Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Sverrir Glæsilegur arkitektúr Einars Erlendssonar húsameistara á Laugavegi 36. Húsið reistu bakararnir G. Ólafsson og Sandholt árið 1925 og hér er enn Sandholts- bakarí. Jónas var stuttur og skringilegur, með alskegg og bar stór gleraugu og oftar en ekki mikla bumbu á maganum. Hana barði hann þá án afláts og boðaði opinber uppboð á vegum bæjarfógeta. Steinhlaðna húsið nr. 10, þar sem Nesco er til húsa, var hlaðið af Schou steinhöggv- ara frá Borgundarhólmi, sem kom árið 1880 til landsins til að reisa alþingishúsið en fór ekki fyrr en eftir 40 ár og þá með íslenska konu sér við hönd, hún var úr Melkoti við Tjömina. Lengi bjó síðar í þessu húsi jóski málarameistarinn Jens Sverin Lange en dóttir hans var tannlæknirinn Thyra Lange sem allir krakkar í bænum óttuðust og köll- uðu Týru tönn. Elsta Sjoppa landsins Á Laugaveg 12 er líklega elsta „sjoppa" landsins. Hana hefur Ingólfur Hafberg rek- ið í meira en 40 ár en áður var faðir hans, Helgi, með hana. Á Laugaveg 13 hefur líka sama ættin lengi höndlað. Þar byrjaði Sig- geir Torfason upp úr aldamótum, síðan tók Kristján sonur hans við og nú er þriðji ætt- liðurinn með verslun á staðnum, Hjalti Geir Kristjánsson. Eins og áður sagði er ekki hægt að telja alla upp en úr því að minnst var á kvenrétt- indi hér á undan skal minnst á nokkrar konur úr hópi kaupmanna við Laugaveginn. Þær voru ótrúlega margar á fyrri hluta ald- arinnar og sumar ærið umsvifamiklar. Hér má t.d. nefna Kristínu Meinholt sem rak verslunina Goðafoss á Laugaveg 5 eða Kristínu Sigurðardóttur sem áratugum sam- an rak verslun á Laugavegi 20A og átti þá húseign. Á nr. 26 var þriðja Kristínin með ættamafnið Hagbarð og myndarlega mat- vöruverslun í eigin húsnæði. Gunnþórunn Halldórsdóttir hóf verslunarrekstur á Laugavegi 12B. Á nr. 11 verslun Guðbjarg- ar Bergþórsdóttur, á nr. 33 var verslun Jónínu Jónsdóttur, á nr. 37 verslun Önnu Gunnlögsen, á 18B verslun Jóhönnu Olgeirs- son (föðursystur Gylfa Þ. Gíslasonar), á nr. 22 verslun Margrétar Bjamesen, á 22B Gabríellu Manberg og 23 Matthildar Bjöms- dóttur. Og svo vom náttúrulega allar hattaverslanirnar sem konur ráku. Ýmsir þekktir samtíðarmenn em fæddir við Laugaveginn. Þannig er listmálarinn Gunnlaugur Scheving fæddur í húsinu nr. 21 sem enn stendur og kollegi hans, Snorri Arinbjamar, í nr. 41 en þar rak faðir hans Morgunblaðið/Sverrir Hús Óla norska á Laugavegi 21, reist árið 1884 af Magnúsi Pálssyni múrara. Takið eftir h vað efri hæðin er lág. Þar er fæddur Gunnlaugur Scheving listmálari. Morgunblaðið/Sverrir Þetta eðalfína verslunarhús á Laugavegi 34 gæti sómt sér með prýði hvar sem er í heiminum. Það er teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni arkitekt og reist af Guðsteini Eyjólfssyni klæðskera árið 1929. Klæðaverslun Guðsteins er enn í húsinu. bókbandsstofu og bókaverslun um langa hríð. Og á Laugavegi 79 vom aldir upp lista- mennimir og bræðumir Eggert Gilfer og Þórarinn Guðmundsson. Langfrægasti ís- lendingurinn sem fæddur er við Laugaveg er þó Halldór Laxness. Hann segir í bók sinni Túninu heima: HÚSIÐÞARSEM Stelpan Missti Barnið ÚtUm Gluggann „Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timburhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32, þar sem stelpan missti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum.fast við götuna, þar sem kött- urinn stökk uppí vögguna til að læsa klónum í andlitið á baminu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið. Af öðmm frægðarverk- um frá þessum tíma vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að minnast þess að daginn sem ég fæddist sprændi ég beint uppí and- litið á ljósu minni Þorbjörgu Sveinsdóttur sem þá var mestur kvenskörúngur á ís- landi. Konunni varð þó ekki meira um en svo að hún sagði brosandi: Hann verður sómamaður í sinni sveit." í byggingarskjölum stendur við árið 1903: „Guðjóni H. Helgasyni leyft að byggja hús á sunnanverðri lóð sinni. . .“ Og það er ein- mitt húsið þar sem stelpan missti ungbamið út um gluggann. Það stendur enn með sóma en er ósýnilegt frá götunni. Það er eiginlega bakhús við bakhús eða þriðja hús frá götu. Til þess að komast að því verður að fara í gegnum undirgang á húsinu nr. 34, beygja fram hjá afgreiðslu Efnalaugar Reykjavíkur sem kúrir þar innst inni og hefur ekkert Morgunblaðið/Sverrir Afgreiðsla Efnalaugar Reykjavíkur í bakhúsi á Laugavegi 32A. Hér er allt með gömlum svip enda er um að ræða elstu kemísku hreinsun landsins. Takið eftir afgreiðsluborðinu, púltinu og skiltinu á veggnum sem er frá um 1930 og var áður á framhúsinu við Laugaveginn. Á myndinni er eigandinn, Jón Tómasson, en hann er svo að segja fæddur og uppalinn hér, þvi faðir hans, Tómas Jónsson trésmiður, var einn af stofnendum Efnalaugarinnar árið 1921. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ 1987 13 .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.