Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 11
Hann sagði að kennarasambandið, Sósía- listaflokkurinn og kommúnistar væru í grundvallaratriðum á móti stefnu ríkis- stjórnarinnar í skólamálum og reyndar í flestum málum. Hann sagði að skólamálastefna hefði alla tíð verið nútímaleg. Breytingarnar núna væru aðeins í samræmi við breytta tíma. Þegar fulltrúi ráðuneytisins var spurður um þá staðhæfingu fulltrúa kennarasam- bandsins, að kennarar innan sambandsins væru útilokaðir frá skólastjórastöðum og öðrum áhrifastöðum innan skólakerfisins svaraði hann á þessa leið: „Að sjálfsögðu eru þeir útilokaðir. Hvers vegna ætt32—um við að skipa í skólastjóra- stöður menn sem eru í andstöðu við þá skóla- stefnu sem við höfum mótað og ætlum að framfylgja? Það sér hver heilvita maður að það gengur ekki.“ Þá var fulltrúi ráðuneytisins spurður hvort hann teldi ekki eðlilegt að taka tillit til hugmynda og tillagna kennara um innra starf skóla. Og það stóð ekki á svarinu: „Kennarar ráða heilmiklu um innra starf skólanna. En þegar kemur að ákveðnum grundvallaratriðum sem varða opinbera og yfirlýsta stefnu í skólamálum, þá er ætlast til þess að kennarar, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins, fylgi settum reglum.“ Nú er því gjarnan haldið fram að kennar- ar eigi að vita meira um skólastarf en stjórn- málamennirnir. Væri ekki eðlilegt að taka ábendingum þeirra sem fagmanna? Og aftur svaraði ráðuneytismaðurinn um hæl: „Það er engin spurning að kennarar vita almennt miklu meira um kennsluaðferðir, þroska barna og skólastarf almennt heldur en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Það er vissu- lega þeirra vettvangur. En eins og ég sagði áðan að þegar við komum að ákveðnum grundvallaratriðum í málefnum skóla, þá erum við farin að tala um pólitík og þá horfir málið öðruvísi við. Löggjafarþingið, ríkisstjórnin, forsætis- ráðherra og menntamálaráðherra fara með umboð almennings og þar á meðal umboð foreldra í landinu til þess að marka stefnu í skólamálum. Kennarasamtökin hafa ekk- ert slíkt umboð og geta því ekki sett fram neina kröfugerð sem er í andstöðu við yfir- lýsta stefnu stjórnvalda. Kennarasamtökin fara með umboð fámenns hóps og hugmynd- ir þeirra eru í veigamiklum atriðum í and- stöðu við hugmyndir foreldra og almennings í landinu.“ Eins og sjá má af viðbrögðum þessara tveggja virðulegu fulltrúa, annars vegar fulltrúa Kennarasamtakanna og hins vegar fulltrúa menntamálaráðuneytisins, þá er mikið djúp staðfest þarna á milli. Grein þessi er skrifuð í Tokyo og Hiros- hima í nóvember 1988. Byggt er á viðtölum við skólamenn, heimsóknum í skóla og stofn- anir, lög, reglugerðir, námsskrar og aðrar upplýsingar um skólamál. Þá er í greininni vitnað í ofangreindar heimildir. Höfundur er dósent við Kennaraháskóla (slands. ast með að koma börnum sínum í bestu skólana,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hann sagðist þó alls ekki vilja gagnrýna einkaskól- ana. Þar væri víða mjög vel staðið að verki. 4) Þótt skyldunámið sé í orði kveðnu ókeypis þurfa foreldrar að leggja fram mikla fjármuni vegna skólagöngunnar. Aætlað hefur verið að þessi kostnaður sé um 200 þús. yen á ári fyrir hvert barn. 5) Fjöldi nemenda í bekkjum er alltof mikill. Við höfum sett það markmið að lækka nemendafjöldann niður í 30 börn í bekk. Þessu viljum við ná í áföngum á nokkrum árum, fyrst niður í 40, þá 35 og síðan í 30. 