Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 11
ing, hvort sem er við brýrnar og á strönd vatnsins, þar sem fólk liggur á steinlögð- um halla og nýtur blíðunnar, — eða götum gamla bæjar- ins. Luzern er líka sérstak- lega orðuð við músík og þar er tónlistarhátíð í viku í hverjum ágústmánuði. Á síð- ustu öld bjó Wagner með Cosimu sinni í Luzern um 6 ára skeið og síðan hafa margir stórsnillingar í tónlist kosið að búa í Luzern: Rachmaninoff til dæmis og nú Vladimir Ashkenazy. Ekki sáum við honum bregða fyrir og ekki gafst tími til að heimsækja þau hjón að þessu sinni. Við róluðum austur með vatninu, þegar skyggja tók, í leit að ódýrum en þokkalegum gististað. Og að sjálf- sögðu fannst hann fljótt. Morguninn eftir, 23. septem- ber, var dumbungur, en ferjurnar, sem sigla með túrista um vatnið létu það ekki aftra sér. Við héldum aftur inn í Luzern; gengum frá bílnum í Bahnhof P og litum inn í Kunstmuseum, sem reyndist ákaflega lítið markvert. Aftur á móti var indælt að kynnast borginni ögn betur; fara vestur eftir Pílatusarstræti, norður yfir ána og í gamalt hverfi með steinlögðum götum. Og búðirnar þóttu mjög freistandi. Eftir hádegið tók við lokaspretturinn: til Zurich. Á því svæði er landið orðið flatara og til að gera eitthvað eftirminnilegt tókum við á okkur smá útúrkrók í bæinn Baar, sem er áreiðanlega alveg utan við túristaslóðir. Á kránni í plássinu miðju voru heimamenn að sötra sinn bjór og ráku upp stór augu þegar gestir, mælandi á óskiljanlegri tungu, rákust þangað inn. Á auglýsingu í kránni mátti sjá að framundan var tónlistarhátíð í bænum. Þar átti að blása í alpahorn og svo átti að koma fram jóðlari á vegum jóðlarafélagsins í Baar. Að lokum tombóla. Því miður máttum við ekki vera að því að bíða eftir hátíðinni. Frá Baar er skemmtileg leið til Zurich eftir skógi- vöxnum dalverpum og þegar í borgina kom urðu ná- kvæmlega sömu vandræði sem fyrr að hitta á þá einu réttu brú og einu réttu götu til að komast í gleðigötuna Niederdorfstrasse, þar sem við áttum gistingu á Hótel Alexander. Og þarmeð var hringnum lokað og gott heilum vagni heim að aka. FÁEIN MlNNISATRIÐI AÐ FERÐALOKUM Verð á hótelum fer mjög eftir stöðum og stjörnufjöldi segir ekki allt þar um. Flest þau hótel, sem við völdum, I elzta bæjarhluta Luzern veröur vík inn úr vatninu og þar ytir nokkrar brýr, þar i meðal þessi sérstæða göngubrú úr timbri, Kapelbriicke, sem er frá 14. öld. í skarðinu Brunegg á milli Interlaken og Luzern er þetta glæsilega gisti- og veitingahús — gasthaus — í alpastíl. Að leiðarlokum: Hringnum lokað hjá Hotel Alexander í gleðigötunni Niederdorfstrasse í Ziirich, þar sem mannlífið er með skrautlegra móti og mikið um hvers kyns uppákomur. voru í þriggja stjörnu flokknum. Þjórfé virðist nú alveg úr sögunni. Hin rómuðu gasthaus, sem eiga að vera meðfram öllum leiðum, voru að minnsta kosti lítið sýni- leg þar sem við fórum. Mótel eru líka afar sjaldgæf og eina mótelið sem við gistum á var um leið langlakasti gististaðurinn. Á fjallveginum frá Chur til St. Moritz voru þrjú gasthaus í alpastíl, — síðan ekki eitt einasta fyrr en á leiðinni frá Interlaken