Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1985, Blaðsíða 12
Lífsnautnin er fólgin í því að skapa Rósa Gísladóttir leirlistakona sýndi á Kjarvalsstöðum komin í úrtak 14 nemenda, sem valdir eru í Þýzkalandi í haust, en hún er í framhaldsnámi í Miinchen og er á samsýningu Viðtal: KRISTÍN SVEINSDÓTTIR Rósa með eina af súlunum sínum. Eg vil alls ekki móta neitt úr leirnum sem hefur notagildi. Mig langar til að skapa eitthvað stórt og kraftmikið. Veistu, að leir- inn er svo sterkt efni, hann ber ótrúlegan þunga. Þessi súla hérna til dæmis er meira en tveir metrar á hæð og vegur yfir fimm- tíu kíló og hún ber sjálfa sig uppi. Það er Rósa Gísladóttir leirlistakona sem segir frá. Við erum staddar í húsi foreldra hennar, Þorgerðar Þorgeirsdóttur kennara og Gísla Magnússonar píanóleik- ara og skólastjóra, að Bergstaðastræti 65 í Reykjavík. Hún er heima hjá mömmu og pabba í jólafríi, en er á förum aftur til Míinchen eftir fáeina daga þar sem hún stundar nám við listaakademíuna. „Stendur súlan sem tákn fyrir eitthvað sérstakt?“ „Þegar ég ferðaðist til Rómaborgar og Sikileyjar varð ég uppnumin af hrifningu af þessum fornu súlum. Þær heilluðu mig gjörsamlega, ég gat ekki losnað við þær úr huganum aftur. Þú getur kallað þetta heimþrá til forhrar menningar eða eitt- hvað í þá áttina." „Þú hélst stóra sýningu á Kjarvalsstöðum á síðastliðnu hausti. Er ekki óvenjulegt að listamaöur sem enn er í námi leggi í slíkt?“ „Mér fannst ég verða að ljúka hugmynd- um sem ég hafði lengið unnið að. Eg er því marki brennd að verða að fullvinna verk mín og koma þeim frá, annars er ég ósátt við sjálfa mig. Þegar ég hef lokið námi eftir tvö eða þrjú ár mun list mín væntan- lega hafa tekið miklum breytingum. Þá verður ekki rétti tíminn til að sýna þessi verk.“ „Ég hef tekið eftir því að þú brennir mörg af verkum þínum í einingum sem þú síð- an raðar saman ... “ „Já, þau eru eins og nokkurs konar þroskaleikföng fyrir börn. Ég vil ekki ein- skorða mig við fyrirfram ákveðin form, heldur geta raðað þeim saman á mismun- andi hátt. Komdu og sjáðu.“ Hún leiðir mig fram í anddyrið og sýnir mér veggmyndir sem eru ýmist í tveimur eða þremur hlutum. „Sjáðu, þessum myndum getur hver og einn raðað að vild. Stundum set ég saman sterkar andstæður, bæði að lit og lögun, stundum samstæður sem mynda eina heild. Þetta er miklu skemmtilegra en eitt- hvað eitt fast form og býður upp á mikla fjölbreytni." Ég horfi í kringum mig í þessu fallega og virðulega húsi. Það er litað gler í glugg- unum í forstofunni og hurðirnar málaðar í fagurbláum lit. „Þú ert hrifin af húsinu," segir Rósa og les hugsanir mínar. „Ég tilheyri þriðju kynslóðinni í okkar fjölskyldu sem býr hér. Ég held að hvergi sé eins gott að búa og í þessu húsi.