Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 5
ingamir voru sólgnir í þessa kraftmiklu músík og enn liðu nokkur ár þar til bresku bítlamir komu fram og sigruðu heiminn. Dagbókin sem ég hélt árið 1959 kemur að góðum notum þegar riQaðir eru upp liðn- ir atburðir fyrir þrjátíu árum. Ég átti vest- ur-þýskt Grundvig-segulbandstæki og tók upp ótal spólur úr Keflavíkurútvarpinu og ríkisútvarpinu sem innihéldu vinsælustu lög- in eins og Personality, Lipstick in Your Colour, sem Ellý Vilhjálms söng oft með KK-sextettinum á þeim ámm, Kansas City er Guðbergur Auðunsson söng og Angelia, eitt af þeim lögum sem KK gerði einnig vinsælt. í myndasafni sem ég á í albúmi em nokkr- ar myndir af skólafélögum er Gestur Bjama- son tók, að mig minnir, og má sjá að fata- tískan á þeim ámm var kannski ekki svo ólík því sem gerðist_ meðal unglinga nú, þrjátíu ámm síðár. Ámi Júlíusson í Ytri- Njarðvík er í röndóttri blússu, þeir Baldur Bragason, núverandi flugvirki hjá Flugleið- um, Eðvald Bóasson, bæjarstjómarfulltrúi Alþýðuflokksins í Ytri-Njarðvík, og Marinó Jónsson, birgðavörður hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli, í dökkbrúnum leður- blússum utan yflr stælskyrtur þeirra ára, ívar Reimarsson að vísu í úlpu, íjósgrárri, og Eðvarð T. Jónsson, núverandi yfírmaður hjá Pósti og síma í Færeyjum og fréttarit- ari ríkisútvarpsins, í ljósgráum jakka. Þor- valdur Benediktsson vélstjóri er í svartri blússu og dökkri peysu og framan á peys- una saumað með ljósu gami, GK sem þýðir Gagnfræðaskóli Keflavíkur. Slíkum peysum klæddust nemendur líklega tvo fyrstu bekk- ina sem ég var í Gagnfræðaskólanum í Keflavík á ámnum 1956-58. Þá vom galla- buxur í tísku mjeðal stúlkna og pilta og heilmikið innbyrt af gosi og sælgæti í frímínútum í skólanum, ýmist hjá Danival kaupmanni á Hafnargötunni, Þórði kaup- manni í Blöndu eða á Mánabar, sem var gegnt æ3kuheimili mínu á Hafnargötu 54, og þá var einnig vinsæll samkomustaður bakaríið til hliðar við skóverslun Sigur- bergs, í næsta nágrenni við Nýja Bíó. Fjölbreytt Skemmtanalíf í ársbyijun 1959 hef ég samkvæmt dag- bókinni séð myndina Syndir feðranna með átrúnaðargoðum æskunnar og unglinga á þeim ámm í aðaihlutverki, James Dean, Natalie Wood og Sal Mineó, sem em nú ekki lengur á meðal vor og íétust í blóma lífsins. Skemmtanalíflð í Keflavík í lok sjötta áratugarins var ákaflega fjölbreytt. í bæn- um tvö kvikmyndahús, Nýja bíó og Félags- bíó og samkvæmt dagbókinni helstu kvik- myndaleikarar þeirra ára í kvikmyndum sem sýndar vom í Keflavík, Eddie Lemmý Const- antine, franskur að uppmna og lék aðallega í spennumyndum, Gina Lollabrigida, Burt Lancaster, Tony Curtis, Sophia Loren og Kirk Douglas. Og meðal þeirra mynda sem maður sá oftar en einu sinni vom King Creole með Elvis Presley, Ungu hjónin með Marlon Brando, Rock around the Clock með Bill Hailey og hljómsveit og Water, Water eða „Allt á floti alls staðar" í fslenskri þýð- ingu, með Tommy Steel í aðalhlutverki, einu helsta átrúnaðargoði unga fólksins meðal breskra rokksöngvara. Á Víkinni, sem Magnús Bjömsson veit- ingamaður rak, var matsalur og kaffítería á neðri hæð, uppi á lofti salur þar sem dans- leikir vom haldnir. Þar léku stundum hljóm- sveitir úr Reykjavík og óljóst man ég að þar komu fram td. Fimm í fullu fjöri með Guðbergi Auðunssyni sem helstu skraut- flöður og einnig tríó Krístjáns Magnússon- ar, söngvari Ragnar Bjamason. Ýmsar frambærilegar hljómsveitir úr Keflavík urðu til á þessum ámm í lok sjötta áratugarins. í dagbókinni er getið um Spútnik-tríóið, hljómsveit HJ, hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar, Rock