Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 9
Af öllum þeim sem voru í Straumfirði daginn eftir strandið eru nú aðeins fjögur eftirlifandi og hef- ur Lesbók hittþau öll að máli. Efri röð: Einar Sigmundsson frá Krossnesi (vinstra megin) og Jón H. Jónsson á Miðhúsum. Neðriröð: FinnbogiRútur Valdemarsson, Kópavogi, og Ingibjörg Friðgeirs- dóttirá Hofstöðum. Ljósmynd/Losbók með trébotnum, stakir skór, allskonar fatn- aður og á einum stað lágu 5 skjólúlpur bundnar saman. Brot úr björgunarbátum voru hingað og þangað, tveir bátar brotnir í flæðarmáli og ein doría óskemmd. Alls staðar voru kassar, mismunandi stórir, og allir heilir. Þeir voru úr sterkum ijölum og innan undir annar kassi úr pjátri. Allir voru þeir fullir af matvælum og svo vel frá þeim gengið, að þau gæti geymst óskemmd langa lengi. Þetta var varaforði skipveija, sem þeir ætluðu að grípa til ef skipið festist í Grænlandsísnum og þeir yrðu að hafa þar vetursetu. Þeir þurftu ekki á þessum vara- forða að halda og nú lá hann hér allur á víð og dreif um Alftanesfjörur. A miðri fjörunni, innan um allskonar rusl, lá skrifborð dr. Charcots á bakinu, nokkuð brotið, en í því voru þó einhver skjöl og ef til vill eitthvað fleira. Ræðismaðurinn gerði ráðstafanir til þess að því yrði þegar bjarg- að.“ Ami Ola segir síðan frá komunni til Straumfjarðar; þrír menn komu á móti þeim og einn þeirra var Gonidec. Hann hljóp þeg- ar til ræðismannsins og geðshræringin bar hann ofurliði í fyrstu. Svo jafnaði hann sig og skýrði frá því sem gerst hafði og nöfnum þeirra manna, sem höfðu farizt. Þegar hér er komið sögu höfðu lík af 22 skipverjum rekið inn í Straumfjarðarröstina; nokkur þeirra austar, á Álftanesijörur, en sum vest- ar, þar sem heitir Kirkjusandur. Þau náðust jafn óðum og voru borin upp og lögð til í grasi gróna brekku, sem verður uppaf svo- nefndum Borgarlæk; undarlegt örnefni, þar sem enginn sést lækurinn. Einar Fann LÍKIÐ Af Dr. Charcot Maður er nefndur Einar Sigmundsson, áttræður að aldri og býr nú í Borgarnesi. Hann er frá Krossnesi í Álftaneshreppi og stóð á þrítugu 1936. Þá var hann lausamað- ur til heimilis hjá foreldrum sínum og brá við skjótt, þegar kallað var eftir mannskap til leitar og aðstoðar niður í Straumfjörð. Ég hitti Einar að máli nýlega og hann kvaðst hafa verið kominn niðureftir um há- I degisbilið. Þá varð Ioksins Iát á fárviðrinu og var vindurinn kominn á vestan. Einar sagði svo frá: „Ég fór ásamt fleirum til að huga að líkunum, sem þá voru að reka að landi. Við óðum útí eftir því sem fært var og reyndum að taka á móti þeim og láta þau ekki beij- ast við gijótið. Guðjón bóndi í Straumfírði raðaði mönnum upp við þetta óskemmtilega verk og stjórnaði liðinu. Við bárum líkin síðan upp á grasflötina við Borgarlækinn. Það var svo litlu síðar að ég var á gangi í Smeygjuvík, sem svo er nefnd og er kletta- skora milli tveggja skeijagarða vestan við Kirkjusandinn. Þar var þá orðið alveg brim- laust. Ég var þar að svipast um ásamt Gunnari Jónssyni frá Vogalæk, sem nú er látinn. Þá sáum við lík, sem flaut rólega inn Smeygjuna og þekktum það strax. Svo ná- kvæmlega var búið að lýsa dr. Charcot fyrir Guðjóni