Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 9
að kyrrsetja þá, um að reka þá af landi brott og jafnvel um að lífláta þá. Örlög þessa þjóðflokks hafa ávallt farið eftir duttlungum stjórnvalda og stjórn- málamanna. Til dæmis var sígaunum safnað í geysifjölmennar búðir í Ungverja- landi í upphafi seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Svipað gerðist í Júgóslavíu þar sem byggð var heil borg til að hýsa sígauna. Sagt er að í Þýskalandi, Austurríki, Hol- landi og Belgíu sé nú aðeins eftir tíundi hluti af þeim fjölda sígauna sem talinn er hafa búið þar fyrir heimsstyrjöldina sið- ari. Síðustu ofsóknir á hendur sígaunum voru ofsóknir nasista, en um það bil 200.000 sigaunar voru annað hvort myrtir í gasklefunum eða létust í fangabúðum. Til dæmis segir Rudolf Hös í bók sinni „Kommandant in Auschwitz" að alls hafi 16.000 sígaunar verið myrtir í vítinu þar. SÍGAUNAR Á SPÁNI Nefna mætti þrjú skeið í sögu sígauna á Spáni. Hið fyrsta nær yfir árin 1415 til 1499, en á þeim árum flytjast þeir til Spán- ar og hljóta afar vinsamlegar móttökur. Næsta skeið er á milli áranna 1499 og 1783, La Cbuaga, síga unadansmær, sem bóf dans- feril sinn íbeili, en befur náð verulegri frægð og þykir dans bennar minna á forna ind- rerska dansa. Franskur sígauni dansar á götu. Á Spáni rinna margir sígaunar fyrir sér með þrf að syngja og dansa flamenco-dansa fyrir túrista. en þá gerast þeir spænskir ríkisborgarar. Þriðja skeiðið hófst árið 1783 og stendur enn þann dag í dag. Þessi tími einkennist annars vegar af lagalegu jafnrétti en hins vegar af efnahagslegu og félagslegu mis- rétti. Á fyrsta skeiðinu veittu konungar og að- alsmenn sígaunum reisupassa, ýmiss kon- ar upphefð, forréttindi og gjafir, og meira að segja persónulega vernd. Reisupassarn- ir voru stílaðir á nöfn eins og „Tómas frá Litla Egyptalandi" og oft á tíðum voru greifar og hertogar af sígaunaættum yfir aðra aðalsmenn hafnir, enda höfðu þeir lagalegt vald yfir fylgismönnum sínum og félögum í hópnum. í rauninni er furðulegt að sígaunarnir skyldu hljóta svona stór- kostlegar móttökur á Spáni, en þjóðfélags- aðstæður þessara tíma, barátta Spánverja gegn Márum og Tyrkjum, auðveldaði þeim inngönguna í landið sem kaþólskir píla- grímar. Brátt olli rótleysi þeirra, sviksemi og hvinnska að þeir misstu réttindi sin. Þeir hættu að mega tala mál sitt (calé, sem er mállýska af rómaní), þeir fengu ekki lengur opinber embætti, þeir fengu ekki að ráða neinu um hvar þeir tækju sér búsetu og svona mætti lengi telja. Tilraunir stjórn- valda til að fá þá til að samlagast þjóðfé- lagslegum aðstæðum og taka sér einhvers staðar fasta búsetu voru oftast til einskis. Árið 1783, þegar Karl 3. var við stjórn, var tekin upp sveigjanlegri og frjálslynd- ari stefna en áður hafði tíðkast. Nú fengu sígaunar að klæðast eins og þeir sjálfir vildu, þeir fengu að tala calé, og velja sér störf sín og bústaði sjálfir. Með þessu átti að reyna að sýna fram á að það væri ein- tóm bábilja að sígaunar væru „afkomend- ur Kaíns". En allt kom þetta í sama stað niður því að enn einu sinni tókst sígaunun- um að smjúga sér undan sérhverri tilraun til að stjórna þeim og aðhæfa öðrum borg- urum. Ungar sígaunastúlkur — klæðnaður og skartgripir að bætti formæðranna. FLESTIR ólæsir Og ÓSKRIFANDI Nú á dögum búa flestir evrópsku sígaun- anna á Spáni og þótt staða þeirra gagnvart landslögum væri styrkt árið 1812 með fyrstu spænsku stjórnarskránni og það eigi að heita svo að þeir séu jafnir öðrum Spánverjum, þá er reyndin önnur. Sígaun- ar eru flestir ólæsir og óskrifandi, þeir neita að tilkynna um barnsfæðingar og hjónabönd í fjölskyldunni og virða yfir- leitt að vettugi allar félagslegar skyldur. Þetta hefur venjulega í för með sér gífur- lega erfiðleika þegar fram líða stundir, persónuskilríki