til Luzern. Til saman- burðar á verði má geta þess, að miðlungshótel inni í Luzern kostaði 160 franka, en á Strand Hotel, snertu- spöl út með vatninu, var verðið helmingi lægra. Morgunverður á svissneskum gististöðum er afar mismunandi, allt frá þessum lélega continental-morg- unverði uppí hlaðborð með eggjum, jógurt, ávaxtasafa og alls konar brauði með áleggi. Ástæða er til að geta sér á parti um kaffið í Sviss. Á flestum kaffihúsum er hægt að fá expressó-kaffi í litlum bollum, eða stærri skammt: capucino. En venju- legt kaffi er einnig búið til i hliðstæðri vél og alltaf froða ofan á því, en mjólk í lítilli pakkningu borin fram með. Þetta kaffi er svo afburða gott, að manni hættir til að drekka alltof mikið af þvi og samanburðurinn við það kaffi sem íslendingar gera sér að góðu bendir til þess, að annaðhvort kunnum við ekki að búa til kaffi — eða fáum lélegt hráefni til þess. Þegar áð er — og það er nauðsynlegt að gera oft í svona ferð — er oftast setzt niður á huggulegum stað með fallegu útsýni, — helzt úti — og að sjálfsögðu kaupir maður alltaf eitthvað; oftast bjór eða kaffi. En vegna þess arna, reytist drjúgt út af frönkum. Bensínið kostaði yfirleitt 1,22 franka lítrinn (ísl. krónur 16,47) en það er súperbensín sem ekki fæst á íslandi. Við tókum þrisvar á tankinn, um það bil 50 lítra í hvert sinn, svo bensínkostnaður hefur verið um 2.500 krónur. Um helgar er víðast hægt að komast í bensín- sjálfsala, sem mælir ákveðið magn á tankinn fyrir 10 marka seðil. Önnur þægindi: Sjálfvirk tölvutækni hefur verið tekin upp í bílageymsluhúsum: Maður fært kort þegar bíllinn er yfirgefinn og við komuna til baka er kortinu stungið í sjálfsala, sem les af kortinu hversu lengi maður hefur verið í burtu. Greiðslutalan birtist og sjálfsalinn gefur til baka, ef borgað er með seðli. En hvað kostar rispan í heild? í föstum ferðum, sem Arnarflug verður með til Zúr- ich í sumar (á sunnudögum frá 3. júní til 2. september, og einnig á fimmtudögum frá 5. júlí til 16. ágúst) verður boðið uppá flug og bíl í „pakka“. Miðað við bíl í B-flokki (Ford Fiesta eða Opel Corsa) og miðað við fjóra í bíl, kostar flug og bíll í tvær vikur kr. 15.518 á mann en afsláttur er veittur fyrir börn. í gistingu, mat og annan beinan kostnað er vissara að ætla ekki minna en 100—120 franka á mann. Ferðakostnaður á mann gæti því orðið sem hér segir: Flugogbíll ................................ kr. 15.518 Gisting með morgunverði 14 nætur, matur og annar beinn ferðakostnaður ............. kr. 20.000 Með vali á gististöðum í lægstu verðflokkum væri hægt að lækka síðasta liðinn töluvert. En það væri líka hægur vandi að hækka hann og þess ber að geta, að þessi kostnaðaráætlun, 100—120 frankar á mann á dag, er fremur knöpp en rífleg. Sviss telst frekar dýrt land, enda eru þar hæstu meðaltekjur, sem þekkjast í heimin- um. Þetta er háþróað ferðamannaland og þjónusta er yfirleitt framúrskarandi góð. Hinu er svo hægt að lofa, að ferð eins og hér hefur verið lýst er bæði ánægjurík og eftirminnileg. Góða ferð! LESBOK MORGUNBLAOSINS 28. APRÍL 1984 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.