Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 10
hugmyndir byijuðu hinir nýju stjómendur á að hafa samband við Picasso, árið 1956, sem átti ekkert á safninu. Um þetta leyti stóð það safninu fyrir þrifum að í það vantaði að miklu leyti eða algerlega verk eftir mál- ara eins og Picasso, Juan Gris, Dalí, Miró o.s.frv. Árið 1961, með batnandi efnahag lands- ins, var almenningi sýnd fyrsta stóra sýningin á grafíkmyndum eftir Picasso. Var þetta fyrsta og eina sýningin á verkum lista- mannsins frá Málaga, sem opinber stofnun á Spáni gekkst fyrir á meðan hann var á lífi, vegna þess pólitíska fjandskapar gegn listamanninum sem gerði jafnvel opnun Pic- asso-safnsins í Barcelona 1963 erfitt fyrir. Upp úr 1968 var farið að reyna að fá Pic- asso til að mála veggmynd á hina fyrir- huguðu nýju safnbyggingu, en þessar umleitanir strönduðu alltaf á neitun málar- ans. Opnun nýja safnsins í háskólahverfinu í Madiid í júlí 1975 var ein af þeim síðustu sem Franco stjómaði. Einkalæknir hans rit- ar í endurminningum sínum eftirfarandi vitnisburð: — Yðar hágöfgi, þér sem eruð málari, hvað finnst yður um þetta nýja safn? — Nú, og hvað finnst yður? — Ég spurði fyrst, hágöfgi — sagði ég við hann. Þá hló hann og svaraði mér. — Nú, mér finnst það nákvæmlega sama og yður, þetta er ekki málaralist. Þannig varð nýja safnið til, fyrirfram dæmt til fjárveitingasveltis. Á fyrstu árun- um eftir opnun þess, var það hvorki samtímasafn — þar voru ekki málverk eftir einn einasta útlendan meistara — né spænskt að því er heita má því enn vantaði Juan Gris, Tápies, Picasso, Miró, Antonio López og Chillida. Spænskri list voru þar á engan hátt gerð fullnægjandi skil, hvorki í magni né að gæðum. Það var svo ekki fyrr en 1978 sem tókst að bæta úr þessarri pínlegu stöðu með fyrstu stóru yfirlitssýningunni á verkum Joan Miró, kaupum á fyrsta verki spænska málarans Juan Gris, „Guitarra delante del mar“ (Gítar við hafið) frá 1925 og uppsetn- ingu á röð af yfirlitssýningum á verkum katalónska málarans Ántoni Tápies 1980, á Picasso á hundrað ára fæðingarafmæli hans 1981 og á Salvador Dalí 1983. Árið 1984 fékk safnið hagstæð lán til kaupa á nýjum verkum m.a. eftir Picasso, Juan Gris, Braque og Alberto Sánchez og var safnið þá endanlega komið yfír erfíð- leikatímabil sitt. Meðal þeirra fjölmörgu verka og höfunda þeirra sem safnið býður upp á leyfum við okkur að benda sérstak- lega á eftirfarandi málara og myndir: Salvador Dalí: „Muchacha en la ventana" (Stúlkan í glugganum) 1925, mynd af syst- ur hans Ana María, máluð í föðurhúsum áður en stfll hans breyttist. Julio González: „E1 grito" (Ópið) 1939—41, þetta verk ein- kennist af tjáningu hans á þeim hryllingi sem hann upplifði í stríðinu, skerandi óp úr afmynduðu konuandliti. Juan Gris: „Guit- arra ante el mar“ (Gítar við hafíð) 1925, þessi málari frá Madrid byijaði 1912 á því að gera n.k. kúbísk tilraunaverk með ljóð- rænum myndum fullum af hreyfingu. Joan Miró: „Mujer, pájaro y estrella" (Kona, fugl og stjama) 1970, þetta verk er dæmigert fyrir hinn sérstæða kosmíska heim lista- mannsins, fullum af táknum og frumlegri hugsun. Alberto Sánchez: „Benimanet" 1937, smáþorp í Valencia-héraði. Þetta er verk myndhöggvara sem hefur snúið sér að málverkinu, undirtónninn er sveitin. Myndin er í ljóðrænum og súrrealískum anda. Solana: „La vuelta de la pesca" (Hald- ið heim af miðunum) 1922, mjög hefðbundið fígúratíft verk, þar sem dökkir tónar ráða ferðinni. Rafael Zabaleta: „Campesino and- aluz“ (Sveitamaður frá Ándalúsíu), verk hans einkennast af margþættri