Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 14
 W ■ ■ H L J o M P L O T U R Sálumessa Mozarts að var í júlímánuði 1791 að gráklæddur maður kom til Mozarts og bað hann að semja sálumessu. Hér var á ferðinni sendimaður frá von Walsegg greifa. Hann hafði misst konu sína og vildi heiðra minningu hennar með flutningi sálumessu og átti að líta svo út eins og hún væri samin af greifanum sjálf- um. Mozart fékk greidda nokkra fjárupphæð fyrirfram, en þessi dularfulli sendimaður birtist aftur og aftur til að krefja hann um sálumessuna. Mozart var einn í íbúð sinni. Konstanza hafði alið son fyrir skömmu og var sér til heilsubótar á hress- ingarhæli þegar hann hófst handa um samningu sálumess- unnar. Það settist að honum banageigur þegar hann festi á blað fyrstu þættina og heilsu hans hrakaði óðfluga. Til að gera langa sögu stutta, þá entist Moz- art ekki ævin til að ljúka verkinu, en hugur hans var við samningu þess þar til yfir lauk, meðan hann hélt ráði og rænu, að hann andaðist 4. desember 1791. Það varð ekkjunni angurs- efni ef hún yrði að endurgreiða Walsegg það sem hann hafði lát- ið af hendi og til að afstýra því fékk hún heimilisvin og nem- anda Mozarts, Sússmayer, til að ljúka verkinu. Segja má að Moz- art hafi goldið sköpun verksins með lífi sínu og alla tíð síðan hefir það vakið hrifningu og að- dáun, enda þótt það sé ekki full- gert frá hendi meistarans. Það er tiltölulega sjaldgæft að frægir söngvarar skipti um hlut- verk og gerist hljómsveitarstjór- ar, samt má nefna tvo af fræg- ustu söngvurum samtímans sem bregða þessu fyrir sig, Diedrich Fischer-Dieskau og Placido Domingo, og nú hefir sá þriðji bæst í hópinn og gefið út hljómplötu sem hefir fengið ein- róma lof. Þessi söngvari er Peter Schreier og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur, þegar hann valdi sálumessu Mozarts til flutnings. Schreier hefir að vísu fengist við hljóm- sveitarstjórn öðrum þræði allt frá 1970 og hann hefir sungið tenórhlutverkið í sálumessu Mozarts oft og mörgum sinnum, svo að hann nauðaþekkir alla innviði verksins og þess gætir í meðferð hans sem er ákaflega vönduð, skýr texti og öll hlutföll eins og best verður á kosið. Þá þykja einsöngvararnir skila sín- um hlutverkum með mestu prýði, einkum þó Margaret Price (sopran). Hinir einsöngvararnir eru Trudelise Schmidt, Franc- isco Araiza og Theo Adam. Það er útvarpskórinn í Leipzig sem syngur og ríkishljómsveitin i Dresden leikur og það er Philips sem gefur plötuna út og beitir digitaltækninni við gerð hennar — Philips digital 6514 320. Af öðr- um hljómplötum sem eru tiltölu- lega nýjar og þykja standa fyrir sínu má nefna hljóðritun þar sem Barenboim stjórnar, ASD 2788, dramatísk uppfærsla og vel sungin, en frá árinu 1972, og aðra þar sem Marriner er stjórnandinn, ZRG876, í báðum tilfellunum eru prýðis einsöngv- arar, en hljóðritunin hjá Schrei- er og flutningur hans allur þykir samt standa báðum þeim framar og þeir sem um hana hafa fjallað hafa valið henni einkunnarorð eins og opinberun. A.K. Tryggva Gunnarssonar eftir ÞÓR MAGNÚSSON þjóðminjavörð að er ekki langt síðan menn eignuðust vatnshelt efni til fatnaðar eða í um- búðir, og enn munu ýmsir minn- ast þeirra stórlega umskipta þá er sjómenn fengu olíustakka og þurftu ekki lengur að klæðast skinnklæðum, sem menn vökn- uðu sífellt í, hversu vel sem menn báru í þau lýsi. Þeir sem ferðuðust langan veg á hestum þurftu að hafa við- kvæman farangur sinn, klæðnað og jafnvel bækur eða skjöl, svo vel varin sem unnt var. Menn tóku því oft þann kost að láta gera sér skinnklædd koffort, sem urðu nánast vatnsheld. Einkum var selskinnið hentugt, því að í því var mikil fita og það hrinti vel frá sér vatni. í Þjóðminjasafninu eru ferða- koffort Bjarna Thorarensens amtmanns, klædd selskinni, og nú nýlega eignaðist safnið ferða- koffort Tryggva Gunnarssonar kaupstjóra og bankastjóra, sér- lega vönduð, látúns- og