sextett og helstu söngvarar vom Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Þorsteinn Eggertsson og stúlka sem lengi var með mér í bekk í gagnfræðaskóla og áður bamaskóla, tvíburasystirin Bima Guð- mundsdóttir, sem búið hefíir vestur í Banda- ríkjunum um langt árabil og mun hafa kom- ið fram sem söngkona í aðeins örfá skipti. Þá vorú helstu skemmtistaðir Ungó, Aðal- ver í húsi Aðalstöðvarinnar og Samkomuhús Njarðvíkur. Ekki var óalgengt að erlendir skemmti- kraftar er komu fram í Austurbæjarbíói í Reykjavfk kæmu einnig fram í Nýja bíói í Keflavík. í dagbókinni er getið um komu dönsku söngkonunnar Gittu Henning og kvartett3 Four Jacks sem skemmtu í Nýja bíói laugardaginn 14. febrúar árið 1959. Gitta var þá unglingsstúlka og svo að segja heimsfræg þegar hún söng inn á plötu lag- ið Mama og stemmningin slík í Nýja bíói þennan laugardagseftirmiðdag þegar hún söng lagið að það gleymist seint. Þá hefur verið í Keflavík, samkvæmt dagbók minni 9. september sama ár, þeldökkur söngvari, unglingspiltur sem þá var kominn í fremstu röð rokksöngvara, Frankie Lymon. í dag- bókinni: „Fór með Baldri og Ragga," líklega átt við Baldur Bragason og Ragnar Guð- laugsson, skólabræður úr gagnfræðaskóla. Ragnar flutti síðar til Bandaríkjanna og lærði flugvirkjun. HRAKFÖLL í DANSMENNTINNI Dansnámskeið voru af og til í Keflavík á sjötta áratugnum, t.d. í Tjamarlundi og að mig minnir undir stjóm Hermanns Ragnars Stefánssonar, sem þá var búsettur f Keflavík. Gagnfræðaskólanemendum var boðið upp á þessa kennslu og um tíma var ég þar innritaður, gat að vísu ekki með nokkm móti lært einföldustu skrefín, hvað sem ég lagði mig fram. Sat úti í homi, fletti þýska unglinga- og poppblaðinu Bravo, stakk því síðan í jakkavasann, búinn að lesa mig til um það sem var að gerast í poppheim- inum víða í Evrópu. Át upp úr nokkmm ópalpökkum til að róa taugamar. Þá hrak- fallasögu er ekki vert að rekja nánar. Auð- vitað kolféll ég á lokaprófí frá dansskólanum enda áhugamál allt önnur. „SáumMikiðAf Sætum STELPUM“ I þá daga var ekki íslenskt sjónvarp en sjónvarp vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli var komið inn á nokkur heimili í Keflavík, um eða eftir 1960. Við skólafélagamir grip- um í spil f tómstundum, „tuttugu og einn“ og önnur spil er þá vom vinsælust, matad- or, skák og svo var tennis oft á dagskrá á Suðurgötunni veturinn 1958-59 á æsku- heimili félaga míns, Gísla Ellimps, sem hafði stórt kjallaraherbergi þar sem háð vom eft- irminnileg einvígi og námið stundum víðs fjarri. Keppnisíþróttir heilluðu unga drengi. Og stundum var haldið til Reykjavíkur á eftir meistaraflokksliði ÍBK í knattspymu, ýmist á kappleiki á Melavellinum eða til að skoða mannlífíð f höfuðborginni. Þá hafði Guðmundur Guðmundsson (Gummi rauði), piltur einu ári eldri en við flestir skólafélag- amir, til umráða lítinn ljósbláan Moskvits og við fengum stundum að koma með í bíltúr við Gfsli Sighvatsson, núverandi skóla- stjórí á Neskaupstað, Einar Magnússon tannlæknir í Keflavík og greinarhöfundur og í dagbók minni er greint frá einum slíkum bíltúr á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1959. „Komum á vfgslu íþróttaleikvangsins í Laugardal og fómm sfðan í Tfvolf í Vatn- smýrinni og vomm þar á dansleik um kvöld- ið, aðallega hjá KK og hljómsveit Áma Elv- ars, sáum mikið af sætum stelpum, þorðum ekkert, kveiktum bara í vindlum fyrir utan skemmtistaðinn og ég drakk úr einni pilsn- erflösku; félagamir fengu sér malt.