Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 14
„Ég var sú síðasta sem kvaddi hann“ Kafli úr endurminningum Thoru Friðriksson um dr. Charcot Kistunum raðað upp á Place du Par- vis íParís, en minningarathöfn fór fram íNotre Dame-kirkjunni. ___í síðasta sinn leggur „Pourquoi Pas?“ af stað frá San Servan, litla bænum rjett hjá St. Malo, sem Charcot þótti svo næmt um, af því að tvö skip hans, le Francais og Pourquoi Pas? höfðu verið smíðuð þar og hann átti þar marga kunningja, bæði á smíðastöðinni og meðal sjómannanna, því að margir höfðu verið hásetar hjá honum allt frá fyrstu heim- skautsferð hans. En tryggð var eitt af aðaleinkennum þessa göfuga manns. Eldri dóttir hans gifti sig árinu áður, en faðir hennar vildi að hjónavígslan ætti að fara fram í hinni litlu og gömlu kirkju í San Servan. Ef dóttir hins fræga Charcots hefði gifzt í einni skrautkirkjunni í París, þá hefði það verið viðburður í heimsborginni og hann þurft að bjóða fjölda mikilmenna, sem voru vinir hans; en það var honum á móti skapi. í brúðkaup dóttur sinnar vildi hann aðeins bjóða þeim, sem höfðu verið hásetar og fje- lagar hans á hinum hættulegu ferðum hans. Hann sat þama umkringdur einungis af sjómönnum, konum þeirra og dætrum; þetta þótti honum vera sín rjetta fjölskylda og allir gestirnir ljómuðu af gleði af því að sjá átrúnaðargoð þeirra hamingjusaman. Þar á meðai var sjómaður, sem nú var í góðri stöðu, en á tveimur Suðurheimskautsferðum hans hafði verið þjónn og gengið um beina. Tuttugu og fimm ár voru liðin síðan, en kunningskapurinn jafnan haldizt. Honum var ætlað sæti við háborðið, en þá sneri hann sjer til Charcots og beiddi hann að hann við þetta hátíðlega tækifæri, enn þá einu sinni mætti þjóna gömlum húsbónda sínum og bera mat og vín fyrir gesti hans eins og forðum. Um þessa hæversklegu bón þarf ekki að fjölyrða, hún lýsir svo mikilli virðingu og ást á gamla skipherranum, að allir komust við, ekki sízt Charcot, sem kunni svo vel að meta hina sönnu vini sína. Um morguninn hinn 16. júlí, áður en „Pourquoi Pas?“ lagði út í síðustu för sína, gekk Charcot einn til altaris í þessari litlu óásjálegu kirkju. Hann kvaddi prestinn með handabandi og sagði svo við þá, sem eftir honum biðu: „Nú er jeg reiðubúinn." Jeg vissi auðvitað að von var á „Pour- quoi Pas?“ hingað um sumarið, en ekki fyrr en seint í ágúst. Charcot var vanur að koma við á Akureyri á útleið en hingað á heim- leið. Jeg varð því mjög undrandi er jeg einn morgun í júlímánuði frjetti að „Pourquoi Pas?“ lægi við hafnarbakkann. Jeg flýtti mjer að heilsa upp á hann og var hann hinn Dr. Charcot og Thora Friðriks- son á Þingvöllum 10. sept. 1936. Þetta er síðasta myndin, sem tekin var af dr. Charcot. kátasti og þegar jeg Ijet undrun mína i ljósi, svaraði hann: „Má jeg ekki sjá Reykjavík í sumarskrúða, það hef jeg ekki sjeð síðan árið 1902." Jeg fann samt á honum, að hann var allsendis óánægður með stjórnmálaástandið í Frakklandi. Hann sagði meðal annars: „Mjer finnst Frakkland vera eins og kona, sem jeg hefí elskað heitt, og sem nú mun valda mjer sárum vonbrigðum," og hann bætti við „vitið þjer, Thora, að mjer fínnst að jeg gæti vel hugsað mjer að lifa á ís- landi síðustu æfidaga mína". Jeg hló að honum og sagðist þekkja hann allt of vel til þess að trúa þessu: „Þjer eruð of gamall Parisien (Parísarbúi) og getið ekki lifað annars staðar." Hann brosti, en muldraði eitthvað um, að hann elskað einveruna og