Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 3
B@®S!S N B L A d' ’ flT' ij JMj 18j Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn- Aöalstræti 6. Sími 681100 Tambora heitir eldfjall austur í Indónesíu og hefur þar orðið eitt mesta gos sem sögur fara af. Þangað fóru í leiðangur vísindamaðurinn Haraldur Sigurðsson, sem starfar í Bandaríkjunum og Ámi Þór Kristjáns- son, bankamaður í Reykjavík og höfðu með sér lið burðarmanna. Frá þessu segja þeir í grein með mörgum myndum. Forsíðan myndin er af Jóhannesi Jóhannessyni listmálara og er tekin á vinnustofu hans, þar sem hann er innan- um ný málverk, sem verða á sýningn hans í Gallerí Borg. Sýningin hefst 11. mai og stendur fram til 23.mai. Miðað við það semn sem sést hefur frá hendi Jóhannesar, t.d. á síðustu sýningum septem- hópsins, erþað nýmæli að hér leiðir Jóhannes sam- an þau abstraktform sem hann er þekktur fyrir, og fígúruna, sem hann hefur raunar fengizt við áður, en í minni mæli. Indíafarinn Jón Ólafsson er enn frægur meðal landsmanna og nú er hann allsherjar yrkisefni í tónleikaröðinni Úr námum íslenzku hljómsveitarinnar: Ljóðið um Jón er eftir Þórarin Eldjám, tónverkið er eftir Pál P. Pálsson og myndverkið er eftir Leif Breiðíjörð. STEPHAN G. STEPHANSON Rammislagur Grána kampar græði á, gjálpir hampa skörum, titra glampar til og frá tifur skvampa í fjörum. Stormur þróast, reigir rá, Rán um flóann eltir, kólgum sjóarkletta á köldum lófa veltir. Ögra læt mér Ægis-lið upp úr sæti malar, Ránar dætur dansa við deigum fæti kjalar. Heim að vörum hleypum inn hátt á skörum rasta. Bára ör, á arminn þinn önd og fjöri eg kasta. Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stígum vikivakann á völtum kviku-bökum. Skipið stanzar, skýzt á hlið skeið til landsins horfna. Bárur glansa og glotta við, glatt er á dansi noma. Gólf er liðugt, löng og stór leikjarsvið hjá unni. Spriklar, iðar allur sjór, yztu mið að grunni. Mastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Utan sendar öldur sér áfram henda og flýta, vilja að lendi í lófa mér löðurhendin hvíta. Léttum gang um græði svíf, gleymi angri mínu, þegar hangi um hel og líf, haf, í fangi þínu. Byljir kátir kveðast á, hvin í sátri og hjöllum. Báruhiátrar hlakka frá hamralátrum öllum. Leggðu barminn alvot að, aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað, hrönn in armabláa. Stephan G. Stephanson (1853-1927) fæddist á Kirkjubóli í Skagafirði, en fluttist um tvítugt vestur til Kanada þar sem hann nam land og gerðist bóndi og skáld við erfiðar aðstæður og fátækt. B B Brandes og aðrir, sem mótað hafa menningu okkar Sú var tíð (fyrir tæpum aldar- fjórðungi), að við Sigurður Á. Magnússon skrifuðumst á um Víetnam hér í Rabbi. Ekki ætla ég að endurvekja slíka siði, en þó urðu fróðleg- ar hugleiðingar Haralds 01- afssonar um Brandes í Rabbi 15. apríl til þess, að ég hætti við að skrifa um það, er ég ætlaði mér upphaflega, og setti eftirfarandi þankabrot á blað. Haraldur segir, að fáir muni lesa Brandes á íslandi nú, þótt hann hafí verið mikill áhrifavaldur (sumir mundu segja Skegg- Ávaldi) í íslenzku menningarlífi fyrir og um aldamótin síðustu. Rétt mun það vera, en áreiðanlega gætir áhrifa hans enn — og meira en margir munu sjá. Þó að erfitt geti verið að rekja menningarþræði aftur í tímann og greina, hvað raunverulega skipti máli, og hvað voru auka-atriði, hygg ég, að ekki þurfi tiltakanlega mikla eftirgrennsl- an til þess að fínna margt hjá Brandesi, sem með einum eða öðrum