Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 5
 ' Jf X jgJ \ ’í' ' sppp- 1 ■ ■; Kristín í Nesi ásamt börnunum níu. F.v. fremri röð: Ólafur síðar bústjóri í Nesi, Kristin, Ásgeir lögfræðingur, Ásta húsúreyja í Reykja- vík, Guðrún húsfreyja í Svíþjóð. F.v. aftari röð: Einar skipstjóri í BoIIagörðum á Seltjarnamesi, Lóa, Guðmundur skipstjóri og síðar bóndi að Móum á Kjalamesi, Anna húsfreyja í Ráðagerði á Seltjamamesi og Valgerður húsfreyja í Mýrarhúsum á Seltjamamesi. samfarir þeirra Guðmundar og Kristínar farsælar, efni jukust, barnahópurinn stækkaði þótt skjótur endi væri á bundinn. Kristín lét mótvind ekki á sig fá og hélt áfram rausnarbúi þar til hún lést árið 1945. Systkinin í Nesi báru sterkt ættarmót. Flest voru þau dökk yfirlitum, dökkeyg, hvasseyg og snareyg. Ennið var hátt, óstýrilátur makki og hvelfdur hnakki. Framgangan var hvatleg. Á mannfundum voru þau reif, glöddust í söng með hárri raust og iðkuðu sum tónlist. I skapi voru þau nokkuð hörð, stjórnsöm, föst í skoðun- um og gáfu ekki eftir. Þau áttu ekki öll skap saman og fjarlægðust hvert annað með árunum. En tilbrigði voru mörg í stór- um hópi. MeðalFegurstu Yngismeyja Lóa kom í þennan heim klædd sig- urkufli. Kristín móðir hennar sá fyrir að henni myndu nokkuð önnur örlög búin en systkinunum. Hún tengdist föður sínum sterkum böndum og var í miklu uppáhaldi þau ár sem þau áttu saman. Fráfall hans varð mikið áfall þótt ekkert skorti í atlæti. Hún var meðal hinna fegurstu yngis- meyja hér um slóðir. Þær stöllur af Fram- nesinu, Ólafía í Nesi og Ólafía í Ráðagerði, báðar kallaðar Lóur, settu svip á bæinn þegar þær komu gangandi eða ríðandi utan af Nesi, fríðar og föngulegar. Þótt Lóa lyki prófi frá Kvennaskólanum féll henni illa hefðbundið skólanám og taldi aðrar brautir vænlegri til þroska. Eigi að síður var stefnt að því að koma Lóu til frekari mennta. Um þær mundir kveðja örlögin dyra. Sænsk hefðarfrú, biskupsdóttir frá Karl- stad sótti landið heim og ferðaðist hér um. Fer tvennum sögum af atvikum. Önnur að frúin hafi fengið Lóu sér til fylgdar. Hin sennilegri er að Guðmundur í Nesi hafi verið á ferðalagi austur í sveitum þar sem hann hitti konuna og fylgdarlið. Tóku þau tal saman og lyktaði því með að hann bauð þeim heim að Nesi. Þar spurðist konan fyrir um menntun barnanna. Var henni sagt frá áformum um lýðháskólanám í Danmörku. Taldi hún slíkt óráð og sagði sænska skóla vera betri. Bauð hún Lóu þangað og útvegaði skólavist. Var skóla- vistin afráðin. Um þær mundir var Lóa að festa ráð sitt hér. Hélt nú Lóa til náms í Svíþjóð við lýð- háskólann kunna í Sáffle. Þá var þar í mótun hreyfing sem síðar átti eftir að hafa áhrif í sænskum stjórnmálum. Meðal kennara voru tveir ungir menn sem urðu áhrifamenn. Foreldrar annars þeirra, Haralds Hallén, síðar prófasts og þing- manns, höfðu spurnir af komu Lóu til skól- ans. Töldu þeir syni sínum hættu búna, skrifuðu honum og vöruðu við „den mörka islándska damen med de tjocka flátorna" eða dökka íslendingnum með þykku flét- turnar, eins og þau komust að orði. Hvort það var bréfið sem hafði tilætluð áhrif eða ekki er ljóst að ekkert varð úr sambandi þeirra á milli. Eigi að síður áttu þau eftir að eiga langt stjórnmálasamband og börn þeirra að eigast. Lóurnar af Nesinu. Til vinstri er Ólafía Þórðardóttir frá Ráðagerði en hún átti síðar dr. Halldór Hansen yfírlækni. ÍvarBaðUm Hönd Dótturinnar Við skólann var annar ungur kennari, tvar Vennerström. Hann hefur væntanlega ekki fengið aðvörunarbréf eða ekki látið það hafa áhrif. Felldu þau Lóa og fvar hugi saman. Hélt hann árið eftir til íslands á fund Kristínar í Nesi og bað um hönd dótturinnar að gömlum sið. Þegar Jjau gengu í hjónaband í Reykjavík var Ivar 28 ára og Lóa 21. Settust þau að í Stokk- hólmi 1910. fvar Vennerström fæddist í Vermlandi og gerðist eftir háskólanám blaðamaður og forystumaður á vinstra væng Jafnaðar- mannaflokksins og í verkalýðsmálum. Um þær mundir sem þau Lóa áttust var hann í stjórn æskulýðssambands flokksins og mikið á ferðinni. 