í Straumfirði og hann hafði lýst honum fyrir okkur, að ekki fór milli mála af hveijum þetta lík var. Við tosuðum því stall af stalli og bárum það síðan og lögðum til við hlið hinna líkanna. Þau voru yfirleitt lítt eða ekki sködduð. Eitt var alveg bert niður að mitti; ég hef heyrt að drukknandi menn eigi það til að rífa sig úr fötunum. Guðjón í Straumfirði sagði okkur að láta allt brak og reka eiga sig, en huga fyrst og fremst að líkunum og því, sem þeim tengdist, svo og skipsskjöíum, ef þau sæj- ust. Þetta voru fyrirmæli frá franska konsúlnum. Ég var þarna allan daginn og einnig næsta dag. Þá gengum við enn fjör- umar, en það sást bara brak. Ég held að margir hafi lagt sig fram og ekki sízt Þórdís húsfreyja í Straumfirði og Ingibjörg á Hof- stöðum, sem kom til hjálpar. Mér er líka minnisstætt kapphlaupið á milli blaðamann- anna, Árna Óla og Finnboga Rúts. Mér þótti óhugnanlegt að sjá og taka á fyrsta líkinu, enda var maður ekki vanur þessu. Þó fór svo að það vandist og hrollur- inn hvarf. Allt höfðu þetta verið ungir og fallegir menn, og svo var þessi eini grá- skeggjaði öldungur, doktorinn sjálfur. Það var eins og hann svæfi vært; það var svo mikil ró yfir honum,“ sagði Einar frá Kross- nesi að lokum. JÓN Á MIÐHÚSUM VAR SUNNAN VlÐ RÖSTINA Ég vissi að Jón H. Jónsson á Miðhúsum í Álftaneshreppi hafði eitthvað komið við sögu; hann er einn af þeim fjórum sem enn eru á lífi og vom í Straumfirði daginn eftir strandið. Jón á Miðhúsum er 88 ára og ég bjóst alveg eins við því, að hann væri ekki lengur í því formi að geta riíjað upp at- burðinn að einhveiju gagni. Á leiðinni heim að Miðhúsum mætti ég manni á bíl; þar var enginn annar en Jón sjálfur undir stýri og þótti það ekki umtalsvert þótt hann æki bíl út um allar trissur, kvaðst raunar nýbúinn að panta sér nýjan bíl. Við settumst á græn- an bala í blíðviðri, sem hlýtur að vera mesta hugsanleg andstæða við fárviðrið í septem- ber 1936. Jóni á Miðhúsum sagðist svo frá: „Ég átti heima hér á Miðhúsum þá eins og nú og var 38 ára gamall. Þá var kominn 'sími í Straumfjörð og þegar ljóst var um skipstrandið var hringt í Borgarnes og hér- aðslæknirinn var beðinn um að koma frameftir. Þá átti svo að heita, að leiðin væri slarkfær vömbílum og öðrum stærri bílum og Ari Guðmundsson vegaverkstjóri tók að sér að koma lækninum áleiðis á vöru- bíl. En þegar kom niður á sandana á móts við Leirulækjarsel festu þeir bílinn. Þeir komu þá gangandi að Miðhúsum og báðu um að vera reiddir að StraumQarðarröst- inni. Við Ágúst bróðir minn fórum með þá á hestum þangað út eftir og einhver kom yfir á báti og náði í þá. Um það leyti var ýmislegt farið að reka, aðallega frammi í Kóranesi, sem skagar fram suðaustanmegin við Straumfjarðar- röstina. Þar mátti til dæmis sjá fjölda af hveitikössum úr blikki og klætt utanum með tré. Það er ótrúlegt, en sjór hafði aðeins komizt í örfáa þeirra. Hveitið var flutt til Reykjavíkur og Mjólkurfélagið tók það til sölu, en bændur hér um slóðir keyptu sumt af því. Líkin á grasflötinni við Borgarlæk. Næst á myndinni er líkið af dr. Charcot. yóSm. Pinnbogi Rútur Vaidemarsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.