hætti hefur teygzt allt til okkar daga. Jafnvel nafn hans er ekki með öllu gleymt. Það er þó altjent munur en nöfn og bækur ýmissa höfunda á síðustu öld, sem varla eða ekki grillir í lengur í í gleymskumyrkrum sögunnar. Við vorum heppnir, íslendingar, að höfuð- borg okkar skyldi vera Kaupmannahöfn, fyrst við á annað borð neyddumst til þess að hafa hana útlenda. Ég er sannfærður um það, að í þeim efnum var enginn kostur skárri. M.a. var í Höfn gott menningarút- sýni til allra átta, svo sem Þýzkalands, Frakklands, Rússlands og Englands. Þótt Brandes atyrti landa sína fyrir sofandahátt, þröngsýni og nesjamennsku, þegar hann var að brýna þá til dáða, verður ekki annað með sanngirni sagt eftir á, en að ferskir menningarvindar úr óvenju mörgum áttum hafí blásið um þessa litlu borg, og þeir náðu alla leið norður og vestur til Islands. Á nítjándu öld voru langflestar bækur helztu höfunda meðal stórþjóða þýddar jafnharðan á dönsku, og margar bárust hingað. Kaup- mannahöfn var gluggi okkar að heiminum. Hvor skyldi nú hafa orðið áhrifadrýgri hérlendis, Grundtvig eða Brandes? Þegar til langs tíma er litið, grunar mig, að Bran- des hafí betur, miklu betur. Auðvitað er erfítt að meta slíkt, og e.t.v. er allur slíkur samanburður ómælanlegur og út í hött. Áhrif Brandesar voru ísmeygilegri og meira langvarandi en sést í fljótu bragði. Margir, sem höfðu áhrif á íslandi á s. hl. 19. aldar og framan af þessari, voru mótaðir af hon- um og Vissu af því (voru þess meðvitandi eða „meðvitaðir", eins og nú er farið að segja). En þar með er sagan ekki hálfsögð, því að þessir menn skiluðu áhrifunum, hin- um gagnrýna uppreisnaranda gegn stöðnuð- um hugsunarhætti, áfram til yngri kyn- slóða, án þess að hinir yngri menn tækju beint eftir því. Sumar af hugmyndum Bran- desar, sem þóttu hvað frumlegastar í Megin- straumum hans eða „Hovedstromninger" 1872 - 1875 (reyndar fæðingarár afa míns og ömmu; ekki er nú lengra síðan!), voru orðnar viðteknar skoðanir löngu áður en hann dó 1927. Nú er uppi kynslóð, sem veit ekki, að Brandes var til og mótaði skoð- anir eða a.m.k. hugsunarhátt næstu kyn- slóða á undan og þar með óafvitandi henn- ar sjálfrar með margvíslegum hætti. Það er ekki von, að ungir dönskunemendur viti af honum, þegar þeir eru látnir hlaupa yfír flest mikilmenni í danskri bókmenntasögu. Hvað svo sem segja má nú um ýmsar skoðanir Brandesar, sem breyttust raunar nokkuð á löngum ferli (f. 1842), held ég, að flestir séu orðnir sammála um, að áhrif hans hafi í heild verið til góðs fyrir Dani og þá einnig íslendinga. Annað veifið þarf að hrista upp í fastmótuðum „þjóðarskoðun- um“ , ekki sízt þegar það er gert af sönnum heimsmenntamanni, sem stendur þó föstum fótum í menningu eigin þjóðar. Heyrzt hef- ur þó, áð honum sé kennt um að hafa eflt efahyggju íslendinga, sem hafi þó verið ærin fyrir, trúleysi, almenna vantrú og reng- inganáttúru (eða ónáttúru, af því að hún sé öfgafull afskræming á fijálsri hugsun og sjálfstæði í skoðunum). Andstaðan við hann á sínum tíma er skiljanleg. Skrif hans um kristni og trúarlíf komu eðlilega illa við marga. Hann vissi af yfirburðum sínum, og því gætti stundum óþols í samskiptum við aðra, svo að hann var kallaður hrokafullur. Hann varð frægur í útlöndum og átti jafnan greiðan aðgang að öllum andans höfðingj- um, hvar í heimi sem var, og framkallaði það öfund og afbrýði hjá samlöndum hans. Blaðamenn þoldu hann ekki, og var það gagnkvæm andúð. Hann hafði tvískipt lund- arfar: Stundum var hann