Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 7
„Plug in City“ - Hugmynd um borg. Vísbending um óendanlega möguleika tækn- innar. 1964. ríkislistaakademíuna í Frankfurt. Þekktastur er Peter Cook þó eflaust fyr- ir forsvar sitt fyrir Archigram, hópi ungra arkitekta, sem spratt fram á sjónarsviðið í Bretlandi með öllum þeim bægslagangi sem fylgdi þjóðfélagshræringum þess tíma. Arc- higram-hópurinn gerði óspart gys að úr- ræðaleysi og stöðnun módemismans og var óspar á sérviskufullar skrýtluhugmyndir um byggingarlist undir kjörorðinu „Hvers vegna ekki?“ Archigram eirði engu, vildi velta við hvejum steini og varpaði fram þvflíkri ofg- nótt hugmynda að nú, aldarfjórðungi síðar, em þær enn frjór umræðugrundvöllur. Archigram leit á borgina sem einskonar framlengingu mannslíkamans, risavaxið lífkerfí, sem væri hluti af lífkeðjunni. Þetta lífkerfí þyrfti að endumýja sig, stundum hægt, stundum skyndilega, líkt og þegar myndbreytingar eða stökkbreytingar verða í náttúmnni. Samkvæmt skoðunum Archigram-hóps- ins yrðu arkitektar að öðlast fullan skilning á eðli þessa risavaxna lífkerfís og eiginleik- um þess, svo beina mætti því og öllu sem í því hrærist í réttan farveg. Þróun og eðli þessarar lífvem yrði aldrei skilgreind í form- úlum, reglum og alhæfíngarlausnum, heldur höfðaði þetta til vitundar stéttarinnar og skyns. Arkitektar yrðu að horfast í augu við þetta ef byggingarlistin ætti að endur- heimta stöðu sína sem mótandi menningar- afl í stað þessa að daga uppi í eltingarleik við reglur og skynlausan heim tækninnar. Byggingarlistin skyldi leiða tæknina í stað þess að „blindur leiði haltan" eins og raun- in hefur ef til vill orðið. Peter Cook setti fram dirfskufullar hug- myndir um byggingar í tæknibúningi árið 1964 og nefndi á móðurmáli sínu „Plug in City“. Þetta vom vísbendingar um þá óend- anlegu möguleika.s em tæknin færði bygg- ingarlistinni og ef til vill sérstaklega fram sett til að ögra brezku afturhaldi. Archigram undraðist hvað umhverfíð var skapað af lítilli andagift. Þeir gerðu gys and and- lausri hræðslu og fáfræði, sem sífellt leitaði til fortíðarinnar að fyrirmyndum í fals- draumum um sveitasælu, öryggi bemskunn- ar og hinn gamla tíma. Þótt þjóðfélagið beri enn klafa fáfræði og arkitektar jafnt sem almennir borgarar séu sem fyrr afskaplega hræddir við fmm- legar hugmyndir og það að skera sig úr, hafa verk eins og „Plug in City“ þó haft sín áhrif og afleiðingar. Nægir í því sam- bandi að benda á Pompidou-safnið í París eftir arkitektana Rogers og Piano; byggingu sem þótti á sínum tíma og þykir jafnvel ennþá framúrstefnuleg. Þannig hefur það fallið í hlut annarra en Archigram-hópsins sjalfs að framkvæma hugmyndimar. Þeir em ævilangt stimplaðir sem „hættuleg Qár- festing". Hugmjmdafræðin hefur f þessu tilviki eins og öðmm hlaupið samtfmann af sér. Annars væri heldur ekki gagn í henni. Framsetning hugmynda er öll auðveldari á pappír en í raunvemlegri byggingu, þar sem margskonar áhrifavaldar koma við sögu í sköpuninni. Það er engin tilviljun, að sumar áhugaverðustu byggingar sögunnar er að- eins að finna á pappír. Peter Cook hefur tekið að sér vanþakkl- átt hlutvek tilraunaarkitektsins, sem raynir stöðugt að sýna framá að „hið augljósa" og „það hefðbundna" er ekki endilega „hið eina sanna". ímyndir háns em í stöðugri þróun; þær em vísbendingar og tilraunir, sem oft mistakast, en em allar hluti af heildarmyndinni, þar sem hverfulleiki er eina lögmálið. Peter Cook staðhæfír aldrei, né sýnir endanlega lausn. Hún e ekki til. Hlutverk hans er fremur að skynja og túlka tíðarandann. Hann er í einskonar einka- krossferð i hugmyndaheimi byggingarlistar- innar og afköstin em ótrúleg. Hugmynda- flæðið er stöðugt og yfírleitt hefur hann ekki gefíð sér tíma til að fínpússa hugmynd- ir sínar fyrr en kannski á síðari ámm, þá í samvinnu við Christine Hawley. Þeirra samvinna hefur fært hugmyndimar nær því sem kalla má byggjanlegt. Viðfangsefni síðari ára hefur verið samr- uni náttúra og byggðar. ímyndin er ljóðræn og leikur sér með stef eins og myndbreyt- ingu, lagskiptingu, vatn og tónlist. Peter Cook er enn i hlutverki undiröldunnar í til- raunastarfsemi í Bretlandi og hræringar hans og áhrif í nær 30 ár, hafa varla farið framhjá nokkmm núlifandi arkitekt. Peter Cook, tilraunaarkitekt, hugmyndasmiður og aðal driffjöður Archigram- hópsins, sem framleiddi nýjar hugmyndir og gerði gys að stöðnun og ótta við það nýstárlega. U M L Um tungumálið Imanni vex tilfínning af því að tungumálið sé orðið líkast