kopar- slegin og klædd selskinni. Tryggvi var einn mesti fram- kvæmdamaður sinnar tíðar. Er saga hans alþekkt, enda hafa nú komið út fjögur stór bindi ævi- sögu hans, og er fróðlegt að kynnast þessum prestssyni frá Laufási, sem sigldi og varð trésmiður, var bóndi í Fnjóska- dal, síðan kaupstjóri Gránufé- lagsins, brúarsmiður, alþingis- maður og síðast bankastjóri og átti þátt í að ýta úr vör flestum framfaramálum þjóðarinnar á sinni tíð. Tryggvi var mikið á ferðalög- um starfs síns vegna, innan lands og utan. Þá voru nær allar ár óbrúaðar og mest farið innan lands á hestum. Ævinlega þurfti hann að hafa með sér mikið af skjölum og verðmætum auk dag- legra hluta. Því var honum nauðsynlegt að hafa vandaðar umbúðir um föggur sínar og sjá má á gömlum myndum hvernig menn sundlögðu árnar og virðist svo sem þá hafi farangur nær allur verið á floti. Ferðakoffort Tryggva eru af venjulegri gerð, með hólfi í lok- inu, en öll klædd selskinni, negldu með látúnsbólum, og kop- arhankar til að hengja þau á klyfsöðul. Þau eru skrálæst og ofan á loki eru látúnsplötur og grafið á með koparstungu: Tryggvi Gunnarsson. Að auki mátti stinga miða með heimilis- fangi undir plötuna. Tryggvi eftirlét koffortin Guttormi Vigfússyni umboðs- manni og alþingismanni í Geita- gerði í Fljótsdal sem notaði þau á ferðum sínum til alþingis. Og þar í Geitagerði voru þau geymd unz Guttormur Þormar bóndi þar, sonarsonur Guttorms Vig- fússonar, gaf þau Þjóðminja- safninu nú í sumar, svo að þau mættu sameinast safni Tryggva Gunnarssonar, sem er sérstök deild í Þjóðminjasafni íslands. Það er stundum á orði haft, að Tryggvi Gunnarsson hafi litt borizt á í einkalífi sínu. Hann hefur sennilega haft allgóð fjár- ráð alla tíð, en ekki verður þess vart, að hann hafi safnað að sér veraldlegum auði. Þeir hlutir, sem varðveizt hafa úr eigu hans, eru að sönnu allir vandaðir, en þó einfaldir og fábreyttir. Hann varð snemma ekkjumaður og átti ekki afkomendur, lifði ein- földu og sparsömu lífi, hafði mikinn áhuga á dýravernd, stofnaði Dýraverndunarfélag ís- lands og kom upp Alþingishúss- garðinum í elli sinni. Og þar er hann grafinn sem bautasteinn hans er. ELÍS KJARTAN FRIÐFINNSSON Hrafnseyri Á Hrafnseyri var og verður vornóttin björt og hlý, gróandans æðstu undur, alltaf er sagan ný Hrafn var hér læknir og lagði líknandi hendur á marga gjörði að sárum og sagði sjálfsagt öllum að bjarga. Grelöð hún fann hér forðum farsælan ilm úrjörð, gjörði hér bú og byggði bæ sinn við Arnarfjörð mildur er ilmur og ennþá anga á vorin grundir breytist það eflaust aldrei ókomnar árþúsundir. Gróandans mildi máttur mjúklega vermdur höndum búmannsins eðli og alúð, ást sem er sterkari böndum tryggir fegurstu framtíð og farsæld öllum til handa megi guð okkur gefa, gæfu að leysa hvern vanda. Hrafnseyri — Vor Niðandi áin og lækurinn liðar lautin er græn undan snjó, í algleymiskyrrðinni finn ég til friðar og frelsis í skapandi ró. Frá sólstafa himninum geislandi glitrar gullofið vefnaðar skrúð, sem vermandi ylur um sálina sitrar syngjandi náttúran prúð. Hér er ilmur úr mosa og angan úr lyngi við endalaust samofið spil, mér finnst eins og strengur í sálinni syngi um sólskin og blómstur og yl. Hrafnseyri — Vetur Það er vetur og fönn og freðin jörð á fjöllunum þoka grá, í aftanbliki við Arnarfjörð er eitthvað sem minnir á bænagjörð og feykir hulunni frá. Þá lýsir upp hugann leiftursýn, hún ljómar frá þessum stað og bjartari enginn bjarmi skín ó blessaða fósturjörðin mín hér var sögunnar brotið blað. Hér fæddist áður sá fríði sveinn, er frelsinu unni mest. Hann barðist gegn oki, bjartur og hreinn og bugaðist aldrei þótt stæði einn í hættunum bar hann sig best. Ells Kjartan Frlðfinnsson er kunnur jarðýtustjóri á Vestfjöröum. Hann flutti kvæöin á samkomu á Hrafnseyri, sem þar var haldin á þjóðhá- tlðardaginn á vegum Hrafnseyramefndar. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.