þeirra eru sjaldnast í lagi og þeir geta þar af leiðandi átt á hættu að missa eignarétt sinn og erfðarétt, vegabréf sitt og kosningarétt og meira að segja rétt á læknishjálp. Yfirleitt njóta sígaunar ekki þjónustu ríkisins svo neinu nemi og þetta ásamt menntunarleysi þeirra hefur venjulega í för með sér að þeir vinna lítilsvirtustu og verst borguðu störfin og eru gjörsamlega réttlausir. Ofan á þetta bætist að það er skylda sígauna að yfirgefa starf sitt jafn- skjótt og fjölskylda hans þarf á honum að halda, einkum ef upp rísa erjur á milli fjölskyldna, og því eru atvinnuveitendur ekkert allt of hrifnir af því að þurfa að ráða þá til vinnu. Vilji yfirvöld hins vegar sýna velvild í garð sígauna og úthluta þeim blokkir til húsnæðis er ýmislegt sem getur staðið í veginum fyrir því að þeir samlagi sig spænsku nútímasamfélagi. Til dæmis getur átt sér stað að þeim sé út- hlutað húsnæði nálægt „fjandmönnum" sínum, einhverri fjölskyldu sígauna sem á þeim grátt að gjalda, og þá er verið að fara úr öskunni í eldinn. Ándúð heiðvirðra nágranna á þessum flökkulýð getur einnig sett strik í reikninginn svo ekki sé minnst á hefðbundin störf sígaunanna svo sem skransölu og gripasölu, því að vörugeymsl- ur og gripahús eru tæpast á hverju strái 1 venjulegu íbúðarhverfi. LÖG OG HÁTÍÐIR SÍGAUNA Mjög er sennilegt að tilhneiging sígauna til að sneiða hjá lögum los payos stafi af því að þeir eiga sín eigin lög sem hafa gilt og verið í heiðri höfð frá ómunatíð. Grundvöllur þessara laga er „ættin" sem getur stjórnað allt að fjórum ættliðum, en höfuð ættarinnar er „frændi" eða elsti karlmaðurinn i fjölskyldunni. „Frændi" er valdamikill sigauni, hann hefur ávallt síð- asta orðið, hann er dómari og friðarstillir, hann kann að græða á kostnað los payos, blekkja án þess að beita ofbeldi og forðast erjur og slagsmál milli sígauna. í lægsta þrepi virðingarstigans er konan. Hún skal vera eiginmanni sínum trú, hún skal vera iðin og geta af sér mörg sterk sveinbörn og skírlíf stúlkubörn. Réttvísi sígauna byggist á „hlutlægri sök“ þar sem ekkert tillit er tekið til að- stæðna og ekki er endilega nauðsynlegt að hafa hendur í hári rétta sökudólgsins. Særist maður á knæpu skal það blóð sem hann missir, hvort sem það er lítið eða mikið, þvegið úr blóði árásarmannsins, en sé hann ekki viðlátinn er blóð nánasta ætt- ingja hans látið duga. Þetta er ástæðan fyrir því að ef ráðist hefur verið á sígauna leggja næstum allir karlmenn „óvinaætt- arinnar" á flótta eða fara huldu höfði. Þó fer slíkt eftir því hversu margir karlmenn eru í ættinni, vegna þess að því fleiri sem þeir eru því sterkari er ættin. Alvarlegasta brot á lögum sígauna er að „sverja gegn hinum dauðu", slíkt atferli leiðir óhjá- kvæmilega til blóðugs bardaga því að bæði lifandi og látnum sígaunum er stórlega misboðið. En ekki snýst líf sígaunanna þó einungis um erjur og ofbeldi. Hátíðir þeirra og hin ómissandi flamenco-tónlist sýna með- fædda hæfileika þeirra til að kætast og gera sér glaðan dag. Það er einróm álit sérfræðinga að cante jondo eða flamenco hafi orðið til hjá sígaunum, nánar tiltekið á ákveðnu svæði í Andalúsíu á milli Sevilla og Cádiz. Það litla sem vitað er um upphaf þessarar listar er í munnlegri geymd með- al sígauna, hennar er fyrst getið í rituðum heimildum frá 18. öld í sambandi við flamenco-söngvarann Tío Luis el de la Juli- ana. í þessari tóniist gætir andalúsískra, ar- abískra og meira að segja gyðinglegra áhrifa, og ein af þeim túlkunum sem mestrar viðurkenningar njóta er af arab- iskum uppruna. Arabiska orðið fella- hmengu þýðir fátækur sveitapiltur og óneitanlega er það líkt orðinu flamenco sem er nafið á söngvum þessara snauðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. FEBRÚAR 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.