Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 3
E IXSBtíK. litgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulitr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Ðaldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Sígaunar Lífsnautnin er fólgin í því að skapa, segir Rósa Gísla- dóttir leirlistakona og margir hafa raunar fyrr og síðar komizt að þeirri sömu niður- stöðu. Rósa sýndi sérkennileg verk á Kjarvalsstöðum, stílur t.d. en hún stundar framhaldsnám í Míinchen í Þýzkalandi. búa enn í mörgum Evrópulöndum. Þótt þeir séu nánast hættir að lifa flökkulífi, halda þeir fast við sitt forna lífsmunstur, eru yfirleitt ólæsir og óskrifandi og falla illa saman við kerfin í hinum iðnvæddu Vesturlöndum. Járnsmiðurinn Helgi Magnússon, sem fyrirtækið Helgi Magnússon & Co. var kennt við, bar hitann og þungann af framkvæmdum, þegar vatnsveitan var tengd við húsin í Reykja- vík, en ekki höfðu þá allir trú á vatnsveitu, — töldu að vatn rynni ekki uppí móti og þetta væri allt saman plat. Forsíðan er sjálfsmynd Sveins Björnssonar listmál- ara, en myndin er ein af þeim sem verða á sýningu Sveins á Kjarvalsstöðum, sem hefst í dag. Hröð, sterk og expressjónísk tjáning hefur alltaf staðið Sveini hjarta næst og gerir enn. Og sjálfan sig málar hann að sjálfsögðu á sama hátt og annað. Lesbók/Árni Sæberg JEVGENÍ JEVTÚSJENKO Gæsablóm Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku GeriÖ ekki of mikið úr smámunum og því, að ég dansi hér um lífið eins og sumargrænt engi. Skyrtukraginn opinn og í eirðarlausum höndum endalaust ný og ný gæsablóm með sjö krónublöðum. Vindurinn þurrkar varir. Ég er óvæginn við þessi blóm. „Elskar mig“, svarar mér afrifið krónublað. Og ég kann mér ei læti, svo feginn að fá það sannað! ^,Ekki“, hvíslar annað. JEVGÉNl JEVTÚSJENKO (f. 1933) er einna þekktastur hinna yngri sovétskálda. Hann hefur sent frá sér margar Ijóöabækur, smásögur og blaöagreinar og einnig sjálfsævisögu sem út kom á Vesturlöndum fyrir allmörgum árum. G.K. Markaðurinn eltlr meirlhlutann R Nei, ég er alltaf að bíða eftir hvort ekki skáni. Svo komst hlustandi að orði sem hringdi í útvarpsþátt að kvarta um þunga dagskrá og var spurður hvort þá kæmi ekki til greina að slökkva á tækinu. Stundum hafa verið hlustendakannanir þar sem aðallega eða eingöngu er athugað hvort fólk hafi heyrt (eða séð) þá og þá dagskrárliðina eða ekki. Minna að því spurt hvort fólk hafi heyrt sér tii nokkurrar ánægju eða jafnvel sár- ustu raunar. Þannig fást litlar upplýsingar um smekk og þarfir þeirra hlustenda sem þykir tómleg tilveran og hlusta því (eða horfa) á dagskrárnar endilangar heldur en ekki neitt. Svo er víst um nokkuð marga og sérstaklega sjúklinga og gamalmenni. Verkfallið í haust vakti verðuga athygli á því hve mjög margt gamalt fólk þarf á útvarpi og sjónvarpi að halda. Þá urðu fjölmargir til að taka svari gamla fólksins, raunar í samhengi við aðrar deilur um óþarft er að ýfa upp hér. En er þessi skilningur nægilega ríkur þegar kemur til þess að semja dagskrá, velja og framreiða dagskrárliði? Sumt er ágætlega gert. Mér koma til að mynda í hug starfsreglur um sjónvarpið hefur útbúið fyrir þýðendur sína. Þar er meðal annars leiðbeint um það