Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 10
Hvað værí Kaupmannahöfh án miðborgarínnar? Myndin er frá Ráðhústorgtnu. Miðbæir og verzlunarkjarnar ð undanförnu höfum við íbúar höfuðborgar- svæðisins heyrt mikið talað um miðbæi. Talað er um gamla og nýja miðbæinn, miðbæ á Seltjarnarnesi, í Mjóddinni, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og auk þess versl- unarkjarna hingað og þangað. Því miður vill brenna við í þessari umræðu, að ekki sé gerður greinarmunur á þessu tvennu, miðbæ og verslunarkjarna. Þar er þó all- mikill munur á, einkum sögulegur og menningarlegur. Ef við litum svo á að líf okkar hafi eingöngu það markmið að fæð- ast, starfa og deyja, og að umhverfið hafi eingöngu þann tilgang að auðvelda okkur það lífshlaup, má reyndar segja að nægi- legt sé að borgir samanstandi af íbúðar- og iðnaðarhverfum auk verslunar- og þjón- ustukjarna sem fullnægi brýnustu þörfum okkar. Flest okkar lifa þó fyrir eitthvað meira en þetta og við ætlumst til að umhverfi okkar hafi dýpri merkingu. Jafn- framt því að borgir séu hentugar, viljum við að þær séu fjölbreytilegar og að þar séu notalegir staðir sem segi okkur sögu og hafi upp á meira að bjóða en að aka í gegn til að sinna brýnustu þörfum. Þarna er eðlismunur á eiginlegum miðbæjum og venjulegum verslunarkjörnum, mismunur sem nauðsynlegt er að þeir skilji sem vinna að skipulagi borga. UPPHAFOGVÖXTUR Miðborganna Allar borgir hafa einhverntíma verið litlar. Þær risu oftast þar sem tvær eða fleiri flutningaleiðir mættust, þar sem þær lágu best við samgöngum. Þær stækkuðu út frá elsta kjarna sínum sem þá varö einskonar vísir að miðborg, ef til vill aðeins lítið markaðstorg eða verslunargata. Það var með iðnbyltingunni að borgir á Vest- urlöndum tóku að vaxa fyrir alvöru og miðborgir eins og við þekkjum þær í dag urðu til. Miðborgirnar lágu vel við sam- göngum, þar voru til dæmis járnbrautar- stöðvarnar, og því var sóst eftir að reisa verksmiðjur i þeim eða nágrenni þeirra. Mikill fjöldi fólks flutti inn til borganna og miðborgirnar stækkuðu og þéttust, jafn- framt því að fjöibreytni þeirra óx með því að ýmis konar starfsemi dafnaði til að fullnægja veraldlegum, félagslegum og andlegum þörfum hins mikla innflytjenda- hóps. Miðborgin varð hjarta borgarinnar, hún var samkomustaður, menningarmið- stöð, viðskipta- og fjármálamiðstöð og eins konar risavaxið leikhús samfélagsins. Hnignun Miðborganna Þótt margar borgir stækkuðu hratt, hélst stærð þeirra þó innan vissra marka, sem miðaðist að mestu við göngufjarlægð frá miðborginni. Með tilkomu bílsins breyttist þetta allt þar sem þá var unnt að ferðast mun lengri vegalengd til vinnu eða verslana. Margar borgir tókt að vaxa stjórnlaust, bæir og borgir uxu saman og nýir borgarhlutar voru byggðir. Þetta leiddi til umferðaröngþveitis í miðborgun- um og skorts á landrými fyrir byggingar og bílastæði. Brátt tóku því verksmiðjur að flytja brott úr miðborgunum og ýmsar verslanir fylgdu í kjölfarið. Ný iðnaðar- hverfi risu í útjaðri borganna og síðan einnig verslunarkjarnar. Segja má að með aukinni útbreiðslu fjölmiðla hafi einnig dregið úr félagslegu mikilvægi miðborg- anna. Fólk eyðir nú miklum tima sem einhliða viðtakendur ýmis konar frétta-, fræðslu- og skemmtiefnis í blöðum, útvarpi Eftir BJARKA JÓH ANNESSON Iðandi mannlífá góðviðrisdegi við Lækjartorg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.