Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 11
Morgunstund I. Hann Eftir Pjetur Hafstein Lárusson Ef ekki vildi svo illa til að sögusviðið er her-, bergiskytra, mettuð fúlum dauni víns, reyks og svita, þá mætti vissulega hefja þessa frá- sögn á ljóðrænni veðurfarslýsingu eins og hefðin gerir ráð fyrir. Öskubakkinn á litla borðinu við hæginda- stólinn var fullur af fíltersígarettustubbum, rauðum í endann. Aftur á móti var sá á skrifborðinu yfirfullur af Camelstubbum. Brennivínsflaskan hafði hinsvegar verið samviskusamlega tæmd og rauðvínið var nær gengið til þurrðar. Það var rétt á mörk- unum að ég næði að vinda úr flöskunni smáleka í klístrað glasið. Við fótagaflinn á rúminu lágu fötin í hrúgu, utan bijóstahald- arinn, hann hafði látið sér nægja að síga niður hliðina á fletinu. Hann lá þama einn á gólfinu, minnismerki nætur sem ég gat ómögulega komið fyrir mig hvemig liðið hafði. Þó rámaði mig óljóst í að hafa farið í Þjóðleikhúskjallarann til þess eins að verða vitlaus á endalausu kjaftæði um kynferðis- komplexa Lérs konungs sem Shakespeare karlinn skvetti úr fjöður sinni forðum tíð og nú hafði dunkað niður á íjalir Þjóðleik- hússins. Ef ég þeVki skaðræðis fylliríiskjaft- inn á mér rétt þá hef ég vafalaust lokið honum upp í svo sem hálfa gátt svo ljós mitt mætti skína út á milli tannanna. Þó get ég varla ímyndað mér að ég hafí sært nokkum viðstaddra, þetta vora nú einu sinni tildurrófur svo djúpt grafnar í jörðu að þang- að bárast engin hljóð, a.m.k. ekki ofan frá. Til era menn svo óbjörgulegir í kvenna- málum að þeim er alls fyrirmunað komast yfír konu nema þær því sem næst liggi lá- réttar fyrir og þá vitanlega af völdum víns og rósa. Slíkir kónar era af augljósum ástæðum ekki hátt skrifaðir heldur hrakyrt- ir af flestum. Hins vegar er aldrei minnst á þær konur sem fara á öldurhús og draga þaðan hálfdauða slordóna að því er ætla mætti til þess eins að komast í sem milliliða- lausast samband við Bakkus konung í öllu sínu veldi. Sú sem lá í rúminu mínu hlaut að vera ein þeirra kvenna sem kjósa að skemmta sér á þennan spíritíska hátt. Ekki gat hún verið ein af þessum sem alltaf era að leita uppi fyllirafta til að frelsa þá, því þær taka menn undantekningarlaust heim til sín til að geta helt oní þá lauksúpu að morgni. Nei, þetta var ekki Florence NightingaleJ En hver húri var eða hvernig henni hafði skolað upp í rúm til mín, ég segi nú bara eins og skáldið — mér er það hulið. Það seinasta sem ég mundi var að ég studdi mig við ljósastaur fyrir framan Þjóðleik- húsið og bað Guð að senda mér leigubfl. Hitastækjan í herberginu var kæfandi enda hafði konan sparkað af sér sænginni. Hún grúfði höfuðið ofan i koddann og ég vonaði að hún mundi aldrei snúa sér við og líta framan í mig. Vonandi væri vera henn- ar þama þvílíkur misskilningur að í raun væri hún alls ekki til og ég ekki heldur. Hún hafði stóran fæðingarblett á vinstra herðablaði og mér varð hugsað til kvistsins í göngustaf gamla mannsins sem ég sá oft á rölti við kirkjugarðinn. Aðeins ef ég hefði haft vit á því að fara heim til hennar í stað þess að koma með hana hingað, þá hefði ég þó getað sloppið. Eins og það gat nú líka verið fróðlegt að skoða bæinn undir slíkum kringumstæðum, einmitt þegar maður var hvorki fullur né timbraður og þó hvortt veggja, sem sagt ekki til í áþreifanlegu formi. Já, aðeins ef . . . en vit fylgir því miður ekki rænu- A skrifborðinu lá ljóðabók sem mér hafði nýlega áskotnast á Hádegisbamum. Hún kostaði þijú pemóglös auk tóbaks. Ég seild- ist til hennar opnaði hana og las: Víst ertu dula drusla dusilmenni stóð þar, fantur og fúlmenni, o.s.frv. Ég flýtti mér að loka bókinni enda ekki vanur að líta í spegil nema þegar ég rakaði mig. I því sneri konan sér við, laglegasta hnáta, þótt auðvitað prýddu þeir hana ekki, augnskuggamir, sem lekið