Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 4
Lesbók/Ólafur K. Magnússon. Einar Sigurbjörnsson prófessor og deildar- forseti guöfrædideildar. Þórir Kr. Þórðarson próf- essor ræðir við Einar Sig- urbjörnsson prófessor og deildarforseta guðfræði- deildar ú gagnrýni heyrist oft, ad prestarnir prédiki of mikið út frá Biblíunni og of lítið um vandamál daglegs lífs. „Biblían er notuð í kirkjunni á þeirri for- sendu, að hún sé lifandi orð en ekki forn- aldar bók. Bækur Biblíunnar voru valdar úr hópi annarra vegna þess að þær voru viðurkenndar í kirkjunni sem heilagar ritningar, þar eð í þeim væri ítrekuð játn- ingin: Kristur er Drottinn. Það er alltaf samspil milli játningar og ritningar, og því er rúm fyrir biblíurannsóknir og biblíu- rýni („biblíukrítík“);“ — Hvert er þá sambandið á milli trúar prestsins og ritningartextans, sem hann leggur út af? „Trúin er samband milli tveggja aðila, manns og Guðs. Fagnaðarerindið er lif- andi orð, sem talar til okkar hér og nú. í textanum getur verið sögulegur fróðleikur, en hann skiptir ekki höfuðmáli, hið sögu- lega í textanum þarf ekki að vera með öllu rétt, sagnfræðilega talað. Höfuðmáli skiptir það sem textinn vill segja í prédik- unarskyni." — Hvernig er þá hægt að prédika út af sköpunarsögunni í 1. Móse bók? „Enginn áhorfandi var að þeim atburð- um er þar urðu. Sköpunarsagan hefur haft mismunandi gildi meðal mismunandi kyn- slóða. í frumkirkjunni var hún t.d. notuð til þess að kveða niður tvíhyggjuna og leggja áherslu á, að einn Guð hefur skapað allt og að illskan og bölið sé hið óskiljan- lega sem kemur „á eftir", óhlýðni, sem af- leiðing uppreisnar. Sköpunin er val af Guðs hendi. Hann valdi, að annað skyldi vera til en hann sjálfur Fagnaðarerindi sköpunarsögunnar er einmitt þetta: Lífið er í hendi Guðs.“ — Til eru trúflokkar sem setja fram sem andstæður annars vegar Darwins-kenninguna um framþróun tegundanna og hins vegar sköpunar- söguna. Þeir eyða miklu púðri í að afsanna Darwin til þess að sanna sköpunarsöguna. „Biblían kennir enga sérstaka náttúru- fræði. En náttúrufræðin má þá heldur ekki fara að kenna neina guðfræði. Ég lít svo á, að til séu tvær villukenningar. Önn- ur er svona barnaleg biblíutrú, eins og þú lýstir, hin er blind trúarhyggja, sem talar um trúna sem tóma tilfinningu. Menn segja sem svo: Allt er í óvissu ef við setjum ekki Biblíuna á stall eins og pottþétt búr, og þar getum við flett upp öllum sannleik- anum, eða þá fálmum í blindni eftir ein- hverri fótfestu. Þetta botnar í tómri ein- staklingshyggju. Það er einmitt mikið fólgið í myndinni af kirkjunni sem móður. Kirkjan er móðir sem elur okkur. Biblían, trúarhefðin, játningarnar, guðsþjónustan. Þetta á að vera okkar viðmiðun." — En hvað um að prédika um vandamál daglegs lífs? „Prédikunin er útlegging Guðs orðs til samtímans og þá einmitt um vandamál daglegs lífs. Guð hefur gefið okkur skyn- semi. Við játum að Guð hafi skapað heim- inn og fellum þar með jákvæðan dóm yfir veröldinni og því sem veraldlegt er, en höfnum því, að Guð sé handan góðs og ills, duttlungafullur, refsi einum að geðþótta og útvelji annan af geðþótta. Þannig er guðsmynd Gamla testamentisins ekki, en það er útbreiddur misskilningur að svo sé. Trúin á gæsku Guðs menntar skynsemina, og á trúnni byggjum við, er við fjöllum um vandamál daglega lífsins. Við skipum ekki daglega lífinu sam- kvæmt lögum í Biblíunni, heldur íhugum við þau lög. Þannig verður til samspil milli trúar og skynsemi, sem er einkenni evang- elískrar guðfræði. En hættan við hina barnalegu biblíutrú, sem ég lýsti áðan, er sú að menn geri Biblíuna að lögbók. — Þetta er stöðug glíma." — Er þá hlutverk Ritningarinnar gagnvart prédikuninni, að við aðeins lesum uppbyggilega gamia texta? Sögurnar í Biblíunni, ekki hvað síst í Gamla testamentinu, eru af mönnum sem stóðu í nákvæmlega sömu sporum og við núna, þ.e. frammi fyrir lífsvandanum og frammi fyrir Guði. Abraham og Móse stóðu frammi fyrir kröfu Guðs og gjöf. Biblían fjallar um það þegar maður og Guð mætast.“ — Er þetta þá húmanismi og tilvist- arstefna? „Hið klassíska í guðfræðinni er að gera sér grein fyrir annars vegar hinu sögulega efni og hins vegar hinni andlegu merkingu. Eitt sinn nefndu menn þetta allegóríska aðferð. Þetta er verkefni sem á margan hátt hefur týnst í guðfræðinni og biblíu- skýringunni." — Nema hér við Háskólann! „Það var „hin andlega túlkun" sem hélt Biblíunni lifandi í kirkjunni um aldir. Passíusálmarnir eru skýrt dæmi. Séra Hallgrímur leggur út af sögulegum at- burðum og leiðir fram andlega merkingu fyrir líf hvers manns, fyrir daglega lífið.“ — Sama í tónlistinni, það er alltaf verið að flytja Beethoven af því að menn finna sífellt nýja merkingu í verkum hans. „Ný svið ljúkast upp í túlkuninni, ef við skynjum báðar víddirnar í lífinu, hina lá- réttu og hina lóðréttu. Ef við skiljum Bibl- íuna aðeins sögulega, vantar hina víddina, hina lóðréttu. Þar er talað um krossinn sem eilífan atburð, ekki aðeins sögulegan. Biblían lýsir eilífum sannleika, sem þarf að túlka á ferskan hátt í hverri kynslóð. Eilífðin sjálf, Guð, hefur birst í tímanum í Jesú Kristi." — Þannig túlkar lcikarinn einnig Ilamlet og ritskýrir hann og Hamlet fær nútíóargildi. „Hér gríp ég aftur til kirkjuhugtaksins, sem ég ræddi um áður. Kirkjan er eitthvað sem kemur „á undan“, hún er ekki samtök manna, heldur er hún móðirin, og við fæð- umst af henni. Allt frá sköpuninni, frá Abraham og Móse, er hún til í huga Guðs. Og þessi sannleikur, sem Guð birtir í pré- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.