snjóinn, eins og hann svo oft áður hafði endurtekið. Hann stóð hjer við aðeins í nokkra daga í þetta sinni og dró það úr samveru okkar, að stórt skemmtiferðaskip franskt „Lafay- ette“ kom um sama leyti og með því voru ýmsir menn, sem hann þekkti, og þótt hann sjálfur segði að sjer leiddist skemmtiferða- menn fremur öllum öðrum, þá átti hann sjálfur ósjálfrátt mikinn þátt í því, að þess- ar skemmtiferðir til Svalbarða, íslands og Noregs urðu tízka, svo mikið hafði hann talað og skrifað um löndin í Norðuríshafínu. Jeg hafði kvatt hann í sól og sumri, en þegar hann kom hingað aftur 3. september, var veðrið farið að spillast og mjer þótt það ills viti að „Pourquoi Pas?, hið fallega, hvíta, þrímastraða skip, kom ekki siglandi inn á höfnina fyrir fullum seglum, heldur var það danska varðskipið „Hvidbjömen" sem dró það inn. Svo var mál með vexti, að í Græn- landshafí hafði það hreppt illt veður og mikinn ís og 30. ágúst fjekk frakkneski ræðismaðurinn hjer M. Zarzecki loftskeyti frá Charcot þess efnis, að vjelin í skipi hans hefði bilað nokkuð fyrir norðan ísland og hann þyrði varla að treysta því, að skipið kæmist leiðar sinnar hjálparlaust. Hvort ekkert skip væri hjer, sem gæti komið til hjálpar. Ræðismaðurinn fjekk því „Hvid- björnen" til þessarar ferðar. Viðgerð á vjelinni var undir eins hafin, en hún var ekki fullgjörð fyr en hinn 13. sama mánaðar. Voru það síðustu forvöð fyrir Charcot, hann átti að vera kominn til Kaupmannahafnar á tilsettum degi, því að þar stóðu til hátíðarhöld til heiðurs Charc- ot, en Danir vom honum mjög þakklátir fyrir hve vel honum hefði farizt við nýlendu þeirra við Scoresby Sund í Grænlandi og hve samvinna við frönsku vísindamennina 1932-1933 hafði verið góð o.s. frv. Charcot dáðist mjög að stjórn Dana á Grænlandi og mátti ekki heyra talað um, að einangmnar- stefna þeirra væri ekki góð. „Grænlendingar eru góð og saklaus þjóð og þeir mega vera Dönum eilíflega þakklátir fyrir að vemda þá gegn drykkjuskap og öðmm löstum heimsmenningarinnar“. Vegna viðgjörðarinnar stóð hann lengur við í þetta sinn en vant var, hann var þó alltaf að vinna á hverjum degi við að semja skýrslur og rita brjef, en þess á milli nutum við vinir hans góðs af honum og að mjer fannst meira en ella. Þó var hann ekki áhyggjulaus, en ráðningu á þunglyndi því, sem jeg við og við las í augum hans, fjekk jeg í rauninni ekki fyr en síðasta kveldið, en þá skildi jeg, að hann var stöðugt að hugsa um, að næsta ár yrði hann 70 ára, og þá væri að líkindum fyrir það tekið að hann færi fleiri ferðir með „Pourquoi Pas?“, sem auk þess var farið að verða gamalt. „Við höfum elzt saman og við, skipið mitt og jeg, emm tengd órjúfandi böndum, það er hluti af sjálfum rnjer." Þetta var satt. „Pourquoi Pas?“ var einkennilega smíðað og eftir hans eigin fyrirsögn, og skipasmiðurinn Cholet sagði, að það væri svo rammbyggilegt að það gæti ekki liðazt í sundur þótt það strandaði. Allir, sem á því höfðu verið, hvort það vom sjómenn eða vísindamenn, vom ásáttir um, að það væri lifandi — hefði sál. Sálin var auðvitað Charc- ot sjálfur. Hann setti þannig sitt mark á allt og alla sem í kringum hann vom, menn eða málleysingja. Ást hans á dýrum var viðbrugðið. Hásetarnir gættu þess jafnan að hafa með sjer kött á skipinu, þegar þeir lögðu í langferð með honum og þeir höfðu gaman af, að taka eftir, hve fljótur köttur- trntm /, r í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.