Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 2
 Giovanni Leombianchb Óður tO Aipablómsins, grafík, 1970. Di SaJvatore: Grafíkmynd, 1950. Franoo Grignani: Opait nr. 5. Oiíumynd, 1965. Mflanó — Reykjavík Italskir myndlistarmenn sýna í Reykjavík dag- ana 8.—16. september. Sýningu sína nefna þeir Italia in Islanda og verður hún í Listamiðstöð- inni við Lækjartorg, annarri hæð. Alls eru myndir eftir 13 listamenn sem eiga það sameig- inlegt að starfa að mestu leyti í Mílanó. Þeir eru samt ekki allir ítalskir ríkisborg- arar. Philip Martin er brezkur, Ho-Kan er fæddur í Nangking í Kína, Maurice Henry franskur. Hinir tíu eru ítalir, Giovanni Leombianchi, Elvio Becheroni, Sergio Dangelo, Nino di Salvatore, Pietro Gentili, Franco Grignani, Marco Magrini, Galliano Mazzon, Carlo Nangeroni og Vanni Vivi- ani. Flestar myndirnar eru eftir Giovanni Leombianchi frá Mílanó. Giovanni hefur komið hingað til lands um sjö ára skeið á hverju ári til laxveiða og náttúruskoðunar. Giovanni hefur og ritað mikið um ísland í tímarit og blöð á Ítalíu. Fyrir nokkrum árum gaf hann út myndir frá helztu veiði- stöðum við Grímsá í Borgarfirði og vakti sú myndamappa athygli laxverndun- armanna í Kanada sem buðu honum til Kanada til þess að mála sams konar myndamöppur í kanadískum laxveiðiám. Þá var Giovanni gerður að heiðursfélaga í Laxaverndunarsamtökum Norður-Atl- antshafs í New Brunswick. Þær myndir sem Giovanni sýnir hér eru unnar á mis- munandi hátt, vatnslitamyndir, silki- þrykk, grafík, „relievografia“-upphleypt grafík, ciba — chrome — photogravure og collage. Aðalhvatamaður að þessari sýningu er Friðrik Á. Brekkan. Það er von Friðriks að hægt verði í framtíðinni að koma á vinnu- stofusamskiptum milli ítalskra og ís- lenzkra listamanna og að koma myndum hvors annars á framfæri í viðkomandi löndum. Af þeim hópi sem hér sýna eru 9 þegar reiðubúnir til slíkra samskipta. Á sýningunni er myndröð unnin í relievografíu með tölustafinn sjö sem tema. Hver listamaður á þar eina mynd. Myndirnar eru gefnar út árið 1976 af Gall- eria Rizzard í Mflanó. Hver listamaður túlkar tölustafinn sjö samkvæmt sinni stefnu. Alls voru gefin út 77 eintök en að- eins tvö eru í umferð, þar af það eintak sem er á sýningunni í Listamiðstöðinni. Nino Di Salvatore sem á eina mynd á sýningunni er forstjóri „Polytechnica e design", virts lista- og hönnunarskóla í Mílanó og eru verk hans víða um heim. Galliano Mazzon fæddist 1896, flutti ungur til Brasilíu og til Ítalíu í fyrri heimsstyrj- öldinni. Hann er nú látinn. Maurice Henry er fæddur 1907 í Frakklandi og er einn af stofnendum Grand Jeu-listastefnunnar, sem starfaði samhliða súrrealismanum. Philip Martin er fæddur í Essex á Eng- landi. Býr nú í Ástralíu. Vanni Vivianni er fæddur 1937. Býr í Mílanó og fæst aðallega við grafík. Nangeroni er fæddur í New York 1922. Býr í Mílanó. Hefur haldið fjölda sýninga í Evrópu og Bandaríkjunum og Pietro Gentili er fæddur 1932 og hefur lært bæði í Bandaríkjunum og í Mílanó, en starfar á Ítalíu. Elvio Becheroni er fæddur 1934 í Flórens. Marco Magrini er fæddur í Mílanó 1945 og starfar þar. Hann hefur haldið um 30 sýningar í ýmsum Evrópulöndum. Töluverð umræða er um þetta framtak meðal listamanna í Mílanó, enda í fyrsta skipti sem þeir eiga myndir á sýningu á íslandi og þar af leiðandi ríkir töluverð spenna gagnvart hugsanlegum viðtökum íslendinga á þessum örfáu sýnishornum. Vinnustofuskipti um lengri eða skemmri tíma er eitt af því skemmtilega sem kann að koma út úr þessari