stórhuga og fijáls andi, leiftrandi fyndinn og andríkur, en stundum einkennilega bamalegur og smá- munasamur, jafnvel fordómafullur. í aðra röndina var hann ljúfur og umbyrðarlyndur, aðalðandi og heillandi, þannig að hann átti auðvelt með að hrífa fólk með sér á flug, en í hina gat hann verið ótrúlega hranalegur og fráhrindandi, óþolinmóður, hefnigjarn og hrokagikkslegur, svo að hann fældi stundum góða menn frá sér, sem hefðu átt að vera samheijar hans. Það var happ Dana (og okkar), hve þessi áhrifamikli rithöfundur og fyrirlesari var ijölfróður og víðlesinn. Sjálfur veitti hann sannarlega miklum menningarstraumum yfir lesendur sína. Hann skrifaði t.d. merkilegar bækur um jafnólíka menn og Hippolyte Taine, Ferdin- and Lassalle, Disraeli, Shakespeare (heims- frægt rit, sem þýtt var á margar tungur), Ibsen, Anatole Fance, Goethe, Voltaire, Nietzche, Michelangelo og Heine. Til gam- ans nefni ég smádæmi úr eigin fyölskyldu um áhrif hans á ísland: Ég á tvö þykk bindi eftir hann um Cajus Julius Cæsar, sem áður voru í eigu móðurafa míns og síðar föður míns, en báðir hafa strikað mikið undir og skrifað athugagreinar á spássíur. Hann skrifaði greinar um íslendinga, svo sem Hannes Hafstein, Finn Jonsson, Einar Hjör- leifsson (Kvaran) og Indriða Einarsson. Al- mennt má segja, að hann hafi viljað koma þjóð sinni í nánari snertingu við heimsmenn- inguna, um leið og hann snerist gegn þeirri hættu, sem smáþjóð lendir í, ætli hún að vera sjálfri sér nóg og búa eingöngu að sínum í andlegum efnum. Hann var ákafur talsmaður eintaklingsfrelsis. Þannig varð hann e.k. „National-Erzieher", sem Þjóð- veijar hafa kallað svo, þjóðaruppalandi, en hann var ekki síður það, sem Frakkar kalla „remueur d’idées" og e.t.v. mætti þýða „feijumaður hugmynda". Víða er hans minnzt í íslenzkum ritum, og man ég til að nefna Skímisgrein Áma Pálssonar 1927 (endurpr. í „A víð og dreif“ 1947) og rit Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Páls- son (1965). Hvað hefur helzt mótað hugsunarhátt gokkar, sem nú lifum? Höfðu t.d. Þorgils gjallandi og Þorsteinn Erlingsson sterkari mótunaráhrif á þjóðina en Matthías Joc- humsson og Einar Benediktsson? Eða vom áhrifín með ósambærilegum Hætti? Hvað um „geislabaugsáhrif“ frægra manna? Þá á ég við það, þegar frægur maður á einu sviði fer að hafa áhrif á allt öðm sviði, langt utan raunvemlegra- takmarka þekkingar hans og hæfíleika. í hinni miklu og ágætu bók, „The Oxford Companion to the Mind“ (1987) er grein um þetta („Halo Effect"). Það er sagt vera áhrifamikið, félagslegt fyrirbæri, stundum hættulegt, þegar maður, sem skarar fram úr á sérsviði sínu, er talinn vitur og fróður í óskyldum efnum og fer að beita sér í þeim. Nefnt er sem fáránlegt dæmi, að Edison uppfínningamaður hafi verið kvaddur til ráða um stjórnmál og heim- speki. Dæmi þekkjast þess, að ljóðskáld og fíngerðir fagurkerar eða epísk sagnaskáld hafi notið sér frægð sína (eða látið nota sig) til að tjá sig um hin óskáldlegustu efni og dægurmálapólitík. Kvikmyndaleikarar í Hollywood og poppsöngvarar í Liverpool reyna að gera líf sitt merkilegra með því að fara að tala um alþjóðastjórnmál, um- hverfisvandamál og hvalveiðimál. Þeir, sem dást að leik þeirra, útliti og söng, halda, að þeir eigi að taka mark á þeim, svo að á þá er hlustað. Þeir verða skoðanamótarar („opinion-moulders" eða jafnvel „opinion- makers"; ekki eru nú orðin fögur). Þekkjum við svipuð dæmi héðan? MAGNÚS ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.