp- unum. Húsið ber nokk- urn keim af japönskum arkitektúr, t.d. þak- gerðin, þótt ekki sé með pagóðulagi, en hvílir á súlum úr sverum trjá- bolum. Þarna innaní er einskonar glerbúr með útsýni til allra átta og ekkert innanstokks utan tveir sóffar, byggðir sem hluti af húsinu, og á milli þeirra lítið borð. Eig- andinn, sá sem teiknaði og byggði húsið, stend- ur þarna aleinn inni á myndinni og horfir til hafs: Heikki Siren, arkitekt og prófessor við arkitektaskólann í Helsinki. Hann hefur ugglaust verið að láta einhvern draum rætast á þennan hátt: Að geta verið einn með náttúr- unni og sjálfum sér, hlustað á nið hafsins og kvak fugla. Engin mús- ík úr útvarpi eða öðrum tólum, ekkert dót eða myndir, sem mundu taka athyglina frá nátt- úrunni. Aðeins sæti og kannski væri hægt að lita í bók. En umfram allt: Að geta verið einn með sjálfum sér. orado, segir: „Fullorðið fólk hefur yfirleitt ákveðinn fjölda af fitu- frumum — um þrjátíu þúsund milljónir. Þegar fullorðinn maður þyngist, hefur frumunum ekki fjölgað í skrokknum á honum, heldur hefur fitan aukist í þeim sem fyrir voru.“ Svo að jafnvel eftir aðgerðina er hægt að eta nóg til að stækka frumurnar, sem eft- ir eru, þó að hin aukna þyngd ætti að dreifast jafnara. Fitusog hefur víða verið fram- kvæmt í Evrópu en ekki hefur enn verið fylgzt með árangrinum nægilega lengi til að marktækar niðurstöður liggi fyrir. Hugsan- legar aukaverkanir eru „holur“ í hörundinu eða taugaskemmdir. „Eins og alltaf þegar eitthvað nýtt gerist í læknisfræði, er hætt við að fólk líti á það sem krafta- verkalausn,“ segir John Gross- man, lýtalæknir í Denver. „En hér er örugglega ekki um neitt slíkt að ræða. Þessi aðferð hefur sín tak- mörk og henni fylgja flækjur." FITUSOG nýjasta uppátækið í fegrunarbaráttunni soga út í hvert skipti. Jafnvel frumkvöðlar fitusogs segja, að það henti ekki öllum og sé heldur ekki lækning við offitu. Aðgerðin virk- ar bezt á fólk undir fertugu, sem virðist ófært um að losa sig við staðbundna fitukeppi. En þó að fitufrumurnar, sem fjarlægðar hafa verið, séu horfnar fyrir fullt og allt, er ekki þar með sagt að sjúklingurinn muni verða grannur upp frá því. Fred Fatz, prófessor í læknisfræði við háskólann í Col- Fitukeppir alls konar á ýms- um stöðum líkamans hrjá marga manneskjuna nú á tímum allsnægta, en jafnframt líkamsræktar og megrunar. Þess- ir keppir geta orðið til mikilla lýta og merkilegt hvað fitan safnast einkennilega og ójafnt oft á tíð- um. En nú eru þeir farnir að soga þá burt. Yfir 500 manns í Bandaríkjun- um hafa gengist undir þessa að- gerð, sem kölluð er „suction lipect- omy“ (eiginl. fituskurður með sogi). Og fréttir herma að lýta- læknar í hundraðatali séu að læra þessa að- ferð. Skurðlæknirinn sker lítillega fyrir og stingur inn pípu sem er tengd sogdælu. Aft- ur og aftur ýtir hann pípunni inn í fituna, svo að lítið magn sog- ast út úr einum parti á eftir öðrum, en fitu- keppurinn verður smám saman með göt- um eins og svissneskur ostur. Vefnum er síðan þjappað saman og búið vel um hinn meðhöndl- aða líkamspart til að koma í veg fyrir, að vökvi safnist að. Nokk- ur pund er hægt að Þúsund og einnar nætur veizla í Katar íburður hefur löngum verið ein- kenni Austurlanda. Eitt íburðarmesta hótel, sem byggt hef- ur verið í seinni tíð er í smáríkinu Katar við Persaflóann. í aðal- atriðum er það með pýramídalagi, en inn- dregið neðst — og með einskonar hatti. Þessi höll kostaði 500 milljónir þýzkra marka og hefur enda hlotið lof fyrir fágað- an arkitektúr, en ekki er ljóst hvers vegna þessi höll er á nafni hins alþjóðlega Sheraton-hótel- hrings. Nýlega var haldin þarna innan dyra einskonar 1001 nætur veizla fyrir þjóðhöfingja, sjeika og aðra ráðamenn smáríkjanna við Persaflóann, og til þess að hátignirnar yrðu ekki sólbakaðar um of í Benzunum sínum, var í skyndi plantað út 2000 pálm- um sem mynduðu skuggsæl trjágöng frá flugvellinum á hótelið. Að utan er þessi hótel-pýramídi frem- ur látlaus, en þegar inn úr dyrum er kom- ið, blasir t.d. við stærsta kristalsljósa- króna heimsins. Hún er búin til í Feneyj- um úr 20.000 kristals- einingum, sem festar eru saman með 18 karata gulli. Maður er nefndur Gerhard Foltin, Suður-Þjóðverji að uppruna, og hefur þann heiður að vera hótelstjóri á Shera- ton í Katar. Hann fékk heilt ár til að undirbúa sem bezt ráðstefnuna, þegar hátignir Persaflóa- ríkjanna hittust, og veitti ekki af. Það varð nefnilega að breyta hótelinu veru- lega að innan, því svitur þjóðhöfðingj- anna þóttu ekki nægilega stórar; auk þess urðu þær að snúa til austurs, svo hátignirnar sæju til sjávar, þegar þær kæmu á fætur. Svo þurfti ýmislegt smá- legt svo sem tann- bursta úr gulli, Kór- aninn innbundinn í sérstakt skinn, og Davidoff-vindla, sem þykja taka flestu tób- aki fram. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.