Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 6
spyrja hvaða spurninga sem er, en það er einnig frelsi sem felst í því að vera innan hefðarinnar. Hið akademíska er í því fólg- ið, að greinar guðfræðinnar, svo sem sagnfræði, ritskýring og heimspekilegar spurningar, eru einnig kenndar í öðrum deildum Háskólans. En forsenda tilvistar guðfræðideildarinnar er sú, að hún gengur út frá spurningunni um Guð sem í senn gildri spurningu og mikilvægri spurningu. Ella væri hún trúarbragðafræði." — Voru ekki prestarnir fremur embættislegir fyrrum? „Um aldamót voru evrópskir guðfræð- ingar svo uppteknir af sínum diplómata- jökkum og hörðu höttum, að þeim stakk ekki bros á vör. Þeirra vörn fyrir guðfræð- inni var að viðhalda formlegum tengslum milli ríkis og kirkju, þ.e. milli guðfræði- deilda háskólanna og ríkisins. Og þá hætti guðfræðin að vera gagnrýnin. Hér á landi var þetta einnig mjög embættislegt, prest- urinn í diplómat og þéraði alla. Sr. Jakob braut þetta niður af ásetningi, vildi eyða embættismannsfasinu. Saga er til af því þegar sr. Jakob kom til Norðfjarðar, ný- vígður prestur að sunnan. Súðin lagðist að bryggju, og sóknarnefndarformaðurinn bjóst til að fara um borð að taka á móti nýja prestinum. En þarna stóð þá séra Jakob í pokabuxum með sixpensara, og formaðurinn hætti við að taka á móti þess- um presti. Séra Jakob segist að vísu aldrei hafa átt pokabuxur né sixpensara, en sag- an er góð, þótt ekki sé sögulega sönn!“ — Hið þjóðlega er býsna sterkt í íslenskri kristni? „Lúther hefur verið ásakaður fyrir að gera þjóðfélagið veraldlegt. En því var öfugt farið. Hann vildi helga daglega lífið. Þess vegna efldi hann hinn kristna ein- stakling til ábyrgðar. En einstaklings- hyggjan hertók okkur á 19. öldinni, og þá dvínaði hið þjóðlega. Daglegir, kristilegir siðir lögðust af, t.d. borðbænin. Áður sat. hver með sinn ask, og menn fóru með bæn, sbr. vers sr. Hallgríms: „Þurfamaður ert þú mín sál/ þiggur af Drottni sérhvert mál.“ Þá var sungið til matar, sungið til ferðar, og siðir voru við kirkjugöngu. Áður en gengið var til altaris safnaðist fólkið saman, og hver gekk til síns náunga og sættist við hann. Á seinni hluta 19. aldar var farið að hlæja að þessu. Bölvuð hræsni, sögðu menn. Þá lögðust skriftirn- ar einnig niður." — Hvað um rannsóknir í guðfræði- deild? „Við erum allir að fást við sömu spurn- inguna: Um trú og þjóðfélag. Sama spurn- ingin í ýmsum myndum í hverri grein guð- fræðinnar: Maðurinn og Guð, lífið og trú- in.“ — Til þess að þjóðfélagslegt gildi guðfræðinnar komi fram, held ég að menn þurfi aö fara að eins og Clemens af Alexandríu. Þessi mikli guðfræð- ingur fornkirkjunnar hóf feril sinn með því að skrifa rit um sið og trú fyrir ungt fólk. „Ég hef mikla ánægju af því að halda námskeið innan safnaðanna. Þar koma fram margar góðar spurningar. Mér finnst þetta vettvangur fyrir lifandi guðfræði. Hinir gömlu skiptu guðfræðinni í þrjár greinar eftir sviðum þjóðfélagsins: Barna- lærdómurinn, presturinn í prédikunar- stólnum og akademísk guðfræði. Þeir höfðu reglu á hlutunum." MATTHIAS JOHANNESSEN Grát ástkæra fósturmold „ Miör hæddu konur at okkur þá er vit várum yngri. “ (Egta) „Og einhvers staöar, þótt enginn vissi hvar, var heilinn, sem samræmdi alla starfsemina og ákvaö stefnuna, sem kraföist þess, aö þetta brul fortiöar- innar skyldi varöveitt falsaö, og hitt gert aö engu . . fortlöin var þurrkuö út . .. þegar tortiöin hefur veriö endursköpuö i þeirri mynd, sem þörf augnabliksins krefst, þá er þessi nýja utgáta