“ Jóla- og áramótaleyfí í Gagnfræðaskólan- um í Keflavík var ekki fyrr lokið mánudag- inn 5. janúar 1959 samkvæmt dagbókinni, en efnt var til mikilla óláta í skólanum. Unglingar á þeim ámm vom ærslafullir og fór oft mikið fyrir þeim. I stöðugri uppreisn eins og áður er greint frá gegn öllu yfir- valdi. Ef til vill hefur hin uppreisnargjama rokkmúsík þeirra ára haft sín áhrif og þess- ir leðurklæddu töffarar sem birtust á kvik- myndatjaldinu, Marlon Brando, James Dean og Elvis Presley sem eins og ögmðu viður- kenndum siðvenjum eldri kynslóðarinnar. oharðnaðir unglingar höfðu slík goð að fyrir- mynd í hörðum heimi, sem stundum var erfítt að fóta sig f, og viidu með einhveiju móti vekja athygli á sér þó sumt af uppá- tækjunum hafi auðvitað orkað tvfmælis. í dagbókinni 6. janúar 1959, á þrettándanum segir svo: „Mikið var um læti I skólanum, t.d. sprengdu Magni og Ámi (Magni Sigur- hansson kaupmaður og Ámi Júlfusson) tVo kínveija inni á skólastofu og tvo á ganginum í tilefni dagsins. Þorvaldur og Ólafur Sveins- son (Óli Dúfa) vom kallaðir upp á kennara- stofu vegna óláta og í dagbókinni er getið um stöðug uppþot í skólanum meira eða minna allan janúarmánuð 'árið 1959. PÓSISTAFLOKKURINN Þá höfðum við Þorvaldur Benediktsson, sonur Benedikts Þórarinssonar, yfirlög- regluþjóns á Keflavíkurflugvelli, stofnað hreyfíngu innan skólans sem við nefndum Pósistaflokkinn. Við reyndum í óvitaskap að blása í glæður útkulnaðrar þjóðemis- hyggju og lásum allt sem þá var að fínna í blöðum og bókum varðandi þriðja ríki Hitlers. Pósistaflokkurinn stóð aðallega fyr- ir ólátum í Gagnfræðaskólanum og skömmu eftir stofnun hans var ráðist í það verkefni að gefa út málgagn fyrir flokkinn, Pósist- ann, og komu út tvö tölublöð þar til blaðið var loks bannað og útgáfan stöðvuð eftir að síðara tölublaðið kom út og dreiflng þess hófst. í dagbókinni kemur fram, að Eðvarð T. Jónsson hafí verið ritstjóri. Hann var þá skólaskáld og gerði töluvert af því að yrkja og allt var það með endarími, höfuðstöfum og stuðlum og mörg ljóðanna athyglisverð af svo ungum manni að vera. Einhver breyt- ing hefur þar orðið á varðandi ritstjómina; ekki man ég betur en að ég hafí að lokum tekið að mér ritstjóm blaðsins ásamt Þor- valdi. En um alla tæknivinnu, uppsetningu og frágang þessa fjórblöðungs sá Gestur Bjamason og var verkið unnið í bflskúr við heimili hans. Efni blaðsins var mest óhróður um einstaka kennara, sem vom sakaðir um að vera kommúnistar, og einhver gagnrýni kom fram á bæjaryfirvöld, sem að okkar áliti áttu að vera hliðholl hinum alþjóðlega kommúnisma. Sátu þar þó meðal annarra rótgrónir og virðulegir íhaldsmenn. í dag- bókinni er Þorvaldur ýmist nefndur general eða kanslari og ég hef fengið það virðulega embætti að vera áróðursmálaráðherra. Aðr- ir æðstu menn pósista vora Ólafur Sveins- son, titlaður hermálaráðherra, Baldur Skúlason í stöðu yfirlífvarðar Þorvaldar og aðrir í flokkstjóm samkvæmt þijátíu ára gamalli dagbók Gestur Bjamason, Halldór Jensson, Ámi Júlíusson, Brynjar Hansson, Karl Taylor, Magni Sigurhansson og Marinó Jónsson. I dagbókinni er sagt frá afmælis- veislu 13. janúar 1959 og að í veislunni hafí Baldur Skúlason verið víttur fyrir aga- brot í flokknum og ekki talinn kunna skil á helstu æviágripum foringja þýskra nasista og vísað úr flokknum þar til eftir mið- nætti, að hann hafði játað syndir sínar og tekinn inn aftur að lokinni leynilegri at- kvæðagreiðslu og þá með naumum atkvæða- mun. Pósistaflokkurinn var hreinræktaður karlaflokkur og allt jafnréttistal hefur verið okkur lítt að skapi. Þó vora með okkur í bekk stúlkur, sem hefðu vel átt heima í flokknum vegna mannkosta t.d. Elsa Kjart- ansdóttir, Vigdís Böðvarsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir, Sigrún Albertsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Flmmtudaginn 12. febrúar er svo blaðið Pósistinn endan- lega bannað og útgáfa þess stöðvuð af skóla- yfirvöldum. í dagbókinni er getið um ein- hver ólæti í skólanum af því tilefni. Á sprengidag, tveim dögum fym, seldust 35 eintök af öðra tölublaði í skólanum. Um kvöldið var grímudansleikur hjá gagnfræða- skólanemendum; Spútnik lék fyrir dansi og Engilbert Jensen söng með hljómsveitinni. Aðstandendur blaðsins mættu og settu upp grímu í tilefni dagsins. Þegar ég riQa upp þessa löngu liðnu daga þá finnst mér svona eftir á, að engin ástæða hafi verið til að halda uppi harðri gagnrýni á kennara í skólanum, sem flestir ef ekki allir vora hinir mætustu menn og man ég þá sérstaklega eftir þeim bræðram Biarna og Ingólfí, Oskari Jónssyni, Óskari Ólafs- syni og Rögnvaldi skólastjóra. Þaið virtust bara engin takmörk fyrir því hvað uppreisn-' argjömum unglingum, sem ómögulega gátu fest hugann við námsbækumar, datt í hug í námsleiða og uppreisn gegn öllu meðvituðu og ómeðvituðu. Um vorið 1959 var þessi „æskulýðshreyfing", Pósistaflokkurinn, að mestu hætt starfsemi sinni. Það var helst að við kæmum einstaka sinnum saman heima hjá Þorvaldi, drykkjum kaffi eða heitt súkkulaði, kveiktum á kertum, með hakakrossinn á armböndum á hægri hand- legg og flettum myndasafni frá dögum þriðja ríkisins. Síðar var okkur vinsamleg- ast bent á að hafa nú eitthvað þarfara við tímann að gera en að herma eftir stjóm- málahreyfíngu sem eins og allir vita leiddi af sér meiri hörmungar fyrir mannkynið en dæmi era til um fyr eða síðar. GÓÐ Mannleg Samskipti Það er margs að minnast frá löngu liðnum dögum, áram og ekki nema fátt af því sem hægt er að geta um 1 stuttri blaðagrein. Keflavík í lok sjötta áratugarins var eins konar sambland af sveit og þorpi, með inn- an við þijú þúsund íbúa og byggðin svo til eingöngu í næsta nágrenni Hafnargötu, Suðurgötu og Hringbrautar. í þá daga ein- hvem veginn eins og öll samskipti manna hafi verið persónulegri og nánari. Keflvík- ingar ræddust við yfír steinvegginn um daginn og veginn eða við grindverkið sem aðskildi lóðir. Lögregluþjónamir, Stígur, Sigtryggur og Jens, eiginlega nánir kunn- ingjar, sama gilti um kaupmanninn á hom- inu, bæjarfógetann, bæjarstjórann eða skattstjórann eða heimilislæknana, Bjöm Sigurðsson, Ambjöm Ólafsson, Kjartan Ólafsson, Guðjón í Ytri-Njarðvík og Karl Magnússon. I Keflavík á þeim árum vora stálpaðir krakkar og unglingar í margs konar vinnu og þá helst bæjarvinnunni, f fiski, losun og lestun skipa við höfnina. Þá var Karl Eyj- ólfsson, „Kalli í Strít“, sem bjó í stóru stein- húsi við Aðalgötu í Keflavík, umboðsmaður fyrir skip Eimskipafélagsins og dóttursonur- inn, Karl Sævar, var hans hægri hönd. Hafnarverkamenn vora sannarlega tilbúnir að vinna á þeirra vegum, þó óharðnaðir unglingar sem ekki þekktu til „Kalla í Strít" héldu því sumir fram, að hann væri óhugn- anlegt hörkutól. Annað kom á daginn við nánari kynni og sérstaklega þegar kaupið var sótt heim til hans og með launaumslagi fylgdu stundum nokkrir konfektmolar í litla lófa. Ég lauk námi í Gagnfræðaskólanum vor- ið 1959, eftir þijá vetur á skólabekk og aðaleinkunin ekki það glæsileg að ástæða hafí verið til að halda áfram og ljúka gagn- fræðaprófi úr fjórða bekk. Satt best að segja hef ég alla tíð séð eftir því að hafa ekki haft meiri áhuga á skólanámi á þessum áram. Við tók alvara lífsins; sá skóli sem sumir vilja meina að sé hinn raunveralegi skóli. í þá daga fannst manni heimurinn vera eitthvað óendanlegt, án