“ Við göngum aftur inn í stofuna þar sem flygill tekur upp mesta plássið. Við hliðina á honum stendur selló. Það fer ekki á milli mála að hér býr listafólk. Á gólfinu liggur krókódíll með haus og hala. Mér finnst hann fallegur af því að hann er greinilega löngu dauður, sest samt til öryggis eins langt frá honum og mögulegt er og hef með honum vakandi auga. „Frænka mín sendi afa og ömmu hann frá Austur-Indíum,“ segir Rósa til skýr- ingar. „Ég hef heyrt að þér sé margt til lista lagt, Rósa, og að þú hafir um tíma kennt á selló,“ segi ég og bendi á sellóiö. „Já, það er rétt. Ég vann fyrir mér með sellókennslu á meðan ég var í Myndlista- og handíðaskólanum." „Dreymdi þig stóra drauma um sellóið?" Rósa hristir höfuðið brosandi. „Nei, langt frá því. Það kom aldrei til greina að ég yrði sellóleikari. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið að búa eitthvað til í hönd- unum. Það er svo mikil lífsnautn fólgin í því að skapa eitthvað sjálfur. Að mínum dómi þarf tónlistarmaður að vera búinn alveg sérstökum kostum. Það útheimtir takmarkalausa þolinmæði að æfa sama verkið svo mánuðum skiptir og tónlistar- maðurinn má aldrei slaka á. Eigi hann að halda tónleika í nóvember getur hann ekki leyft sér að fara í sumarleyfi í júlí. Og þegar hann fer í sumarleyfi þarf hann helst að taka hljóðfærið með sér. Síðustu vikurnar fyrir tónleika er ekki bara lista- maðurinn eins og hengdur upp á þráð, heldur fjölskylda hans öll. Svo þegar stóri dagurinn rennur upp er listamaðurinn kannski illa upplagður og allt fer í vask- inn. Hugsaðu þér, margra mánaða vinna nánast unnin fyrir gýg. Nei, vinnan við leirinn er allt öðruvísi og meira að mínu skapi. Ef hlutur misheppn- ast má alltaf vinna hann upp á nýtt. Það má að vísu búast við að hlutur springi í brennslu, það þarf svo lítið til, kannski bara loftbólu, þess vegna er mjög spenn- andi að opna ofninn og sjá, hvort hlutur hefur heppnast eða ekki, og ómæld gleði hafi tekist vel til.“ „Mér finnst alltaf forvitnilegt aö vita, hvert listamaður sækir yrkisefni sín. Kannski í tónlist eða skáldskap, í náttúr- una eða til annarra listamnna „Það er ekki gott að segja hvernig hugmyndirnar kvikna." Rósa horfir hugs- andi fram fyrir sig. „Ég er stundum að spekúlera í þessu. Af tónlist, nei, af bók- menntum ekki heldur. Veistu, að oftast held ég að hugmyndirnar fæðist þegar ég ligg andvaka í rúminu. Ef til vill eftir að hafa skoðað sýningar, flett listaverkabók- um og þar fram eftir götunum. Yfirleitt hrjáir skortur á hugmyndum ekki, heldur er minn vandi fólginn í því að velja og hafna. En ég skal segja þér, að oft þegar einhver hlutur er fullgerður rennur upp fyrir mér ljós hvaðan hugmyndin var kom- in.“ Á borðinu fyrir framan okkur liggur bunki af ljósmyndum sem teknar voru á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum á síð- astliðnu hausti. Við skoðum þær og Rósa skýrir listaverkin fyrir mér: „Sjáðu, þessi form hjá mér eru nærri eingöngu geometrísk. Á meðan ég var- í skólanum hér heima vann ég mjög stíf form, þessi klassísku frumform. Allt sem ég gerði var í miklu jafnvægi. Eftir að ég kom út á listaakademíuna losnaði mikið um hjá mér, þar fór ég að vinna með öðru- vísi leir sem gaf nýja möguleika. Síðan leitaði ég aftur í geometrísku formin, fern- ing, þríhyrning og hring. Það er ekki gott að skýra hvers vegna, en ég hef þá trú, að nái maður fullkomnum tökum á geometr- ísku formunum, sé maður betur búinn undir næsta skref."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.