Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 13
Forboðinn tjaldstaður. Halldór Björnsson t.v., höfundur, Gunnar Guðmundsson t.h. Við Faxafít. Ævintýraferðir: Jeppaferð um afrétt S kaftártungna 1988 Ferðin hófst sunnudaginn 24. júlí og kom ég heim að kveldi þess 30. en flest samferðafólkið sólarhring síðar. „Dagbók" mín nær yfir alla dagana en hér er aðeins lýst, 27. júlí. Daginn áður hafði verið ekið yfir Kirkjufellsósinn þar sem hann fellur í Tungnaá (austan Landmannalauga). Þaðan var ekið að Græna- lóni og þvínæst um Hnjúka og inn með Tungnaá að sunnan. Þar eru vegleysur. Næturstaður var svo valinn við Faxafit sem er gróðurblettur við Tungnaá gegnt Snjóöldunni í Veiðivötnum. « . Þátttakendur voru: 1) Bjarn- héðinn Guðjónsson (Héðinn) brú- arsmiður á Hellu. Ok hann einn á Chevrolet pick-up. Hús var á palli bílsins sem hann notaði sem eldhús og til að sofa í. 2—4) Björn Halldórsson og Kristín Bjarna- dóttir fv. búendur í Snjallsteins- höfða í Landsveit. Þau óku í bif- reið af gerðinni Chevrolet Subur- ban. Með þeim var ellefu ára son- ur þeirra, Halldór að nafni. 5—6) Guðbjartur Björnsson frá Efra- Seli í Landsveit og Ragnhildur Antonsdóttir ættuð frá Dalvík. Þau eru verslunarmenn í Keflavík. Þau óku á Lada Sport. Guðbjartur er af kunnugum hér eystra sjaldan annað nefndur en Baddi frá Sel- inu. 7) Sigurþór Amason fv. odd- viti Landmanna frá Hrólfsstaða- helli. Hann var farþegi í stærri bílunum. 8) Gunnar B. Guð- mundsson frá Heiðarbrún, sá er' þessar línur ritar, farkostur Chevrolet Blazer. Úr dagbók á fjöllum — stytt — Miðvikudagur 27. júlí 1988. Um morguninn vom allir til- búnir til brottfarar og var lagt upp í svolitlum vindsveljanda. Brátt blasti við — handan Tungnaár — „Tröllið“ í Veiðivötn- um. Eftir að Kattarhryggir vom að baki tók við fjallið Faxi. Aust- an við Faxa fellur fram gil sem við nú ókum niður í og nú lögðum við lykkju á leið okkar, skildum bensínbílana eftir, fómm yfir gilið og háa sandöldu. Nú vomm við komin að Botnlanganum sem er stórt lón við Tungnaá, þar sem Lónakvísl fellur í ána. Hérna fyrst sáum við nýleg bílför enda er vatnið veiðilegt og Skaftfellingar eiga þama veiðihús sem sjáanlega heldur bæði vatni og vindi. Hins vegar þyrfti að þrífa húsið ef fólk ætti að hafa ánægju af því að gista í því. En það er svo, að í flestum þeim húsum til fjalla, þar sem ekki er starfandi eftirlitsmað- ur, er ekki gistandi fyrir sóðaskap og fúkkalykt. Og sumt fólk, þó það sé þokkalega til fara og með hreinan viðleguútbúnað, sér ekk- ert athugavert við að leggjast ofan í „svínastíuna“. Frá Botn- langalóninu horfðum við norður yfir Tungnaá og sáum Rústar- höfðann sem útilegumannahrey- sið er í. Bjamhéðinn telur að hell- ismunninn þar hafi sést. Keyrt var til baka að hinum bílunum og því næst ekið upp eftir þröngu gili ofan við Faxa. Þama er aflíðandi halli upp í mót en ekki brattlendi og á stöku stað var lítils háttar sandbleyta er ofar dró. Efst uppi á hæðunum þama austur af var staðnæmst og litast um, en það var oft gert á ferðalag- inu, og alltaf birtist sjónum okkar eitthvað nýtt. Að þessu sinni sást í stórt vatn í suðvestri. Sannfærði það mig um að við værum á kór- réttri leið en vatn þetta hefur á seinni tímum verið nefnt Volga- lón. Áfram var ekið og stefnt meira í norð-austur. Skyndilega birtust okkur Kvíslarlónin og veiðihúsið. Lónin eru þrjú og renna hvert í annað og tengjast svo Lónakvíslinni. Ljóst var, að einhvem tima kynni að taka að finna þá leið sem ætlunin var að aka austur að Sveinstindi. Þvi fómm við Björn og Halldór sonur hans á honum „Dreka“ mínum til að leita fyrir okkur hvar hægt mundi að kom- ast áfram en hitt samferðafólkið GUNNARB. GUÐMUNDSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.