nokkurra endi- marka, eitthvað stórfenglegt og þess virði að kynnast nú nánar, t.d. með því að skoða með eigin augum. En samt ótryggur og þessar stöðugu fréttir í útvarpi af ofbeldi, styijöldum og hungursneyð víða um heim vora ekki beinlínis uppörvandi. í heiðinni fyrir ofan þorpið vissi maður svo sem af „Litlu-Ameríku", Keflavíkurflug- velli, og skömmu eftir að ég hætti námi í Gagnfræðaskólanum, í októbermánuði, var ég kominn þar í vinnu hjá Sölunefnd vamar- liðseigna að flokka sundur ýmislegt brota- jám í stóram haug í heiðinni upp af Ytri- Njarðvík. Sú vinna var þá á vegum Sæmund- ar, sem rak efnalaug í Keflavík að mig minnir. Vinnufélagar meðal annarra tveir menn, sem báðir era nú látnir langt um aldur fram og mikil eftirsjá að. Gunnar Laxfoss Hávarðarson sem fórst á átjánda aldursári með Stuðlaberginu í aftakaveðri út af Reykjanesi, veturinn 1962, mikill efn- ispiltur, og Sverrir Einarsson sem var verk- stjóri í þessari vinnu, sfðan stöðvarstjóri á Aðalstöðinni og eiginmaður frænku minnar Auðar Jónsdóttur, yfirhjúkranarkonu á Sjúkrahúsinu í Keflavfk. Eftir að þeirri vinnu lauk kom tímabil þar sem ómögulegt var að gera upp við sig hvað tæki við. Við Pálmar Breiðfjörð lágum yfir skákstöðum og tefldum skákir dögum saman, vikum saman, Iitum upp á Keflavík- urflugvöll til Þórhalls Vilhjálmssonar, sem þá var þar ráðningarsljóri og hafði aðsetur f gömlum hermannabragga til hliðar við aðalhliðið inn á Keflavíkurflugvöll. Lengi vel fengum við enga vinnu, umsóknareyðu- blöð lágu inni hjá Þórhalli og þannig var það í nokkrar vikur. Við Pálmar litum stund- um inn á Víkina við Hafnargötuna og völd- um plötur í djúkboxið. Og einmitt þá var eins og við vildum aftur og aftur fá að heyra Ragnar Bjamason syngja eitt af vin- sælustu lögum ársins 1959, „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki neitt með því.“ Loks kom að því að í nóvembermánuði 1959 var ég ráðinn í uppvask á hótelinu á Keflavíkurflugvelli sem f þá daga var rekið af bandaríska flughemum, a.m.k. eldhúsið og matsalan, og íslenskur maður, Edwald Fredriksen var þar yfirmaður að mig minnir. Áður varð ég að ganga undir eins konar „sótthreinsun", víðtæka læknisskoðun _ á hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Ég átti nefnilega að gegna ábyrgðarstarfi í uppvaski hjá sjálfum flughemum, hluta af mesta hervaldi heimns og í slíku ábyrgðar- starfi mátti maður ekki kenna sér nokkurs meins og ekki til neins að koma með læknis- vottorð vegna höfuðverkjar eða magapínu. Nei, í uppvaskinu var maður f eins konar herskyldu. Þar bragðaði ég í fyrsta skipti spaghetti með nautahakki sem svona í end- urminningunni er eins og hafi verið á mat- seðlinum þrisvar til flórum sinnum í viku ásamt einhveijum öðram álíka sterkum mat. Það var vaktavinna þama á hótelinu og unnið eitthvað um nætur. Ég tók þá rútuna úr Keflavík upp á flugvöll skömmu fyrir miðnætti, þá vora lög unga fólksins spiluð í ríkisútvarpinu seint á kvöldin og eitt lag mjög oft á dagskrá, þegar rútan hélt af stað upp á flugvöll; „Einsi kaldi úr eyjunum", með óðni Valdimarssyni. .. Höfundur er rithöfundur og nseturvörður í Reykjavík. Leiðrétting f 1. tölublaði Lesbókar 1989 birtist grein um sálmaskáldið séra Valdemar Briem eftir séra Flóka Kristinsson. Þar var rangt með farið, að sálmurinn „Sigurhátíð sæl og blíð“ sé eftir séra Valdemar. Það rétta er, að þessi sálmur er eftir séra Pál Jónsson, prest f Viðvfk í Skagafírði og Myrká í Eyjaijarðar- sýslu. Leiðréttist þetta hér með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MARZ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.