Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 4
DAUÐINN BEIÐ VIÐ HNOKKA Dr. Jea.n Babtiste Charcot. Hann var orðinn vel kunnugur á íslandi og sagði stundum „Oh, ma chére Islande“, — ó mitt kæra ísland. Eftir þrjá daga, þann 16. september, eru liðin 50 ár frá þeim minnisstæða atburði, þegar franska hafrannsóknaskipið Pourquoi Pas? fórst í ofviðri við Mýrar. Þeir sem komnir voru til vits og ára 1936, tala um þennan 50 ár eru liðinfrá strandi rannsókna- skipsins Pourquoi Pas? eftir þrjá daga. Þetta sjóslys vakti ekki aðeins gífurlega athygli hér, heldur og um allan heim, því leiðangursstjórinn dr. Charcot var víðfrægur heimskautakönnuður og vísindamaður. f þessari 14. fslands- ferð sinni varð röð atburða til að tefja brottför skipsins frá Reykjavík með þeim afleiðingum, að það komst aðeins út fyrir Skaga og varð þá að snúa við sökum fár- viðris og með þeim afleiðingum að það strandaði á Hnokka- flögu, utan við StraumQörð á Mýr- um og allir skipverjar drukknuðu utan einn. GÍSLISIGURÐSSON TÓK SAMAN atburð eins og hann hefði gerst í gær. Samt hefur margur skiptapinn orðið síðan við íslandsstrendur, ekki síst á stríðsárunum síðari, þegar bæði togarar og flutningaskip urðu skotmörk þýzkra kafbáta. Þá voru það íslendingar sem fórust og að minnsta kosti í einu tilviki hér uppi í landsteinum. Eftir fjóra áratugi eru þeir sorgaratburðir famir að fymast og yngri kynslóðin í landinu veit lítið hvað kom fyrir Reykjaborgina og Goða- foss. Aftur á móti hefur hún margsinnis heyrt um strand Pourquoi Pas? af þeirri einföldu ástæðu að Qölmiðlamir hafa verið iðnir við að rifja þttta slys upp og það er nú einu sinni svo, að nútímafólk virðist hafa allt sitt vit úr ljölmiðlunum. Heimsvidburður Atburðarins verður án efa minnst víðar en hér í Lesbók; til da;mis verður það gert í sjónvarpinu. í útvarpinu var nýlega rifjuð upp frásögnin um afdrif Reynistaðarbræðra á Kili fyrir rúmum 200 árum og margoft hefur mátt sjá eitthvað um það slys í blöðun- um. Af einhverjum ástæðum hafa örlög Reynistaðarbræðra og örlög Pourquoi Pas? orðið Islendingum einstaklega hugstæð. En hversvegna? I öðm tilvikinu em það fáeinir menn og fénaður, sem úti verður, og í hinu tilvikinu em það útlendingar sem dmkkna; landsmenn þekktu þar aðeins nafn á einum manni. Það var umfram allt vegna þessa eina manns, dr. Jean Baptiste Charcot, og skipsins, sem hann hafði gert frægt, að þetta þóttu stórtíðindi um allan hinn vest- ræna heim. Stórblaðið New York Times hafði strax samband við annan blaðamann- inn, sem kom á staðinn, Finnboga Rút Valdemarsson frá Alþýðublaðinu og fékk hjá honum ljósmyndir. Hinn blaðamaðurinn, sem þama var með í för, Árni Óla frá Morg- unblaðinu, hitti alveg naglann á höfuðið, þegar hann sagði í ritgerð sinni í bókinni Erill og ferill blaðamanns: „Hér var ekki um venjulegt sjóslys að ræða, þar sem skip ferst og margir menn drukkna, þótt slíkt sé alltaf váveiflegur sorgaratburður. Hér höfðu gerst heimstíðindi. Dr Charcot var heimsfrægur maður. Merkir vísindamenn og landkönnunarmenn um allan heim virtu hann og dáðust að honum. Hann var einn af óskasonum þjóðar sinnar. Fráfall slíks manns er heimsviðburður, ekki sízt ef það verður með sviplegum hætti.“ Ekki verður Feigum Forðað Dr. Charcot var vel kunnugur á norður- slóðum þegar hann fór í sína hinstu för á heimskautsfarinu Pourquoi Pas? frá Reykjavík. Hann hafði sjálfur lagt á ráðin og haft umsjón með smíði skipsins árið 1907; það var þrímastra og hið fegursta far, bar 445 tonn, var 46 metrar á lengd og var sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Dr. Charcot var 69 ára þegar hann kom hingað til lands í síðasta sinn og þótti bera með sér göfgi og höfðingsskap í senn. Þess- um fræga vísindamanni eru gerð skil í ágætri grein dr. Bjarna Jónssonar, fyrrum yfirlæknis á Landakoti, og kafla uppúr end- urminningariti Thoru Friðriksson, sem hér birtist einnig og er ástæðulaust að endur- taka það sem þar er sagt. Eins og þar kemur fram átti dr. Charcot orðið góða vini hér, en var óvenju dapur við brottförina og þótt- ist finna það á sér, að ekki mundi hann oftar sjá ísland. Hann var hér þá í 14. skiptið og mátti segja það sama um hann og Grímur Thomsen kvað um Skúla fógeta: „I fjórtánda skiptið frægan bar/festar um hafið svanur." Röð atvika varð til þess að tefja brottför Pourquoi Pas?. Óheppilegar tilviljanir segja sumir, aðrir tala um forlög og þá fomu speki, að eigi verði feigum forðað. Dr. Charcot hafði ásamt fleiri vísindamönnum verið við rannsóknir meðfram austurströnd Grænlands. Nú var förinni heitið til Kaup- mannahafnar þar sem glæsilegar móttökur áttu að bíða skipveija: danska Landfræðifé- lagið ætlaði að heiðra dr. Charcot sérstak- lega. Pourquoi Pas? var búið lítilli hjálparvél, gufuknúinni. Hún bilaði og ketilviðgerð og fleira, sem fram fór í Reykjavík, tafði brott- för skipsins til 15. september. Þegar Pourquoi Pas? létti akkerum um hádegis- bilið var hæglætisveður á Faxaflóa, en veðurspáin kl. 3 síðdegis varaði við sunnan- stormi, sem mundi bresta á með nóttinni. Þá var lægð að myndast suðvestur af Reykjanesi og fór hún óvenjulega hratt yfír og færðist mjög í aukana. Um miðnættið var stormsveipurinn kominn norður á móts við Reykjanes og innan lítillar stundar var skollið á fárviðri með 12 vindstigum í Reykjavík og á öllu Faxaflóasvæðinu. Skemmst er frá því að segja, að Pour- quoi Pas? komst eitthvert út fyrir Skagann. Gonidec stýrimaður staðfesti það síðar, að vélin stóð sig eftir þvf sem við mátti búast og bilaði að minnsta kosti ekki. Það var þó á hreinu, að hún hafði ekki mátt til að knýja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.