hve lengi skrifaður texti þurfi að standa á skjánum. Yfirleitt þarf þýðandi að stytta samfellt tal, jafnvel um helming eða meira ef hratt er talað, svo að textinn gangi ekki örar fram á skjánum en fyrir er mælt. Nú er fulllæsu fólki yfirleitt vorkunnarlaust að lesa með svo sem tvöföldum talhraða. Því má ætla að meirihluti áhorfenda gæti gripið lítt styttan þýðingartexta og þó fylgst með myndinni. En regían er sett vegna hinna, minnihlutans, og þá sérstakl- ega gamla fólksins sem farið er að missa lestrarhraða eða förlast sýn á síkvikan skjáinn og orðið svifaseinna að færa at- hygli sína milli myndar og texta. Þarna er rétt að verki staðið hjá sjó- nvarpinu, réttilega hugsað um þarfir for- gangshóps, jafnvel þótt það skerði agnar- ögn þjónustuna við meirihlutann eða meðaláhorfandann. Við samningu dagskrár er í lengstu lög reynt að afgreiða sérþarfir með sérþátt- um. Fréttaágrip á táknmáli; skákþáttur; barnatími; djassþáttur. En þeir sem horfa og hlusta daginn út og daginn inn vegna fásinnis, þeim duga ekki sérþættir. Þeim dugir ekkert minna en að verulegt tillit sé tekið til þeirra við gerð dagskrárinnar í heild. Kannski er það líka gert, eða reynt a'j gera það. Ég get ekki svo hæglega áttið mig á því, með því að renna augunum ’ fir dagskrá útvarps og sjónvarps, hve n.ikið þar muni vera við smekk og skap ald’ aðra. Og það er hætt við að útvarpsfólkið sjálft viti það ógjörla nema það hafi við að styðj- ast skipulegar kannanir meðal gamals fólks (og annarra forgangshópa, langleg- usjúklinga, blindra o.s.frv.) þar sem spurt sé hvað því falli vel og hvað illa í dagskr- ánni. Svo þarf, í sanngirninnar nafni, að láta smekk og þarfir meirihlutans þoka dálítið, já, bara talsvert. Að þessu leytinu tjáir varla að binda vonir við samkeppni og fjölmiðlafrelsi. Það er svo hætt við að frelsið og markað- B urinn elti meðaltalið og meirihlutann. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hikandi við að steypa Ríkisútvarpinu út í grimma samkeppni um auglýsingamark- aðinn. Ekki svo að skilja að Ríkisútvarpið hafi haldið af neinni snilld á sinni auglýsinga- einokun. Þvert á móti. Það er t.d. makal- aus klaufaskapur sem birteist í hinum endalausu auglýsingatímum núna fyrir jó’in. Að vísu er sagt að sjónvarpið og rás 2 hafi sett skorður á auglýsingatímana og .átið þá hreinlega seljast upp. En það er ekki miklu skynsamlegra en mara- þontilkynningarnar á rás 1, því að upp- seldir auglýsingatímar þýða í senn skerta þjónustu og tekjutap. Hér ætti við að hafa markaðs- sjónarmiðin að leiðarljósi. Átta sig fyrst á því hve mikið rúm sé heppilegt að ætla auglýsingunum í dagskránni. Reyna svo að nota verðlagninguna til að hitta eins nál- ægt því marki og unnt er. Sem þýðir auð- vitað mjög sveigjanlega verðlagningu, t.d. misjafna eftir vikudögum, og svo auðvitað hækkandi dag frá degi þegar líður að jól- um. Með þessu móti tækist aldrei að jafna auglýsingatímana aiveg nákvæmlega. En með því að læra af reynslunni og breyta verðinu nógu ört, þá má nálgast það. Fá þar með fullt markaðsverð út úr hverjum auglýsingatíma. HELGI SKÍILI KJARTANSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. FEBRÚAR 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.