teikningu og ríkri litatilfínningu. Ramón de Zubiarre: „E1 marino vasco Shanti Andia, el temer- ario“ (Baskasjómaðurinn Santhi Ándia, hinn fífldjarfi), þessi mál- og heymarlausi málari endurspeglar í verkum sínum þjóðmenningu Baska. Zuloaga: „Montes de Calatayud" (Calatayud-fjöllin) 1930, þessi málari er uppruninn frá Baskalandi en settist að í Segovia og lýsir hann siðvenjum. Manna- myndir og landslagsmyndir eins og þessi eru ef til vill það sem best er að fínna í verkum hans. Versalir Spánverja Escorialhöllin er um 50 km frá Madrid er nú notuð fyrir opinberar móttökur Margir íslendingar hafa ugglaust heyrt í fyrsta sinn nefnda höllina E1 Escorial, þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var í opinberri heimsókn á Spáni og sat veizlu í höllinni, þar sem forsætisráðherrann, Fi- lepe Gonzales, tók á móti henni. Höllin er notuð meðal annars á okkar tímum fyrir opinberar móttökur og einkum er það kon- ungurinn, Juan Carlos, sem notar hana þannig. E1 Escorial er einskonar Versalir Spánveija, um það bil 50 km frá Madrid. Konungsklaustrið E1 Escorialo, sem lokið var við að smíða 13. dag septembermánaðar árið 1584, hefur verið kallað eitthvert mesta stórvirki byggingarsögunnar. Oftast er talið að Filippus II. Spánarkon- ungur hafi látið reisa höllina til þess að þakka heilögum Lárentíusi sigur spænskra herja á Frökkum í orrustunni við San Quentín árið 1557 og að af því væri nafnið dregið. Sagnfræðingar hallast þó flestir að því að Filippus II. hafí með þessari feikna- smíð viljað búa föður sínum, Karli keisara I. af Spáni og V. af Þýskalandi, veglegan legstað. E1 Escorial er þannig allt í senn minnisvarði um löngu liðinn þjóðhöfðingja, klaustur, höll og menningarmiðstöð. Byggingarmeistari í þjónustu vísikonungs Spánveija í Napólí, Juan Bautista Toledo, gerði teikningamar að byggingunni en að honum látnum tók við Juan Herrera (1530—1557), sem breytti þeim og aðlagaði. Herrera varð höfundur sérstaks bygging- arstfls, sem við hann var kenndur, mikil- hæfur arkitekt, sem gerði klaustrið að helsta og mesta dæmi „manierismo“-stflsins í spænskri byggingarlist. Undir beinni yfírumsjón konungs, sem sjálfur hafði mikinn áhuga á byggingarlist, unnu alls um þijú þúsund manns að því að koma upp þessu feiknarmikla mannvirki, með 207 metra langa forhlið, níu tuma, sextán innigarða, 96 stiga, 98 gosbmna og meira en 1200 dyr. Til þessarar risasmíðar var dregið efni víðsvegar að. Tígulsteinaþak- ið minnir á Norður—Evrópu, hlutföllin em hin sömu og tíðkuðust í ítölskum byggingum þessa tíma og gmnnteikningin minnir á kastalavirki Kastilíuríkis til foma, ferhymd og með ijóra tuma. Segja má að þrír séu meginhlutar hailar- samstæðunnar E1 Escorial. Fyrst skal þá telja meginásinn, sem liggur frá anddyrinu að höfuðkapellu dómkirkjunnar. Rétt þegar komið er inn fyrir anddyri byggingarinnar birtist hallargarður konunganna, sem svo er kallaður eftir styttunum sex af konungum Júdeu (sem í upphaflegri gerð, með baugum krýnda píramída, vom með greinilegri skír- skotun til greftranarsiða og táknrænu). Hægri álma byggingarinnar hýsir klaustrið og hin vinstri höllina, þar sem Filippus II. lét haga svo til um vistarvemr sínar að úr rúmi sínu gæti hann horft til háaltarísins. Munkurinn Gabriel Recuero, skrúðhúsvörður klaustursins, lýsir þannig áhrifum þeim er þeir verða fyrir sem þarna koma: „Ferðalangur sem hingað kemur og lítur augum þetta bákn þykir mikið til koma, einkum þó er hann gengur inn í dómkirkj- una, svo hátignarlega og fagra. Oft hef ég séð ferðamenn hrærða hér og jafnvel