6) Hin opinbera skólastefna er róttæk hægri stefna sem leggur höfuðáherslu á menntun sem efnahagslega íjárfestingu en vanrækir andlegt heilbrigði og hamingju hins almenna borgara. Hin opinbera skóla- stefna beinist að því að tryggja stöðu valda- kerfisins sem viðheldur misrétti í þjóðfélag- inu. 7) Kennarasamtökin hafa lagt mikla áherslu á friðarfræðslu. Sljómvöld hafa lítinn áhuga á slíkum tillögum en leggja þeim mun meiri áherslu á þjóðernislega hagsmuni og efnahagslega forystu Japans á alþjóðavettvangi. Dætur og synir sólarinnar. Greinarhöfundur í rannsóknarstofhun japanska kennarasambandsins. lögð á að fötin séu Iétt og þægileg. hefst í 1. bekk,( þ.e. í 6 ára bekk hjá okk- ur). Telur þú að það sé hæfilegt? „Ég tel mjög eðlilegt að formleg kennsla hefjist strax þegar skólanám byijar. Hins vegar finnst mér óæskilegt að foreldrar drífi í því að kenna bömum lestur 4 og 5 ára. Eins og nú er eru mjög mörg böm farin að lesa þegar þau setjast í 1. bekk 6 ára að aldri. Meðal kennara í samtökunum em þó skiptar skoðanir um framkvæmd lestrarkennslunnar. Flestir em þó sammála um að 6 ára böm séu almennt mjög mót- tækileg fyrir lestrarkennslunni." — Hver er afstaða kennarasamtakanna til kennslu í undirstöðugreinum? „Kennarasamtökin vilja síður en svo draga úr kennslu í undirstöðugreinum. Að því leyti getum við verið sammála stjórn- völdum. Hins vegar viljum við nálgast náms- efnið með öðmm leiðum en lagt er til í Aðalnámsskránni. Við teljum að hægt sé að ná árangri í skóla án þess að beita sam- keppnisprófum eins og nú ert gert.“ — Þú hefur sagt að kennarasamtökin væm pólitísk? „Já, það er rétt. Þau em fyrst og fremst pólitísk samtök og sem slík em þau mjög sterkt afl. Kennarasamtökin leggja áherslu á eftirfarandi þijú atriði: 1) að örva kenn- ara til pólitískra, efnahagslegra og félags- legra átaka; 2) að efla sjálfstæði einstakra skóla og hvers starfandi kennara; 3) að beijast fyrir friðsamlegu og fijálsu þjóð- félagi fyrir alla.“ Að þessu samtali loknu ræddi ég við að- stoðarframkvæmdastjóra. Skólamálaskrif- stofu menntamálaráðuneytisins (MOMBUS- HO), Sachio Kamogawa. Hann lét í ljósi þá skoðun að mjög vel hefði tekist til með skólanámstefnuna enda hefðu margir glögg- ir og reyndir skólamenn unnið að því verki. Skólabúningar eru ekki samræmdir. Hver skóli hefitr sinn klæðnað. Áherzla er 8) I tillögum stjórnarinnar er stefnt að því að koma á fót tvenns konar skólum, annars vegar skóla fyrir þá sem eiga að fara í háskóla (núverandi gagnfræðaskólar og menntaskólar), og hins vegar skóla fyrir hina sem ekki eiga að fara í háskóla (nýi framhaldsskólinn). Að lokum spurði ég Akio Igasaki nokk- urra viðbótarspurninga: — Hver er afstaða kennarasambandsins til opins skóla? „Um það bil 700 af þeim 25.000 barna- skólum sem eru í Japan hafa gert tilraun með opinn skóla í yngstu bekkjunum. Kenn- arasamtökin eru í meginatriðum fylgjandi þeirri hugsun sem þarna liggur að baki, t.d. áherslu á samvinnu og hópstarf og afslapp- aðra og manneskjulegra umhverfi. Hins vegar er það mjög útbreidd skoðun meðal kennara að opinn skóli henti illa og sé mjög á skjön við menntahefðir og gildismat hér á landi.“ Nú kemur fram að formleg lestrar- kennsla og kennsla í reikningi og skrift LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.