fortlöin, og engin önnur fortlö hefur nokkru sinni veriö til ..." (George Orwell, Nltján hundruö áttatlu og fjögur.) „Myndbönd breyta lifsvenjum Fiji-eyjaskeggja . . . Þeir horfa á allt að 20 Dallasþætti / rykk . . . „Uf mitt hefur gerbreytzt, ég er hættur aö lesa, hætt- ur aö tala viö fólk, ég bara drekk og glápi á mynd- band . . . “ “ (Frétt i Morgunblaðinu) 1 Þegar trúboðinn fræddi okkur um ástandið í Eþíópíu skildum við loks hvað Lao Tze átti við með orðunum: að vitur maður þurfi ekki að ferðast til að afla sér þekkingar og hann þurfi aldrei að fara frá flutningsvagninum, ennfremur þessa litlu áminningu: Svo segja vitrir menn að því meir sem ég stundi afskiptaleysi að sama skapi komist börnin betur til manns. Fólk kemst bezt af, sé því lofað að eiga sig. Og trúboðinn kom með andrúm leirkofans inn íglæstan sal samverjanna. 2 Við getum margt lært af kynþáttum Afríku, sagði trúboðinn og bar okkur vitneskjuna um geitur Eþíópíu, ljón Afríku, bar okkur fréttir af erlendum þjóðum: Unnt er að þekkja allan heiminn án þess að koma út fyrir hússins dyr, og hann kom með Afríku til okkar eins og veganesti langrar óvissrar ferðar. Marxistarnir banna þeim að eiga biflíu, sagði hann, svo þeir kaupa tvær, en grafa aðra í jörð. Andi dalsins deyr ekki. En þeir herjast alla ævi við púka og drísildjöfla annars lífs, óttast ekkert meir en eilífar kvalir dánarheima, þar sem öxulgatið veltir áfram vagni allrar tilveru. Því taka þeir boðskap Krists með slíkri gleði að ég þekkti ekki fangaðarerindið fyrr en ég flutti það inn í leirkofa fólksins í Eþíópíu: til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft Hf. En við getum ekki síður margt af þeim lært, hélt trúboðinn áfram: einmanáleiki er ekki til í tungum Eþíópíumanna, en nú sitja orðhagir menn við steðja og smíða þetta vestræna orð úr leifum hrynjandi menningar. Samfélag stórra fjölskyldna vekur traust og öryggi, en baðstofuhlýja leirkofans er okkur að eilífu glötuð. Tökum hana ekki frá þeim, né gráa hárið, tákn vizku og þekkingar, en ekki elli og hrörnumir. Barn er ekki óvelkominn gestur, heldur blessun ogfögnuður frjósamrar jarðar, einstæð móðir óþekkt hugtak. Þeir deyja úr leiðindum í sænskum sjúkraskýlum, en lifa erfiða sjúkdóma af í leirkofunum umhverfis Jágan og frumstæðan feldbeðinn og slátra geit á miðju gólfi. Þetta gætum við lært af Eþíópíumönnum, sagði trúboðinn og varaði eindregið við vestrænum hagræðingarfulltrúum marxiskum guðleysingjum, ofstækisfullum múhameðstrúar- [mönnum (en þó ekki trúboðum að öðru leyti), svo að þetta frumstæða umhverfi fagnaðar oggleði megi lifa, en umfram allt: þetta samfélag órjúfandi tengsla milli guðs og manna. En því væri þó ekki að neita að menn sýndu karlmennsku sína í þessu trúverðuga framandi landi með því að drepa Ijón eða afhenda væntanlegri unnustu afskornar hreðjar af næsta manni. Nú eru fá Ijón eftir í Eþíópíu og Iæknar fara mjúkum höndum um voðasár þessa vilta skógar og senn færist einmanaleikinn eins og dalalæða yfir land og þjóð. 3 Að lokinni langri dvöl erlendis koma ungir menntamenn aftur heim til Afríku, koma heim með flutningsvagninn sinn og segja: Við erum orðnir hvítir menn undir svörtu hörundi. Eyjar í hafinu. 