1912 verður hann ritstjóri í Sollefteá og réðst þar gegn valdi stórfyrir- tækjanna sem þá réðu víða lögum og lofum. Hlutu jafnaðarmenn sigur og var fvar kosinn á Ríkisdaginn 1914 þar sem hann var þingmaður til 1936. Um skeið var ágreiningur í flokknum og 1917 tók hann þátt í stofnun nýs jafnaðarmannaflokks og fylgdu honum flestallir í hans kjördæmi. Hafði flokkúrinn ekki mikil áhrif í lands- málapólitík, en því meiri á réttindi leigu- liða og landbúnaðarverkamanna sem þá voru svartur blettur í mannréttindamál- um. Alþjóðleg stjórnmálaþróun og stjórn Moskvumanna á Alþjóðasambandinu leiddi til þess að flokkurinn, Vennerström- arnir, eins og þeir voru kallaðir, sameinað- ist Jafnaðarmannaflokknum á ný. ívar var forgöngumaður í hervarnamálum. Ásamt Hjalmar Branting, formanni flokksins, var hann í nefndinni sem rannsakaði hin ill- ræmdu Ádalsmorð, sem nú eru þekkt hér vegna mikillar kvikmyndar um verkfallið. Þegar Per Alhin Hansson stofnaði ráðu- Lóa ogívará fyrstu samvistarárum sínum. neyti sitt árið 1932 varð fvar hermálaráð- herra. Var hann það til 1936 er hann varð landshöfðingi í Vermlandi. Gegndi hann embættinu til dauðadags 1946. Eins og áður sagði settust þau Lóa og ívar að í Stokkhólmi. Síðan voru þau um skeið við Brunnsviks-lýðháskólann og bjuggu síðan í Sollefteá til 1932. En Nes-systurnar voru fleiri. Þær voru miklar vinkonur Guðrún frá Nesi og Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási. Þær héldu utan til náms í vefnaði og heimsóttu Lóu í Soll- efteá. Þá var ívar á þingi og Karl Bergs- tröm gegndi ritstjórastörfum á meðan fyrir hann. Fór enn svo að Nes-systir felldi hug til upprennandi stjórnmálamanns. Áttust þau Guðrún og settust að í Helsing- borg í Svíþjóð. Karl varð síðar einnig þingmaður og forystumaður jafnaðar- manna í Suður-Svíþjóð. Stundum Þurfti Að VerjaBörnin Þótt efnahagur Lóu og ívars væri slæm- ur var annað sýnu verra. Stjórnmálaátök og hatur hreyfinga milli varð svo mikið að stundum þurfti að verja börnin fyrir aðkasti. Meira að segja biskupsdóttirin sem Lóa dáði ung brást. Lóa hafði gefið henni mynd af sér í ramma, svo sem þá tíðkaðist. Þegar óvildar- og hatursöldur risu hæst brást vinátta konunnar og hún endursendi myndina. Henni var ekki nægilegt að vera annarrar skoðunar en eiginmaður Lóu, heldur þurfti að koma á hana höggi þar sem viðkvæmast var. Þessir örðugleikar settu mark á Lóu. En veður skipast í lofti. Gengi ívars fer smám saman batnandi. Þau fara að hafa efni á því að koma hingað í heimsókn og senda börnin til sumardvalar á Nesinu. Þeim var boðið til fyrirlestrahalds í Banda- ríkjunum upp úr 1920. ívar fær mikinn áhuga á landinu og tekur að safna að sér ritum um það. Þau kynntust íslenskum stjórnmálamönnum og vöktu áhuga félaga sinna á landinu. f hópi stjórnmálamannanna hrærðist Lóa Vennerström sem drottning. Sú reisn, fegurð og gáfur sem vöktu athygli þegar hún var hér ung voru í Svíþjóð í frjórri mold. Maður hennar dáði hana og félagar hans virtu. Ekki kann ég sönnur á því sem sagt var, tel það raunar ólíklegt, að raun- verulegur hermálaráðherra Svía hafi verið íslensk kona. Þótt Lóa væri föst fyrir í skoðunum bar hún mikla virðingu fyrir manni sínum og starf i hans. Enginn var þó í vafa hver stjórnaði heima fyrir. Sú saga lifir enn meðal sæn- skra blaðamanna að eitt sinn komu þeir í hús hermálaráðherrans til að afla