Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 12
tilraunaveiðum við Austur-Grænland Þriðji hluti EFTIR GUÐNA ÞORSTEINSSON FISKIFRÆÐING Þorskgildra þurrkud upp. KUNGMIUTTAR ERU LÍFSGLATT FÓLK — en hættir til að láta hverjum degi nægja sína þjáningu ISORTOQ-UNDRIÐ Ferðin norður eftir gekk vel. Út af Kap Mösting fundum við forkunnar fagra bauju, sem við kipptum innfyrir. Reyndist hún vera frá Brimnesi frá Patreksfírði. Þessi Mösting mun annars hafa verið danskur ráðherra, sem á árinu 1836 veitti Jónasi Hallgrímssyni 150 ríkisdala styrk á ári í þijú ár til rannsókna á náttúru íslands. Morguninn eftir, þann 30. ágúst, var farið að beita línuna. Hún var síðan lögð út af eyjunni Kitak. Við mældum þama einnig hita og renndum færi með sama árangri ogfýrr. Kristjáni lék hugur á að fara í land á stað, sem heitir Isortoq, þar sem tvær fjöl- skyldur áttu að lifa. Varð það úr, að ég fór þama í land með Grænlendingunum þremur og varð það bráðmerkilegt ferðalag. Þama var töluverður ís og mikið af skeij- um og komst Dröfnin því ekki mjög nærri. Þurftum við því að fara langa leið á Rauðku. Fyrst blasti við okkur langt og mikið mastur frá gamalli og aflagðri Lóran-A stöð. Nokk- ur hús vegna stöðvarinnar komu síðar í ljós og meira að segja smávegarspotti á milli húsanna og stöðvarinnar. Brátt mættum við trillu með hjónum og litlu bami. Haft var tal af fólkinu og var mér tjáð, að það hafí orðið hálfskelkað, er það sá okkur og jafnvel haldið, að við væmm óvinir. Samkvæmt mínum kokkabókum var þetta önnur fjöl- skyldan og því sýnt, að við myndum í mesta lagi hitta fyrir eina fjölskyldu í landi. Brátt fóru þó hús að koma í ljós og töluverður bryggjustúfur með löndunarkrana. Einnig sáum við gám á bryggjunni og töluvert af fólki. Var því Ijóst, að fjölskyldan í landi væri frekar af stærri gerðinni. Þegar í land var komið, kom í ljós, að allstór verslun var á staðnum og ráðhús, Frá Angmagssalik. sem jafnframt var póstur og sími, banki og e.t.v. fleira. Var húsið því vel nýtt, eins og vera ber. Einn og einn ljósastaur stóð svo upp úr klöppunum og víða var fólk á ferli. Það var því deginum ljósara, að vinir mínir Grænlendingamir voru ekki mjög vel að sér um þennan stað. Ég sá þijá unga Evr- ópubúa vera þarna við húsasmíðar og taldi auðvitað, að þar væm Danir á ferð, en svo reyndist þó ekki vera. Þetta vom Þjóðveijar, piltur frá Köln og stúlkur frá Wiesbaden og Stuttgart og smíðuðu í sjálfboðavinnu. Taldist þeim til, að aðeins væm eitt eða tvö auð hús í þorpinu, sem þykir lítið. Þau bentu mér á frekari mannvirki á staðnum, skóla, samkomuhús og einnig kirkju, sem leit út eins og sumarbústaður. Þyrluflugvöll sá ég einnig en kirkjugarðinn sá ég ekki, en sá síðar mynd af honum. Stóðu þar krossamir einfaldlega upp úr grjóthrúgum, enda er þama ekki um jarðveg að ræða. Sýnir þetta vel, hversu harðbýlt er þama. Ibúarnir, sem em eitthvað á annað hundr- að, lifa á selveiðum, en fá þó ísbimi af og til, en hafa lítinn áhuga á fískveiðum og kærðu sig kollótta um það, hvort við fengj- um eitthvað á línuna, fyrir utan bæjardymar hjá þeim. bærinn stendur á smáeyju vestur af Kitak og er staðsetningin 65 32,5’ N og 38 58,3’ V. Á leiðinni til baka fóram við lítið eitt aðra leið og fómm þá fram hjá eyju, sem krökk var af hundum, Isotoqarana. Þeim er í nöp við að hafa hundana í þorpinu á sumrin, þegar þeirra er ekki þörf, og gefa þeim að éta af og til. Einnig fómm við fram hjá klöppum, þar sem mikið bar á krýólíti, sem notað er við álframleiðslu. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til að nýta þetta efni á þessum stað. Eftir þessa skemmtilegu ferð var farið að draga línuna og fengum við venjulegan skammt, 6 hlýra, tvo steinbíta og eina tinda- skötu. eftir það var haukalóðin beitt og hún síðan lögð vestur af eyjunni Kúlusuk. Þar á eftir var haldið til Angmagssalik og lagst þar við bryggju kl. 23.15. Angmagssalik Nafnið er dregið af grænlenska orðinu angmagssat, sem þýðir loðna og þýðir Angmagssalik einfaldlega loðnustaður. Er Grænlendingar breyttu nöfnum bæja sinna yfír á sitt eigið tungumál, var í rauninni óþarfí að hringla í Angmagssalik-nafninu. Það var þó því miður gert og staðurinn nefndur Tasiilaq. Gamla nafnið er þó lífseigt en er oft notað með breyttri stafsetningu, Ammassalik. Staðurinn hefur upp á mjög góða náttúm- lega höfn að bjóða. Þegar siglt er inn á höfnina, er sker nokkurt á stjómborða, er nefíiist Monte Christó, eftir að spænskt skip strandaði þar. íbúar bæjarins em um 1.200 og búa í dæmigerðum grænlenskum húsum, sem flest em þó stærri en húsin í Skjöldungen og Isortoq. Hreinlegt er á staðnum á grænlenska vísu. Bæjarstæðið er mjög óslétt með bröttum klettum, svo að ógemingur er að sjá allan bæinn í einu nema úr lofti eða ofan af fjalli. Allar venju- legar byggingar er að fínna í Angmagssalik, nokkrar verslanir, þyrluflugvöll og veðurat- hugunarstöð ásamt strandstöð. Bærinn er höfuðstaður Austur-Grænlands og er í vina- bæjartengslum við Kópavog. Atvinnuleysi er mikið og heyrði ég talað um 30%. Akveg- ir liggja um bæinn og rétt út fyrir hann á báðar hliðar. Tveir eða þrír leigubílar em til og virtist ekki veita af, því að brekkumar em geysibrattar. Fjölskylda Jamesar tók á móti honum við komuna til Angmagssalik og fór James þá strax í land og bjó hann hjá bróður sínum, sem þama var búsettur. James tók mestall- an farangur sinn í land og var okkur ekki gmnlaust um, að hann hefði t akmarkaðan áhuga á að halda áfram með okkur. Mikki frétti fljótlega af góðri þorskveiði við Vest- ur-Grænland og sagði því upp á stundinni. Laugardaginn 31. ágúst tókum við okkur frí. Menn fóm í verslanir, enda filmur mjög gengnar til þurrðar. Eftir hádegi hringdu nokkrir okkar heim og eftir það gekk ég um plássið. Uppi á hæsta hólnum var nýtt minnismerki og konubátsleiðangur Gustavs Holm, 1885, ný kirkja var á svipuðum slóð- um og fór ég þar inn en hún var ekki full- innréttuð og því lítið áð sjá. Síðar um daginn kom Mikki til að kveðja og hafði með sér bjórkassa. Nokkuð af fólki kom um borð til að spjalla við okkur, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.