tárast er þeir koma inn í helgidóminn." Til E1 Escorial komu fyrr á öldum margir málarar, bæði spænskir og erlendir, og hafa skilið eftir sig verk þar á veggjum, Tiziano, Veronese, Tintoretto, Ribera, E1 Greco og margir fleiri. Filippus II. vildi veg staðarins sem mestan, ekki aðeins að því er málara- listina varðaði heldur einnig bókmenntimar og í því skyni lét hann gera þar bókasafn, þar sem varðveitt em fjölmörg handrit á arabisku, latínu og kastilíönsku og má þar nefna meðal gersema lagabækur frá tíundu öld, biblíu- og kóran-texta og nokkrar bækur með eiginhandaráritun heilagrar Teresu de Jesús. Algengt er að líta á E1 Escorial sem trú- verðuga endurspeglun skapferils Filippusar II. sjálfs, klausturhöll við hæfí manns sem var mikill trúmaður og strangtúaður, ein- rænn og ákaflega siðavandur, þess manns er varð tilefni illskeyttra sögusagna, en hið rétta er að Filippus II. var sannfærður um að það væri ætlunarverk sitt í konungsstóli að tryggja og efla einingu kaþólskrar trúar og ekki var hann siðavandaðri en svo að hann þótti góður dansmaður á æskuámm. Þó hefur sú hugmynd verið ríkjandi að hann hafi verið maður þunglyndur, harður í skapi og harðráður. Hugmyndimar um hann hafa síðan færst yfir á klausturhöllina sem hann lét byggja. En auk illskeyttra sagnanna um skapferli konungs má ætla að stfll bygging- arinnar, nekt hennar, hreinar línur, ströng geómetrísk form og ekkert flúr hafí gert sitt til þess að menn skildu hana ekki alls kostar. Haft er eftir frægum frönskum fræðimanni á sviði spænskrar menningar, Luis Bertrand, að E1 Escorial væri „mikilúð- legur minnisvarði um listir, meinlætalifnað ogþunglyndi". Áð Filippusi II. látnum héldu eftirmenn hans á konungsstóli áfram að bæta um betur, piýða og fegra, eins og t.d. í graf- hvelfingu konunganna, Panteón de los Reyes, þar sem grafnir era allir konungar Spánar allt frá Karli I. til Alfons XIII. Fyrstu Borbóna-konungamir vom heldur fráhverfir klausturhöllinni, en þó létu bæði Karl III. og Karl IV., veiðikonungamir, sér annt um hana og vildu ljá henni yfirbragð ríkidæmis, gleði og glæsileika, jafnvel létt- lyndis. Á 19. öldinni varð E1 Escorial að þola rán og gripdeildir heija Napóleóns, er þeir réðust inn í landið. Sagnfræðingur sem þá var uppi skrifaði: „Dag einn sást hvar 300 vagnar og 500 burðarklárar héldu áleiðis til Madríd hlaðnir gersemum þeim sem ör- læti og mikilfengleiki Spánarkonunga hafði safnað saman um tveggja alda skeið og skildu naumast eftir annað en burðarvirki þessararundursamlegu smíðar.“ Fijálslyndir framfarasinnar nítjándu ald- ar litu á bygginguna sem ímynd fyrra stjóm- arfars og grafhýsi konunga þeirra er því tengdust. Það var ekki fyrr en í lok aldarinn- ar sem nokkrir menntamenn af kynslóð þeirri sem kennd er við árið ’98, eins og t.d. Unamuno, skiptu um skoðun á þessum mikla minnisvarða og nú, á okkar dögum, meðfram vegna breyttra viðhorfa og hlut- lausra viðmiðana og skoðana hinna fjöl- mörgu ferðalanga, spænskra jafnt sem er- lendra, sem flykkjast til þess að skoða klausturhöllina stórfenglegu, má með sanni segja að E1 Escorial sé ekki aðeins listrænn vitnisburður um andlegt líf munks á kon- ungsstóli heldur „minnismerki með alþjóð- lega skírskotun" eins og lýst var yfir af hálfu UNESCO árið 1984. „. „ Aitor Yraola er lektor í spænsku við Háskóla islands. Escorial-höllin er talandi tákn um spænska auðlegð fyrr á öldum. Höllin er eldri en Versalir eins og byggingarstíllinn ber með sér, en íburðurinn hið innra er bliðstæður. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.