sturluðu dýri sem étur grisl- ingana undan sér (einsog stundum má sjá í dýragörðum) eða þá risaeðla sem ganar útí kviksyndisfen (en það sést hvergi lengur nema í skelfíleg- um draumum). Og vissulega getur það orðið martröð að hlusta á beinu útvarps- sendingamar sem nú em hvarvetna hafðar. Margoft er þá verið að pynda vamarlaust tungumálið tilað segja hreint ekkineitt. Eins og margir fleiri hef ég verið að hugleiða þetta. Það fór heldur ekki framhjá mér að þessar pyndingar tungumálsins keyrðu fyrst um þverbak eftir að sérstakur málfarsráðunautur fór að starfa hjá Ríkisútvarpinu. Sem vonlegt er — því hlutverk ráðunauts er yfirleitt það að létta ábyrgð af hveijum og einum hinna. Annað né meira gerir hann ekki. Vandi lemstraðs tungumáls er viðameiri en svo að ráðunautur geti leyst hann. Sagt er að þeirsem nú em að taka við gæslu tungunnar hafí ekki vaxið upp við sömu kringumstæður og tungan á sínum tíma spratt úr. Það er rétt. Rétt er líka að þeim virðist ofviða að beita orðtökum og mjmdlíkingum málsins af tilfínningu. Undramargt kemur einsog „þjófur úr heiðskím lofti" af vömm þessa unga fólks. En hvað er það líka að sækja í þann horfna heim þegar tungan ætti að vera í fljúgandi endursköpun í munni þess? Því að japla á fúnum tengslum málsins við þá veröld sem var? Tungumál er ekki bara spegilmjmd þjóðarinnar sem talar það og skrifar. Nema vitaskuld deyjandi tungumál. Lifandi tungumál hleypir raunvem- leika samtímans inná sig og verður þann- ig mótunarafl hugsana, viðbragða, skoð- ana, gagmýni og skilnings sem á endan- um skefur hvap sjálfsblekkingarinnar utanaf þjóðrembunni. Lifandi tungumál mótar þjóðina sem er að móta það. Þjóðrembuumhyggjan fyrir tungumál- inu er að sínu leyti jafn falleg og hún er vonlaus. Alverst er þó að þetta skuli þurfa að vera umhyggja gjörgæsluþjóna en ekki glaðbeitt framrás hinna ungu og spræku sem engu eira. En svona hagar nú til um þessar mundir. A þeim tímum sem íslensk tunga þyrfti mest að brýna eggjar sínar uppá nýtt og endurskapa sig tii að geta um- skapað samfélagið sem hún þjónar em opinber lejmdarmál orðin bæði mörg og flókin. Persónulegt öryggi — sem aldrei nokkumtíma var né verður til — hefur verið gert að markmiði allra, ef ekki trúarbrögðum. Núorðið skrifa menn blöð og bækur, tala í útvarp og brosa í sjón- varp fyrir náð hins opinbera. Öryggi þeirra heimtar að talað sé bæði lítið og óljóst um leyndarmál hinna altumve- fjandi jrfirboðara. í stað vitsmunalegrar gagnrýni kemur skammsýn hneykslun. Stjómmálamannaþvaður í stað íhugunar. Og fordómar setjast á bekkinn þar sem gmnduðum skoðunum hefði mátt ætla sæti. Slævun og hægfara dauði tungumáls- ins em í raun að vinna það verk sem ritskoðun oftast leysir af hendi. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON HUGRÚN Til Morgun- blaðsins í tilefni 75 ára afmælis Áfram þig öldin ber afmælið blessist þér. Engum það framhjá fer fólkið þér ann. Hækki enn hagur þinn heiðraði vinur minn. Togþráðinn tilvalinn tíminn þér spann. Fyrrum þú frækorn varst frjómagnið í þér barst. Þoldir þú lof og last á langri ferð. Reyfum úr færðist fljótt fékkst snemma dug og þrótt. „Árvakur" efldist skjótt að allri gerð. Alltaf í morgunmund mætirðu á réttri stund. Samveran léttir lund og leiði þver. Án þín ei vera vil veistu á mörgu skil. Ártuga brúar bil sem betur fer. Ellimörk engin berð aðbúð er mikilsverð málum, með góðri gerð greinir þú frá. Færir þú fréttir mér fagnandi tek ég þér. Málfarið oftast er ágætt að sjá. Vísa þér veginn enn vökulir traustir menn. Illgresi að baki brenn best reynist það. Farsældin fylgi þér færðu þá ósk frá mér. Framtíðin alltaf er óskrifað blað. Hugrún er skáldanafn Filippíu Kristjónsdóttur. ERLARAGNARSDÓTTIR Vorþrá Oft á vetrar köldu kveldi kemur þrá í huga minn, eftir sumri og sólareldi sífellt löngun sterka finn. Brátt mun ríkja vorsins veldi verða bjartur himinninn. Gott mun þá að bregða blundi björtum vorsins morgni á fuglar syngja í fögrum lundi fegurð lífs og ástar tjá. Ó hve sælt á ástafundi ungum vini dvelja hjá. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfirði. KARLÍNA HÓLM Mjöli Pappírsdægur: svört, fjólublá líða hjá, mynda mjallarhrauk á slitinn gólfdúkinn. Naumur er tónn skammdegis. Glotta grýlukerti, hrökkva sönggyðjur við staka tóna af snæviþjökuðu þakskeggi, snerta mildileg blæbrígði gullofinn streng, sindrar Ijós pappamjöll í moll og dúr. Höfundur er hjúkrunarfræöingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MARZT989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.