frétta. Þeir biðu á neðri hæðinni og vissi ívar ekki af þeim. Þá kallar hann niður: „Lóa, á ég að fara í síðar nærbuxur?" Nú er Karlstad í Vermlandi komin í alfaraleið miðað við það sem áður var. Við enda stórtorgsins er landshöfðingjahúsið. í þeirri fögru byggingu var Lóa frá Nesi húsfreyja frá 1936 til 1946. Segja má að heimasætan frá Nesi, sem hafði mátt þola ýmislegt á ferli sínum hafi þar fengið sess sem hún sat með reisn. Hún var af „kon- ungakyni" og aldrei uppnæm fyrir vegtyll- um og vegsemd. Árið 1940 eignuðust þau Lóa jörðina Glenni og tóku að undirbúa hana sem dvalarstað þegar embættisferli væri lokið. Fór svo að Guðmundur sonur þeirra hóf þar búskap og tók við jörðinni. Eftir að Lóa var orðin ekkja bjó hún um skeið í Karlstad þar til árið 1952 er hún flutti á jörðina þar sem hún bjó upp frá því. Á Undan Sinni Samtíð Hér Lóa hafði ung hrifist af íþróttum, hollu líferni, einfaldleika í klæðaburði og til- haldsleysi. Á þeim árum var slíkt framandi hér á landi og þótti sérkennilegt. Glæsileik- inn var fólginn í þeirri fegurð sem líkams- hreysti, gáfur og lífsgleði spegla. Hún vakti athygli fyrir frumlegan klæðaburð, ullar- föt, prjónaða sokka og sólbrennda húð. Þá gengu konur hér til heyskapar með slút- andi skuplur til að verjast sól. Hún lagði að fólki sínu að nota sjóinn og sólskinið. Hún reyndi að stjórna umhverfi sínu í vaxandi mæli. Stundum tókst það. Þessi merkilega kona var í barnsvitund minni sem ímynd Svíþjóðar hinnar köldu. Ég var lítill drengur á hlaðinu í Nesi þegar ívar og Lóu bar að garði. Hann var mikill á velli og þéttvaxinn, snar í hreyfingum. Hún var tággrönn, beinvaxin og létt á fæti. Hann var með hatt, í tvídjakka og pokabux- um í stíl og sportsokkum. Hið eftirtektar- verða var samstillt og taktfast göngulag 'þeirra, athafnasemi, hraðar gönguferðir umhverfis bæinn, túnið og út í Suðurnes. Ekki sáu þau mig, sem ekki var von, enda minnstur á stóru heimili. Eftir stríð þegar Lóa var orðin ekkja, kom hún hingað nærri hvert sumar á Gullfossi. Hún heim- sótti þá sem hún vildi, lét aðra eiga sig. Hún valdi sér viðmælendur. Síðar breyttist það. Fyrir kom að hún dvaldi á heimili mínu. Þá átti hún það til að taka niður myndir sem henni féll ekki að hafa uppi í her- berginu sínu og stakk þeim inn í skáp. Hér var kona sem valdið vildi hafa. Síðar bjó ég hjá henni á Glenni og vann við búskap- inn. Þá fann ég að hún ætlaði að stjórna mér og hér væri að duga eða drepast. Ekki veit ég hvort henni líkaði það smástríð. Hvort okkar hafði betur veit ég ekki. Með okkur tókst vinátta sem hélst æ síðan. Kostur Lóu var stjórnsemi, sem gat orðið ofstjórn. Þegar litið er til baka yfir ævi Lóu frá Nesi kemur upp í hugann göfugmannlegt yfirbragð, stórmennska, gáfur, frami, löng ævi ogellimæði hið síðasta. Hún var kona sem hélt fram og dáði sjálfstæða hugsun, ekki síst sjálfstæði ís- lenskra kvenna. Konur að hennar skapi voru þær sem ekki voru undirgefnar, trúar eðli sínu, lifðu sjálfstæðu andlegu lífi í hjónabandi og starfi. Hún mat líka þá karla mikils sem höfðu sömu eiginleika. Þrátt fyrir frábæra aðlögunarhæfni og sænskukunnáttu, sem sló við mörgum Svía, festi hún aldrei rætur í Svíþjóð. Hún varð aldrei sænsk. Hún þráði ísland ætíð, þótt hún hefði tæpast viðurkennt það í orðum. Hún var alþjóðleg í hugsun og áhugamál- um, kannski vegna þess að hún var rótslit- in planta. Hún leitaði upphafs síns því meira sem hún varð eldri, dvaldist í hugar- heimi sínum við þá þætti sem höfðu mótað hana unga. Traust íslendingseðli gerði hana stóra. Það var lífsakkeri í brimrótinu. Eggert Asgeirsson er skrifstofustjóri hjá Sambandi fsl. Ilfeyrissjóöa. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.