sýningu, en nokkrir íslenzkir listamenn hafa sótt til Ítalíu í nám á undanförnum árum og gæti það orðið góð búbót að flétta vinnustofuskipti við námið síðar meir. Sýning þessi hefur verið nokkur ár í undirbúningi, hún er unnin með jákvæðu hugarfari og í þeirri von að hún opni áður ókannaðar leiðir til samskipta milli þjóða okkar, Ítalíu og íslands. Þrettán erlendir myndlistar- menn í Lista- miðstöðinni Erlendar bækur GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON Gerald A. Browne: 19 PURCHASE STREET Penguin Books 1983. Þegar Norma Gainer finnst látin í hótelherbergi sínu í Zurich í Sviss bendir allt til þess að hún hafi í eitur- lyfjavímu framið eitt herlegt sjálfs- morð. Bróðir henn- ar vill ekki sam- þykkja að svo hafi verið og kemst að skömmum tíma liðnum á spor banamanna hennar, eltir þá uppi og kemur þeim fyrir kattarnef. Ást- kona hans er í vitorði með honum og í sameiningu leggja þau út í þá tvísýnu að fletta ofan af þeim sem fengu morðingja systurinnar til að fremja ódæðið. Það tekst eins og í svo ótalmörgum sögum af þessu tagi, spennan er mikil og endirinn eftir öllu góður. Það væru svik við verð- andi lesendur þessarar spennusögu að rekja atburðarás hennar frekar. Sagan er prýðislesning, þó gætir málalenginga helst til mikið og hrapar spennan þá niður úr öllu valdi en alltaf er eitthvað til að kalla hana fram aftur. Höfundurinn, Gerald A. Browne, er Bandaríkjamaður og hefur áður sent frá sér nokkrar spennusögur. Sean O’Faolain: THE HEAT OF THE SUN Collected Short Stories Vol. II. Penguin Books 1983. Það er vanda- samt að skrifa smásögu svo vel fari. Margur hefur reynt sig við það en ekki öllum tekist. Hemingway tókst það, Maupassant og Joyce og einhverj- um fleirum og þeim höfundi núlifandi sem aldrei fatast er Sean O’Faolain. Hann er írskur og hafa menn nefnt hann í sömu andrá og Chekov og vilja meina að með þeim sé ýmislegt líkt, um það skal ég ekkert segja. Smásagan hefur lengst af verið lítils metin á Islandi, þó eru til á vorri tungu meistaraverk á því sviði, Auðunar þáttur Vestfirska og einhverjar sögur eftir Nó- belsskáldið svo og margar eftir Jón óskar. Á meginlandi Evrópu töldu menn lengi að Maupassant og Chekov hefðu fundið upp smásöguna en það er í alla staði heldur aumleg fullyrðing, því sexhundruð árum áður en þeir kappar komu undir hafði ein- hver maður íslenskur skrifað þáttinn um Auðun og máski sá hafi fundið upp þetta bókmenntaform, en mér er það til efs. En allt um það. I þessu hefti, sem er annað af þremur, sem innihalda smásögur þessa írska sagnameistara, er þrjátiu og ein saga. Komu þær fyrir sjónir lesenda á árunum 1949—1966. Þær eru unnar af miklu öryggi og sjaldgæfri íþrótt og er ekki lygimál það sem stendur á kápu bókarinnar: Einn besti núlifandi smásagnahöfundurinn. Bókin er tæpar 450 síður. Helen Garner: MONKEY GRIP. Penguin Books 1983. Höfundur þessarar bókar, en hann er ástr- alskur kvenmaður, á hrós skilið fyrir það eitt að hafa skrifað þá jafnleiðinlegustu bók sem undirritaður hef- ur um langan aldur lesið. Og, nota bene, hlotið bókmenntaverð- laun fyrir pródúktið. Bókin er tæpar 250 síður, sem allar eru eins, Nora reykir mar- íjúana, Javo kemur illa haldinn til hennar, þau samrekkja, hann fer, hana dreymir. Svona eru þær allar, en þrátt fyrir að í lokin örli á einhverju bitastæðu, þá hefur höfundur ekki aðra kosti, að því er virðist, en að láta söguna a tarna leysast fyrir rest upp í algera og megna skítafýlu. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.