höfðu niður and- iitið. Og þama var gresjan þríhymda sem ég hafði, öragglega af veikum mætti, sökkt mér í þessa óminnis nótt og sáð í hana því vonleysi sem fylgir tveimur einstæðingum sem renna saman í eitt, svo órafjarri hvor öðrum. Höfundurinn er Ijóöskáld og dvelur sem stendur í Svíþjóö. II. Hún Dagurinn seytlaði inn í vitund hennar þar sem hún lá í þvældum rúmfötum með súram svitakeim og daufri áfengislykt. Það var augljóst að sá sem átti þetta rúm var einn þeirra piparsveina sem ekki vora að gera sér þá fyrirhöfn að þvo rúmfötin reglulega. Sennilega var rúmið líka notað sem sófí þegar ekki var sofíð í því. Atburðir næturinnar fóru að raðast sam- an í huga hennar. Hún hafði farið með tveim skólasystram sínum í Leikhúslqallarann en skildi við þær þegar þær vora komnar í hrókasamræður við Þórð íslenskulektor. Hún nennti ekki að taka þátt í þeim leik stallsystra sinna að fá kvennagullið í íslenskudeildinni til að taka eftir sér. Stelpumar hafði hún ekki séð eftir það og gerði sér svo sem enga rellu út af því. Ja, ekki fyrr en hún var komin út og þau tvö höfðu ætlað sér að ná í leigubfl. Þá höfðu farið að renna á hana tvær grímur. Stúlka eins og hún af háborgaralegu heim- ili var því vönust að herrann tæki að sér að redda leigubílnum. Er út var komið reyndist hann hinsvegar öllu drakknari en virst hafði í rökkrinu og þægilegheitunum niðri í Kjallara. í stað þess að reyna að gera eitthvað róttækt í leigubílamálinu hengdi hann sig bara utan í ljósastaur og virtist helst reikna með því að guð almáttug- ur sendi honum einkabíl og bílstjóra. Hún hafði fyllst örvæntingu og skimað í kringum sig eftir vinkonum sínum. Þær vora hvergi sjáanlegar svo ekki gat hún slegist í hóp með þeim. Til alirar hamingju virtist enginn gefa henni og förunaut hennar sérstakan gaum. Hvað átti hún að gera? Hún dauð- skammaðist sín að vera komin með svona kóna upp á arminn, en hitt var svo annað mál að ekki gat hún bara gengið burt og skilið manninn eftir í reiðileysi þama utan í ljósastaumum. Það væri aldrei að vita nema löggan kæmi og stingi honum inn — eða eitthvað. Hvað hafði hún eiginlega flækt sér í? Hvað var hún líka að hanga utan í ein- hverri listamanna- og bóhemagrúppu í Kjallaranum? Auðvitað vissi hún hver mað- urinn var, nógu oft hafði hún séð hann í Eftir Sigrúnu Ragnarsdóttur þessum hópi. Svo vissi hún líka að hann drakk hressilega, hafði bara ekki gert sér grein fyrir að það væri svona þegar komið var í návígi. En hún hafði alltaf séð eitt- hvað sérstakt við hann. Hann var svo laus við allar leiðinlegar hömlur, sagði meiningu sína hátt og snjallt, auk þess að segja alveg sérlega skemmtilega frá. Fjandinn hafí það, maðurinn var andskolli „sjarmerandi" þrátt fyrir allt. Þegar hún loksins hafði komið honum heim var eins og áfengisvíman rynni nokkuð af honum. Hann varð líkari manninum í Lei'-húskjallaranum, nema að nú kom upp rómantík og blíða. Þau sátu við kertaljós og hann las ljóð. Hvort þau vora eftir ein- ' hvem vin hans í listamannahópnum eða ef til vill hann sjálfan vissi hún ekki, en þetta hafði verið ljúf stund og á einhvem hátt ólík því sem hún átti að venjast. En — svo fóra þau í rúmið. Æ — um það vildi hún ekki hugsa, það hafði ekki verið í neinu samræmi við þau fyrirheit sem hún þóttist fínna í þessari góðu stund. Jafnvel þó hann væri kannski listamaður, þá . . . Nú lá hún þama í svitaþefjandi rúm- fötunum og veigraði sér við að horfa framan í daginn og manninn. Drottinn minn, svo hlaut málningin frá kvöldinu áður að vera rannin út um allt. Hversvegna hafði hún • nú ekki haft vit á að fara frekar með hann heim til sín. Þá hefði hann ef til vill látið sig hverfa áður en hún vaknaði. Höfundúrinn stundar nú nám í Stokkhólmi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNl 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.