4 Óttaslegin horfum við upp á Afríku eins og Egil blindan og ósjálfbjarga í eldhúsi matselja að Mosfelli einan og blindan og löngu hættan að vega mann og annan, þolandi þá niðurlægingu að falla einn saman, þá niðurlægingu eina sem skáldi og vígamanni er ekki samboðin: að liggja fyrir fótum þjónustukvenna, mega ekki baka sig við eldinn og bera harm á hvarma hnitvöllum: Statt þú upp, segir hon, ok gakk til rúms þíns ok lát oss vinna verk vár. Egill stóð upp ok gekk til rúms síns. 5 Megi ungir Eþíópíumenn halda áfram að sækja kraft karlmennsku sinnar í ljónsöskrið! Svo að einmanaleikinn sæki ekki á kynstofnana eins oggigt á fúinn líkama. Svo að þeir verði ekki kviksettir vegna síns gráa hárs. Svo að þeirgeti haldið áfram að slátra geit á miðju gólfi leirkofans. Svo að sál þeirra verði ekki hvít undir svörtu hörundi. Svo að þeir megi halda áfram að standa hver við annars hlið eins og tré frumskógarins. Svo að þeir megi lifa í töfrurn og æði sínu, að land þeirra megi lifa. 6 Að Afríka megi lifa í ljónsöskri, nýslátraðri geit og gráu hári. Titill Ijóösins er nafn á skáldsögu eftir Alan Paton. R Flestir íslendingar sjá til hafs, og meginhluti þeirra hefur haft viðurværi sitt af sjónum a.m.k. einhvern hluta ævinnar. Fyrr á öldum voru ungir menn sendir til sjóróðra úr sveitunum. Nú búa flestir í þorpum, bæjum og borgum við sjávarsíðuna. Það er því ekki að undra þótt skáld okkar og hagyrðingar hafi mikið ort um hafið. 1923 safnaði Guö- mundur Finnbogason lands- bókavörður saman í allstóra bók sýnishornum slíks kveðskapar. Þar leita ég fanga að þessu sinni. Fyrst draumavísur og stökur sem enginn veit hver ort hefur: Er á ferðum engin töf, ckki er gott að skilja. Sigli ég yfir sollin höf, svöl er næturkylja. Djúpum ofar hættuhyl, hlaöinn þungum vanda, samt ég horfi sjónum til sólarfegri landa. Reyndist okkur ráöafátt á Ránar stefnufundum. Faðmlög hef ég önnur átt hjá Ytribæjarsprundum. Eg er á floti út við sker, öll er þrotin vörnin, báran vota vaggar mér. Þú veist hvað notalegt það er. Aldan freyddi, öidin kveiö, Ægir reiddi hramminn, höggið greiddi, hrönnin reið til heljar leiddi Gamminn. Undir þvölum unnarstcin iil er dvöl um nætur. Og sífeld kvölin söm og ein að sjá þitt böl, þú grætur. Þó kólgu vafinn kroppur minn hvíli á votum beði, í Ijósaskiptum leita ég inn og langar í horfna gleði. Vér höfum fengið sæng í sjó, sviptir öllu grandi. Höfum þá á himni ró hæstan guð pn'sandi. Fer ég djúpt í fiskageim fjærri hringasólum. Þó ég sé dofinn dreg ég mig heim til dóttur Narfa á Hólum. Gagnslaus liggur gnoö í laut, gott er myrkrið rauða. Halur fer með fjörvi braut. Fár er vin þess dauða. Lætur skeiða „Svaninn“ sinn sels um breiða móa. Hefur leiði út og inn, oft með veiði nóga. Landsynningur leiður er, lýir fíngur mína. Barnaglingur ekkert er í honum syngur heyrist mér. Báran hnitar blævakin, borða titrar kjóinn. Sólin glitar gullroðin guðdómsrit á sjóinn. Ennþá Kári óður hvín, æðir sjár á löndin, ógnarbára yfír gín, er í sárum ströndin. Sortinn bægir sólu frá, saman snæinn rekur. Út á sæinn ýtar gá, ef að lægja tekur. Skarða-Gísli orti í banalegunni: Voöablandin lífs er leiö, loðir strand við rýrðar. Hroöin andar skal nú skeið skoða landið dýrðar. Hér er andarskeið kenning, merkir andvana lík. Nú skulum við taka vísur úr bókinni eftir nafnkcnnda höfunda. Verða þá fyrst fyrir okkur stökur eftir hina landskunnu Sandsbræð- ur: Ægir gljár viö Ijósbjart land, leikur már um dranga. Faðmar bára svartan sand meö silfurtár á vanga. Þessi er eftir Sigurjón Friðjóns- son. En Erlingur Friðjónsson orti: Nóttin heldur heimleið þar himins feldur blánar. Logar eldur ársólar yst í veldi Ránar. Og Guðmundur á Sandi: Þar til hinsti dagur dvín, djörfum huga, gljúpri sál Rán og Ægir syngja sín Sólarljóð og Hávamál. J.G.J. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.